Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 32
ERLENT 32 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is GULL ER GJÖFIN TIL AÐ uppræta hryðjuverka- samtökin al-Qaeda nægir ekki að handtaka eða vega leiðtoga henn- ar, Osama bin Laden, því miklu meira þarf að koma til, að sögn embættismanna bandarísku alrík- islögreglunnar, FBI. Fyrrverandi félagar í al-Qaeda segja að bin Laden sé gæddur sérstökum hæfileika til að hrífa menn með sér, sé tilbúinn að berj- ast með hermönnum sínum og hætta lífi sínu, að sögn eins af embættismönnum FBI, Thomas Wilshere. Hann segir að þótt bin Laden sé mikilvægur fari því fjarri að handtaka hans eða dauði dugi til að uppræta al-Qaeda sem hafi teygt anga sína út um allan heim. Eins og marghöfða skrímsli J.T. Caruso, aðstoðardeildar- stjóri þeirrar deildar FBI sem rannsakar hryðjuverkastarfsemi, sagði fyrir bandarískri þingnefnd í fyrradag að handtaka þyrfti „milli- stjórnendur“ al-Qaeda til að ráða niðurlögum samtakanna. Margir félagar í al-Qaeda lékju enn laus- um hala og af þeim gæti stafað mikil hætta. Michelle Flournoy, hjá rann- sóknarstofnuninni Center for Strategic and International Stu- dies, sagði að al-Qaeda væri eins og Hýdra, marghöfða sæskrímsli í grískum fornsögnum. Ef eitt höf- uðið væri höggvið af yxu tvö ný í staðinn. Talið er að 70.000 til 80.000 manns hafi verið þjálfaðir í búðum al-Qaeda í Afganistan og að þeir séu nú dreifðir út um allan heim, að sögn Wilshere. Hann segir að margir þeirra hafi verið á tánings- aldri þegar þeir fengu þjálfunina, lifi nú eðlilegu lífi og hafi misst áhugann á „heilögu stríði“ al- Qaeda en líklegt sé að aðrir hafi valið hryðjuverk sem „lífsstarf“. Nokkrir al-Qaeda-liðar fengu þjálfun í Bretlandi Barbara Boxer, formaður undir- nefndar sem öldungadeild Banda- ríkjaþings hefur skipað til að fjalla um baráttuna gegn hryðjuverka- starfsemi, spurði Wilshere hvort al-Qaeda hefði komið upp þjálf- unarbúðum í Bandaríkjunum. Hann svaraði að nokkrir félagar í samtökunum hefðu íhugað þennan möguleika en komist að þeirri nið- urstöðu að betra væri að stofna þjálfunarbúðir í Evrópu. Wilshere sagði að nokkrir þeirra hryðjuverkamanna, sem gert hefðu árásir á Bandaríkja- menn og Breta í Jemen, væru breskir ríkisborgarar og hefðu fengið þjálfun í Bretlandi. Mark- vissasta og skipulegasta þjálfunin hafi hins vegar farið fram í Afgan- istan og Suður-Líbanon. Larry Johnson, sem var aðstoðardeild- arstjóri þeirrar deildar bandaríska utanríkisráðuneytisins sem fer með baráttuna gegn hryðjuverka- starfsemi á árunum 1989–1993, hvatti Bandaríkjastjórn til að skera upp herör gegn hryðju- verkahreyfingum í Líbanon. „Fyr- ir utan Afganistan er ekkert land í heiminum með eins margar þjálf- unarbúðir, eins marga hryðju- verkahópa og hryðjuverkamenn. Þeir urðu fleiri Bandaríkjamönn- um að bana en nokkur önnur hryðjuverkahreyfing í heiminum – fyrir 11. september,“ sagði John- son. 241 bandarískur hermaður beið bana í sprengjutilræði hryðju- verkamanna í Líbanon árið 1983. Hryðjuverkamennirnir rændu William Buckley, stöðvarstjóra leyniþjónustunnar CIA, og myrtu hann árið 1984 og talið er að þeir hafi einnig myrt bandaríska of- urstann William R. Higgins, sem hvarf í Líbanon 1988 þegar hann tók þátt í friðargæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna. „Og við höfum látið þetta við- gangast í Líbanon,“ sagði John- son. „En þessu verður að linna. Við vitum að þessar hreyfingar geta ekki starfað nema með stuðn- ingi ríkis.“ Stjórninni ráðlagt að ráðast ekki á Írak Flourney sagði að Jemen og Sómalía væru á meðal þeirra ríkja sem stutt hefðu al-Qaeda, auk þess sem samtökin nytu stuðnings Tsjetsjena. George W. Bush forseti og fleiri hátt settir embættismenn í Wash- ington hafa sagt að til greina komi að gera árásir á Írak eftir að hernaðaraðgerðunum í Afganistan lýkur en embættismenn FBI minntust ekkert á Írak fyrr en Boxer spurði hvort Írakar tengd- ust hryðjuverkunum 11. septem- ber. Flourney kvaðst ekki hafa séð neinar vísbendingar um að Írakar væru viðriðnir hryðjuverk- in og varaði við því að árásir á Írak gætu orðið til þess að mik- ilvægir bandamenn stjórnarinnar í Washington hættu stuðningnum við stríðið gegn hryðjuverkastarf- semi í heiminum. Hún hvatti til þess að stríðið gegn al-Qaeda yrði leitt til lykta áður en tekist yrði á við Íraka. Hætta getur stafað af al-Qaeda án bin Ladens Washington. AP. ’ Við vitum að þessar hreyfingar geta ekki starfað nema með stuðningi ríkis ‘ STJÓRNVÖLD á Comoros-eyjum í Indlandshafi sögðust í gær hafa hrundið innrás um 100 vopnaðra manna á eyjuna Moheli, sem er ein af Comoros-eyjum. Munu a.m.k. fimm manns hafa fallið í átökum uppreisn- armanna og stjórnarhersins. Fullyrt var að liðsmenn innrásar- hersins hefðu kynnt sig sem banda- ríska hermenn, er þátt tækju í bar- áttunni gegn hryðjuverkamönnum, er þeir réðust inn í Moheli í gær. Sögðu þeir eyjarskeggjum að þeir væru þangað komnir þar sem Azaly Assoumani, sem ræður ríkjum á Comoros-eyjum, hefði átt samstarf við Sádí-Arabann Osama bin Laden. Þetta báru fulltrúar Bandaríkja- stjórnar hins vegar til baka í gær. Stjórn Assoumani brást við tíðind- um af innrásinni með því að senda liðsauka til Moheli og vannst skjótur sigur á innrásarmönnum, að sögn talsmanna stjórnvalda. Ekki er vitað hverjir innrásarmennirnir voru en fréttir bárust þó af því að liðshöfð- ingi í stjórnarhernum hefði verið handtekinn í tengslum við atburðina. Comoros-eyjar Innrás hrundið Moroni. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.