Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FJÁRSJÓÐUR NÚTÍMANS Rauðarárstíg 14, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 Smáralind, 535 0400 www.myndlist.is — Karólína Lárusdóttir — KVENNSKÓR Jóla- og áramótaskórnir Teg: HPH1175 Stærðir: 36-41 Litir: Svart, rautt, gull Verð 5.495 Teg: HPH1174 Stærðir: 36-41 Litir: Svart, rautt, gull Verð nú 5.495 Teg: HPH1170 Stærðir: 36-41 Litir: Svart, rautt, gull Verð nú 4.995 KRINGLAN - SMÁRINN „Við ætlum að senda út alveg fram á aðfangadag, hættum líklega 25. desember,“ sögðu þeir hressir, en nokkuð erfiðlega gekk að koma útvarpinu í loftið í fyrstu. „Við trufl- uðum útsendingar hjá Radio X, en nú er búið að koma öllu í lag.“ Þeir Sigurður Þorri og Alex byrja kl. 7 á morgnana og stendur útsend- ing yfir til kl. 23.30 á kvöldin, en tónlist er leikin ókynnt að næt- urlagi. Bekkjarfélagar þeirra eru allir af vilja gerðir að veita aðstoð og virtust færri komast að en vildu þegar Morgunblaðið heimsótti fé- lagana í vikunni. Sigurður og Alex segjast spila alls konar tónlist og þá segja þeir fréttir af og til yfir dag- inn og miðla margs konar fróðleik sem þeir hafa tekið saman m.a. um jólasveina og gamla þjóðhætti auk þess sem þeir bjóða hlustendum sín- um upp á draumráðningar. Einnig er hægt að hringja í þá félaga og biðja um óskalög en síminn er 462- 5131. Þeir Sigurður og Alex hafa unnið að undirbúningi síðan í sumar og hafa m.a. aflað fjár með því að selja kleinur og safna dósum, en tölu- verða fjármuni þarf til að koma út- varpsstöð á fót. „Þetta hefur verið draumur hjá okkur lengi og það er mjög gaman að þessu,“ sagði Sig- urður Þorri, sem lengi hefur verið með „útvarpsbakteríuna. „Það var Gestur Einar Jónasson sem smitaði mig, hann er alveg frábær.“ Morgunblaðið/Kristján Tveir 12 ára strákar starf- rækja útvarpsstöðina Jólahjól TVEIR 12 ára strákar á Akureyri tóku sig til í vikunni og hófu rekstur út- varpsstöðvar í bænum. Þeir kalla hana Útvarp jólahjól 104,9 og eru í einu herbergi í KA-heimilinu. Þetta eru þeir Sigurður Þorri Gunnarsson og Alex Orrason, báðir í 7. bekk í Brekkuskóla. RÖGNVALDI Skíða Frið- björnssyni, bæjarstjóra í Dal- víkurbyggð, hefur verið veitt lausn frá störfum frá 1. janúar næstkomandi. Þetta var sam- þykkt á fundi bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar á þriðjudags- kvöld. Fyrir var þá tekið erindi frá Íslandsfugli þar sem fram- kvæmdastjóri þess leitar eftir því við bæjarstjórn hvort hægt sé að fá bæjarstjóra lausan frá störfum um næstu áramót, en Rögnvaldur Skíði hefur verið ráðinn fjármálastjóri Íslands- fugls. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að hann myndi starfa að bæjarmálum út kjörtímabil- ið, fram á næsta vor. Umfang starfsemi Íslandsfugls hefur aukist mikið að undanförnu og því var óskað eftir að Rögn- valdur Skíði fengi sig lausan sem fyrst úr starfi bæjar- stjóra. Á fundi bæjarstjórnar Dal- víkur var samþykkt að fela staðgengli bæjarstjóra, Guð- rúnu Pálínu Jóhannesdóttur, störf bæjarstjóra til 31. maí 2002. Formanni og varafor- manni bæjarráðs var falið að ganga frá starfslokum bæjar- stjóra og semja um starfskjör bæjarritara. Tveir bæjarfulltrúar greiddu atkvæði á móti tillögu um að bæjarstjóra yrði veitt lausn frá störfum um áramót og einn sat hjá. Í bókun þeirra kemur fram að eðlilegra hefði verið að bæjarstjóri sjálfur hefði óskað eftir starfslokum og að það yrði ekki til kostnaðarauka fyr- ir sveitarfélagið. Eins töldu þeir eðlilegri málsmeðferð að starfslokasamningurinn kæmi til umfjöllunar í bæjarráði. Verður fjármála- stjóri Ís- landsfugls Bæjarstjóri Dalvík- urbyggðar hættir um áramót AKUREYRINGAR hafa verið held- ur heppnir í Gullnámunni að undan- förnu. Í vikunni fékk spilari þar rúma milljón króna og síðasta laugardag féll potturinn hjá öðrum og gaf 3,9 milljónir. Fyrr í haust hafði spilari unnið 7,3 milljónir króna í Gullnám- unni. Þannig hafa Akureyringar unn- ið um 12,2 milljónir kr. síðustu vikur. Heppnir Ak- ureyringar SAMVERUSTUND verður í Lauf- áskirkju föstudagskvöldið 21. des- ember, þegar skammdegið hefur náð hámarki sínu. Kór Laufás- og Grenivíkurkirkju syngur aðventu- og jólalög undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur. Lesin verður jólasaga og börn flytja samlestur úr Lúkasarguðspjalli. Fólk úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar flytur tónlist og yngstu börnin taka lagið. Ræðumaður verður Bernharð Haraldsson, fyrrverandi skólameist- ari, en samverustundinni lýkur með ljósahelgileik sem unglingar annast. Kvöldstund við kertaljós BÚIÐ er að setja upp nýja stólalyftu í Hlíðarfjalli og er hún nú tilbúin til notkunar um leið og snjórinn lætur sjá sig. Kristján Þór Júlíusson bæj- arstjóri mun formlega taka við lyft- unni í dag, en formleg vígsla verður 12. janúar n.k.. Tilkynnt verður nafn á lyftunni, en fram fór samkeppni um það og bárust 183 hugmyndir. Nýja stóla- lyftan tilbúin AKUREYRIN EA, frystitogari Samherja, kom til heimahafnar á Akureyri í fyrrakvöld eftir 28 daga veiðiferð. Aflaverðmæti skipsins var tæpar 100 milljónir króna en veiði- ferðin varð heldur styttri en ráð var fyrir gert, vegna bilunar í togspili. Þetta var jafnframt síðasta veiði- ferð Árna Bjarnasonar skipstjóra, í bili að minnsta kosti, þar sem hann var á dögunum kjörinn formaður Farmanna- og fiskimannasambands- ins. Árni hoppar því úr skipstjór- astólnum í forsetastólinn og mun hann hefja störf hjá sambandinu nú um áramótin. Árni hefur stundað sjómennsku lengst af sinn starfsald- ur og verið stýrimaður og skipstjóri hjá Samherja í rúm 10 ár, lengst af á Akureyrinni. „Það má segja að ég sé að hafa endaskipti á tilverunni og það er nokkuð skrýtin en jafnframt blendin tilfinning. Ég kem þó til með að hafa nóg fyrir stafni og bíð spenntur eftir því að taka við þessu nýja starfi. Þetta er ákveðin áskorun og það er ekki annað að gera en standa sig. Það má líkja við þessu við túr á tog- ara. Maður þarf að fara út og fiska og svo lendir maður kannski í brælu og fær á sig brot en maður verður samt að plumma sig og skila ár- angri.“ Árni var kjörinn forseti FFSÍ til næstu tveggja og hann sagði að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um að flytja skrifstofu sambandsins norður yfir heiðar. „Þeir eru margir sem vinna hér á Akureyri en búa í Reykjavík, t.d. í háskólanum. Ég er þó ekki viss um að það sé skemmti- legt munstur til frambúðar. Þetta er þó aðeins tveggja ára kjör og það getur vel verið að manni verði spark- að eftir þann tíma. Svo á það líka eft- ir að koma í ljóst hvort ég þrífst á þurru landi. En það hafa margir ósk- að mér til hamingju með þessa breytingu og ég vona að það verði einhver ham- ingja fólgin í henni.“ Þessi síðasti túr Árna og skipverja hans var nokkuð sögulegur, því litlu munaði að Akureyrin lenti í árekstri við er- lendan togara út af Skjálfandaflóa. Skip- ið var á heimleið af miðunum út af Langanesi þegar er- lendi togarinn beygði þvert fyrir Ak- ureyrina. „Ég sá mér þann kost vænstan að bakka á fullri ferð,“ sagði Árni og bætti við að mjög stutt hafi verið á milli skipanna þegar er- lendi togarinn skreið framan við Ak- ureyrina. Árni greindi ekki nafn um- rædds togara en gat sér til að hann hafi verið rússneskur. Hann sagði að ekki yrðu eftirmál vegna þessa af sinni hálfu, þar sem tekist hefði að koma í veg fyrir slys. Hins vegar sá Landhelgisgæslan ástæðu til að vara skip við háskasiglingu erlends tog- ara fyrir Norðurlandi í kjölfar at- viksins. Árni Bjarnason hættir á Akureyrinni EA, togara Samherja Úr skipstjórastóln- um í forsetastólinn Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, t.h., og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri færðu Árna Bjarnasyni, skipstjóra á Akureyrinni EA, gjöf er hann kom úr sínum síðasta túr í fyrrakvöld. Fyr- ir framan Árna stendur Rósa María, dóttir hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.