Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 76
76 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FILMUNDUR sýnir í kvöld eitt af höfuðverk- um franska meistarans Jaques Tati. Myndin heitir Frændi eða Mon oncle á frönsku og er frá árinu 1958. Þetta er í annað skiptið sem myndin er sýnd í klúbbnum, en vegna fjölda áskorana verða myndir Tatis endur- sýndar í Filmundi næstu mánuði. Jaques Tati er einn af stóru meist- urum vestrænnar kvikmyndagerðar að mati flestra spekinga á því sviði. Hann skipar sér á bekk með þeim kvikmynda- gerðarmönnum sem setja skemmtigildi mynda sinna í öndvegi, með ris- um á borð við Buster Keaton og Charlie Chaplin. Tati hefur reyndar gjarnan verið borinn saman við Chaplin og ekki að ástæðulausu. Myndir hans segja frá þöglum ein- fara, trúð með alvarlega og jafnvel sorgbitna ásjónu. Í raun má enda- laust benda á hliðstæður við meist- araverk Chaplins í myndum Tatis, en einstök höfundareinkenni Frakk- ans sjálfs fara þó aldrei á milli mála. Tati leikstýrði aðeins fimm kvik- myndum á ferlinum auk stutt- og sjónvarpsmynda. Langur tími leið á milli mynda, enda miklar pælingar að baki þeim flestum. Það er líklega einsdæmi í kvikmyndasögunni að höfundarverk sem er svo fáar kvik- myndir, hafi komið leikstjóranum á óvefengjanlegan hátt í hóp meistar- anna. Sögur Tatis eru listilega gerð- ar fléttur endalausra smáatriða sem skipta öllu máli. Lítið fer fyrir eiginlegum söguþræði í myndum Tatis og segir „Frændi“ frá dagstund í lífi stráks sem hann fær að eyða í vand- ræðagang með eftirlæt- isfrænda sínum. Það er ekki fyrr en við þriðja og fjórða skiptið sem maður sér myndina að maður fer að átta sig á mörgu því sem er að gerast. Undirtónninn er alvarlegur að vissu marki, jafnvel heimspeki- legur, þar sem staða manneskjunnar í hröðum og hörðum heimi nútíma- tækni er til skoðunar. Einn af stóru kostum þessa meistaraverks er að það minnir okkur á að sannleikurinn felst í því fyndna, ekki bara því leið- inlega. Nútíminn er trunta … Nútíminn er eitt sterkasta þemað sem gengur í gegnum myndir Tatis og það fyrirbæri sem „Frændi“ hverfist eiginlega um. Firring var vinsælt hugtak á þessum tíma og það er ekki fjarri sanni að segja að „Frændi“ fjalli um firringu nútíma- mannsins. Þetta er þó allt innan glettnislegra gæsalappa, enda myndin alveg drepfyndin. Það er sammerkt með öllum myndum Tatis að lítið er lagt upp úr samtölum, eða töluðu máli almennt. Myndmál er hins vegar geysisterkt og jafnframt er mikil áhersla á umhverfishljóð. Eiginlega mætti segja að unnið sé með um- hverfishljóð eins og tón- list sem enn þann dag í dag virkar nýstárlegt. Árekstur þess nýja og þess gamla er Tati greinilega hugleikinn. Átök þessi koma fram á ólíkum plönum: í mynd- máli, hljóðmáli og ekki síst í samskiptum herra Hulots, höfuðpersónu Tatis sem leikin er af honum sjálfum, við um- hverfi sitt. Það er svo stórmerkilegt í sjálfu sér að meira en fjörtíu ára kvikmynd um „nútímann“ skuli enn vera í fullu gildi. Óskar og Pálmi „Frændi“ fékk blíðar móttökur beggja vegna Atlantshafsins þegar hún kom út. Myndin hlaut sérstök verðlaun dómnefndar í Cannes 1959 og Óskarsverðlaun sem besta er- lenda myndin sama ár. Það er skemmst frá því að segja að hvorki áhorfendur né gagnrýnendur máttu vatni halda yfir myndinni, enda óskaplega sérstök og eftirminnileg í alla staði. Nýstárleg myndataka og óvenjuleg efnistök vöktu athygli á mikilli grósku sem átti sér stað í franskri kvikmyndagerð á þessum tíma auk þess sem myndin sýndi fram á að Frakkar voru færir um að gera virkilega skemmtilegar kvik- myndir, ekki bara þungar kjaftavell- ur sem gengu illa ofan í aðra en þá sjálfa. Fyndni franski meistarinn Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16. Vit 314 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 316 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 299 Frábær gamanmynd með Mark Wahlberg (Planet of the Apes, Perfect Storm) og Jennifer Aniston (Friends) með dúndur rokki sem rokkunnendur mega ekki alls ekki missa af. Fæstir fá tækifæri til þess að VERÐA uppáhaldsstjarnan sín! 3% LÍKAMSFITA. 1% HEILASTARFSEMI Hinn nautheimski Derek Zoolander fær ekki borgað fyrir að hugsa! Nýjasta mynd Ben Stiller´s sem fór á kostum í hinum frábæru grínsmellum Meet The Parents og There´s Something About Mary.  Kvikmyndir.is  DV Strik.is  ÓHT Rás 2 Sýnd í Lúxus VIP kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Vit nr. 296 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.Vit 307 1/2 RadíóX 1/2 Kvikmyndir.is 1/2 Kvikmyndir.com strik.is Allur heimurinn mun þekkja nafn hans  ÓHT Rás 2 MBL H O L E THE  DV Öðruvísi jól ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 16 33 3 12 .2 00 1 IKEA er opið virka daga kl. 10-22 Þorláksmessu kl. 12-23 Aðfangadag kl. 9-12 Öðruvísiverð SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is ÞÞ Strik.is ÓHT Rás 2  HL Mbl  SG DV Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 6.  HJ Mbl  ÓHT RÚV Allur heimurinn mun þekkja nafn hans strik.is  ÓHT Rás 2  MBL Edduverðlaun6 Ó.H.T Rás2 HK. DV Strik.is Sýnd kl. 6 og 9. Jólamynd 1/2 RadíóX Sýnd kl. 6. B.i.14. Sýnd kl. 8.30. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. 4 evrópsk kvikmyndaverðlaun. M.a. Besta mynd Evrópu, Besta leikstjórn og Besta kvikmyndataka. Kvikmyndir.com HL. MBL Ein persóna getur breytt lífi þínu að eilífu. Frá leikstjóra Delicatessen HAM er og verður goðsögn í íslensku rokki HK DV Sýnd kl. 10.30 Mörkinni 6, sími 588 5518 Pelsar stuttir og síðir  Úlpur  Ullarkápur  Hattar  og húfur  Mikið úrval Jólagjöfin hennar Opið laugard. frá kl. 10-18 og sunnud. kl. 13-17 langömmu, ömmu, mömmu og ungu stúlkunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.