Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 39 Mikið úrval og margt margt fleira ÚTSALA – ÚTSALA – ÚTSALA Opið frá kl. 10.00 til 18.00 Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Dæmi um verð: Áður: Nú: Kaðlapeysa 3.600 900 Peysa m/tíglamunstri 4.700 2.300 Síð jakkapeysa 3.900 1.900 Leðurjakki 8.900 3.900 Úlpa m/loðkraga 5.800 2.700 Satínskyrta 3.100 1.500 Stretsskyrta 3.900 1.500 Síð túnika m/kraga 3.900 1.900 Flíssett 5.900 2.900 Pils 3.400 1.700 Jakkapeysa 5.200 1.900 Dömubuxur 4.300 1.900 Herrapeysa 5.800 1.900 Herrablazerjakki 6.500 2.900 Herrabuxur 4.900 1.900 50-70% afsláttur SUÐURLANDSBRAUT 54 SÍMI 533 3109 Opnunartími: 21. des. kl. 12-20, 22. des. kl. 10-20, 23. des. kl. 12-20, FIMMTUDAGSTILBOÐ Inniskór frá Ara Fitness Teg: 36113 Stærðir: 36-42 Litir: Hvítt, svart lakk Verð áður 4.995 Verð nú 2.995 Teg: 36105 Stærðir: 36-42 Litir: Svart lakk, hvítt leður, blátt nubuk Verð áður 4.995 Verð nú 2.995 Í SPARISJÓÐNUM á Garðatorgi í Garðabæ stendur nú yfir samsýning tólf listamanna og er hún liður í 25 ára afmæli bæjarins. Þetta er samstarfsverkefni Sparisjóðsins og menningarmálanefndar bæjarins. Meðfylgjandi mynd er frá opnun sýningarinnar í Sparisjóði Garðabæjar: F.v.: Klara Lísa Hervalds- dóttir, afgreiðslustjóri Sparisjóðsins, Jónína Magn- úsdóttir (Ninný), Auður Marinósdóttir, Laufey Jens- dóttir, Greta Håkansson, Signhild B. Borgþórsdóttir, Guðrún Ragnhildur Eiríksdóttir, Kári Sigurðsson, Marta María Hálfdanardóttir, Vera Sörensen, Atli Örn Jensen, Árni Elfar, Guðmundur Vilhjálmsson, Lilja Hallgrímsdóttir formaður menningarmála- nefndar Garðabæjar og Ásdís Halla Bragadóttir bæj- arstjóri Garðabæjar. Sýningin stendur fram til áramóta. Samsýning í Sparisjóði Garðabæjar Vivaldi – Kons- ertar og sónata nefnist ný plata með leik Bach- sveitarinnar í Skálholti. Stjórn- andi er hinn kunni hollenski fiðluleikari Jaap Schröder. Hljóðfæraleikarar á þessum geisla- diski eru Jaap Schröder, Rut Ingólfs- dóttir, Lilja Hjaltadóttir, Sif Tulinius, Guðrún Hrund Harðardóttir, Sigurður Halldórsson, Gunnlaugur Stef- ánsson, Peter Tompkins, Gunnar Þor- geirsson, Guðrún Óskarsdóttir og Helga Ingólfsdóttir. Bachsveitin í Skálholti var stofnuð 1986 og er eina kammersveitin hér á landi er leikur á hljóðfæri í stíl barokk- tímabilsins. Jaap Schröder hefur ver- ið konsertmeistari sveitarinnar síð- astliðin átta ár. Útgefandi er Smekkleysa. Menn- ingarborgarsjóður styrkti útgáfuna. Upptökur fóru fram í Skálholtskirkju í ágúst árið 2000. Hljóðmeistari er Halldór Víkingsson. Barokk EITTHVAÐ var maður upptek- inn af Glúntunum hans Gunnars Wennerberg þegar maður var ung- ur, ég tala nú ekki um síðustu árin í menntó og þau fyrstu í háskóla, enda eru þetta stúdentasöngvar. Þeir voru þó sungnir (að minnsta kosti sumir) á Íslandi af „leikum og lærðum“, við skál eða ekki, á mínum uppvaxtarárum. Um þetta vitna um- mæli Jóns Þórarinssonar í bæklingi, þar sem hann lýsir m.a. söngkúltúr á Seyðisfirði, þar sem hann ólst upp, og á Héraði, þar sem Árni frá Múla og fleiri góðir koma við sögu; einnig getur hann þess að Jón S. Guð- mundsson menntaskólakennari hafi í nýlegu sjónvarpsviðtali lýst „hroðalegri hneykslan Árna Páls- sonar prófessors á einhverjum ný- stúdentum laust fyrir miðja síðustu öld sem kunnu ekki Gluntana“. Ég minnist þeirra Egils Bjarnasonar og Jóns Kjartanssonar og seinna Magnúsar Guðmundssonar og Ás- geirs Hallssonar (tveir gamlir Fóst- bræður og frábærir söngvarar), sem sungu söngvana inn á plötu á sínum tíma. Og nú höfum við splunkunýja geislaplötu, þar sem stórsöngvar- arnir Bergþór Pálsson og Ólafur Kjartan Sigurðarson fara geyst og með tilþrifum (líka á fínlegum nót- um) í þessum „dálítið svallsömu og kærulausu“ stúdentasöngvum, sem lýsa lífinu við Uppsalaháskóla á 19. öld. Og þeim til fulltingis ekki ómerkari maður en Jónas Ingi- mundarson. Það var því ekki við öðru að búast en maður setti með töluverðri eftirvæntingu diskinn í spilarann, enda söngvararnir báðir þekktir fyrir skemmtilegan og lif- andi flutning, svo ekki sé minnst á raddgæðin. „Örlögin létu’ okkur óvörum mætast / átjánhundruð þrjátíu og sjö“, hefja þeir, Magist- erinn og Glúntinn, upprifjun sína á stúdentaárunum í Uppsölum. Í Upp- sölum er bezt, syngja þeir auðvitað í næsta söng, sem allir hljóta að kann- ast við – sem og nr. 3, „Drottin minn, tunglið upp loftið lýsir“ (Herra min gud etc.). Annars gefa heiti söngvanna góða hugmynd um efnið, t.d. Klúður í kennslustund, Næturgöltur í Eiríksgötu, Daginn eftir, Misheppnaður ástaróður, Fjárkröggur Glúntans og Saknaðar- óður Magistersins (söngvarnir eru 21), svo einhverjir séu nefndir. Lög- in eru öll aðgengileg og skemmtileg, stundum angurvær og jafnvel bein- línis falleg (Hallarklukkan o.fl.), ef ekki í heild þá að stórum hluta. Stundum löng og stundum stutt. Og flest kannast maður við -–jafnvel má ætla að margir sem „aldrei hafa heyrt söngvana áður“ telji sig kann- ast við hitt og þetta. Um sönginn er í stuttu máli það að segja að undirrit- aður varð ekki fyrir vonbrigðum, þó að væntingarnar væru miklar – og enda þótt hann setti spurningar- merki á stöku stað hvað varðar leik- ræn tilþrif eða á maður að segja „til- þrifamikla innlifun“, einkum þegar ölvunin segir til sín. Hvað sem því líður fer ekki milli mála að hér eru tveir óperusöngvarar á ferð – og fara yfirleitt á kostum, stundum með nokkrum „óperustæl“ (einkum Glúntinn sjálfur) og stundum með innileik og hreint út sagt virkilega fallega. Og stundum einhvers staðar þar á milli, sem oftast hittir í mark. Vert er að minnast á ágæta þýðingu Egils Bjarnasonar, sem er í réttum anda og fellur að söngvunum „eins og flís við rass“. Og ekki þarf að fjöl- yrða um píanóleik Jónasar Ingi- mundarsonar, sem er í sama gæða- flokki og venjulega, en nýtur sín best í fínlegri söngvunum. Hljóðritun er mjög góð. Glúntinn og Magisterinn TÓNLIST Geislaplata eftir Gunnar Wennerberg í þýðingu Egils Bjarnasonar. Magisterinn: Bergþór Páls- son. Glúntinn: Ólafur Kjartan Sigurð- arson. Píanó: Jónas Ingimundarson. Hljóðritað í Salnum 28. og 29. júlí 2001 af Studio Stemmu ehf. Hljóðmeistari: Sigurður Rúnar Jónsson. Edda – miðlun & útgáfa. Stemma 003. GLÚNTARNIR Oddur Björnsson ÞÁ er Guitar Islancio III kom- inn út og tríóið vinsæla hljómar í flestum menningarveislum sem veigur er í. Á Sprengisandi er flaggskip disksins líkt og Krummi svaf í klettagjá á diski II og Góða veislu gjöra skal á diski I. Á fyrsta diskinum voru öll lögin þjóðlög utan Þjóðvísa Björns Thoroddsens. Á öðrum diski II var helmingur laganna eftir nafngreinda höfunda en á nýja diskinum ráða þjóðlögin ríkjum að nýju þótt Björn eigi þar tvo ópusa og Páll Ísólfsson einn; hið ágæta kvæði um litlu hjónin sem Guðmundur Ingólfs- son túlkaði svo stórkostlega á Þjóðlegum fróðleik. Hugmyndin að baki tríósins er snjöll og hefur fengið hljóm- grunn jafnt hérlendis sem er- lendis því ekki hefur önnur ís- lensk djasssveit verið jafn eftirsótt vestan hafs sem austan. Kvintett Heita pottsins í París sem Django Reinhard og Steph- ane Grappelli fóru fyrir er upp- spretta tríósins, en ólíkt flestum Django-hljómsveitum eru það ekki klassísk djassverk sem eru á efnisskránni heldur íslensk þjóðlög í bland við frumsamda ópusa. Þetta gefur tríóinu þá sér- stöðu sem fær ótrúlegasta fólk til að sperra eyrun og hef ég reynslu af því að jafnt þekktir er- lendir djassleikarar sem venju- legir tónlistarhlustendur utan- lands hafi heillast af leik Guitar Islancio. Bæði er að tónlistin er einkar áheyrileg, sveiflan létt og leikandi og strákarnir hörkufínir hljóðfæraleikarar; Björn einn helsti gítarvirtúós Norðurlanda, Gunnar ljúflingur ljóðsins og Jón vaxandi bassaleikari. Hitt er annað mál að strang- trúarmenn í djasstónlist eru á báðum áttum um hvort flokka beri Guitar Islancio sem djass- sveit. Þeir eru líka í vafa með sálmadiska Sigurðar Flosasonar og Gunnars Gunnarssonar, hvað þá mikið af því sem Garbarek er að gera eða Skúli Sverrisson. Það skiptir bara engu máli. Kid Ory neitaði að spila á sama sviði og boppmúsíkantar og stór hluti djasshlustenda um 1960 töldu að tónlist Ornette Coleman ætti ekkert skylt við djass. John heit- inn Lewis skilgreindi djass sem spuna með sveiflu og svo sann- arlega er bæði spuni og sveifla á ferðinni hjá Guitar Islancio. Guitar Islancio III er dálítið misjöfn skífa og ferskleikinn sem einkenndi fyrstu skífuna horfinn, en spilamennskan öll þéttari. Aftur á móti held ég þeir komist ekki lengra í þessum stíl. Næsta skífa þarf að vera gjörólík og ekki verra að hafa gestaeinleik- ara á borð við klarinettuleikar- ann Jörgen Svare, sem lék skemmtilega með þeim á djass- hátíðinni í fyrra. Lögin tvö eftir Björn Thorodd- sen á diskinum, Gárur og Kvöld- ljós, eru glæsilega leikin af gít- aristanum og sverja sig bæði í Django-hefðina og þó þau séu ekki frumleg eru þau grípandi ekki síður en Tangóinn hans góði. Það sama verður ekki sagt um útsetningarnar á Þorra- þrælnum, Bíum, bíum bamba og Fuglinum í fjörunni. Það er dálít- ill jólaballsbragur á þeim. Mér finnst Ó mín flaskan fríða best heppnaða þjóðlagaútsetningin og blúsaður hrynurinn í Vísum fínn. Afturá móti vantaði dramatíkina í Austankaldan, enda Laila Claptons vafrandi þar um. Út- setningin á Sumri hallar er skemmtileg svo og millikafli þeirra félaga – en þó merkilegt megi virðast er útsetning Dan- ans Ole Kock Hansens ís- lenskari. Vinsældir Armstrongs, Garn- ers og Petersons fóru oft í taugar djassmeinlætamanna, en þeir voru ekki verri djassleikarar fyr- ir það, og ég er viss um að vin- sældir Guitar Islancio verða ís- lenskum djassi heilladrjúgar. Þriðji í þjóðlagi DJASS Geisladiskur Björn Thoroddsen og Gunnar Þórð- arson gítara, Jón Rafnsson bassa. Hljóðritað í Garðabæ í ágúst 2001. Gefið út af Eddu – miðlun og útgáfu. Ómi jazz 003. GUITAR ISLANCIO Vernharður Linnet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.