Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.12.2001, Blaðsíða 36
LISTIR 36 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ EFTIR að hafa séð heimildarmynd Þorgeirs Guðmundssonar Ham – lif- andi dauðir, sem sýnd er í Háskóla- bíói á vegum Filmundar, hef ég sann- færst um að það er í heimildar- myndagerðinni sem mesta gróskan ríkir í íslenskri kvikmyndagerð um þessar mundir. Heimildarmyndir á borð við Lalla Johns, Fiðluna og Braggabúa sem sýndar hafa verið á árinu bera hver um sig vitni um fag- mennsku og tilfinningu fyrir miðlin- um sem unnið er með um leið og tekið er á ákveðnum hliðum okkar veru- leika, þær gaumgæfðar og samhengi þeirra dregið fram. Ham – lifandi dauðir skipar sér tvímælalaust í þennan hóp áhugaverðra heimildar- mynda, en þar hefur Þorgeir Guð- mundsson unnið á snjallan hátt úr nýju og eldra efni og búið til eftir- minnilega og bráðskemmtilega kvik- mynd um lifandi og samtímalegt efni. Viðfangsefnið er sem sagt íslenska rokksveitin Ham, sem starfandi var á árunum 1988 til 1994 og lagði mark sitt á íslenskt rokklandslag með ögr- andi ásjónu og kraftmiklu rokki. Sveitin kom að mörgu leyti eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í íslensk- an tónlistarheim, þar var að grunn- inum til sótt í hrynþunga og and- styggðarviðmót þungarokksins, og sá grunnur meðhöndlaður af nýbylgju- legri endurnýjun og írónískri fjar- lægð og innan þess rýmis fékk tónlist- argleði og hamslaus kraftur að leika lausum hala. Frá upphafi tileinkaði sveitin sér samræmdan „performans“ sem viðhafður var á sviði, í lagatext- um, útgáfum, tónlistarmyndböndum og hvar sem til sveitarinnar sást og var sá háttur ekki beinlínis viðhafður með það í huga að ávinna sveitinni al- mannahylli. Undir þessu gervi kraumaði síðan sá séríslenski húmor sem ef til vill var innsta eðli Ham. Það er því bitastæður efniviður sem höfundar heimildarmyndarinnar ganga að, nú þegar rétt er komin and- artaks söguleg fjarlægð á fyrirbærið. Í myndinni leggja Þorgeir og sam- starfsmenn hans sig í líma við að draga fram hinn sérstaka persónu- leika hljómsveitarinnar og meðlima hennar, og með því ganga þeir að mjög skemmtilegum efniviði vísum. Kallaðir eru til viðmælendur, sem fylgdust með sveitinni á sínum tíma, eða voru viðriðnir hana á einhvern hátt, og eru þessi viðtöl hvert öðru fróðlegra og hnyttnara. Þar fær leik- stjórinn fram marga gullmola sem gefa framtakinu sem slíku og auðvit- að myndinni aukið vægi. Það er kannski engin tilviljun að margir þessara viðmælenda hafa öðlast virð- ingarstöðu í íslenskum tónlistar- og menningarheimi, og alþjóðlegum í til- felli Bjarkar Guðmundsdóttur sem lýsir „fílingnum“ á Ham-tónleikum mjög fjálglega. Auk viðtalanna sem tekin eru fyrir myndina, og upptaka frá þrennum tónleikum sem Ham kom saman á ný til að halda í sumar hefur leikstjórinn unnið úr eldra efni, m.a. upptökum sem Þorkell Harðar- son gerði fyrir myndina Ham í Reykjavík, og kveðjutónleikamynd- ina Ham lengi lifi frá 1994. Þá birtist í myndinni ógrynni ljósmynda, sjón- varpsefnis og ýmissa heimilda frá ferli sveitarinnar sem skeytt er inn í frásagnir og tónleikaatriða af mikilli vandvirkni. Í meðförum leikstjórans verður úr þessu þétt heild, sem hefur dýpt vegna eldra efnis, fjarlægð og yfirsýn vegna hins nýja efnis og síðast en ekki síst sterk tónlistaratriði í full- komnum upptökum frá tónleikunum í sumar. Í byggingu myndarinnar mynda framlínumennirnir Sigurjón Kjart- ansson og Óttarr Proppé dularfulla miðju sem sífellt er reynt að nálgast og skilgreina, en það er aðeins í göml- um viðtölum, sem talað er beint við þá félaga. Sigurjón gegndi lykilstöðu í hljómsveitinni og birtist hann í senn sem strangur fullkomnunarsinni og kæruleysislegur grínari, og milli þessara póla sveiflast hljómsveitin öll í gegnum súrt og sætt. Í því sjónar- horni sem leikstjóri og viðmælendur bregða á sögu sveitarinnar er jafn- framt gætt jafnvægis milli þessara póla. Leitast er við að draga fram mikilvægi hljómsveitarinnar um leið og hlutirnir eru teknir með mátuleg- um fyrirvara og stundum allt að því kvikindislegri bersögli. Ég held þó að meginmarkið leik- stjóra myndarinnar hafi ekki ein- göngu verið það að gera hljómsveit- inni Ham ítarleg skil, heldur má greina í myndinni viðleitni til að draga fram og fanga andrúmsloft ákveðins tímabils í íslenskri rokksögu og kima í íslenskri menningu, sem var frjór og framsækinn og hefur e.t.v. lagt grunninn að þeirri rokktónlist sem verið er að spila í dag. Í gegnum súrt og sætt Ham syngur sitt síðasta á endurkomutónleikum í Höllinni: Björn Blön- dal bassaleikari, Flosi Þorgeirsson (gestasöngvari), Óttarr Proppé söngvari, Sigurjón Kjartansson forsprakki, Jóhann Jóhannsson hljóm- borðs- og gítarleikari og Arnar Geir Ómarsson trommuleikari. KVIKMYNDIR Háskólabíó, Filmundur Framleiðandi: Þorkell Sigurður Harð- arson. Leikstjórn: Þorgeir Guðmundsson. Framkvæmdastjórn: Örn Marinó Arn- arson. Hljóðsetning: Hákon Viðar Gísla- son. Glysgirni. Markell. 2001. HAM – LIFANDI DAUÐIR Heiða Jóhannsdóttir LOKSINS er Björk komin til landsins með sitt fjölmenningarlega fylgdarlið; grænlenskan kór, rafdúett og hörpuleikara að ógleymdri Sin- fóníunni. Tónleikarnir hér eru loka- punkturinn á umfangsmiklu tónleika- ferðalagi sem staðið hefur síðan í haust til að kynna „Vespertine“ plöt- una. Væntanlega eru Björk og félagar því í góðu skapi í kvöld yfir að vera að komast í frí, og ekki sakar að vera að spila á heimavelli. Fyrstir til leiks eru tvíeykið Mat- mos, hljóð- og tónlistarmenn sem leika sér að því að búa til lög úr furðu- legustu hljóðgjöfum eins og skurð- stofugræjum og blöðrum og þeir leika t.d. lagið „Sálumessu fyrir rottu“ á rottubúr. Skemmtilegir og skrítnir en spurning hvort það sé ekki einmitt skemmtilegra að sjá þá svona að verki heldur en að hlusta á tónlistina þeirra af plötu. Eftir stutt hlé kemur Björk á sviðið en þar snjóar meira en í Reykjavík um þessi jól. Björk stendur í snjódrífu og leikur á spiladós lagið „Frosta“ af Vespertine og nær ævintýralegri áferð. Þá spreytir hljómsveitin sig á hinum melódramatíska forleik úr Selmasongs. Menn eru því orðnir meyrir þegar Björk hefur að syngja hin blíðu ástarlög „All is full of love“ og síðan „Unravel“ af Homogenic. Bæði þessi lög syngur hún á íslensku sem gefur þeim nýtt yfirbragð og færir þau nær, og reyndar syngur hún flest lögin fyrir hlé á því ylhýra sem fellur vel í kramið hjá áheyrend- um. Síðan tekur hún nokkur lög af Vespertine og hápunkturinn er þegar hún flytur lagið „Generous Palm- stroke“ við undirleik Zeenu Parkins á hörpuna. Þetta er einfalt, dálítið þjóð- lagakennt lag en áhrifamikið og hríf- andi og Parkins sýnir að harpan getur verið kraftmikið hljóðfæri og á í fullu tré við sterka rödd Bjarkar. „Hidden Place“ hefur maður heyrt svo oft und- anfarið að það er farið að þreytast ei- lítið en kórinn syngur glaðhlakkaleg- ar bakraddir sem gefa því gott stuð og það færir laginu nýtt líf að heyra „við klifrum inn í felustað“. Eftir þessa „Vespertine“ rispu er gert hlé en það er kominn hiti í kropp- inn og fólk bíður spennt eftir meiru. Eftir hlé hefur Björk skipt um föt, komin í rauðan fjaðrakjól með gler- dropum sem hringlar í og hún notar eins og hljóðfæri, og virkar eins og lif- andi Helenustokkur. Hún rennir sér í gegnum eldri lög eins og „Isobel“ og „Army of me“ sem fær grófa raf- drunumeðferð og púlsandi takt frá Matmos-mönnum. „Pagan Poetry“ af Vespertine er líka verulega áhrifa- mikið, séstaklega fyrir lokakaflann þegar hún syngur einbeitt og heiðar- leg í sífellu: „I love him“ og nær hér á sviðinu að kalla aftur fram gæsahúð- ina sem maður fékk við að heyra lagið í fyrsta sinn – maður finnur fyrir raunverulegum tilfinningum sem eru bornar fram án málamiðlana. Hún endar á hinu dramatíska „Bachelorette“ og hverfur af sviðinu en það er ekki hægt að sleppa henni við svo búið og áhorfendur æpa og stappa. Hún kemur aftur og syngur auðvitað Akkerislagið á íslensku og bræðir í okkur hjartað þegar hún syngur „Hér á ég heima“ og það er ekki hægt að hafa af henni augun þeg- ar hún flytur lögin sín á svona tilgerð- arlausan og kraftmikinn hátt. Það liggur við að stoltið yfir „Björk okkar“ – hún hefur náð svo langt, er svo fræg o.s.frv. – blindi manni stund- um sýn á tónlistina, en hún stendur fullkomlega undir stoltinu. Hún á orð- ið sand af frábærum lögum og nýju lögin eru fersk og óvenjuleg og það er magnað að heyra þau í svona sprelllif- andi og kröftugum útgáfum. Manni leiðist ekki í eina mínútu og fer sæll heim og sáttur. Magnað sjónarspil TÓNLIST Laugardalshöll Björk Guðmundsdóttir, Sinfón- íuhljómsveit Íslands undir stjórn Simon Lee, rafdúettinn Matmos, hörpu- og harmonikkuleikarinn Zeena Parkins og Grænlenski stúlknakórinn. Miðvikudagur 19. desember. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Morgunblaðið/Árni Sæberg „Manni leiðist ekki í eina mínútu og fer sæll heim og sáttur.“ Steinunn Haraldsdóttir ÍSLENSKA tríóið leikur á tónleik- um í Salnum í kvöld kl. 20. Á efnis- skránni eru þrjú tríó; Tríó óp. 70 nr. 1 í D-dúr eftir Beethoven, Tríó nr. 1 eftir Atla Heimi Sveinsson og Tríó op. 8 nr. 1 í H-dúr eftir Brahms. Íslenska tríóið var stofnað í New York 1998 af Sigurbirni Bernharðs- syni, fiðluleikara, Sigurði Bjarka Gunnarssyni, sellóleikara og Nínu Margréti Grímsdóttur, píanóleikara. Nína Margrét segir það skemmti- lega tilviljun með verkin þrjú á efn- isskránni að þau séu öll nr. 1 frá hendi tónskáldanna. „Annars er það fátt annað sem þau eiga sameigin- legt. Þau eru frá þremur ólíkum tímabilum, klassík, rómantík og 20. öldinni.“ Atli Heimir Sveinsson samdi sitt tríó árið 1985 og tileinkaði það Thor Vilhjálmssyni rithöfundi, en það var Tríó Reykjavíkur sem frumflutti það á sínum tíma. „Við vorum að leita að íslensku verki til að spila í Bandaríkjunum og töluðum við Atla um þetta verk. Það varð þá úr að Atli bætti fimmta kaflanum við verkið, þannig að sá hluti þess heyr- ist í fyrsta sinn í kvöld. Atli vill meina að samningu verks sé aldrei lokið; það sé ferli og þetta sé til marks um það. Hann segir að verkið lýsi draumsýnum, en það er nokkuð frjálst. Í fjórða kaflanum biður hann til dæmis tónlistarmennina að vera ekki samstillta, þannig að hver spil- ar með sínu nefi þar til undir lokin. Það getur verið ansi erfitt að fá svona mikið frjálsræði, en okkur fannst gaman að prófa þetta.“ Tríó Beethovens hefur stundum verið kallað Draugatríóið. „Fyrsti og þriðji kaflinn eru alveg í þessum áhyggjulausa klassíska stíl, en rest- in er mjög dramatísk; allt önnur veröld og auðvelt að ímynda sér alls konar hluti þar.“ Tríó Brahms er fyrsta tríó hans, en síðar meir tók hann til við að lag- færa það og betrumbæta, og þannig varð það einnig síðasta tríóið sem hann lauk við. „Þannig spannar það eiginlega allan starfsferil Brahms. Útgáfan sem við leikum er sú sem oftast heyrist; frá 1884, og það var endanlega útgáfan. Hann var ekki ánægður með þá fyrstu sem kom út 1854; endurbæturnar voru heilmikl- ar; hann stytti ýmislegt og formið varð miklu skýrara. Það hefur bara orðið úr að þessi útgáfa er vinsælli, en það þýðir alls ekki það að hin fyrri sé eitthvað verri.“ Íslenska tríóið hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum á Íslandi, í Bandaríkjunum og Kanada og einatt fengið frábærar viðtökur. Íslenska tríóið tók þátt í Landafundahátíð- arhöldum með tónleikum í Chrysler- listasafninu í Norfolk og í janúar hefur tríóinu verið boðið að koma fram á tónleikum í National Gallery of Arts í Washington, D.C. og í Vic- tor Borge-salnum í Scandinavia House í New York. Tónleikunum verður útvarpað um Bandaríkin á vegum National Public Radio. Morgunblaðið/Ásdís Íslenska tríóið; Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari, Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari og Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari. Draumsýnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.