Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 1
294. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 22. DESEMBER 2001 Fúlgur fjár fyrir sjóræn- ingja- myndbönd Belgrað. AP. DREIFINGARFYRIRTÆKI í Júgóslavíu tilkynnti í gær að það myndi verðlauna hvern þann, sem skilaði inn svoköll- uðum „sjóræningjaútgáfum“ af kvikmyndunum Harry Potter og Hringadróttinssögu, um tíu þúsund þýsk mörk, eða um 460 þúsund ísl. kr. Ólögleg fjölföldun mynd- banda og tónlistargeisladiska er afar algeng í Júgóslavíu og öðrum löndum Mið- og Austur- Evrópu. Framleiðendur kvik- mynda og tónlistar fá hins veg- ar ekkert í sinn snúð vegna sölu sjóræningjaútgáfna og er frumkvæði Tuck-bíódreifingar- fyrirtækisins í Belgrað talinn liður í því að bregðast við þess- um vanda. Hyggjast forsvarsmenn Tuck greiða fúlgur fjár til þeirra sem skila ólöglegum ein- tökum af myndunum vinsælu um Harry Potter og meistara- verk J.R.R. Tolkiens og lýsa sig jafnframt reiðubúna til að vitna fyrir rétti gegn verslun þeirri sem seldi viðkomandi vöruna. Handtók lögreglan í Króatíu í gær 24 ára gamlan mann sem hafði fjölfaldað Harry Potter- myndina og auglýst til sölu á Netinu. Var hald lagt á 1.385 eintök af myndbandinu sem fundust á heimili mannsins. SEX manns féllu í átökum örygg- islögreglu heimastjórnar Palest- ínumanna og liðsmanna íslamskra öfgasamtaka á Gazaströndinni í gær en Yasser Arafat, forseti heimastjórnarinnar, reynir nú að koma böndum á róttækari öflin í röðum Palestínumanna. Fór Ara- fat um síðustu helgi fram á það að öfgamenn hættu sjálfsmorðs- árásum sínum á ísraelsk skot- mörk og í gær staðfestu Hamas- samtökin að þau hygðust verða við beiðninni. Þykir það vekja vonir um að binda megi enda á fimmtán mánaða blóðuga baráttu í Miðausturlöndum. Jihad-sam- tökin sögðu að þau myndu ekki fylgja frumkvæði Hamas en einn leiðtoga Jihad sagði samt að þau íhuguðu að hætta sjálfsmorðs- árásum og tryggja þannig einingu Palestínumanna. Á myndinni má sjá ísraelskan hermann í skriðdreka í Ramallah á Vesturbakkanum í gær. AP Mannfall á Gaza TALSMENN bandaríska varnar- málaráðuneytisins sögðu í gærkvöldi að enginn vafi léki á því að menn sem féllu í loftárás á bílalest skammt frá Khost í Afganistan í gærmorgun hefðu verið úr röðum talibana eða samtakanna al-Qaeda. Afgönsk fréttastofa með aðalstöðvar í Pakist- an fullyrti í gærdag að minnst 65 manns hefðu fallið og hefði verið um að ræða ættarhöfðingja og herfor- ingja á leið til að taka þátt í hátíð- arhöldum í Kabúl í dag þegar ný bráðabirgðastjórn undir forystu Hamids Karzais tekur við völdum. Peter Pace, hershöfðingi og vara- forseti bandaríska herráðsins, sagði að í lestinni hefðu verið 10–12 bílar leiðtoga úr röðum fjandmanna Norð- urbandalagsins og bandamanna. Beitt hefði verið AC-130 herflugvél- um og orrustuflugvélum gegn lest- inni. Að sögn Pace og Donalds Rums- felds varnarmálaráðherra féllu margir og flestum farartækjunum var auk þess grandað. Pace sagði að borist hefðu upplýsingar um að á ferð væru leiðtogar úr liði fjandmannanna og því hefði verið gerð árás. Það myndi áfram verða gert þegar slíkar upplýsingar bærust. Heimildarmaður úr hópi hinna nýju valdhafa í Kabúl sagði að í bíla- lestinni hefðu verið gestir sem vænt- anleg stjórn hefði boðið til höfuðborg- arinnar. Mennirnir hefðu farið um fáfarinn veg vegna þess að stuðnings- menn talibanaleiðtogans Jalaluddins Haqqanis, sem hefur unnið mikið með al-Qaeda, hefðu hótað að koma í veg fyrir að ættarhöfðingjarnir kæm- ust til Kabúl. George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur boðið Karzai að koma í heim- sókn til Washington eftir áramótin og hefur heitið því að vinna „mjög náið“ með nýju stjórninni, en í henni eiga fulltrúar helstu þjóðarbrota og flokka sæti að talibönum undanskildum. Mark Malloch-Brown, talsmaður Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna (UNDP), sagði í gær að veita yrði Afgönum níu milljarða dollara fjárstyrk næstu fimm árin til að byggja efnahaginn upp á ný eftir meira en tveggja áratuga átök. Við- staddir athöfnina í dag verða fulltrúi Bandaríkjastjórnar, James Dobbins og Tommy Franks hershöfðingi. 53 breskir hermenn úr sveitum landgönguliða flotans, fyrstu liðs- mennirnir í væntanlegu friðargæslu- liði sem öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hefur lagt blessun sína yfir, komu í gær til Bagram-flugvallar í grennd við Kabúl. Alls verða í gæslu- liðinu 3.000 til 5.000 manns frá mörg- um löndum, þ. á m. Bretlandi, Þýska- landi og Noregi . Um 7.000 menn sem grunaðir eru um að vera talibanahermenn eða liðs- menn al-Qaeda munu nú vera í vörslu bandamanna. Mennirnir verða yfir- heyrðir í Afganistan, að sögn Kenn- eths Keiths, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Qatar, á frétta- mannafundi í Pakistan. Stjórn Karzais tekur við í dag Bandaríkjamenn sagðir hafa fellt ættarhöfðingja vegna mistaka Kabúl, Washington, Islamabad, AP, AFP.  Hellarnir/26 PERONISTINN Ramon Puerta tók í gær við forsetaembætti í Argentínu af Fernando de la Rua sem sagði af sér á fimmtudag eftir tveggja daga blóðugar óeirðir sem kostuðu alls 27 manns lífið. Efnahagsöngþveiti er í landinu og erlendar skuldir að sliga það. Puerta sagðist aðeins myndu gegna embættinu í tvo sólarhringa en þá myndi þingið kjósa mann til að gegna því út kjörtímabilið, tvö ár eru eftir af því. Er búist við að héraðs- stjórinn Adolfo Rodriguez Saa nái kjöri í embættið. Um 500 manns hafa verið hand- teknir vegna óeirðanna. Stjórnvöld hafa gripið til harkalegra aðhaldsað- gerða til að koma í veg fyrir algert hrun í efnahagnum en erlendar skuld- ir ríkisins eru um 132 milljarðar doll- ara, um 13.500 milljarðar króna. Arg- entínumenn eru um 36 milljónir. George W. Bush Bandaríkjaforseti og leiðtogar Mexíkó og Kanada létu í gær í ljós áhyggjur af stöðu mála en sögðu jafnframt í sameiginlegri yfir- lýsingu að lýðræði Argentínumanna væri svo öflugt að stofnanir þess myndu ráða fram úr vandanum. Ari Fleischer, talsmaður Bush, sagði að svo virtist sem vandinn myndi ekki breiðast út til grannlanda Argentínu og það væri nokkur huggun. Banda- rískir ríkisborgarar voru í gær var- aðir við því að fara til Argentínu vegna ástandsins. Ekki kom til alvarlegra átaka í gær en áfram bárust fréttir af gripdeild- um. Puerta sagðist ætla að íhuga að setja aftur neyðarlög að hluta en de la Rua setti slík lög á fimmtudag. Hann nam þau hins vegar úr gildi áður en hann fór frá. Stjórnarandstaða Per- onista hafnaði ósk de la Rua um að mynduð yrði þjóðstjórn. Puerta sagði að héraðsleiðtogar í Peronistaflokknum vildu að efnt yrði til forsetakjörs innan 60 daga. Fjöl- miðlar sögðu að íhugað væri að af- nema tengingu pesoans við Banda- ríkjadollara. La Nacion sagði að þingmenn ræddu einnig hugmyndir um að fella gengi pesoans um 50% og seðlabankinn hætti í gær viðskiptum með gjaldeyri til að koma í veg fyrir spákaupmennsku. Stærsta verka- lýðssambandið boðaði í gær allsherj- arverkfall en ekki hlýddu allir kallinu. Reuters Aldraðir viðskiptavinir banka í Buenos Aires í biðröð í gær en þak var sett á fjárhæðir sem taka mátti út af reikningum. Puerta forseti til bráðabirgða Buenos Aires, Washington. AP, AFP.  De la Rua /28 TIL stimpinga kom í gær þegar ung- lingar í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, reyndu að komast inn á diskóstaðinn Indigo í miðborginni og fór svo að átta tróðust undir. Fimm að auki slösuðust illa. Að sögn lögreglu runnu hundruð unglinga á ísi lögðum stigaþrepum við húsið og í fátinu tróðust fórnar- lömbin undir. Síðasti skóladagur á misserinu var í gær og hugðust margir nemendur fagna af því til- efni. Um 1.500 manns voru við inn- ganginn. Átta tróðust undir Sofiu. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.