Morgunblaðið - 22.12.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.12.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sjón ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 1 63 53 12 /2 00 1 „Líkt og sí›asta saga Sjóns er Me› titrandi tár bullandi skemmtileg og fyndin. ... Saman mynda flessar tvær skáldsögur Sjóns magna›a aldarlokakvi›u. fietta eru fantasíur, flar sem allt er me› ólíkindum en fló spriklandi af jar›bundnu lífi, dau›a, kynlífi og slagsmálum.“ Jón Yngvi Jóhannsson, DV „Skemmtileg og fyndin“ ENN er stefnt að því að ákvörðun um hvort ráðist verður í fram- kvæmdir við Kárahnjúkavirkjun og álver í Reyðarfirði verði tekin næsta haust. Framkvæmdastjóri Reyðaráls telur úrskurð umhverf- isráðherra vel unninn og jákvæðan fyrir fjármögnunarferli álverk- smiðjunnar í Reyðarfirði. Iðnaðarráðherra ráðgerir að leggja fram frumvarp til laga um virkjunarleyfi fyrir Kárahnjúka- virkjun á vorþingi, en þar sem um- hverfisráðherra hefur nú úrskurðað um umhverfismatið snýr málið að iðnaðarráðherra sem þarf að leggja fram frumvarp um málið. Valgerð- ur Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði við Morgunblaðið í gær að hún myndi leggja fram frumvarp sem heimilaði iðnaðarráðherra að gefa út virkjanaleyfi snemma á vor- þinginu. Samkvæmt lögum ber leyfisveitanda að taka tillit til úr- skurðar umhverfisráðherra og sagði Valgerður að í frumvarpinu þyrfti að koma fram eins nákvæm lýsing á virkjuninni og kostur er. Úrskurðar umhverfisráðherra að vænta í áliðnum janúar Reyðarálsverkefnið er formlega enn á borði Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra því hún á eftir að kveða upp úrskurð sinn vegna umhverfismats álvers á Reyðar- firði. Fyrr á þessu ári féllst Skipu- lagsstofnun á starfsleyfi fyrir álver- ið, en sá úrskurður var kærður af einstaklingum og félagasamtökum og má búast við að úrskurður um- hverfisráðherra í því máli liggi fyr- ir í áliðnum janúar, að sögn Einars Sveinbjörnssonar, aðstoðarmanns umhverfisráðherra. Hjá Landsvirkjun hafa menn þegar tekið til við að reikna út kostnað við að uppfylla þau tuttugu skilyrði sem sett eru fyrir fram- kvæmdaleyfi fyrir Kárahnjúka- virkjun í úrskurði umhverfisráð- herra. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, taldi í Morgun- blaðinu í gær að kostnaðurinn myndi hlaupa á milljörðum króna, en áhersla er lögð á að nánari greining kostnaðar við breytingar á virkjuninni liggi sem fyrst fyrir á nýju ári. Geir A. Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Reyðaráls, segir að unnið sé að frágangi á öllum samn- ingum er tengjast uppbyggingu og rekstri álverksmiðjunnar á Reyð- arfirði. Aðalverkefni Reyðaráls að tryggja fjármögnum álversins Hann segir að nú þegar úrskurð- ur umhverfisráðherra, sem hefur fallist á fyrirhugaðar framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun, liggi fyrir verði aðalverkefni fyrirtækisins næstu mánuði að tryggja fjármögn- un verksmiðjunnar, sem verður að liggja fyrir 1. september á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir að ákvörð- un um byggingu verksmiðjunnar verði tekin. Geir, sem sat fund stjórnar Reyðaráls ásamt fulltrúum Norsk Hydro á fimmtudag, sama dag og úrskurður umhverfisráðherra var kynntur, sagði að úrskurðurinn hefði jákvæð áhrif á fjármögnunar- ferli álverksmiðjunnar. Allri óvissu um virkjun við Kárahnjúka hefði nú verið eytt. „Það var mikilvægt að jákvæð niðurstaða lægi fyrir, en ég tel að úrskurður umhverfisráðherra sé vel unninn. Í úrskurði ráðherra eru framkvæmdir heimilaðar með skil- yrðum, en það er aldrei hægt að koma í veg fyrir einhver umhverfis- áhrif þegar virkjað er. Ef nýta á þá orku sem er fyrir hendi á Norð- austurlandi, sem er um þriðjungur af allri virkjanlegri orku á landinu, verður það ekki gert með öðrum hætti. Ég geri ráð fyrir að lögð verði fram heimildarlög á Alþingi í vor sem heimila Landsvirkjun að virkja við Kárahnjúka eins og iðn- aðarráðherra segir að stefnt sé að,“ sagði Geir A. Gunnlaugsson. Framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun og fyrirhugað álver í Reyðarfirði Úrskurðurinn talinn jákvæð- ur fyrir fjármögnun álvers Umhverfisráðherra á eftir að úr- skurða um umhverfismat álversins BJÖRN Bjarnason mennta- málaráðherra og Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands undirrit- uðu í gær sérstakan samning um rannsóknir við Háskóla Íslands. Hann fjallar um árangurstengingu rannsóknarstarfs við HÍ og á með honum að leggja ríkari áherslu en áður á áætlanagerð í tengslum við vísinda- og rannsóknastarf HÍ. Með samningnum er fallist á kerfi til að meta árangur í rann- sóknum, sem tekur tillit til út- skrifaðs háskólafólks með meist- ara- og doktorspróf, fjölda rannsóknastiga, sem byggjast á útgefnum bókum, greinum í við- urkenndum tímaritum o.þ.h. Á fjárveitingu ríkisins til HÍ hafa ennfremur áhrif styrkir, sem starfsmenn háskólans afla þegar þeir sækja um rannsóknarfé og keppa um styrki í innlendum og erlendum rannsóknasjóðum. „Samningurinn gengur út á að hvetja starfsmenn háskólans til dáða með því að þeir birti meira af rannsóknum og fái fleiri styrki og á móti mun ríkið auka fjárveit- ingar til rannsókna sem hefur í för með sér að við munum hafa meira fé til ráðstöfunar,“ sagði dr. Ingjaldur Hannibalsson, prófess- or, sem sat í samninganefnd HÍ ásamt Gunnlaugi. H. Jónssyni hjá fjárreiðusviði HÍ, Jóni Atla Bene- diktssyni prófessor og Halldóri Jónssyni framkvæmdastjóra Rannsóknaviðs HÍ. Um er að ræða 240 milljóna króna viðbótarfjármögnun til rannsókna við HÍ sem skiptist þannig að 80 milljónir eru til ráð- stöfunar á þessu ári, 55 milljónir 2002 og 105 milljónir 2003. „Þessi samningur er mikilvægt skref í því skyni að byggja Háskóla Ís- lands upp sem alþjóðlega viður- kenndan rannsóknarháskóla,“ sagði Páll Skúlason rektor HÍ. „Samningurinn á að hvetja kennara og sérfræðinga háskólans til að efla rannsóknir og miðar að því að háskólinn fái meira fé eftir því sem hann sýnir meiri árangur í rannsóknum. Hann er einnig mikilvægur í því skyni að byggja upp meistara- og doktorsnám við Háskóla Íslands,“ sagði háskóla- rektor. Samningur ríkisins og HÍ kem- ur í framhaldi af yfirlýsingu um rannsóknir sem undirrituð var jafnhliða undirritun kennslusamn- ings við skólann árið 1999. Með rannsóknasamningnum nú hafa samningsaðilarnir markað skýra umgjörð um samskipti ríkisstjórn- arinnar og Háskóla Íslands. Samn- ingnum er m.a. ætlað að skerpa á gagnkvæmum skyldum samnings- aðilanna, skýra betur markmið vísindastarfs skólans, skilgreina frekar umhverfi rannsókna og leiðir til að meta árangur og virkni í rannsóknum. „Við erum að setja stranga mælikvarða um árangurstengdar rannsóknir þannig að við viljum að menn keppi um þetta fé á grundvelli þess árangurs sem menn ná í rannsóknum,“ sagði Björn Bjarnason mennta- málaráðherra. „Innbyggð í sam- komulagið er ákveðin samkeppni sem þarf að ríkja um rannsókn- arfé af þessu tagi til þess að ár- angurinn verði sem bestur. Ég tel að þær mælistikur, sem við erum að setja, samræmist þeim al- þjóðlegu kröfum sem við þurfum alltaf að hafa hliðsjón af þegar við ræðum um rannsóknir hér á landi sem annars staðar,“ sagði Björn Bjarnason menntamálaráðherra Að mati samninganefndar HÍ er árangurstengingarkerfið, sem fallist er á í samningnum, með því að ríkið umbuni fyrir árangur í rannsóknum, hið fremsta sinnar tegundar í háskólum á alþjóðlega vísu. 240 milljóna króna rannsóknasamningur milli ríkis og Háskóla Íslands Ætlað að hvetja háskólafólk til dáða í rannsóknastarfi Morgunblaðið/Sverrir Frá undirritun samningsins í Þjóðmenningarhúsi. Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands. BÆTUR almannatrygginga hækka um 8,5% frá 1. janúar 2002, en umönnunargreiðslur barna hækka hins vegar um 8,72% frá sama tíma. Bæturnar hækka í samræmi við lög um al- mannatryggingar og sam- kvæmt lögum um félagslega aðstoð. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu þýðir hækkunin nú m.a. að full tekjutrygging elli- lífeyrisþega hækkar úr 31.679 krónum í 34.372 krónur og full tekjutrygging örorkulífeyris- þega úr 32.566 krónum í 35.334 krónur. Hámarksbætur ör- yrkja með fulla tekjutryggingu, tekjutryggingarauka og heim- ilisuppbót hækka þannig úr 80.199 krónum í 87.015 krónur á mánuði. Bætur al- mannatrygg- inga hækka GUÐRÚN Erlendsdóttir hæstaréttardómari var í vik- unni kjörin forseti Hæstaréttar Íslands árin 2002 til 2003. Vara- forseti var kjörinn Markús Sig- urbjörnsson hæstaréttardóm- ari. Þetta er í annað sinn sem Guðrún er kjörin forseti Hæstaréttar en í fyrra sinnið var hún forseti réttarins á ár- unum 1991 og 1992. Guðrún er jafnframt eina konan sem gegnt hefur þessu embætti. Hún var fyrst kvenna skipuð hæstaréttardómari 30. júní árið 1986 en önnur konan til að verða skipuð hæstaréttardóm- ari er Ingibjörg Benediktsdótt- ir sem skipuð var á þessu ári. Alls níu dómarar skipa Hæsta- rétt Íslands. Kjörin forseti Hæstaréttar STUTT Flugvirkjar vilja úr ASÍ LÖGREGLAN í Reykjavík fann í gær bíl ökumanns sem stakk af eftir að hafa ekið á leigubíl á Hringbraut við Land- spítalann í fyrrinótt. Bíllinn fannst mannlaus í Öskjuhlíð í gærmorgun og leitaði lögregla ökumanns í gær. Eftir áreksturinn hélt öku- maðurinn viðstöðulaust áfram í austur, en leigubíllinn, sem er af gerðinni Mercedes Benz, var óökufær á eftir. Farþegi í leigu- bílnum var fluttur á slysadeild en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Hlutar úr hinum bíln- um, sem er smábíll, urðu eftir á vettvangi og koma væntanlega að gagni við rannsókn málsins. Stakk af eftir að hafa ekið á leigubíl MEIRIHLUTI félagsmanna Flugvirkjafélags Íslands sam- þykkti nýlega í allsherjarat- kvæðagreiðslu að félagið gengi úr Alþýðusambandi Íslands. Alls greiddu atkvæði um úr- sögnina 183 af 238 sem voru á kjörskrá eða 76%. Fylgjandi úrsögn voru 164, 16 voru henni andvígir og þrír seðlar voru auðir. Guðjón Valdimarsson, formaður félagsins, segir for- ráðamenn þess hafa metið það svo að félagið ætti ekki lengur samleið með ASÍ og því hefði atkvæðagreiðslan farið fram.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.