Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ef þú ert í M12 og bætir við rás færðu einnig Thomson Videosendi með 50% afslætti! Landsins mesta úr val Sparaðu og verslaðu jólatónlistina í BT áritar í BT skeifunni kl.15 í dag 1.599 2.799 ** Við verðum að spara, karlinn minn, það er orðið svo dýrt að fljúga. Hérna hefurðu sjókort og kompás, svo syndir þú bara. Jólaföt íslenskra karla Hátíðleikinn verður alltaf til staðar NÚ ER Gunna ánýja kjólnum, núeru að koma jól, Siggi er á síðum buxum, Solla á bláum kjól … o.s.frv. Jólin eru hátíðis- dagar í hæsta flokki og all- ur þorri landsmanna telur það sjálfsagt að draga fram og draga á sig spari- klæðnaðinn. En hverjar eru venjur Íslendinga í þessum efnum og er til eitthvað sem heitir jóla- tíska í fatnaði? Meðal fróð- ustu manna hérlendis um klæðaburð Íslendinga er Sævar Karl Ólason, klæð- skeri og kaupmaður. Morgunblaðið ræddi við hann um föt og fatavenjur Íslendinga á jólum. – Heldur þú að Íslend- ingar hafi dregið úr hátíðleika í klæðaburði á jólum hin síðari ár? „Vissulega hefur fatatíska breyst ekki síður en allt annað undanfarin ár, ekki síst hér á landi þar sem allt hefur umhverfst á liðnum 10-15 árum. En jólin eru hátíð okkar allra og allir sem ég þekki gera sér dagamun á jólun- um. Hluti af því að gera sér þann- ig dagamun er að fara í öðru vísi föt heldur en maður vinnur í eða stundar sportið sitt eða notar í sumarfríinu. Margir átta sig ekki á því að það er munur á sumar- og vetrarfatnaði. Sumarföt eru að jafnaði úr þunnum efnum og snöggum í skærum litum og henta varla á jólunum. Vetrarfatnaður er þykkari, gjarnan í náttúrulit- um, mjúkum efnum og hlýjum.“ – Virðist þér menn vera fast- heldnir á gömlu gildin í fatavali á jólum? „Já, mér finnst það, en mér finnst þó að menn gætu og ættu að leyfa sér meira. Það er hallær- islegt að fara út frakkalaus í sparifötum og sumir draga ennþá einu sinni fram gömlu góðu spari- fötin sín sem passa ekki lengur á þá. Núna eru jólin 2001 og örugg- lega komin ný öld og nýr tíðar- andi, tími til að skipta um stíl.“ – Hvað er algengt í klæðnaði karla á jólum? „Dökk föt með ljósari skyrtu, þeir sem nota bindi fá sér skært bindi. Í dökkum fötum eru karlar hátíðlegar klæddir heldur en í ljósum fötum. Þeir sem vinna í dökkum fötum nota smókinginn sinn á jólum og hvers vegna ekki að fara í kjólfötin? Það gerir jóla- borðhaldið ennþá hátíðlegra.“ – En hvað er algengt í klæðnaði kvenna á jólum? „Það er fyrst og fremst jóla- kjóllinn, ekki danskjóll.“ Hvað finnst þér helst vanta upp á í jólaklæðaburði fólks? „Mér finnst helst vanta á klæðaburð fólks vandaðan fatnað, þegar talað er um vandað þarf að fara saman efni, vinna, snið og heildarútlit. Sumir eru að neyða sig í ópassleg föt sem þeir eru vaxnir frá. Þeir ætla að grennast. Nokkrir aka um á fornbílum og nota þess vegna föt af sömu ár- gerð og bíllinn, en mjög margir aka um á glæsibílum af nýjustu gerð en huga ekki að sjálfum sér og hverju þeir klæðast.“ – Sagt er að mörgum líði illa í betri fötum. Hvað getur valdið því og hvað er til úrbóta? „Ef einhverjum líður illa í sparifötunum þá er ekki ósenni- legt að þeim hafi verið seld ópass- leg föt úr lélegu efni. Eða að ein- hver hafi keypt á þá föt ómátuð. Betri föt eiga að vera betri föt. Ef átt er við fatnað sem nota á við há- tíðleg tækifæri þá verða menn að þekkja muninn á peysu og smók- ing.“ – Er mikið um að fólk kaupi sér betri föt rétt fyrir jólin? „Margir hafa það fyrir sið að kaupa sér nýja skyrtu og bindi á Þorláksmessu og eru í henni glæ- nýrri á aðfangadagskvöld til há- tíðarbrigða. Þeir fá vonandi mjúk- an pakka með mjúkri peysu til að nota við annað tækifæri. Sama á við um konur þær fá sér margar nýjan kjól fyrir jólin og vonandi fá þær vetrarkápu í jólagjöf.“ – En hvað heldurðu með form- legheitin og íhaldssemina í jóla- fatnaði þegar yngri kynslóðirnar marka sér eigin spor? „Ég er þess fullviss að hátíð- leiki mun halda sínum sessi, en það er rétt, unga fólkið er miklu sjálfstæðara í dag en áður í smekk og stíl. Það eru ekki lengur allir eins líkt og var fyrir aðeins tíu ár- um síðan. En hátíðleikinn verður alltaf til staðar, þetta er hátíð ljóssins, stystu dagar ársins eru um þessar mundir og nú snýst allt við, dag tekur að lengja á ný. Jóla- haldið er viss hápunktur.“ – En jólafatnaður gæti breyst eða hvað? „Já, hann gæti gert það og gerir það ef- laust. Það koma inn aðrar gerðir af fötum. Yngra fólkið vill meira frelsi. Það vilja ekki allir ganga með háls- bindi eða slaufur, en eftirsóknin verður þó í alvöru efni, ekki gervi- efni. Menn munu áfram vilja nátt- úruleg og vönduð efni og er það í samræmi við lifnaðarhætti. Sem betur fer búa flestir við allsnægtir í landinu, mikið er lagt upp úr um- gjörð, heimili, bíll og fötin fylgja með.“ Sævar Karl Ólason  Sævar Karl Ólason fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1947. Nam fyrst loftskeytamennsku, en síð- an klæðskurð árið 1974 og hefur rekið fyrirtæki sitt sem kaup- maður og klæðskeri í miðborg Reykjavíkur allar götur síðan. Eiginkona Sævars og samstarfs- maður er Erla Þórarinsdóttir og eiga þau tvo uppkomna syni, Þórarin Örn háls-, nef og eyrna- lækni í Noregi, og Atla Frey upp- eldisfræðing og heimspeking í Þýskalandi. Sævar Karl er með- limur að International Mens Wear Group. … en huga ekki að sjálfum sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.