Morgunblaðið - 22.12.2001, Síða 16

Morgunblaðið - 22.12.2001, Síða 16
Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Þyrpingar, Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og Bjarni Gunnarsson og Jón Þór Hjaltason, eigendur J&K ehf., en þessir aðilar undirrituðu samstarfs- samning um stofnun einkahlutafélagsins Norðurbakka í gær. ÞAÐ er Þyrping sem mun hafa aðal- umsjón með þróun og uppbyggingu hverfisins í samráði við stjórn Norð- urbakka en að sögn framkvæmda- stjóra Þyrpingar er hugmyndin að selja verktökum byggingarrétt á svæðinu með samþykktum teikning- um. Þegar hefur verið haft samband við erlenda aðila sem gætu tekið þátt í lokaðri samkeppni um hönnun svæð- isins. Aðdragandi þessa verkefnis er, að sögn Magnúsar Gunnarssonar bæjar- stjóra, sá að í framhaldi af umræðum um að flytja Listaháskólann til Hafn- arfjarðar hafi þessi hugmynd komið upp. „Þar komu Þyrpingarmenn að en þeir komu líka að hugmyndinni um að við myndum reisa listaháskólann hér í einkaframkvæmd. Því miður tók stjórn Listaháskólans annan pól í hæðina og töldu að hagsmunum skól- ans væri betur borgið innan borgar- innar. Þegar þetta var orðið ljóst skárum við á hnútinn og tilkynntum að við myndum breyta þessu í bryggjuhverfi.“ Hann segir að eiginlega sé um eina eiginlega bryggjuhverfi að ræða. „Hafnarfjörður byggðist hér að hluta til vegna þess að hafnarlægið hér er einstakt og góð höfn frá náttúrunnar hendi,“ segir hann og bætir því við að fleira mætti tína til. Svæðið vísi í suð- ur og sjórinn við höfnina sé einni gráðu heitari en sjórinn við höfnina í Reykjavík. Þá veiti hraunið fyrir ofan svæðið skjól þar sem gamla byggðin sé. „Eins er það mikill kostur að öll at- hafnastarfsemin, sem er ákveðin líf- æð hjá okkur, er fyrir framan svæðið. Þeir sem búa þarna munu því búa í miðbæ sem býður upp á allt og ég er alveg klár á því að þetta verður mjög eftirsótt svæði.“ Uppsagnir leigusamn- inga framundan Ragnar Atli Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Þyrpingar, segir verk- efnið spennandi. „Við reiknum með að þarna verði um 600 íbúðir fyrir um 1.800 manns og þar af leiðandi verður þetta gert á einhverjum árum svo þetta komi ekki allt inn á markaðinn í einu. Eins langar okkur að sem flestir hafi efni á íbúðunum þannig að íbúða- verðið verður ekki í hærri kantinum þó að inn á milli verði þarna mjög glæsileg hús.“ Hann segir að búið sé að gera laus- legar markaðskannanir á áhuga á íbúðum á þessum stað og það hafi leitt í ljós að brottfluttir Hafnfirðingar séu áhugasamir sem og fólk utan af landi sem hafi alist upp í sjávarþorpum. Aðildarfélög Norðurbakka leggja til félagsins eignir sínar á Norður- bakkanum, sem eru Norðurstjarnan í eign Þyrpingar, húsnæði bæjarút- gerðarinnar í eigu bæjarins og hús- næði Jóna, sem J&K eiga. Magnús segir að ákveðið hafi verið að drífa í undirritun samningsins til að koma nauðsynlegu ferli vegna uppbyggingu hverfisins af stað. „Þetta eru stórar og miklar byggingar og það verður töluverð vinna að rífa þetta allt sam- an. Eins þurfum við nú að ráðast í ákveðna vinnu við uppsögn leigu- samninga. T.d. eru Hermóður og Háðvör í bæjarútgerðarhúsinu og Kvikmyndasafn Íslands, en þetta eru auðvitað tímabundnir samningar. Þetta eru hlutir sem við þurfum að vinda okkur í því við áætlum að byrja að rífa þarna um mitt ár 2003 en upp- byggingu á að ljúka árið 2006.“ Aðspurður hvort bærinn muni beita sér fyrir því að útvega þessum aðilum nýja aðstöðu undir starfsemi sína segir Magnús að fyrst og fremst þurfi að huga að starfsemi Hermóðar og Háðvarar, ef félagið ráðgeri að halda áfram starfsemi sinni eftir að samningnum lýkur. Nýta má þjónustu sem fyrir er Að sögn Magnúsar hefur verið horft til þess hóps sem er yfir fimm- tugt varðandi búsetu á svæðinu. Ragnar segir það þó ekki einhlítt. „Það er fyrir á staðnum mikil þjón- usta sem kannski má nýta betur eins og leikskólar, auk þess sem stutt er í sundlaugina.“ Hann segir kannanir þeirra hafa leitt í ljós að hægt sé að nýta þá fjárfestingu sem fyrir er á svæðinu í skólum en það þurfi þó að kanna betur. Magnús bendir á í þessu sambandi að eftir eigi að einsetja Víðistaðaskóla. „Þetta hverfi kemur til með að tilheyra honum og það er gert ráð fyrir því að hann verði ein- settur 2004–2005. Þannig er hann á svipuðum tíma og við erum að tala um að hverfið verði fullbyggt. Við munum gera þarfagreiningu fyrir hverfið og skólann með hliðsjón af þessum ákvörðunum sem við erum að taka núna.“ Ekki hefur verið hafist handa við hönnun hverfisins, að sögn Ragnars. „Fyrsta verkefni stjórnarinnar er að ákveða hvernig staðið verður að hönnuninni og þá er framundan að tala við fleiri en einn aðila. Það er áhugi á að það verði lokuð hönnunar- samkeppni og að þar verði bæði er- lendir og innlendir arkitektar á ferð- inni. Við höfum rætt okkar á milli ýmis nöfn og verið í viðræðum við ákveðinn aðila í Hollandi og annan í Danmörku. Svo eru margir góðir hönnuðir hér heima en ástæðan fyrir því að við tölum við erlenda aðila er að þetta er svolítið sérhæft. Verkefnið er til dæmis vandasamt varðandi sjóinn því þarna eru sjávarföll sem geta orð- ið þrír og hálfur metri mest. Því er margt sem þarf að leita með til aðila sem hafa á því sérþekkingu.“ Áberandi byggingar í miðbænum Ragnar segist búast við að meðal- íbúðastærð verði rétt undir 100 fer- metrum en þarna verði að finna íbúðir allt frá 50–60 fermetrum að 250–300 fermetra glæsiíbúðum, svokölluðum penthouse-íbúðum. „Ég sé fyrir mér að þarna verði byggingar sem verði mjög áberandi í Hafnarfirði eða á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu þannig að þegar menn komi hingað muni þessar byggingar festast í minni fólks. Það þarf líka að huga að því hvernig þetta blandast saman við eldri byggð og að þetta vinni allt sam- an.“ Hann segir þó allt betra en núver- andi ástand. „Í dag er þetta hálfömur- legur staður. Þarna voru fyrirtæki sem voru máttarstólpar bæjarfélags- ins og hver hefði trúað því fyrir svona 20 árum að þessi fyrirtæki yrðu ekki til í dag. Núna eru þetta bara kofar sem standa þarna í niðurníðslu.“ Hluti af verkefninu verður að stækka núverandi landfyllingu við höfnina. „Það eru þarna um 40 þús- und fermetrar í dag og verða um 25 þúsund fermetrar til viðbótar. Við er- um búnir að kanna lítillega þessa upp- fyllingu og hún á alveg að geta gengið upp þannig að þetta verði hag- kvæmt.“ Kostnaður við framkvæmdina verður á bilinu 5–10 milljarðar, að sögn Ragnars. „Þetta er með stærri verkefnum sem hefur verið ráðist í af einum aðila. Menn hafa verið að velta fjármögnuninni fyrir sér en hug- myndin er sú að Norðurbakki sjái um þróun og hugmyndina, skipulag og teikningar og svo verði þetta aðgengi- legt fyrir ýmsa verktaka. Þannig geta minni og stærri verktakar keypt byggingarrétt með samþykktum teikningum og farið í uppbyggingu. Félagið mun svo fylgjast með upp- ganginum og stjórna hraðanum þann- ig að menn séu ekki að undirbjóða hver annan. Eins munum við hafa eft- irlit með því að gæðin séu samkvæmt þeim gæðastöðlum sem við viljum hafa.“ Ragnar segir ætlunina að slíta fé- laginu eftir framkvæmdina sem áætl- að er að taki um fimm ár en eins og fyrr segir er stefnt að því að niðurrif hefjist um mitt ár 2006 og uppbygg- ingu verði lokið árið 2006. Nýtt hverfi í hjarta bæjarins Horft af norðurbakka hafnarinnar suður yfir Hafnarfjörðinn. Frumhugmyndir að bryggjuhverfi við norðurbakkann. Hafnarfjörður Norðurbakki er nafn nýs einkahlutafélags sem stofnað var í gær en aðilar að því eru Hafnarfjarðarkaupstaður, Þyrping hf. og J&K ehf. sem allir eiga fasteignir á norðurbakka hafnarinnar. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir forvitnaðist nánar um væntanlegt bryggjuhverfi. Morgunblaðið/Þorkell ben@mbl.is HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HRING EFTIR HRING LAUGAVEGI 49 S: 551-7742 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA tískuskartgripir Laugavegi 23 s. 511 4533 Kringlunni s. 533 4533 Smárinn s. 554 3960 SAMÞYKKT var á fundi bæjar- stjórnar Seltjarnarness á miðviku- dag að fresta samþykkt deiliskipu- lags fyrir Hrólfsskálamel þar til eftir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Tillagan var lögð fram af minnihluta bæjarstjórnar í kjölfar tillögu Jónmundar Guðmarssonar bæjarfulltrúa þess efnis að tekið yrði fullt tillit til athugasemda sem komu fram á borgarafundi um skipulagsmál 12. desember sl. við umfjöllun um fyrirhugaðar bygg- ingar á Hrólfsskálamel. Sú tillaga var einnig samþykkt á fundinum. „Okkur í minnihlutanum fannst tillaga Jónmundar ekki ganga nægilega langt í því að endurspegla þann vilja sem kom fram á borg- arafundinum,“ segir Högni Óskars- son, fulltrúi minnihlutans í bæjar- stjórn. „Því bættum við við breytingatillögu þess efnis að end- anleg ákvörðun varðandi deili- skipulag á svæðinu yrði ekki tekin fyrr en eftir næstu bæjarstjórn- arkosningar. Sem þýðir að sú bæj- arstjórn sem kosin verður í vor mun ráða umfangi bygginganna á þessum skipulagsreit.“ Högni telur að samþykkt tillög- unnar komi til með að hafa mikla þýðingu. „Það verða miklar breyt- ingar í bæjarstjórn eftir kosningar, ný kynslóð stjórnmálamanna og -kvenna mun koma inn. Þetta er það fólk sem fær valdið til að taka þessa ákvörðun.“ Beðið með ákvarðana- töku fram yfir kosningar Seltjarnarnes

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.