Morgunblaðið - 22.12.2001, Síða 19
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 19
AKUREYRARKIRKJA: Aftansöngur kl. 18
á aðfangadagskvöld. Leikið á orgel kirkj-
unnar frá kl. 17.30. Björg Þórhallsdóttir
syngur einsöng. Miðnæturmessa kl.
23.30. Kammerkór Akureyrarkirkju syng-
ur, Rósa Kristín Baldursdóttir syngur ein-
söng. Guðsþjónusta á FSA kl. 11 á jóla-
dag. Hátíðarmessa í kirkjunni kl. 14 á
jóladag. Sigrún Arna Arngrímsdóttir syngur
einsöng. Guðsþjónusta á Seli kl. 14. Fjöl-
skyldu- og skírnarguðsþjónusta kl. 11 ann-
an í jólum, barna- og unglingakórar kirkj-
unnar syngja. Gengið kringum jólatréð í
safnaðarheimili eftir messu. Hátíðarguðs-
þjónusta í Minjasafnskirkju kl. 17. Kyrrðar-
og fyrirbænastund næsta fimmtudag kl.
12. Bænaefnum má koma til prestanna.
GLERÁRKIRKJA: Aftansöngur kl. 18 á að-
fangadag. Lúðrasveit Akureyrar leikur í
anddyri frá kl. 17.30. Félagar úr Kór Gler-
árkirkju syngja. Miðnæturmessa á jólanótt
kl. 23.30. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 á
jóladag. Kór Glerárkirkju syngur. Óskar
Pétursson syngur einsöng. Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 14 annan í jólum. Barna-
kór Glerárkirkju syngur.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Hátíðarsamkoma
kl. 20 á jóladag. Ræðumaður er Anna
Höskuldsdóttir. Anna og Guðjón Höskulds-
son syngja. Jólatrésfagnaður eldri borgara
í Víðilundi 24 næstkomandi föstudag kl.
14.30. Jólafögnuður fyrir alla fjölskylduna
næsta laugardag kl. 14.
HRÍSEYJARPRESTAKALL: Aftansöngur á
aðfangadag kl.18 í Hríseyjarkirkju. Aftan-
söngur á aðfangadag kl. 22:30 í Stærri Ár-
skógskirkju. Sr. Guðmundur Guðmunds-
son predikar og þjónar fyrir altari.
HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund í
kvöld kl. 20. Opið hús verður hjá Alís og
Yngva í Munkaþverárstræti 1 á sunnudag,
en engar samkomur verða þann dag. Aft-
ansöngur kl. 16.30 á aðfangadag. Kór
kirkjunnar syngur ásamt einsöngvurum.
Hátíðarsamkoma kl. 16.30 annan í jólum.
Lofgjörðarhópur syngur. Predikun og fyrir-
bænaþjónusta.
LAUGALANDSPRESTAKALL: Aftansöngur
í Grundarkirkju kl. 22 á aðfangadagskvöld.
Messa í Kaupvangskirkju á jóladag kl. 11.
Messa kl. 13.30 á jóladag í Möðruvalla-
kirkju. Messa kl. 15 á jóladag í Kristnes-
spítala. Fjölskyldumessa í Hólakirkju ann-
an jóladag kl. 13.30. Minnt er á söfnun
Hjálparstarfs kirkjunnar og fólk beðið að
hjálpa börnum sínum að koma með söfn-
unarbaukana til kirkju til að leggja þá á alt-
arið.
MÖÐRUVALLAKLAUSTURSPRESTAKALL:
Fjölskylduguðsþjónusta fyrir allt presta-
kallið kl. 23.30 á aðfangadagskvöld í
Möðruvallakirkju. Hátíðarguðsþjónusta
fyrir allt prestakallið í Möðruvallakirkju kl.
14 á jóladag. Kirkjukór prestakallsins
syngur m.a. stólvers ásamt Sigrúnu Jóns-
dóttur, Ingunni Aradóttur og Lilju Jónsdótt-
ur. Hátíðarsöngvar Bjarna Þorsteinssonar.
Hátíðarguðsþjónusta í Glæsibæjarkirkju
kl. 15.30 á jóladag. Kirkjukórinn syngur
stólvers, Hátíðarsöngvar Bjarna, barn bor-
ið til skírnar. Hátíðarguðsþjónusta í Bakka-
kirkju kl. 14 annan í jólum. Ingunn Aradótt-
ir syngur stólvers ásamt kirkjukórnum.
Hátíðarsöngvar Bjarna.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laug-
ardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl.
11. Jólamessa verður kl. 23 á aðfanga-
dagskvöld. Fæðingarhátíð Drottins, stór-
hátíð, á jóladag kl. 11.
KFUM og K: Hátíðarmessa kl. 20.30 á
jóladag. Ræðumaður Bjarni Randver Sig-
urvinsson.
Kirkjustarf
HJÁLPARSTARF kirkjunnar verð-
ur með fólk í bíl í göngugötunni í
Hafnarstræti á Þorláksmessu en það
tekur á móti framlögum frá almenn-
ingi og eins verður tekið á móti bauk-
um sem sendir voru inn á hvert heim-
ili. Þá verða seld friðarkerti við hlið
Kirkjugarða Akureyrar á aðfangadag
til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar.
Tekið við
framlögum
FJÖLMARGT verður í boði í
Gilinu á morgun, Þorláks-
messu, frá kl. 14 til 18.
Vinnustofur listamanna
verða opnar og þar verður
hægt að fylgjast með mynd-
verkum á ýmsum vinnslustig-
um, m.a í Svartfugli, Komp-
unni og vinnustofu Hrefnu.
Í Samlaginu – listhúsi eru
verk eftir norðlenska lista-
menn til sýnis og sölu. Á
Punktinum er gestum boðið að
staldra við og útbúa jólakort
eða kerti. Gestavinnustofa Gil-
félagsins er opin, en þar dvelur
Stefán Boutler um þessar
mundir. Síðasti sýningardagur
Aarons L. Michell í Ketilhús-
inu verður á morgun. Skata og
saltfiskur verður á borðum á
Karólínu frá morgni fram á
kvöld, en þar sýna Aðalheiður
S. Eysteinsdóttir og Jónas
Viðar.
Gróska í
Gilinu
STÓRBÆNDURNIR á Hrafnagili
hafa nýtt sér góðu tíðina að undan-
förnu til þess að búa í haginn fyrir
vorið. Þeir hafa tekið land á leigu á
Jódísarstöðum og sáð þar ríggresi í
tugi hektara.
Faðir þeirra og tengdafaðir,
Hjörleifur Tryggvason, lætur hér
gamminn geisa og plægir völlinn
eins og á vordegi væri.
Morgunblaðið/Benjamín
Plægir völlinn
líkt og á vordegi
Eyjafjarðarsveit
♦ ♦ ♦