Morgunblaðið - 22.12.2001, Page 28

Morgunblaðið - 22.12.2001, Page 28
ERLENT 28 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Falleg jólagjöf Handgerðir grískir íkonar Klapparstíg 40, sími 552 7977. www.simnet.is/antikmunir Verð frá 1.999 kr. FERNANDO de la Rua, forseti Arg- entínu, sagði af sér embætti í fyrra- dag. Eftir tveggja ára misheppnaða tilraun til að leysa úr efnahagsvanda ríkisins rambar Argentína á barmi gjaldþrots, og alger óreiða ríkir í stjórnmálunum. Eftir að 20 manns létust í götuóeirðum í vikunni var það reiði almennings sem varð á end- anum til þess að de la Rua lét af emb- ætti. Óeirðirnar brutust út þegar al- menningur mótmælti harkalegum aðhaldsaðgerðum stjórnar forset- ans, sem koma áttu í veg fyrir að rík- issjóður yrði gjaldþrota. Þetta virtist ganga vel til að byrja með, og 1999 kváðust um 70% kjós- enda ánægð með frammistöðu for- setans. En fljótt fór að halla undan fæti hjá de la Rua, hann átti erfitt með að taka ákvarðanir, hrasaði á stjórnmálasviðinu og margra millj- arða skuldir hins opinbera, sem hann tók við, voru að sliga hann. De la Rua er 64 ára, fyrrverandi lögfræðingur, og er hann tók við völdum hét hann því að rétta af hall- ann á ríkissjóði, en gagnrýnendur hans sögðu að stjórnin sem hann var í forsæti fyrir hafi framfylgt efna- hagsstefnu er hafi beinlínis verið hönnuð til að leiða fátækt og neyð yf- ir sífellt stækkandi hóp almennra borgara. Íburðarlaust líferni De la Rua hrósaði sér af íburð- arlausu líferni sínu, sem var ólíkt há- stemmdum fyrirrennara hans, Carl- os Menem. De la Rua er sósíal- demókrati, fer reglulega í kirkju og er algerlega andvígur fóstureyðing- um. Hann naut mikils stuðnings meðal millistéttarinnar í Argentínu og kaupsýslumanna, sem voru búnir að fá nóg af mútuþægni stjórnmála- manna. Eftir tíu ára valdatíð Menems var almenningur búinn að fá sig full- saddan á spillingarmálum, og de la Rua lofaði að hefja stjórnvöld aftur til vegs og virðingar meðal lands- manna. Í kosningabaráttunni lagði hann hvað eftir annað áherslu á aug- ljósasta muninn á sjálfum sér og Menem, sem kunni vel að koma fyrir sig orði, hafði persónutöfra og braut stundum gegn hefðum. De la Rua ítrekaði með þessum hætti skilaboð sín um nauðsyn hófsemi á miklum krepputímum. Líktist stefnu Menems Fernando de la Rua fór fyrir bandalagi tveggja flokka, síns eigin miðjuflokks og vinstrihreyfingarinn- ar Frepaso, en leiðtogi hennar var Carlos Alvares, sem tók við embætti varaforseta. Í kjölfar fáeinna hveiti- brauðsdaga fylgdu erfiðir tímar. Fyrst kom upp hneykslismál í öld- ungadeildinni – opinberir embættis- menn voru sakaðir um að hafa mútað þingmönnum til að samþykkja tiltek- ið frumvarp. Ásakanir um að de la Rua tækist ekki á við spillingarmál urðu æ háværari, og Alvares sagði af sér í október í fyrra, með þeim orð- um að forsetinn virti að vettugi „krabbameinið“ sem spillingin væri. De la Rua fylgdi efnahagsstefnu sem líktist mjög þeirri sem Menem hafði fylgt, en hann hafði notað frjálsan markað til að losa Argentínu úr alvarlegri efnahagskreppu 1989. En hagvöxturinn lét á sér standa, og í mars 2001 rak de la Rua tvo efna- hagsmálaráðherra. Hann hvikaði ekki frá því, í stjórnartíð sinni, að halda gjaldmiðli Argentínu, pesóan- um, tengdum við gengi bandaríska dollarans – en sú aðferð var fyrst notuð 1991 til að draga úr óðaverð- bólgu – og krafðist fjárhagslegs að- halds. De la Rua gerði svo Domingo Cav- allo að efnahagsmálaráðherra, en það hafði einmitt verið Cavallo sem skipulagði tengingu pesóans við doll- arann í stjórnartíð Menems. Cavallo lagði drög að aðhaldsaðgerðum í efnahagsmálum til þess að forða rík- inu frá gjaldþroti. Þótt de la Rua og Cavallo væru vinsælir hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum (IMF) og banda- rískum bandamönnum, fór fylgi þeirra meðal almennings í Argentínu dvínandi eftir því sem efnahagurinn versnaði og aðhaldsaðgerðirnar hörðnuðu; opinber laun og eftirlaun voru lækkuð og skattar hækkaðir. Í október náðu kjósendur sér niðri á forsetanum með því að veita stjórnarandstæðingum í Perónista- flokknum aukin völd á þinginu og de la Rua var gagnrýndur fyrir að vera úr tengslum við sífellt stækkandi hóp fátæks fólks í landinu. Uppúr sauð nú í vikunni, er óeirðir brutust út í helstu borgum landins, og de la Rua gerði síðustu tilraunina til að mynda „sameiningarstjórn“ fyrir þjóðina. Þegar stjórnarandstæðing- ar höfnuðu beiðni hans um að ganga til þjóðstjórnar skrifaði de la Rua af- sagnarbréf sitt, tók til á skrifborðinu sínu í stjórnarráðinu, Casa Rosada, við Plaza Mayor í Buenos Aires, og flaug á brott í þyrlu frá þaki stjórn- arráðsins. Múgurinn fagnaði brott- för hans. Aðdáandi Maradona De la Rua fæddist í borginni Cord- oba í Mið-Argentínu 1937 og lauk laganámi 21 árs. Eftir að hafa starf- að í fjögur ár í innanríkisráðuneytinu gekk hann í sósíaldemókrataflokk- inn Róttæka borgarabandalagið og var fyrst kjörinn í öldungadeildina 1973. Hann reyndi, en tókst ekki, að verða forsetaframbjóðandi flokksins 1983, og svo fór, að hann varð fyrsti kjörni borgarstjórinn í Buenos Air- es. Hann er kvæntur, þriggja barna faðir, og segir Biblíuna vera meðal uppáhaldsbóka sinna. Áhugamál sín segir hann vera m.a. fugla, plöntur og veðrið. Og líkt og margir Argent- ínumenn er hann aðdáandi knatt- spyrnustjörnunnar Diegos Mara- dona. De la Rua mistókst að rétta við efnahag Argentínu Það gekk vel í fyrstu, þegar Fernando de la Rua tók við forsetaemb- ættinu í Argentínu fyrir tveim árum, og lagði áherslu á aðhald í efna- hagsmálum. En svo fór að lokum, að uppúr sauð hjá sístækkandi hópi fátækra í landinu, og þeir hröktu forset- ann frá völdum. Buenos Aires. AFP, AP. AP Fernando de la Rua tekur til á skrifborðinu sínu í stjórnarráðinu í Buenos Aires eftir að hafa sagt af sér embætti forseta Argentínu. Hann fór síðan upp á þak byggingarinnar þar sem beið hans þyrla er flutti hann á brott. INDVERSK stjórnvöld til- kynntu í gær að þau hygðust kalla sendiherra sinn í Pakistan heim í kjölfar sjálfsmorðsárás- arinnar í Nýju-Delhí fyrir rúmri viku sem Indverjar gruna stjórnvöld í Islamabad um að bera ábyrgð á. Jafnframt hyggjast indversk stjórnvöld rjúfa allar almenningssam- göngur milli landanna. Þessar aðgerðir ganga í gildi 1. janúar nk., að sögn talsmanns indverska utanríkisráðuneytis- ins, en það gefur fólki tíma til að komast til síns heima, þ.e. áður en samgöngur verða rofnar. Vildi talsmaðurinn ekki svara spurningum um hvort Indverj- ar hygðust rjúfa að fullu stjórn- málatengsl við Pakistan. Fjórtán fórust í sjálfsmorðs- árás öfgamanna á þinghúsið í Nýju-Delhí, þ.á m. fimm árás- armannanna. Grunsamlegt flutningaskip BRESKA lögreglan stöðvaði í gær ferðir flutningaskips í Ermarsundinu og gerði þar mikla leit en skipið var að koma frá Máritíus. Yfirvöld vildu ekki greina frá því hvers vegna skip- ið hefði verið stöðvað en fregnir hermdu að ógn hefði steðjað að þjóðaröryggi Bretlands, þ.e. að hætta væri á hryðjuverkum. Yf- irvöld báru þær fréttir þó til baka. Gallar í Windows XP BANDARÍSKA tæknifyrir- tækið Microsoft hefur viður- kennt að gallar leynist í nýjustu útgáfu stýri- kerfisins Windows XP. Hefur fyrirtækið nú látið búa til hugbúnað sem tryggir að gallinn geri ekki vart við sig og hvetur notendur Windows XP og aðra notendur eldri út- gáfna stýrikerfisins til að ná í hugbúnaðinn í gegnum Netið. Starfsmenn öryggisfyrirtæk- isins eEye Digital Services komu auga á vandann fyrir fimm vikum, en ekki var greint frá gallanum fyrr en hugbún- aðurinn var tilbúinn. Gallinn kemur fram í Uni- versal Plug and Play (UPnP), sem getur opnað leið fyrir aðra tölvunotendur í gegnum stýri- kerfið. Glufan gerir tölvuþrjót- um kleift að ná valdi yfir tölvum þegar þær tengjast Netinu, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Stýrikerfið kom á markað 25. október. Vopnahlé á Sri Lanka STJÓRNVÖLD á Sri Lanka til- kynntu í gær vopnahlé en átök hafa staðið um árabil milli stjórnarhers landsins og Tam- íla-skæruliðahópsins. Vopna- hléinu er ætlað að standa í einn mánuð en vonast er til að það geti reynst upphafið að friðar- viðræðum í landinu. STUTT Sendiherra kallaður heim frá Pakistan Bill Gates NÝTT málverk listmálarans Luc- ians Freuds af Elísabetu Breta- drottningu hefur verið gagnrýnt harðlega í nokkrum af fjölmiðlum Bretlands. Svipurinn á drottningu á mál- verkinu er hörkulegur og þungbú- inn og segja gagnrýnendur ekki ljóst hvort Elísabet líkist meira kvikmyndaleikaranum Jack Nichol- son að ofleika eða hundi sem hafi fengið heilablóðfall. Lýst sem „afskræmingu“ Forstöðumaður National Por- trait Gallery, Charles Saumarez- Smith, segir málverkið vekja fólk til umhugsunar. Dagblaðið The Sun lýsir hins vegar málverkinu sem „afskræmingu“ og segir að engu sé líkara en barn eða unglingur hafi málað það. Ritstjóri British Art Journal, Ro- bert Simon, segir að drottningin líti út á málverkinu líkt og hún hafi fengið heilablóðfall. Þá segir í frétt The Independent að Freud hafi málað drottningu líkt og dapra ömmu en myndin sé engu að síður sú besta sem máluð hafi verið af meðlimi drottningarfjölskyldunnar síðustu tvær aldir. Drottningin enn „til augnayndis“ Í forystugrein The Daily Tele- graph segir að málverk Freuds sé „afar niðrandi“ og þótt drottningin sé ekki lengur „yndisfögur yng- ismey“ þá sé hún enn „til augna- yndis“. Gagnrýnandi The Times segir hins vegar að málverkið sé „átak- anlegt, djarft, heiðarlegt, stóískt og umfram allt raunsætt“. Freud gaf listasafni, sem er í umsjá konungsfjölskyldunnar, mál- verkið. Drottningin tók á móti verkinu, en ekki er vitað hvað henni finnst um það. Sumir telja Freud, sem er 79 ára, besta núlifandi listmálara Bret- lands. Hann er sonarsonur sál- greiningarfrumkvöðulsins Sig- munds Freuds. Málverk Freuds af Breta- drottningu gagnrýnt London. AFP. Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.