Morgunblaðið - 22.12.2001, Page 35

Morgunblaðið - 22.12.2001, Page 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 35 GJÖRNINGAKLÚBBURINN sem heitir öðru nafni The Icelandic Love Corporation hefur starfað í sex ár og vakið athygli hér heima og víða erlendis fyrir sérstaka af- stöðu sína til lífsins og listarinnar. Yfirlýst markmið hópsins var að skapa skemmtilega myndlist sem allir skildu og var boðskapur ástar og kærleika í hávegum hafður eins og ensk útgáfa heitis hans undir- strikar. Það má segja að hópurinn standi nú á ákveðnum tímamótum þar sem meðlimum hans hefur fækkað um einn, eftir að Dóra Ísleifsdóttir sagði skilið við klúbbinn til að sinna fyrirtækjarekstri. Klúbbinn skipa því nú þrír myndlistarmenn, þær Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jóns- dóttir og Sigrún Hrólfsdóttir. Og það er margt á döfinni hjá hópnum. Síðastliðið sumar tók Gjörn- ingaklúbburinn þátt í alþjóðlegri samsýningu í tengslum við fyr- irhugaða opnun nýs og glæsilegs samtímalistasafns, Museo del Pres- ente í Mílanó á Ítalíu. Í tengslum við sýninguna, sem tugir listamanna frá ólíkum löndum höfðu verið valdir til þátttöku í, var haldin keppni meðal gesta um 10 bestu verkin. Í september var tilkynnt um úrslitin við hátíðlega athöfn og reyndist verk Gjörningaklúbbsins, Diskló vera þar á meðal og verður það keypt til listasafnsins. Síðast- liðið sumar hlaut hópurinn styrk á vegum Norrænu samtímalistastofn- unarinnar (NIFCA) til vinnustofu- dvalar í Finnlandi og hefur Gallerí Hlemmur boðið hópnum að sýna nú í desember hluta af afrakstri þeirr- ar vinnudvalar. Vinnustofudvölinni í Finnlandi lýsa viðmælendur mínir sem æv- intýralegri og árangursríkri. „Við dvöldum þarna í þrjá mánuði og okkur leið eins og við værum á ein- hverri ævintýraeyju. Við bjuggum í gömlu virki innan um tré, froska og íkorna. Þarna voru kjöraðstæður til þess að vinna og setja sig í nýtt og víðara samhengi. Þarna kynntumst við vel Íranum Francis McKee. Hann er menntaður réttarlækn- isfræðingur og hefur leiðst út í það að skrifa um ýmsa hluti sem hann hefur áhuga á, m.a. listamenn, og er orðinn talsvert eftirsóttur sem slíkur. Það var því enn einn heið- urinn fyrir okkur þegar hann ákvað að vinna næstu bók sína um okkur.“ Sýningin í Galleríi Hlemmi er líka öll hin ævintýralegasta og er engu líkara en refurinn úr sögu McKee hafi elt myndlistarkonurnar alla leið inn í Gallerí Hlemm. Fyrsta verkið sem mætir gestinum þegar hann kemur inn um dyrnar er refur nokkur sem ber heitið Gestur og segir Jóní hann tákna hina sígildu lúmsku ævintýrapersónu sem situr fyrir fólki og reynir að afvegaleiða það og tæla til að hugsa eða gera eitthvað annað en það ætlaði sér. Þegar fram hjá refnum er komið blasa við verk af ýmsu tagi, s.s. Pípuhattar Gjörningaklúbbsins, bjalla að miðju alheimsins, hendur með fimmtíu fingrum, fagurlega of- inn vefur og samtengdir kuðungar sem gefa gestum færi á að hlýða á sjávarnið í „steríó“. Á gólfi sýning- arsalarins stendur jafnframt for- láta líkkista með speglaklæddu innra byrði sem minnir ef til vill á speglasal. En verkin segja líka hvert og eitt sína sögu og vekur speglakistan hugleiðingar um ódauðleika hinnar listrænu veru- leikasýnar og þann dauðleika sem manneskjan hlýtur alltaf að spegla sig í, og reyna að horfast í augu við. Óslitinn þráður „Ævintýri hafa hangið mjög sam- an við það sem við höfum verið að gera og kannski gefur Gestur dálít- ið tóninn fyrir ævintýri salarins,“ segir Sigrún og vill fátt annað láta uppi um umfjöllunarefni sýning- arinnar. Eirún bætir því við að með sýningunni hafi þær ekki hnitmið- aða merkingu fram að færa, líkt og í mörgum fyrri verkum, heldur sé sýningin nokkurs konar net teng- inga og hugmynda sem standi bæði einar og kallist á. Þegar Gjörningaklúbburinn kom fram á sjónarsviðið árið 1995 með afgerandi hætti (framinn var kossa- gjörningur í sjónvarpsþættinum Dagsljósi), hafa gjörningar verið áberandi í vinnu hópsins. En hefur áherslan nú færst í auknum mæli á verk og sýningar? „Við erum fyrst og fremst að vinna með ákveðnar hugmyndir, og hentaði gjörninga- formið okkur mjög vel til að miðla þeim. Nú höfum við fyrst og fremst áhuga á að gera góða myndlist og vinna úr hvaða efni sem er í því. Á þessari sýningu langaði okkur t.d. til að virkja dálítið hinar listrænu hendur,“ segir Eirún og horfir hóp- urinn í þeim töluðu orðum fullur stolts á verkið Lína.Net sem er glæsilegt handofið net. „Samt er sá þráður sem við lögðum upp með í upphafi alveg óslitinn, þ.e. að boða ástina og erum við sífellt að skoða nýjar hliðar á ástinni. Ekki síst ást- ina á myndlistinni.“ En hvers konar framtíð blasir nú við Gjörningaklúbbnum? „Við erum farnar að sjá mikinn árangur þeirrar vinnu sem við höf- um lagt í myndlistina, og erum í raun þakklátar fyrir hversu vel gengur miðað við hversu erfiður myndlistarheimurinn hér heima er að mörgu leyti. Nú í janúar og febr- úar erum við t.d. á leið til Glasgow þar sem við dveljum í vinnustofu til að vinna að bókinni með Francis,“ segir Jóní. „Síðan munum við taka þátt í ýmsum sýningarverkefnum á árinu, m.a í Kanda, á Spáni og í Danmörku og erum að vinna að stuttmynd. Annars veit maður aldr- ei hvað getur komið upp á næst. Finnlandsförin leiddi okkur til Skotlands og samstarfsins við Francis McKee. Svoleiðis gengur þetta fyrir sig, og er okkar mark- mið fyrst og fremst það að leggja okkur fram í því sem við erum að gera,“ segir Sigrún að lokum. Ástin á myndlistinni Gjörningaklúbburinn hefur opnað sýningu í Galleríi Hlemmi sem er afrakstur dvalar meðlimanna meðal íkorna, froska og refa í gestavinnustofu í Finnlandi. Heiða Jóhannsdóttir forvitn- aðist um ævintýri þeirra undanfarna og komandi mánuði. heida@mbl.is Gjörningaklúbburinn með töfrahatta á höfði. Refurinn Gestur, hin sí- gilda lúmska ævintýrapersóna, er laumulegur í bakgrunni. Morgunblaðið/Þorkell ÍSLENSKA tríóið er stofnað 1998 í New York af Nínu Margréti Grímsdóttur, Sigurbirni Bernharð- ssyni og Sigurði Bjarka Gunnars- syni en öll hafa þau stundað nám í Bandaríkjunum og þegar í upphafi starfsferils síns vakið athygli, heima og erlendis, fyrir afburða góðan hljóðfæraleik. Tónleikar Íslenska tríósins í Salnum sl. fimmtudagskvöld hófust á „Geister“ tríóinu, op. 70, nr. 1 í D- dúr, eftir Beethoven. Nafngiftin er til komin vegna dapurleika og dul- úðar miðkaflans, sem er mikilvæg- asti þáttur verksins og meðal þess svartsýnasta sem Beethoven ritaði á hinu svonefnda miðskeiði sköp- unarferlis síns. Á móti depurð mið- kaflans er sá fyrsti kraftmikill og lokakaflinn slær á alla depurð með glaðlegu tónmáli. Þá er það sér- stakt, að verkið er aðeins í þremur köflum en venjan var að skersó fylgdi með sams konar kammer- verkum, en fyrir mikilleik miðkafl- ans gæti höfundi hafa þótt skersói ofaukið. Fyrsti kaflinn var glæsi- lega fluttur en heldur var píanóið hljómfrekt í sterku tónhendingun- um, einkum á móti sellóinu, sem lék oftast á fínlegri nótunum. Hægi kaflinn hefði mátt vera ívið hægari og það hefði mátt leggja meiri áherslu á dulúðina, til að skapa sterkari andstæður við kraftinn í fyrsta kaflanum og glettnina og fjörið í lokakaflanum. Annað verk tónleikanna var tríó nr. 1 eftir Atla Heimi Sveinsson. Verkið er í fimm köflum og voru fjórir fyrstu samdir 1985 en endur- samdir 2001 ásamt því að bætt var við fimmta kaflanum. Þetta snjalla verk er ákaflega vel samið og skemmtilegt en nokkur munur er á fyrri köflunum og þeim síðasta, sem er tilþrifamestur. Íslenska tríóið lék verkið afburða vel og sérstaklega af mikilli nákvæmni, því skiptingar á milli hljóðfæra eru oft snöggar og krefjandi í hryn og tónblæ. Lokaverk tónleikanna var fyrsta tríóið (op. 8 í B-dúr) sem Brahms gaf út og er það í raun fyrsta kammerverk hans, því fyrir utan þetta tríó voru fyrstu tíu ópusarnir píanóverk og sönglög. Serenaðan, op. 11, er fyrsta hljómsveitarverkið eftir Brahms. Það er vitað að Brahms gerði margar atlögur að ýmsum gerðum verka en það eru útgefnu verkin, sem eftir þær til- raunir standa eftir og skipta máli. Brahms endursamdi þetta tríó og gerði verulegar breytingar á því en lét skersóið, annan kaflann, standa nær óbreyttan, enda sá kafli ein- staklega skemmtilegur. Lokakafl- inn er undir það síðasta mjög kraft- mikill og „orkestral“ í rithætti. Verkið var mjög fallega flutt og samspilið einstaklega fallega mótað. Nína Margrét er frábær píanisti og hefur á valdi sínu mjög vítt styrkleikasvið og það glitraði oft af leik hennar í veiku köflunum. Sig- urbjörn hefur þegar dregið sér mikla reynslu og fór fyrir í mótun tónhendinga, bæði í hraða og blæ. Sigurður Bjarki er sérlega efnileg- ur sellisti og átti oft áhrifaríkar byrjanir og hlut að einstaklega fal- legu samspili. Sé fjallað um Ís- lenska tríóið sem heild, er hér á ferðinni glæsilegur samleikshópur. Saga kammertónlistar á Íslandi spannar fá árin og fáum hópum tek- ist að halda út allan tímann. Ef þessu unga tónlistarfólki verður gefið að vinna saman, vildi ég að mér væri gefin sú gjöf, að fá að hlýða á leik þeirra eftir svo sem tuttugu ár, þegar tíminn hefur spunnið í handtak þeirra dýpt og skilning á þeim skáldskap sem hvað fegurð snertir stendur næst guð- legum mikilleik. Eftir tuttugu ár TÓNLIST Salurinn Íslenska tríóið flutti verk eftir Beethov- en, Brahms og Atla Heimi Sveinsson. Fimmtudagurinn 20. desember, 2001. KAMMERTÓNLIST Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.