Morgunblaðið - 22.12.2001, Síða 44

Morgunblaðið - 22.12.2001, Síða 44
UMRÆÐAN 44 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Héðinsfjarðargöng skulu gerð, fyrr en öll önnur veggöng, af vor- kunnsemi við Siglfirð- inga. Þetta er leikur í refskák stjórnmála- flokka við að koma fram hringavitlausum breytingum á kjör- dæmaskipun. – Er þetta rétt umsögn heimamanns í pólitík- inni? Á yfirborðinu eru þau rök fram færð, að þessi tenging styrki byggð við Eyjafjörð og sé þjóðarnauðsyn. Vissulega gild rök, en hliðstæð rök væru líka gild og miklu fremur á Austurlandi og ætti það að vera í forgangsröð! Hef ég fyrir löngu rak- ið það í greinum í Morgunblaðinu og myndi fús gera það aftur. En hér verða færð rök fyrir því, að göng „handa Siglfirðingum“ um Héðins- fjörð séu ekki bezti kostur á því svæði, hann sé lítt rannsakaður. Sýnist mér að svo stöddu skynsam- legast að fresta allri gangagerð á Tröllaskaga, meðan menn ná áttum, en hefjast handa fyrir austan. Leið um Héðinsfjörð er stytzta möguleg til Ólafsfjarðar, e.t.v. góð fyrir Siglfirðinga. En henni fylgir það, að í hina áttina verði til fram- búðar treyst á veginn um Almenn- inga, sem getur ekki verið raunhæft nema kannski sem einkaleið Siglfirðinga. Eðlilegt væri að leggja þjóðveg um Trölla- skaga, lokakafla hring- vegarins, til að tengja héruðin báðumegin, og auðvitað jafnframt næstu byggðir, s.s. Siglufjörð. Hefur líka verið háð hörð barátta til að fá þessa tengingu um Fljótaleið. Hún gerir m.a. ráð fyrir að leggja niður veg um Almenninga og fá í staðinn stutta leið um göng milli Siglufjarðar og Fljóta. Með þeim göngum yrði hins vegar góður hringvegur fyrir alla um Héðinsfjörð og um hann ætti þar með að verða góð sátt. Að vísu yrði þá 5–6 km lengra milli Fljóta og Ólafsfjarðar heldur en á Fljótaleið, en hún myndi á hinn bóginn lengja leið Siglfirðinga um nær 20 km. Er ekki drengilegt að bjóða þeim þau skipti, og er Fljótaleið því ekki fýsi- legur kostur, þótt hún yrði lítið eitt ódýrari? En e.t.v. má gera þriðju leiðina samhliða hinum tveim og á milli þeirra, aðeins 2–3 km lengri en um Héðinsfjörð frá Siglufirði til Ólafs- fjarðar og jafnmiklu styttri en Fljótaleið frá Ketilási. Köllum hana Miðleið. Jafnframt yrðu aðeins 12 km um göng milli Siglufjarðar og Fljóta. Þetta hefur lítt verið rann- sakað, og ver Vegagerðin þá van- rækslu með þeirri blekkingu, að Al- þingi leyfi það ekki, hafi sett rannsóknum of „þröngan ramma“ til þess að þetta verði gert. Það afsann- ar hún þó með því að skoða Fljóta- leið nokkuð, og hlýtur þó að vera lengra fyrir utan þann ramma stað- fræðilega. Miðleið – málamiðlun Miðleið væri í þrem álmum, 2–3 km langri út í Hólsdal í Siglufirði, 4 km til Fljóta og til Ólafsfjarðar 10 eða 11 km, skipt með glugga eða dyrum að botni Héðinsfjarðar. Í heild um 17 km (16–18), en um það verður ekki sagt með vissu nema kannað sé hvar gangamunnar yrðu. Líka er óviss lengd forskála eða ann- arra stálhúsa. En líklega yrði þetta álíka dýrt og leið um Héðinsfjörð ásamt þeim göngum milli Siglufjarð- ar og Fljóta, sem getið var og líka kæmu samkvæmt Fljótaleið. Auðvitað væri ódýrast að grafa Héðinsfjarðargöng, einbreið, og aldrei meir. En fáir trúa að ekki yrði hrópað á frekari framkvæmdir seinna. Og það er þá sem menn fara að iðrast gerða sinna. Ef áætlun Vegagerðarinnar stenzt, að Héðinsfjarðargöng verði 10,6 km, þá verða hliðstæð göng Miðleiðar a.m.k. 1,5–2 km lengri, um eða yfir 12 km. Ávinningur hennar felst í stuttri álmu út í Fljót, og þannig verða göng Miðleiðar jafn- löng Héðinsfjarðargöngum að við- bættum síðar göngum út í Fljót, um 6 km og í meiri hæð. Þar að auki eru svo hinir miklu kostir Miðleiðar um- fram báðar hinar. Þessa kosti Miðleiðar óttast Vega- gerðin ákaflega. Þess vegna fer hún með blekkingar um hana í umsögn- um sínum og raunar hrein og klár ósannindi, eins og það er fram sett. Þannig segir hún það mat manna, að lengd Miðleiðar „og þar með kostn- aður væri utan þess ramma sem unnt væri að setja ... Kostnaðarauki miðað við göng um Héðinsfjörð er a.m.k. 2,5–3 milljarðar ... göngin sem Guðjón Jónsson leggur til (svo) eru 17–18 km löng. Þarna munar 6-7 km“. Hvernig fær Vegagerðin þetta út? Með því að bera saman 10,6 km göng um Héðinsfjörð og ekki sam- svarandi 12 km göng, heldur Miðleið alla, með 4 km álmunni til Fljóta! En ef göng sem einhvern tímann koma frá Siglufirði til Fljóta þola bið, þá þolir álman sú það líka og kostar ekki 2–3 milljarða á meðan! Þótt þessi blekking kunni að vera sök eins starfsmanns ber Vegagerðin ábyrgðina. Hún hefur ekki beðizt af- sökunar. Jafnskjótt og ég vissi um þessa rangfærslu ritaði ég leiðréttingu handa Vegagerð og Skipulagsstofn- un. Afhenti hana skipulagsstjóra sjálfum, svo að hann ber ábyrgð ásamt stofnun sinni á því, að fölsun Vegagerðarinnar fer óbreytt áfram í úrskurð um mat á samgönguleiðum á Tröllaskaga, samkvæmt útskrift í mínum höndum. Ofurdramb valdsins Þegar sá sem valdið hefur spark- ar í litla manninn í trausti þess að hann sé of smár og veikburða til að bera af sér getur honum brugðið svo að þróttur vaxi og hugurinn harðni. Og verði þá stríð sem ekki var til stofnað. Eins og allir fæddir „milli sanda“ hef ég ávallt virt Vegagerð- ina mikils, stundum leitað samstarfs og átt góðu að mæta, sem ljúft er að þakka. En nú hefur farið á annan veg. Hugmyndum mínum og fyrir- spurnum er vísað á bug án skoð- unar, án raka og þó verr en svo: með hálfsannleik og blekkingum, með ósannindum – og er ekki leiðrétt, þótt kvartað sé. Látið er í veðri vaka, að Alþingi setji rannsóknum svo „þröngan ramma“ að þeim verði ekki við komið, en þegar vel er að gáð finnst ekki flugufótur fyrir þessu í gögnum frá Alþingi. Virðist því þessi rammi settur af Vegagerð- inni sjálfri eða pótintátum hennar, kannski bæjarstjórum fyrir norðan eða öðrum pólitíkusum. Það gæti verið réttmætt, en þá ber að segja það, en ekki gefa Alþingi sök á van- hugsuðum ákvörðunum um lengstu jarðgöng áður en nokkrar rannsókn- ir eru gerðar. Flest rök hníga að því, að göng á Tröllaskaga þurfi lengri umþóttun- artíma, og þjóðarnauðsyn bjóði að nokkur önnur göng komi fyrr. Pólitísk gerninga- þoka á Tröllaskaga Guðjón Jónsson Jarðgöng Flest rök hníga að því, segir Guðjón Jóns- son, að göng á Trölla- skaga þurfi lengri umþóttunartíma. Höfundur var kennari. Íþróttafréttir eru að verða í dag nánast það eina sem lesa má og nema frá fjölmiðlum sem flokka má undir já- kvæðar fréttir. Sagan sem liggur á bak við ár- angur liða og einstak- linga liggur í loftinu, keppnin um að verða bestur og oftar en ekki er saga um að sigrast á sjálfum sér. Til þess að jafnræði ríki milli hópa og ein- staklinga í keppni og mati á árangri þá er þeim skipt upp í hópa eftir aldri og líkamsburðum (t.d. kyni). Keppt er svo í hverjum hóp/ flokki fyrir sig um bestan árangur. Það er því miður ekki hægt að alhæfa það að okkur finnist besti árangurinn jafn merkilegur eða fréttnæmur. Viljum við heyra mest sagt frá þeim sem nær besta árangrinum sér- staklega ef hann er ekki að keppa í „skertum“ getuhópi (börn, unglingar, konur, fatlaðir o.s.frv.)? Þykir okkur í raun meira áhugavert að heyra um óhöpp þeirra „óskertu“ heldur en að lesa um árangur þeirra í skertu hóp- unum? Er rétt að meta árangur íþróttamanna eftir því hvort þeir eru í „óskertum“ eða „skertum“ getuhópi? Er það rétt hjá fréttamönnum að við viljum miklu frekar lesa um skammir sem boltastrákur í Brasilíu fékk held- ur en að fá að vita að íslenskur fatl- aður einstaklingur setti heimsmet í sundi um síðustu helgi (21./22. okt.)? Viljum við miklu frekar lesa um ung- an fótboltasnilling sem hefur ákveðið að spila ekki með ákveðnu félagi næsta sumar, heldur en að fræðast um árangur einstaklings í „skerta“ hópnum? Viljum við miklu frekar vita að ein- hver tapaði einhverju í staðinn fyrir að lesa um árangur einhvers sér- staklega ef það skiptist á milli ofangreindra hópa? Að mati fréttamanna sem ég hef rætt við síð- ustu daga er svarið við þessum spurningum JÁ. Ég verð að viður- kenna að ég vissi ekki að ég vildi hafa þetta svona. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að eina ástæðan fyrir því að ég kaupi mér aðgang að fjölmiðl- um er til þess að fylgjast með og fá fréttir af „óskerta“ hópnum. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ef of mikið bæri á „skerta“ hópnum myndi ég segja upp aðganginum og fjölmiðill- inn þar með tapa tekjunum. Ég vona að það séu ekki margir um þessa skoðun á Íslandi og sérstaklega vona ég að fréttamenn landsins séu mér ósammála. Ég hvet fréttamenn til að gæta jafnræðis í fréttaflutningi sínum eins og þeir gera nánast allir undantekningalítið. Þá held ég að tími sé kominn til að fréttamenn hætti að velta fyrir sér söluverðmæti frétta og haldi sig við að segja okkur hlutlaust frá því sem er að gerast hverju sinni. Persónulega vil ég fá fréttir af því ef Íslendingur setur heimsmet í einhverju óháð því hvort um „skertan“ eða „óskertan“ einstak- ling eða hóp er að ræða, ég verð að viðurkenna að í mínum huga er heimsmet einfaldlega heimsmet og í eðli sínum heimsviðburður í hvert sinn sem það er sett. Ég óska Bjarka Birgissyni til ham- ingju með nýtt heimsmet í 100 m bringusundi og hvet hann að halda áfram á sömu braut. Það að frétta- menn landsins sjái ekki ástæðu til að hrópa húrra er enginn mælikvarði á stærð afreksins sem í okkar huga sem til þekkjum er einn mesti árang- ur sem Íslendingur hefur náð á árinu í íþróttum. Ekkert merkilegt! Birgir Gunnlaugsson Íþróttafréttir Ég hvet fréttamenn, segir Birgir Gunn- laugsson, til að gæta jafnræðis í frétta- flutningi sínum. Höfundur er varaformaður Ung- mennafélagsins Fjölnis. ÞEGAR það kom upp að það ætti að sam- eina geðdeildirnar á höfuðborgarsvæðinu kom fram sú upphróp- un að það væri verið að skerða valfrelsi sjúk- linga. Fjölmiðlar og stjórnmálamenn gleyptu þetta hrátt án þess að kynna sér hvað gilti í raun. Það er auð- velt að fá almenning til þess að leggjast gegn einhverri breytingu með því að vísa til þess að það sé verið að skerða rétt fólks. En hver er raun- veruleikinn? Það er meira og minna háð tilviljun á hvaða bráðadeild ein- staklingur leggst í upphafi og það gildir sú regla að ef einhver þarf að leggjast inn aftur fer hann aftur á sömu deild óháð óskum. Það þarf mjög verulega framtakssemi af hálfu sjúklings og aðstandenda til þess að fá þessu breytt. Er hægt að taka eitthvert valfrelsi af fólki sem ekki er til staðar? Ég fæ ekki séð að valfrelsi geðsjúkra hafi breyst svo nokkru nemi við sameininguna. Frá hverjum er þessi upphrópun komin? Mér þykir líklegast að þar séu geðheilbrigðisstarfsmenn fremstir í flokki. Ef satt er þá hafa þeir verið að beita hugmyndinni um skert valfrelsi til að þjóna einhverj- um öðrum málstað. Hver er þá þessi málstaður? Mér þykir sennilegast að raunverulega ástæðan hafi verið sú að þessir starfsmenn hafi óttast um sitt eigið starfsöryggi; óttast tilflutn- ing í starfi eða jafnvel stöðumissi. Enda hefur komið á daginn að ýmsir hættu að vera yfirlæknar og aðrir urðu yfir-yfir-læknar. Ég er einn af þeim sem er ekkert sérlega ánægður með niðurskurð fjármagns í heilbrigðiskerfið. En þegar skorið hefur verið niður í geð- heilbrigðiskerfinu hefur helst verið skorin niður sú starfsemi sem felur í sér nýbreytni og ég hef grun um, að það sé sá hluti starfseminnar sem krefst fæstra stöðugilda miðað við fjölda skjólstæðinga. Ég held að þeir sem hafa ráðið ferðinni hafi ríghaldið í lækna-hjúkrunar- fræðingabáknið, sem fylgir hefðbundnum rekstri sjúkradeilda, með tilheyrandi stöð- um yfirlækna og deild- arhjúkrunarstjóra. Hverju skila legu- deildirnar? Þeir sem koma þar inn hafa til- hneigingu til að verða fastagestir sem koma þangað með reglulegu millibili. Það kom út fyrir nokkru skýrsla sem unnin var af geðheil- brigðisstarfsmönnum, að ég held eingöngu, um framtíðarsýn í geðheilbrigðis- málum. Í þessari skýrslu kemur fram að hefðbundnar legudeildir eigi að vera áfram hornsteinninn í með- ferð geðsjúkra. (Það er reyndar heldur ómerkileg bygging sem sam- anstendur af hornsteininum einum.) Ég er ósammála þessu. Ég tel að legudeild sé neyðarúrræði sem þarf að nota þegar allt annað bregst. Vandinn hér á landi er sá að þetta allt annað er bæði fátt og smátt. Ég tel að þessi skýrsla litist af því að það er hagstætt fyrir geðheilbrigðis- starfsmenn, annars vegar að fá fleiri stöður, þar með talið stöður yfir- lækna og hjúkrunarforstjóra, og hins vegar er það auðveldast að halda áfram að starfa með sömu að- ferðum og hingað til; að þurfa ekki að læra nýjar aðferðir og breyta stjórnskipulagi. Ég get vel skilið þessa tilhneigingu. Ef ég væri ein- hvers staðar í vinnu yrði ég heldur tregur til að leggja það til að starfið mitt yrði fellt niður eða því breytt. Líffræðilega skilgreiningin á námi er breyting. En hvað er hægt að læra annað á geðdeild en að vera á geð- deild. Ef einstaklingur nær að finna til öryggis á geðdeild er líklegt að hann tengi þessa öryggistilfinningu meira eða minna verunni þar. Hvert leitar hann þá ef hann finnur til ör- yggisleysis; jú, inn á geðdeild. Ég held að hornsteinninn í meðferð geð- sjúkra eiga að vera að hjálpa þeim til sjálfshjálpar; að styðja þá í að lifa úti í þjóðfélaginu. Í því felast meðal ann- ars leiðbeiningar um hvernig þeir geti lifað með takmörkunum sínum, að styrkja fjölskyldubönd og að finna sér uppbyggilegt hlutverk í líf- inu. Ég held að heilbrigðisstarfsmenn verði ekki ötulustu baráttumennirn- ir fyrir svona nýjungum. Það stríðir að meira og minna leyti gegn stund- arhagsmunum þeirra. Ef meira fjár- magn fæst í geðheilbrigðismál tel ég að heilbrigðisstarfsmenn komi til með að reyna að beina því í fjölgun leguplássa. Á þann hátt geta þeir haldið áfram að vinna á sama hátt og hingað til og þurfa ekki að læra nýjar aðferðir. Þeir eru líklegir til að stækka kerfi sem hingað til hefur skilað takmörkuðum árangri. Föstudaginn 5. október var ég á málþingi þar sem meðal annars tal- aði sálfræðingur að nafni ÓHalloran. Hann gerði grein fyrir nýjum að- ferðum við geðmeðferð sem verið er að innleiða í Bretlandi. Hann sýndi meðal annars tölfræðileg gögn sem sýna að þessar aðferðir skila meiri árangri en hefðbundin meðferð inni á stofnunum. Ef heilbrigðisstarfs- menn fá einir að móta stefnuna í meðferð geðsjúkra held ég að hætta sé á að skattgreiðendur fái minna fyrir peningana en mögulegt er. Að lokum vil ég segja frá því að núna nýlega fékk ég fréttir af því að ekki eingöngu eru skilin milli starfs- manna og sjúklinga að aukast, skilin milli einstakra starfsstétta í heil- brigðiskerfinu eru einnig að skýrast. Lengi getur vont versnað. Lenda heilbrigðistarfsmenn aldrei í því að veikjast? Í orði og á borði Hilmar Harðasson Geðheilbrigði Ég tel að legudeild sé neyðarúrræði, segir Hilmar Harðarson, sem þarf að nota þegar allt annað bregst. Höfundur er félagi í Klúbbnum Geysi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.