Morgunblaðið - 22.12.2001, Síða 45

Morgunblaðið - 22.12.2001, Síða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 45 Ska ta Skata Þorláksmessuskata Hnoðmör, hamsar, hangiflot. Hákarl, harðfiskur, stór rækja, hörpuskel. Opið laugardag og sunnudag frá kl. 8.00 - 18.30. Hjá okkur færðu ekta vestfirska skötu, þykka, þunna, sterka, milda, saltaða og ósaltaða. Verið vandlát, það erum við. FISKBÚÐIN HAFBERG Gnoðarvogi 44, sími 588 8686 Jólahumarinn kominn LÚÐVÍK Geirsson, bæjarfulltrúi Samfylk- ingarinnar í Hafnar- firði, fer mikinn í grein í Morgunblaðinu síð- astliðinn miðvikudag og býsnast yfir skuld- um Hafnarfjarðarbæj- ar. Ætla má af lestri greinarinnar að allt sé í kaldakoli hjá bæjar- sjóði. Því fer hins vegar víðs fjarri. Kjarni málsins er sá að þegar núverandi meirihluti Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar- flokks tók við stjórn bæjarins námu skuldirnar tæpum fimm milljörðum króna. Sýnu alvar- legri var þó sú staðreynd að þá átti eftir að einsetja alla grunnskóla bæj- arins og skortur á leikskólaplássum var hvergi meiri á öllu höfuðborg- arsvæðinu. Við blöstu nauðsynlegar framkvæmdir upp á um fimm millj- arða króna við grunnskóla og leik- skóla. Hafnarfjörður var því hrein- lega að verða að annars flokks sveitarfélagi. Frá árinu 1998 hafa framkvæmdir og framfarir í Hafnarfirði verið meiri en nokkru sinni í sögu kaupstaðar- ins. Í skólamálum hefur verið unnið við fimm grunnskólabyggingar, m.a. reistur nýr grunnskóli í Áslandi og verið er að reisa nýja Lækjarskóla. Þá hafa verið reistir tveir nýir leik- skólar, sá þriðji tvöfaldaður og enn er verið að reisa nýjan leikskóla – nú á Hörðuvöllum. Einnig var reist ný íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum og í byggingu er glæsileg fimleikahöll fyrir Bjarkirnar, nýtt bókasafn með miðstöð upplýsingatækni er nú að verða tilbúið, áhaldahúsinu var bú- inn nýr og veglegur stakkur og heiti breytt í Þjónustumiðstöð Hafnar- fjarðarbæjar til samræmis við aukn- ar áherslur varðandi þjónustu við bæjarbúa og ný slökkvistöð er í byggingu svo eitthvað sé nefnt. Það er langur vegur frá að allar þessar byggingar hafi verið reistar út á krít. Helmingur skuldaaukingar bæjarsjóðs á kjörtímabilinu eða um tveir milljarðar króna er vegna geng- is- og verðbreytinga. Um slíkt er ekki að fást – þær breytingar ganga yfir stofnanir og fyrirtæki hvar sem menn standa í stjórnmálaflokkum og barnalegt að halda öðru fram. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa gjör- breytt vinnubrögðum við gerð fjárhagsáætl- ana og að fylgja þeim eftir. Fjárhagsáætlanir eru gerðar á grundvelli langtímaáætlana og í samningum um einka- framkvæmd og aðra þjónustustarfsemi eru fjárhæðir fastsettar og ekki hætta á umfram- útgjöldum eða bak- reikningum. Fjármálin eru því fyrirsjáanleg, sem er grundvallarat- riði í allri nútímalegri fjármálastjórn. Flest áform í fimm ára ramma- fjárhagsáætlun bæjarsjóðs hafa náð fram að ganga þó svo að í nokkrum tilvikum hafi þau náð fram síðar en áætlað var í upphafi. Hafnarfjarðarbær er það bæjar- félag á Íslandi sem er í hvað mestri sókn. Núverandi meirihluta hefur þrátt fyrir miklar framkvæmdir tek- ist að byggja upp trausta fjármála- stjórn og efla um leið hag og velsæld bæjarbúa svo um munar. Á árinu 2002 verður í fyrsta sinn um langt skeið tekjuafgangur hjá bæjarsjóði sem nýttur verður til að styrkja fjár- hagsstöðu bæjarsjóðs og greiða nið- ur skuldir. Þetta eru staðreyndir málsins. Traustatak á fjármálum Hafn- arfjarðarbæjar Magnús Gunnarsson Höfundur er bæjarstjóri. Fjárhagur Framkvæmdir og fram- farir í Hafnarfirði, segir Magnús Gunnarsson, hafa verið meiri en nokkru sinni í sögu kaupstaðarins. Síbyljuáróðrinum og fullyrðingum virkjun- arsinna um hundruð starfa og milljarða út- flutningsverðmæti, verði af byggingu Kárahnjúkavirkjunar og Reyðaráls, fylgir eins og allir vita aldrei neinn rökstuðningur, byrjuðu í 10–20 millj- arða útflutningsverð- mætum, eru núna í 50– 60 milljörðum og verða trúlega með sama áframhaldi komnir í hundrað milljarða um mitt næsta ár. Sýnist engu máli skipta í þess- um rakalausa áróðursákafa þótt framkvæmdakostnaður hafi stór- hækkað sl. 3–4 ár, álverð lækkað og meðalverð þess sl. 10 ár sé langt und- ir því verði sem nauðsynlegt er til reksturs Kárahnjúkavirkjunar og Reyðaráls, enda aldrei reynt að sýna þjóðinni að tekjurnar af „milljarða- verðmætunum“ séu meiri en kostn- aðurinn við þau. Þá sem harðast berjast fyrir Kára- hnjúkavirkjun skortir öll rök fyrir þeirri framkvæmd, helstu „rök“ margra áköfustu virkjunar- og ál- verssinna, eru að hóta niðurbroti mannlífs á Austurlandi og landflótta. Það á að halda áfram að telja þjóðinni trú um að álframleiðsla og orkufram- leiðsla til hennar sé ekki háð alþjóð- legu framboði og eftirspurn, um þá framleiðslu gildi víst eitthvað sem virkjunar- og álverssinnar kalla „sér- íslenskar aðstæður“. Sem væru þá þær helstar að hvergi í heiminum er stóriðju (Reyð- arál) boðin orka á verði sem er undir framleiðslukostnaðarverði og ekkert tillit tekið til þess að það landsvæði sem áætlað er að eyðileggja, ásamt ám og fljótum, er hluti af þeirri nátt- úru sem hefur fært þjóðinni hundruð milljarða í tekjur af erlendum ferða- mönnum, vegna öflugrar ferðaþjón- ustu. Nú eru um 25 álver í smíðum eða á hönnunarstigi víða um heim auk stöðugra endurbóta á eldri álverum, varla minnkar framboð á áli við það, þau munu flest fá orku frá orkuver- um sem eru knúin af jarðefnaelds- neyti. Þess vegna er sífellt tal virkjunar- sinna um að mengunarlausa íslenska orkan (Kárahnjúkav.) sé svo mikil- væg, skipti alveg gríðarlegu máli, fyrir mengunarvarnir á heimsvísu ekkert annað en ómerkilegt áróð- ursbragð. Deilurnar um Kára- hnjúkavirkjun snúast fyrst og fremst um hvar hagkvæmast er að virkja, þegar litið er til allra þátta kostnaðar og umhverfisskaða. Þó margvísleg nátt- úruspjöll hafi verið unnin vegna virkjana er það engin afsökun fyrir enn grimmdar- legri og óþörfum nátt- úruspjöllum annars staðar á landinu. Flestir Íslendingar hafa áhyggjur af hnign- un atvinnulífs á lands- byggðinni og fólks- fækkun þar. Reyk- víkingar ekki síður en aðrir. Enginn hefur sagt að Austfirðingar séu ekki fólk. Útúr- snúningur og rang- færslur á orðum þeirra sem hafa lýst andstöðu við Kárahnjúkavirkjun þjóna engum tilgangi. Engin þjóð framleiðir jafnmikið af mengunar- lausri orku fyrir stóriðju á hvern íbúa og Íslendingar, á því sviði hafa þeir nú þegar staðið skil á sínum hlut til heimsbyggðarinnar vegna mengun- arvarna og vel það. Það hlýtur svo að vera matsatriði að vandlega athuguðu máli hvort og hvenær eigi að auka þann hlut og m.a. að því tilskildu að sú aukning styrki íslenskt efnahagslíf. Ef hægt er að treysta áætlunum Landsvirkjunar frá árinu 1994 um byggingarkostnað Kárahnjúkavirkj- unar og þess hluta Fljótsdalsvirkj- unar sem henni á nú að fylgja væri byggingarkostnaður Kárahnjúka- virkjunar 90–100 milljarðar en síðan 1994 hefur byggingarvísitala hækkað um 34%, Bandaríkjadollar kostaði þá 67 kr. en hefur nú hækkað um 50%. Er þá trúverðugt að það geti stað- ist að kostnaður við Kárahnjúka- virkjun sé 100 milljarðar, eins og stjórn Landsvirkjunar heldur stöð- ugt fram, hafi ekkert hækkað á sjö árum, hvað þá þegar haft er í huga að framkvæmdir, ef af verður, verða ekki komnar í fullan gang fyrr en ár- ið 2003 og taka þrjú til fjögur ár? Fyrir nokkrum árum hafði svonefnd- ur Atlantsálshópur hug á að byggja álver á Keilisnesi, þær hugmyndir gengu ekki eftir, forsvarsmenn Atl- antsáls sögðu ástæðuna vera þá að þeir hefðu ekki trú á því að álverð yrði til frambúðar nógu hátt, 1.700– 1.800 dollarar á tonn að meðaltali, til þess að standa undir byggingar- og rekstrarkostnaði og viðunandi arð- semi. Þar fóru augsýnilega hrein- skilnir menn og hreinskiptnir. Fram- leiðslukostnaður á hvert tonn áls var þá talinn vera um 1.450–1.550 doll- arar, ekki hefur orðið stórbreyting á síðan. „Sérfræðingar“ Landsvirkjun- ar halda því nú fram að 1.500 dollara söluverð á tonn sé nægjanlegt verð fyrir rekstur Kárahnjúkavirkjunar og Reyðaráls og skili að þeirra mati frábærri arðsemi. Álverð er núna um 1.250 dollarar á tonn, væri lægra ef ekki hefði komið til minna framboð á áli í Bandaríkj- unum vegna tímabundins orku- skorts. Það vekur sérstaka athygli margra þegar því er haldið fram að fjárfestingu í álveri fylgi engin áhætta, hún sé örugg gróðalind! Freistandi fyrir lífeyrissjóðina, eða hvað? Einhver af okkar ágætu fjölmiðl- um ætti að upplýsa þjóðina um með- alsöluverð áls sl. tíu ár og verð ork- unnar til álveranna frá Landsvirkjun á sama tíma. Það ætti að vera ljóst þeim sem kynna sér það mál, að það er skynsamlegast, áhættuminnst fyrir þjóðina, ef hún vill auka orku- sölu til stóriðju (sem telja má nokkuð víst að hún vilji, meirihlutinn), að hlúa að þeim álverksmiðjum sem nú starfa hér og hafa hug á að auka sína framleiðslu, sjá þeim fyrir orku á verði sem gerir þeim kleift að stand- ast samkeppni, því það er langkostn- aðarminnst svo nemur tugum, jafn- vel hundruðum, milljarða. Þjóðin á að krefjast þess að sýnt sé óyggjandi að aðrir kostir séu betri. Til þess að mæta aukinni orkuþörf þeirra ætti að auka orkuvinnslu jarð- hitavirkjana auk nýrra Þjórsárvirkj- ana, vegna hagkvæmni þeirra, þær valda og minnstum náttúruspjöllum. Landsvirkjun og aðrir orkuframleið- endur þurfa auðvitað að fá viðunandi verð fyrir orkuna. Að ljúka byggingu Þjórsárvirkjana ætti að vera for- gangsverkefni LV. Er fjárhagsstaða Landsvirkjunar (þjóðarinnar) svo góð að ástæða sé til þess að bæta við skuldum, svo nemur hundruðum milljarða, koma þjóðar- skuldum vel yfir þúsund milljarða, milljón milljónir, vegna óþarfrar virkjunar, skuldir sem almennir orkukaupendur þurfa að borga með hærra orkuverði? Megi komandi vetur, fyrsti vetur 21. aldar, verða landi og þjóð til far- sældar. Raunsýn eða tálsýn? Hafsteinn Hjaltason Kárahnjúkavirkjun Þjóðin á að krefjast þess, segir Hafsteinn Hjaltason, að sýnt sé óyggjandi að aðrir kost- ir séu betri. Höfundur er vélfræðingur. Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.