Morgunblaðið - 22.12.2001, Side 56

Morgunblaðið - 22.12.2001, Side 56
MINNINGAR 56 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þórir Skarphéð-insson fæddist á Hróastöðum í Öxar- firði í N-Þing. 7. febrúar 1914. Hann lést á heimili sínu 15. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Skarp- héðinn Sigvaldason bóndi, f. 4. apríl 1876, d. 15. júlí 1970, og hans kona Gerður Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. nóv- ember 1882, d. 12. júní 1973. Systkini Þóris voru Sigurður, f. 19. sept- ember 1906, d. 7. apríl 1996, Ingibjörg f. 1. janúar 1909, d. 28. október 1971, og Baldur, f. 9. október 1915. Þórir kvæntist 2. nóvember 1940 Unni Þórarinsdóttur, f. 14. ágúst 1918, d. 4. apríl 2001. For- eldrar hennar voru hjónin Þór- arinn Björnsson, útgerðarmaður á Reyðarfirði, f. 21. september 1885, d. 18. nóvember 1960, og Pálína Þorsteinsdóttir hús- freyja, f. 3. ágúst 1895, d. 10. september 1970. Börn Unnar og Þóris eru 1) Erla, f. 22. apríl 1941, gift Helga Sigurðssyni, f. 22. maí 1937, börn þeirra eru Þórir Helgi, kvæntur Jóhönnu Margréti Guðjóns- dóttur, Sigurður Grétar, Héðinn Þór, kvæntur Elínu Fanneyju Hjaltalín, og Unnur, trúlofuð Sveini Bjarka Tóm- assyni. 2) Skarp- héðinn, f. 16. nóv- ember 1948, kvæntur Sigrúnu Ingibjörgu Sigurð- ardóttur, f. 18. ágúst 1950. Börn þeirra eru Þórir, kvæntur Signýju V. Sveinsdóttur, Sig- urður og Erla Sigríður. 3) Þór- unn Pálína, f. 4. febrúar 1951, gift Jóni Eiríkssyni, f. 27. júní 1948. Börn Þeirra eru Eiríkur Dór, Unnur Erla og Rakel. Þórir stundaði nám í Héraðs- skólanum á Laugum í S-Þing. og síðan í Iðnskólanum í Reykjavík, þar sem hann lauk sveinsprófi í vélvirkjun 1938. Fyrst starfaði hann við iðn sína, en lengst af starfsævi sinni stundaði hann verslun og viðskipti og sat í stjórnum ýmissa iðnaðar- og verslunarfyrirtækja, svo sem Lífstykkjabúðarinnar hf., Reyk- hússins hf. og John Lindsey hf. Útför Þóris hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Með virðingu og þakklæti í huga kveð ég hinstu kveðju tengdaföður minn, Þóri Skarphéðinsson, sem nú er látinn í hárri elli. Andlátsfregnin kom ekki að óvörum, heilsan var orðin tæp og líkamsþróttur fór minnkandi þótt hugsun væri skýr allt fram til síðasta dags. Engu síður setur okkur hljóð eins og eitthvað óvænt hafi gerst. Viðskilnaðurinn fyllir mann djúpum trega og þegar umbreytingin kemur gerist það allt- af jafnóvænt, hvort heldur æviferill hins látna var langur eða skammur. Einstakur maður í huga okkar er horfinn af lífssviðinu. Hans er nú sárlega saknað af ástvinum og sam- ferðafólki sem átti því láni að fagna að kynnast honum og njóta sam- fylgdar við hann á langri vegferð. Þegar ég kveð tengdaföður minn koma margar góðar minningar upp í hugann frá kynnum okkar. Sem ungur maður birtist ég fyrst á heim- ili hans, þá í tilhugalífi okkar Dódýj- ar. Ég minnist að hafa hitt þar fyrir grandvaran íhaldsmann í besta skilningi þess orðs sem fór að öllu með varúð, hlustaði af athygli og lét aðra meira um að tjá sig. Þegar ég síðar varð hluti af fjölskyldu hans leiddu kynni okkar til einlægrar vin- áttu sem var mér afar heillarík alla tíð. Ef ég reyni að leitast við að lýsa í fáum orðum hvað helst einkenndi þennan dugmikla og einstaka mann þá kemur fyrst upp í hugann hjálp- semi og velvilji og hversu góðan hug hann ávallt bar til annarra. Nærvera við hann var einatt gefandi og upp- byggileg. Hann var stoð og stytta fjölskyldu sinnar, lét alltaf gott af sér leiða þegar hann gat og var óþreytandi að örva til dáða yngri sem eldri. Honum var einlægt að veita hjálp þegar eitthvað stóð til hjá fjölskyldunni, hann var örlátur við aðra en afar hófsamur fyrir sjálfan sig. Hann var auk þess einstaklega verklaginn og sérlega kappsfullur þegar hann tók sér eitthvað fyrir hendur og má segja að í þeim skiln- ingi hafi hann verið fjandmaður alls seinagangs. Þórir hafði þann háttinn á þegar hann rétti hjálparhönd að hrósa öðrum fyrir vel unnið verk sem hann sjálfur átti allan heiðurinn af. Tengdafaðir minn tilheyrði aldrei hópi þeirra sem bera góðverk sín á torg. Þórir var af þeirri kynslóð sem upplifði bæði kreppu og stríðsár, sem mótað hefur mjög lífsviðhorf þessa fólks vegna þeirra aðstæðna sem það bjó við. Hann ólst upp við þröngan kost í sveit eins og svo margir gerðu á þeim árum og sá ekki framtíð sína fyrir sér við bú- skapinn. Sem ungur maður átti hann sér fljótt vonir og drauma um aðra framtíð og flutti bláfátækur til höfuðborgarinnar í leit að tækifær- um. En möguleikarnir voru ekki margir eða fjölbreyttir á þessum tímum og kjörin eftir því. Í byrjun kostaði fæði og herbergi svipað og dagvinnulaunin sögðu til um og var því snemma byrjað að verða sér úti um aukaverk til að ná endum saman. Hugurinn stefndi að því að leggja fyrir sig verslunarnám eða iðn og valdi hann iðnnám þar sem atvinnu- öryggi var þar meira. Hann stund- aði hins vegar verslun og viðskipti nánast allt sitt líf og fyllti síðar hóp þeirra manna sem með þrautseigju og áræði innleiddu vorkomu í ís- lenskt viðskiptalíf. Þessir menn sem hófu verslun og viðskipti um miðja síðustu öld bjuggu við fábreytt at- vinnulíf í umhverfi þar sem flest var háð skömmtun og leyfum. Það kom því ekki á óvart að hann skyldi til- heyra hópi dyggustu stuðnings- manna þess stjórnmálaflokks sem öðrum flokkum fremur hefur sett athafnafrelsi einstaklingsins á odd- inn. Afskipti hans af atvinnurekstri voru margvísleg með þátttöku í rekstri og stjórnum fjölda atvinnu- fyrirtækja sem döfnuðu vel. Hann naut ómælds trausts og virðingar í viðskiptum vegna þeirra mannkosta sem hann bjó yfir og með einstökum dugnaði og útsjónarsemi vegnaði honum vel í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann skilaði drjúgu dagsverki sem gerði honum kleift að sjá fjölskyldu sinni far- borða með miklum glæsibrag. Þórir var mikill gæfumaður, bæði í einka- lífi og í starfi, var einn af þeim mönnum sem sjaldan mæta and- streymi heldur naut hann velvildar og átti farsæl samskipti við marga góða menn. Hann taldi þó ávallt sína mestu velgjörðarmenn vera frænda sinn Svein Benediktsson og Guðjón Hólm Sigvaldason, sem var við- skiptafélagi Þóris um langt skeið. Með tengdaföður mínum eru allir þessir menn nú gengnir. Fyrir 55 árum reistu þau Unnur og Þórir sér hús af miklum dugnaði og myndarskap við Grenimel í Reykjavík. Þar bjuggu þau alla tíð síðan og bar einstaklega glæsilegt heimili þeirra hjóna þeim fagurt vitni. Þórir varð þeirrar gæfu að- njótandi að búa í hjónabandi þar sem ávallt ríkti mikil ástúð og gagn- kvæmur kærleikur, sem lýsti sér svo vel í þeirri umhyggju sem hann sýndi eiginkonu sinni í veikindum hennar síðustu árin sem hún lifði. Ég minnist með þakklæti og af ein- lægri hlýju ánægjulegra stunda með þeim hjónum á Grenimelnum og þá sérstaklega hversu vel þau tóku mér alla tíð. Í tómstundum sínum hafði Þórir mikla ánægju af lestri góðra bóka og þá ekki síst um málefni sem tengdust mankynssögunni, enda lifði hann áhrif tveggja heimsstyrj- alda og um það efni var hann sérlega áhugasamur. Hugurinn vék þó aldr- ei langt frá þeim verkefnum sem hann var að fást við hverju sinni sem gjarnan einkenndust af fórnfúsu uppbyggingarstarfi sem aðrir nutu síðan góðs af. Þau Unnur og Þórir lögðu mikla rækt við fjölskyldu sína og nutu þess mjög að hafa hana í kringum sig og þá ekki síst barna- börnin sem sífellt urðu fleiri. Það var dekrað við ungviðið og þá gjarn- an farið á loftið og eitthvert góðgæti sótt til að stinga upp í litla munna. Með uppvexti þeirra færðist dekrið yfir í stöðuga hvatningu og áhuga á því að þau stæðu sig vel í því sem þau voru að fást við hverju sinni. Þannig lögðu þau Unnur og Þórir sitt af mörkum við að umbreyta gáskafullum unglingunum í gáfu- lega ungstúdenta. Nú að leiðarlokum vil ég þakka allar samverustundirnar frá fyrstu kynnum. Með Þóri Skarphéðinssyni er genginn göfugur maður sem hafði þá mannkosti að geyma sem flestir reyna að tileinka sér. Hann var því sönn fyrirmynd og lífsförunautur sem sárt er að sjá á eftir. En björt minning um þennan einstaka mann og sú staðfasta trú að dauðinn sé að- eins hlið inngöngu að betra lífi verð- ur huggun okkar í þeim söknuði. Jón Eiríksson. Sagt er að maðurinn sé gjöf Guðs til okkar, það þýðir að við hvert og eitt erum gjöf hvert til annars. Hver gjöf er frá Guði komin og er óend- anlega dýrmæt og þakkarverð. Þeg- ar ég sem lítill drengur rétti ömmu minni hjálparhönd sagði hún iðu- lega: „Guðs laun“. Þessi orð koma upp í huga minn þegar ég þakka fyr- ir að hafa átt þess kost að kynnast tengdaföður mínum, Þóri Skarphéð- inssyni, og eiga samleið með honum og fjölskyldu hans í 42 ár. Nú er komið að því að leiðir okkar Þóris skilja um sinn. Biðin hjá tengdamóð- ur minni, Unni Þórarinsdóttur, eftir ástríkum og einstaklega umhyggju- sömum eiginmanni var ekki löng. Aðeins átta mánuðir. Nú, þegar jólaundirbúningur er í fullum gangi og fólk önnum kafið í leit að jólagjöfum handa sínum nán- ustu er oft erfitt að finna réttu gjöf- ina. Það fer ekki á milli mála, að Guð hefur vandað vel jólagjafirnar sem Þórir og Unnur fá hvort frá öðru. Það er að vera saman um þessi jól eins og öll þau jól, sem þau áttu sam- an í einstaklega farsælu og ástríku hjónabandi. Þórir fór ungur að árum frá for- eldrahúsum á Hróastöðum í Öxar- firði suður til Reykjavíkur, í leit að frekari menntun og starfi. Hann hóf fyrst störf í Vélsmiðj- unni Héðni 1933, lauk sveinsprófi í vélvirkjun 1938. Fljótlega var hann kominn í verslun og viðskipti, sem átti vel við hann, enda afburða vel liðinn alls staðar þar sem hann kom að málum. Þetta kom berlega í ljós þegar hann var í viðskiptaferðum erlendis eða í erindagjörðum hér- lendis. Hann var framkvæmdastjóri fyrir verslunina Höfn og Gjafabúð- ina 1953–57 og Lífstykkjabúðina hf. frá 1957. Hann var í stjórn margra annarra fyrirtækja og stjórnarfor- maður flestra þeirra. Hann hætti ekki störfum fyrr en hann var kom- inn um áttrætt. Það var mín gæfa að kynnast þeim hjónum Unni og Þóri. Þeim fylgdi ætíð einstakur velvilji og kær- leikur í garð fjölskyldumeðlima. Hin óendanlega umhyggjusemi og áhugi á velgengni og velferð hvers og eins í fjölskyldunni er sú sýn og vega- nesti sem ég fékk þegar ég kvæntist Erlu dóttur þeirra. Það voru viss forréttindi fyrir ungan mann sem var að byrja búskap að hafa tengda- foreldra sem ætíð hvöttu mann til dáða og miðluðu af dýrmætri reynslu sinni, sem þau höfðu öðlast á þeim tíma þegar allt var af skornum skammti, atvinnuleysi og húsnæðis- leysi. Ógleymanlegur er sá stuðningur, sem Þórir sýndi okkur hjónum þeg- ar við hófum okkar viðskiptarekstur og stofnuðum heildverslunina Eng- ey. Þar kom fram framsýni og reynsla Þóris í rekstri fyrirtækja. Þórir var einstakur og góður mað- ur. Þórir var jarðbundinn og stað- fastur, en jafnframt framsýnn og stórhuga. Hann var einstaklega þægilegur í viðkynningu og um- gengni. Hann var ekki að hreykja sér af afrekum sínum. Það er ekki langt síðan að hann sagði mér að hann hefði sjálfur teiknað húsið Grenimel 6, þar sem þau Unnur bjuggu til æviloka. Þetta afrek er eitt af mörgum sem Þórir hafði fyrir sig og var ekki að bera á borð. Það þurfti ekki arkitekt að gera það sem útsjónarsamur rennismiður gat gert. Það eru svo sannarlega viss for- réttindi að kynnast einstaklingi sem hefur alla þessa eiginleika og ótal fleiri. Þrátt fyrir veikindi síðustu árin kvartaði Þórir aldrei. Þessu kynnt- ist hjúkrunarfólk sem aðstoðaði hann í veikindum hans. Það var oft aðdáunarvert að verða vitni að hans einstaka dugnaði, þegar getan var ekki alltaf fyrir hendi vegna veikind- anna. Þau hjónin voru bæði miklir fag- urkerar eins og heimili þeirra ber með sér. Þau voru höfðingjar heim að sækja og þær eru margar ógleymanlegar stundirnar sem fjöl- skyldumeðlimir og vinir hafa átt á heimili þeirra og minningarnar það- an eru afar ljúfar og góðar. Nú þegar komið er að kveðju- stund hrannast upp myndir í huga okkar af þeim andlega auði sem Unnur og Þórir skilja eftir handa okkur, sem höfum átt því láni að fagna að vera með þeim í lífshlaupi þeirra. Það er síðan okkar að hlúa og veita af þessum auði öðrum til eft- irbreytni og velsældar. Elskulegu tengdaforeldrar, hafið þökk fyrir samfylgdina og megi frið- ur jólanna blessa minningu ykkar. Helgi Sigurðsson. Með Þóri tengdaföður mínum er genginn óvenju vandaður maður. Að upplagi var hann hæglátur maður sem hvorki vildi mikið láta á sér bera né trana sér fram í samskiptum við annað fólk. Ljúfmenni var hann, orðheldinn og einstaklega greiðvik- inn. Sjálfstæðismaður var hann mik- ill, í skilningi bóndans frá Sumar- húsum, og hann gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfs sín. Gæfu sína gerði hann alla tíð ráð fyrir að þurfa að smíða sjálfur, hún kæmi ekki frá öðrum en honum sjálfum. Þórir var alinn upp í afskekktri sveit norður við Öxarfjörð. Fjöl- skylda hans var fátæk eins og reyndar flestir Íslendingar voru á þeim tíma. Þórir og systkini hans öll voru sennilega alin upp við það að þurfa að bjarga sér sjálf á sem flest- um sviðum. Og það gerðu þau svo um munaði. Til dæmis byggði Þórir ásamt bræðrum sínum íbúð sína á Melunum, að því er ég held án nokk- urrar aðkeyptrar vinnu. Viðhaldi heima hjá sér sinnti hann mest sjálfur og þar að auki lagði hann drjúgan skerf til bygginga barna sinna og viðhalds íbúða þeirra meðan heilsa entist. Þessara eigin- leika Þóris fékk ég, tengdadóttir hans, að njóta ómælt og alltaf sem það væri algjörlega sjálfsagður hlut- ur. Þórir var ákaflega hlýr maður á sinn hljóðláta hátt. Hlýju sinni og væntumþykju beindi hann ekki síst að fjölskyldu sinni í margbreytilegri mynd. Ég minnist Þóris sem ein- staks manns sem hefði allt fyrir mig ÞÓRIR SKARPHÉÐINSSON Kæra Dúna skóla- systir. Við vorum tólf ungar stúlkur sem hófum nám við Ljósmæðraskólann árið 1951. Þú varst yngst af okkur skólasystrunum aðeins 19 ára og nú ert þú sú fjórða af okkur sem hverfur yfir móðuna miklu. Þótt hálf öld sé liðin frá því að leiðir okkar lágu fyrst saman streyma minningarnar fram nú þegar þú hefur kvatt þennan heim. Á skólaárunum dvöldum við í heimavist og þar var strangur agi, því við áttum að vera komnar inn í síðasta lagi kl. 11 á kvöldin. Við vorum herbergisfélagar og oft hlógum við dátt að ýmsum leyndarmálum sem við pískruðum um, þegar við vorum háttaðar á kvöldin. Ó, hvað við vorum oft þreytt- GUÐRÚN BERGLIND SIGURJÓNSDÓTTIR ✝ Guðrún BerglindSigurjónsdóttir fæddist 19. júní 1932 í Vatnsholti í Flóa. Hún lést á Landspít- alanum – háskóla- sjúkrahúsi 29. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogs- kirkju 6. desember. ar þegar við þurftum að fara beint af næturvakt til þess að sitja í 3–4 tíma fyrirlestrum hjá prófessornum. Námsár- ið okkar leið mjög fljótt því nóg var að gera við leik og störf. Þegar við útskrifuðumst sem ljós- mæður árið 1952 tók al- vara lífsins við, ábyrgð- in að vera með tvö líf í höndunum. Starfsvett- vangur okkar á lífsleið- inni lá oft saman, við unnum við mæðraskoð- un á Heilsuverndar- stöðinni við Barónsstíg í 10 ár, á Fæð- ingarheimili Reykjavíkur í 16 ár og síðustu starfsárin þín á fæðingardeild Landspítalans. Þú varst alla tíð lán- söm í starfi þínu sem ljósmóðir, örugg, traust og samviskusöm. Það fann ég best þegar þú tókst á móti yngstu börnunum mínum, tvíburum, heima hjá mér árið 1969. Það var dásamleg stund sem hverfur ekki úr minni okkar hjónanna. Þú varst svo heppin að leiðir ykkar Jóns lágu saman og þið eignuðust 5 börn sem öll eru vel af Guði gerð. Þú varst alltaf svo lagin í höndunum, saumaðir á börnin ykkar og teiknaðir upp flíkurnar, kápurnar og kjólana, áður en þú saumaðir þær. Það varð erfiður tími þegar þú veiktist hast- arlega fyrir 10 árum, varðst að hætta að vinna og máttir ekki keyra bílinn þinn lengur. En þú tókst veikindun- um af æðruleysi, því með stuðningi eiginmanns og barna varstu ánægð yfir því að geta prjónað vettlinga og hosur á barnabörnin, þótt þú saknaðir ljósmóðurstarfsins. Nú þegar ég kveð þig, kæra vin- kona og skólasystir, vil ég þakka þér allar okkar samverustundir og hálfr- ar aldar vináttu. Ég og fjölskylda mín sendum fjölskyldu þinni innilegar samúðarkveðjur með þessum ljóðlín- um: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Dýrfinna H.K. Sigurjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.