Morgunblaðið - 22.12.2001, Síða 63

Morgunblaðið - 22.12.2001, Síða 63
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 63 SAFNAST hafa rúmar 800 þúsund krónur í landssöfnun vegna sjóslysa síðustu vikna, en hún hefur staðið í tæpa viku. Á Þorláksmessu verður í fyrsta skipti greitt úr sjóðnum til þeirra fjögurra ekkna sem misstu menn sína í sjóslysunum við Vest- mannaeyjar og Ólafsvík þegar Ófeigur VE og Svanborg SH 404 fórust. Hægt er að leggja fé inn á söfn- unina með tvennum hætti. Með því að hringja í 907-2700 og eru þá dregnar 1000 krónur af viðkomandi. Í öðru lagi með því að leggja inn á reikning SPRON 1151-26-2345. Söfnunin stendur til 10. febrúar og verður þá greitt úr sjóðnum. SPRON á Austurströnd 3, 170 Sel- tjarnarnesi er vörsluaðili söfnunar- innar, segir í fréttatilkynningu. Safnast hafa 800 þúsund krónur FYRIR þessi jól mun Háskólinn í Reykjavík ekki senda út jólakort til vina skólans og viðskiptafélaga. Þess í stað notaði skólinn þá pen- inga sem spöruðust til að styrkja starfsemi unglingadeildar SÁÁ um kr. 250.000. Háskólinn í Reykjavík og SÁÁ eiga það sameiginlegt að starf beggja miðar að því að efla ungt fólk til dáða – þó með ólíkum hætti sé. SÁÁ hefur unnið þrekvirki á undanförnum árum og með því að styrkja starf þeirra vill Háskólinn í Reykjavík axla hluta af þeirri sam- félagslegu ábyrgð sem honum ber, segir í fréttatilkynningu. Morgunblaðið/Ásdís Björg Birgisdóttir, Guðfinna S. Bjarnadóttir, Þórarinn Tyrfingsson, Sævar Gunnleifsson og Hjalti Björnsson. Háskólinn í Reykjavík styrkir SÁÁ Á AÐFANGADAGSKVÖLD safn- ast félagar úr Samtökunum ’78 til helgistundar í félags- og menning- armiðstöð félagsins á Laugavegi 3 og hefst hún kl. 23.30. Að henni lokinni er gestum boðið upp á jóla- kaffi, heitt súkkulaði og smákökur. Allir velkomnir, en trúarhópur fé- lagsins stendur fyrir þessari sam- verustund. Árlegur jóladansleikur Samtak- anna ’78 er haldinn í Akoges-saln- um, Sóltúni 3, föstudagskvöldið 28. desember kl. 23. Páll Óskar er DJ kvöldsins. Aðgangseyrir er kr. 1.000 kr. fyrir félaga, en kr. 1.500 fyrir aðra gesti. Á gamlársdag býður hópur sam- kynhneigðra foreldra til jólatrés- skemmtunar í félagsmiðstöðinni á Laugavegi 3 kl. 14. Kertasníkir kemur í heimsókn og færir börn- unum gjafir, segir í frétt frá Sam- tökunum ’78. Samkomur hjá Samtökunum ’78 Mikið úrval af Diesel skóm ´ SKÓGRÆKTARRITIÐ, 2. hefti 2001 er komið út. Þetta er fagrit allra þeirra sem stunda skógrækt í minni eða stærri stíl og nýtist einnig mjög vel þeim garðeigendum sem prýða vilja garðinn með trjám og runn- um. Forsíðu- mynd: Skógar- mynd Þórarins B. Þorláksson- ar, Úr Þjórsár- dal, frá 1920. Margar áhugaverðar greinar eru í ritinu, segir í fréttatilkynningu. Skógræktarritið fæst á skrifstofu SÍ á Ránargötu 18. Áskriftarverð pr. rit er kr. 1.690 og lausasöluverð er kr. 1.890 og er póstburðargjald inni- falið, netfang skogis.fel@simnet.is. Skógrækt- arritið komið út Enskar Jólakökur Enskur jólabúðingur Klapparstíg 44, sími 562 3614 Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.