Morgunblaðið - 22.12.2001, Page 68

Morgunblaðið - 22.12.2001, Page 68
Miðasölusími: 551 1200. Miðasalan er opin kl. 13-18 mánudaga og þriðjudaga. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF? - Edward Albee Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin! mið. 2/1, sun. 6/1. Litla sviðið kl 20.00 VILJI EMMU - David Hare Aukasýningar fös. 28/12 örfá sæti laus, 29/12 síðasta sýning. Smíðaverkstæðið kl 20.00 MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI - Marie Jones Sun. 6/1 nokkur sæti laus, fim. 10/1. SYNGJANDI Í RIGNINGUNNI - Comden/Green/Brown og Freed Fös. 28/12 örfá sæti laus, lau. 29/12 örfá sæti laus, lau. 5/1. nokkur sæti laus. CYRANO - SKOPLEGUR HETJULEIKUR - Edmond Rostand Stóra sviðið kl 20.00 Frumsýning annan í jólum-uppselt, 2. sýn. fim. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. sun. 30/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 3/12 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 4/1 örfá sæti laus. VILJI EMMU SÍÐASTA SÝNING 29. DESEMBER! Í dag lau. 22/12 kl. 14:00 nokkur sæti laus og kl.15:00, lau.29/12 kl.14:00 uppselt og kl.15:00 örfá sæti laus, sun. 30/12 kl.14:00 örfá sæti laus og kl.15:00 örfá sæti laus. KARÍUS OG BAKTUS - Thorbjörn Egner ÞAÐ þarf ekki að leita langt eftir Stuðmanna- aðdáendum hérlendis; þeir leynast í hverjum krók og kima að heita má. Náðist þó að grynnka á hópnum, þar til eftir stóðu þrír. Mættir til skrafs og ráðagerða voru þeir Freyr Eyjólfs- son, tónlistarmaður og meðlimur í Geirfuglum og Miðnesi; Gísli Marteinn Baldursson, frétta- maður og Hrafnkell Pálmarsson, tónlistarmað- ur og meðlimur hljómsveitarinnar Í svörtum fötum. Eins og fjölleikahús Það er byrjað á því að taka stuttan púls á hverjum og einum. Gísli: „Ég er feikimikill aðdáandi; sérstaklega er ég hrifinn af fyrstu plötunum náttúrlega [Sumar á Sýrlandi (’75) og Tívolí (’76)], þær eru alger snilld. Ég er t.a.m. ekkert sérstaklega hrif- in af Með allt á hreinu plötunni, þótt ég sé mjög hrifinn af myndinni. En á þessum seinni plötum eins og Listin að lifa (’89) og Hve glöð er vor æska (’90); þar er alveg glettilega mikið af góð- um lögum, eins og sést t.d. á þessum safndiski.“ Freyr: „Ég held ég verði líka að taka undir það að ég er mikill aðdáandi Stuðmanna. Þessi hljómsveit er okkur sem hér sitjum í blóð borin, við vorum aldir upp við þetta. Þetta er mín uppáhalds íslenska hljómsveit verð ég að segja. Það hefur verið gaman að alast upp með henni því hún hefur alltaf gert eitthvað nýtt, breyst og þróast. Sveitin hefur alltaf verið samansafn af ótrúlega hæfileikaríku fólki – þetta er svona eins og fjölleikahús.“ Hrafnkell: „Ég tel mig tvímælalaust vera aðdáanda Stuðmanna. Ég á kannski ekki allar plöturnar þeirra eða þess háttar heldur hefur þeirra ímynd og atgervi haft rík áhrif á mig. Maður hefur tileinkað sér mjög margt frá Stuð- mönnum í því sem maður er að gera í tónlist og sviðsframkomu. Ég er sammála Frey að því leyti að þetta er bara í manni.“ Freyr: „Stuðmenn er alíslensk hljómsveit. Ís- lenskir textar og húmorinn er alveg alíslenskur. Stundum eru þeir djassband, stundum eru þeir þungarokksband, stundum eru þeir karlakór. Ég held að það sé ekki hægt að nefna þá tónlist sem Stuðmenn hafa ekki drepið fæti niður á.“ Hafa verið rísandi Tvöfalda bítið er vönduð safnplata og virðist ganga vel í landann þar sem hún er búin að ná gullsölu en einnig hafa Stuðmenn verið til- nefndir til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem besti flytjandinn. Strákarnir eru spurðir að því hvað þeim finnist um diskinn. Gísli: „Ég hef nú ekki tekið eftir neinu sem ég sakna. Það er auðvitað með þessar plötur, Sum- ar á Sýrlandi og Tívolí, að það er voðalega erfitt að gera safnplötu sem getur endurspeglað þær á sanngjarnan hátt. Þær standa sem mjög heildstæð verk – það væri eins og taka einn kafla úr einhverju bókmenntaverki. En mér finnst valið á heildina séð hafa tekist ágætlega.“ Freyr: „Það sem ég hef svolítið saknað eru þessi óútgefnu lög. Mér finnst t.d. mjög gaman að sjá að „Hevímetal maður“ er þarna, (Gísli kinkar samþykkjandi kolli) lag sem ég hef séð þá spila og hef lengi beðið eftir að eignast. Ég hefði kannski viljað sjá fleiri svona lög. Eins og t.d. allra fyrstu lögin eins og „Draumur okkar beggja“ og „Gjugg í borg“ sem komu út á smá- skífum [í byrjun áttunda áratugar]. Svo eru til fleiri lög, t.d. úr myndinni Með allt á hreinu sem hafa aldrei komið út.“ Nú er því varpað fram hvort síðasti áratugur hafi ekki verið um margt vafasamur fyrir Stuð- menn. Hrafnkell: „Fyrir mitt leyti finnst mér hann hafa verið rísandi. Í upphafi hans var viss nið- ursveifla í gangi en í dag standa Stuðmenn afar traustum fótum á markaðnum. Á sviði kunna þau sitt fag 100% og þetta er enginn venjuleg ballhljómsveit.“ Freyr: „Já, ég myndi segja að þeim hafi vaxið ásmegin í þessum efnum. Þeir eru orðnir alveg rosalegt tónleikaband. Þeir eru líka risar í ís- lensku poppi að því leyti að þeir eru ákveðin fyr- irmynd allra ballsveita þar sem þá dreymir um að geta haldið uppi heilum dansleik eins og Stuðmenn gera, með sínu eigin frumsamda efni. Það er náttúrlega bara stórkostlegt.“ Gísli: „Ég vil þó eindregið fara að sjá þá vinna meira af nýju efni.“ En þeir félagar allir samþykkja vissulega að Stuðmenn hafi líka flækt sig í eigin snilld. Gísli: „Þeir hafa gert fullt af hlutum sem hafa verið alveg ótrúlega hallærislegir og hefur verið pínu vandræðalegt fyrir okkur sem höfum hald- ið hljómsveitinni mjög á lofti. Þetta eru hlutir sem ná því ekki að fara heilhring, þar sem hall- æri verður að góðæri. T.d. reyndu þeir að græða eitthvað á leiðtogafundinum og mér fannst þessi Græni her hálfmisheppnaður. En fyrir hljómsveit sem er jafn uppátækjasöm og uppátektarsöm og Stuðmenn þá fyrirgefur maður svona einstaka glappaskot. Málið með Stuðmenn er að þeir hrinda öllum hugmyndum í framkvæmd.“ Hvað bestu plötuna varðar er sammælst um Tívolí. Kannski það komi spánskt fyrir sjónir en hún er hvað oftast nefnd af gagnrýnendum og „brjáluðum“ aðdáendum. Freyr slær botninn í þetta spjall með hugleiðingum um plötuna. Freyr: „Tívolí er ekkert sérstaklega Stuð- mannaleg en ég vil taka það fram að allar plöt- urnar eru mjög ólíkar og hafa allar sín sérkenni. En þessar plötur þeirra frá áttunda áratugnum eru framsæknar og í anda sinnar tíðar. Þeir svona þora mest að gera tilraunir á Tívolí. Ef ég ætti að setja saman svona safn þá yrðu hiklaust lög eins og „Á skotbökkum“ og „Í stórum hring móti sól“ á henni. Ég vil taka það fram að þetta er sjálfsagt ein besta íslenska plata sem út hef- ur komið.“ Vöngum velt yfir nýjum safndiski Stuðmanna, Tvöfalda bítið Hljómsveit sem er okkur í blóð borin Á dögunum kom út tvöfaldur safndiskur með hljómsveit allra landsmanna, Stuðmönnum, og nefnist hann Tvöfalda bítið. Arnar Eggert Thoroddsen settist niður með þremur aðdá- endum sveitarinnar og skrafaði með þeim og skeggræddi. arnart@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Stuðmannaaðdáendur í stuði (f.v.): Hrafn- kell, Freyr og Gísli Marteinn. FÓLK Í FRÉTTUM 68 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                                    FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen Fi 27. des kl. 20 - NOKKUR SÆTI BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson Su 30. des. kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness Fö 28. des kl. 20 - NOKKUR SÆTI Sýningum lýkur í janúar MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 29. des kl 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 19. jan kl. 20 - LAUS SÆTI BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett Fö 28. des. kl. 20 - NOKKUR SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Lau 29. des kl. 20 - NOKKUR SÆTI Stóra svið Nýja sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ HEILL HEIMUR Í EINU UMSLAGI - FRÁBÆR JÓLAGJÖF - GLEÐILEG JÓL GUNNLAUG Briem þarf vart að kynna en hann er með þekktari trommuleikurum landsins, og líklega kunnastur fyrir störf sín með Mezzo- forte. Gunnlaugur er nú búsettur í Bretlandi og á dögunum kom út fyrsta einherjaskífa kappans sem hann kallar Earth. Þar gætir m.a. bræðingstemmningarinnar sem ein- kenndi tónsköpun Mezzofortemanna en einnig kannar Gunnlaugur, eða Gulli, nýjar og fjölbreyttar slóðir, fer m.a. til Austurlanda nær og snertir á tripp-hoppi. Einhverra hluta vegna datt mér fyrst í hug að spyrja Gulla hvernig hann færi að því að halda sér svona unglegum. Brást hann hinn besti við þessari ótónlistarlegu spurningu. „Þetta hefur allt að gera með það hvernig þér líður hérna uppi (bendir á kollinn á sér). Mér líður alltaf eins og sé unglingur og ég á ofsalega erfitt með að fullorðnast og mér finnst skelfileg sú tilhugsun að þurfa að hugsa eins og fullorðin manneskja! En ég hef líka alltaf hugsað vel um mig og passað mig að detta ekki í drullupytt. Maður hefur átt félaga sem hafa orðið eiturlyfjum og áfengi að bráð. Ég reyni svona eins og hægt er að hafa jafnvægi á hlutunum.“ Spilað inn á 200 plötur Gulli segist búinn að vera úti í Bret- landi í tvö og hálft ár og geri það ágætt. „Ég er starfandi tónlistarmað- ur; er að spila í leikhúsum og fer í tón- leikaferðalög.“ Gulli heldur að sögn góðu sam- bandi við fyrrum félaga sína í Mezzo- forte: „Við reynum að standa saman í þessu. Við hittumst hér á landi fyrir stuttu. Allir gömlu félagarnir. Þar vor- um við að ræða um það að hittast í mars á næsta ári í London og vinna eitthvað saman sem Mezzo- forte. Ef vel gengur gætum við hugsað okkur að gera plötu.“ Hann segist hafa unnið sem „sess- ionmaður“ alla sína hunds- og katt- artíð, eða síðan hann var 16 ára gam- all. „Ég er búinn að spila inn á þetta 200 plötur og búinn að taka þann pakka alveg rækilega fyrir. Þetta hef- ur verið mitt starf – að spila inn á plöt- ur hjá öðrum. Ég fór því að hugsa hvort það væri ekki tímabært að fara að nýta þessa reynslu fyrir mig og reyna að koma þessu efni á framfæri, efni sem nær allt aftur til ársins 1991. Það finna allir þessa þörf sem eru að stússast í tónlist, það er bara tíma- spursmál hvenær það gerist. Ég bara varð að kýla á þetta núna.“ Plötuna vann hann m.a. með Clive Martin, sem hefur unnið með Queen, Les Negresses Vertes og Sting, bassaleikararanum Phil Soul og gít- arleikaranum Kevin Armstrong (sem unnið hefur t.d. með David Bowie, Prefab Sprout og Iggy Pop). Íslend- ingarnir Óskar Guðjónsson, Eyþór Gunnarsson, Friðrik Karlsson, Sam- úel Jón Samúelsson, Kjartan Há- konarson og Eyjólfur Þorleifsson koma einnig við sögu. „Vinkona mín kom að mér á dög- unum og lýsti þessu sem góðri „chill- out“-tónlist,“ útskýrir Gulli. „Þetta orð er að verða tískufyrirbrigði, það er eitthvað svalt við þetta. Einkennist af þægilegu „grúvi“ og það tekur ekk- ert rosalega mikið á að hlusta á hana þótt þú getir sett þig í þær stellingar ef þú vilt.“ Gulli segir að lokum að í framtíð- inni voni hann að hann nái að skapa sér sinn eigin stíl, stíl sem honum líð- ur vel í. „Ég er svona að þreifa mig áfram á þessari plötu. Ég hef fengið mörg góð viðbrögð við þessu; það er sett út á suma hluti en aðrir lofaðir. Það er mjög gott því þannig lærir maður nú.“ arnart@mbl.is Morgunblaðið/Golli Gulli Briem gefur út Earth „Varð að kýla á þetta núna“ TENGLAR ..................................................... www.gullibriem.com/ FASTEIGNIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.