Morgunblaðið - 22.12.2001, Side 76

Morgunblaðið - 22.12.2001, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ) FIÐLULEIKARINN og tónlistar- kennarinn Ewa Tosik trúði varla sínum eigin eyrum þegar lög- reglan tilkynnti henni að tvær fiðl- ur, sem stolið var af heimili hennar fyrir um mánuði, hefðu komið í leitirnar. Fiðlurnar bárust til lögreglu fyr- ir milligöngu manns sem er kunn- ugur innbrotsþjófnum en hann hafði samband við Breiðholtsstöð lögreglunnar í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um innbrotið. „Þetta er kraftaverk og stór- kostlegt mál,“ sagði Ewa í gær eft- ir að hún veitti fiðlunum viðtöku. Sonur hennar á aðra fiðluna en Ewa hina. Sú fiðla er talsvert verð- mæt en Ewa segir að verðmætin felist þó fyrst og fremst í því að hún hefur spilað á fiðluna í áratug og hljóðfærið er því eiginlega hluti af henni sjálfri. Ewa var stödd hjá móður sinni í Póllandi þegar hún frétti af inn- brotinu. Áður en hún sneri til Ís- lands leitaði hún til fiðlusmiðsins Jan Pawlikowski í Kraká sem hafði smíðað fiðluna hennar og fékk aðra lánaða. Hún gaf þó aldr- ei upp vonina um að fiðlurnar kæmu í leitirnar en hún renndi ekki grun í að það myndi gerast svona fljótt. Auk þess kom það henni þægilega á óvart að jafnt fiðlurnar sem fiðlubogar voru al- gjörlega óskemmd. Óvenjuleg aðferð Það var hinn 14. desember sem maður hafði samband við Breið- holtsstöð lögreglunnar í Reykjavík og sagðist þekkja til þess sem stal fiðlunum. Hann gæti jafnframt séð til þess að fiðlunum yrði komið til skila gegn því að hvorki hans eigið nafn né innbrotsþjófsins myndi koma fram. Á þetta var fallist gegn því að fiðlurnar væru óskemmdar sem þær reyndust vera. „Í þessu tilviki er ljóst að þjófurinn hefur uppgötvað að hann gæti ekki selt þetta hér á landi. Þá er þetta einskis virði fyrir hann,“ segir Bjarnþór Aðalsteinsson lögreglu- fulltrúi. Erfitt hefði verið að koma fiðlunum í verð og því er líklegast að hefði þeim ekki verið skilað hefði þjófurinn séð sér þann kost vænstan að farga þeim. Bjarnþór segir þetta óvenjulegt mál og að e.t.v. sé þetta ekki rétta leiðin til þess að nálgast þýfi. Hafi lögregla á hinn bóginn ekki aðra möguleika sé þessi leið notuð en mat sé þó lagt á hvert mál fyrir sig. Morgunblaðið/Júlíus Þórður Hilmarsson, Bjarnþór Aðalsteinsson og Jóhann Viggósson lögreglumenn afhenda Ewu Tosik stolnu fiðlurnar. Fagnaðarfundir þeg- ar fiðlum var skilað Atlanta bætir við sig fjórum breiðþotum SKRÁÐAR voru í gær hjá íslensk- um loftferðayfirvöldum þrjár Bo- eing 747-breiðþotur sem Flugfélag- ið Atlanta hefur tekið á leigu vegna pílagrímaflugs og áætlunarflugs. Fjórða viðbótarþotan verður skráð í janúar. Flugfloti Atlanta frá ára- mótum mun þá samanstanda af 18 Boeing 747-þotum, þar af tveimur fraktvélum og þremur 767-þotum, alls 21 breiðþotu. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, tjáði Morgunblaðinu að þrjár af viðbótarþotunum yrðu not- aðar í pílagrímaflug félagsins sem hefst fljótlega í janúar. Tvær verða í ferðum fyrir Garuda-flugfélagið í Indónesíu, ein fyrir Air Algerie og fjórða þotan í áætlunarflugi fyrir Nigeria Airways. Þoturnar eru leigðar af Virgin- flugfélaginu. Þá hefur Atlanta nýverið hafið flug fyrir Ethiopian Airlines á Bo- eing 767-þotu. Er flogið milli Addis Ababa og borga í Afríku og til Rómar. Samið hefur verið um verk- efnið til eins mánaðar og telur for- stjórinn hugsanlegt að það verði framlengt. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA, Árni M. Mathiesen, ákvað í gær að auka leyfilegan heildarafla fiskveiði- ársins á ýsu, ufsa, skarkola og stein- bít. Aflaheimildir á ýsu hækka um 11 þúsund tonn eða í 41 þúsund tonn, ufsa um 7 þúsund tonn eða í 37 þús- und tonn, skarkola um þúsund tonn eða í 5 þúsund tonn og steinbít um 3.100 tonn eða í 16.100 tonn. Þessar breytingar eru meiri í þorskígildum talið en samdráttur í leyfilegum heildarafla þorsks sem kynntur var í júní sl., eða 33.000 þorskígildistonn, að meðtalinni aukningu á úthafs- rækjukvóta, á móti 30.000 tonnum. Útflutningstekjur sjávarafurða hækka um þrjá milljarða auk þriggja milljarða hækkunar tekn- anna vegna aukningar á leyfilegum heildarafla rækju. Þetta felur í sér að útflutningstekjur sjávarafurða hækka um 5% frá endurskoðaðri þjóðhagsspá sem birt var í byrjun desember. Áætlað er að útflutnings- tekjur sjávarafurða hækki um 13% frá árinu 2001 og 33% frá árinu 2000. Að sögn ráðherrans er leyfilegur heildarafli í umræddum tegundum aukinn m.a. vegna laga um stjórn fiskveiða sem tóku gildi í gær og fjalla um aukningu á heildarafla krókaaflamarksbáta. Eins ákvað hann að hækka leyfilegan heildar- afla í umræddum tegundum vegna mikillar umræðu um stjórn fiskveiða undanfarin misseri. Þar koma helst til skýrslur Hafrannsóknastofnunar- innar fyrr á árinu sem ollu töluverð- um vonbrigðum, sem og mikil um- ræða um brottkast, en við hvoru tveggja hefur verið brugðist á ýms- an hátt. Hinsvegar sé ljóst að með minni kvóta en óbreyttri sókn verð- ur til þrýstingur á brottkast. Ætla má að með aukningu á veiði- heimildum í ýsu upp í 41 þúsund tonn sé heildarkvóti krókaafla- marksbáta í ýsu að nálgast sjö þús- und tonn. Sjávarútvegsráðherra hefur falið Hafrannsóknastofnuninni að koma með tillögur að friðun hrygningar- þorsks á vetrarvertíð, svo og friðun hrygningarsvæða steinbíts og skar- kola, í kjölfar umræðna um verndun hrygningarsvæða mikilvægra nytja- fiska að undanförnu. Aflaheimildir auknar um 33 þúsund þorskígildistonn Útflutningsverðmæti eykst um 6 milljarða  Ýsukvótinn/25 SÖLU á hlut ríkisins í Lands- banka Íslands til kjölfestufjárfest- is hefur verið frestað um óákveð- inn tíma vegna slæmra markaðs- skilyrða. Stefnt hafði verið að því að selja a.m.k. þriðjung hlutafjár í félaginu fyrir lok ársins. Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, segir nokkra banka hafa sýnt áhuga á kaupum en vill ekki gefa upp hverjir þeir eru. „Viðræður við þá gengu ekki það langt að fram kæmi tilboð. Þetta leit allvel út í upphafi en markaðsaðstæður erlendis versn- uðu mjög á miðju ferlinu þegar ósköpin gengu yfir Bandaríkin. Við urðum mjög vör við það. Þetta er ein helsta ástæðan fyrir því að þetta tókst ekki, í þessari lotu alla- vega.“ Um framhaldið segir Valgerður að enn sé stefnt á að selja Lands- bankann á kjörtímabilinu. „Við fylgjumst grannt með að- stæðum á markaði og seljum þeg- ar tækifæri gefst og tilboð berast. Landsbanki Íslands er góður fjár- festingarkostur og við munum ekki selja hann nema gott verð fá- ist.“ Einkavæðingu Landsbanka frestað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.