Morgunblaðið - 10.01.2002, Page 27

Morgunblaðið - 10.01.2002, Page 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 27 siminn.is á Símaskrá Skráningarfresturvegna breytinga rennur út 31. janúar 2002 Haf›u samband vi› skrifstofu Síma- skrár e›a skrá›u flig á einfaldan og flægilegan hátt á fiínum sí›um á siminn.is flínarsí›ur Skrifstofa Símaskrár, Sí›umúla 15, sími 550 7050 Vertu áberandi í ár! – Skráning á net- og vefföngum – Skráning í lit – Skráning feitletru› N O N N I O G M A N N I • 5 0 5 9 / si a. is flínarsí›ur skrá›u flig á fiínum sí›u m einfalt og flægilegt STJÓRN Roberts Mugabes í Zimb- abwe ætlar ekki að sætta sig við þann ósigur, sem hún varð fyrir á þingi í fyrradag, en þá voru breyt- ingar á lögum um framkvæmd kosninga felldar í atkvæðagreiðslu. Hefur stjórnin í bígerð að leggja frumvarpið aftur fyrir þingið, auk frumvarpa um fjölmiðla- og örygg- ismál sem stjórnarandstaðan telur ætlað að þagga niður allar and- mælaraddir í raddinu. Stjórnarandstaðan mótmælti kosningafrumvarpi Mugabe-stjórn- arinnar á þeim forsendum að því væri ætlað að fella úr gildi kosn- ingarétt milljóna Zimbabwe-manna sem búa erlendis, en talið er að mikill meirihluti þeirra sé andsnú- inn Mugabe. Forsetakosningar fara fram í mars og hafa menn því talið að breytingar á kosningalöggjöfinni ættu sér það markmið eitt að styrkja stöðu hins umdeilda Mug- abes, sem verið hefur forseti Zimb- abwe frá 1980. Segja fréttaskýrendur að Mug- abe muni verða í vandræðum með að bera sigurorð af Morgan Tsvangirai, leiðtoga Lýðræðis- flokksins, í kosningunum. Bretar vilja vísa Zimbabwe úr Samveldinu Deilur um kosningalöggjöfina koma á versta tíma fyrir Mugabe en framundan eru viðræður milli fulltrúa Zimbabwe-stjórnarinnar og Evrópusambandsins í Brussel. Zimbabwe á yfir höfði sér viðskipta- bann vegna stöðu mannréttinda- mála í landinu og yfirtöku land- eigna en síðarnefndu málin hafa mjög verið í brennidepli undanfarna mánuði. Lét Jack Straw, utanríkisráð- herra Bretlands, hafa eftir sér á þriðjudag að Bretar hyggist krefj- ast brottreksturs Zimbabwe úr Samveldinu verði ekki ráðin bót á ástandinu í landinu. Straw sagði að ofsóknir Mugabes á hendur stjórnarandstæðingum í Zimbabwe teldust „alvarleg og ítrekuð brot“ gegn þeim grundvall- arreglum sem félagsskapur Sam- veldanna byggði á. Umdeildu stjórnarfrumvarpi hafnað af þingi Zimbabwe Mugabe gefur sig ekki Robert Mugabe Harare. AFP. RÍKISSTJÓRN Georges W. Bush Bandaríkjaforseta hefur tjáð banda- ríska þinginu að mikið af kjarnaodd- unum, sprengjunum og eldflaugun- um er falla undir fækkun þá, er forsetinn hefur lofað að gera í kjarnavopnabúri Bandaríkjanna, verði sett í geymslu fremur en eyði- lagt, að því er The Washington Post greindi frá í gær. J.D. Crouch, aðstoðarvarnarmála- ráðherra, sagði þingmönnum á há- leynilegum fundi sl. þriðjudag, að ríkisstjórnin hefði ekki enn ákveðið hversu mikið af þeim rúmlega fjögur þúsund kjarnaoddum og sprengjum, sem fækka á um í vopnabúrinu skv. áætlun forsetans, verði eyðilagt og hversu mikið verði sett í geymslu en hægt verði að grípa til á ný. Hafði blaðið þetta eftir heimildamönnum á bandaríska þinginu. Bush tilkynnti í síðasta mánuði, að Bandaríkin myndu fækka í kjarna- vopnabúri sínu úr um að bil sex þús- und kjarnaoddum í á bilinu 1.700 til 2.200 á næstu tíu árum. Einn demó- krataþingmaður, sem er sérfróður um kjarnavopn, sagði eftir fundinn á þriðjudaginn að hann teldi að það eina sem ríkisstjórnin hefði þegar ákveðið væri eyðing 50 langdrægra Peacekeeper-skotflauga, í samræmi við START-II sáttmálann, að sögn The Post. „Þeir sögðu okkur ekki hvernig af- gangurinn af fækkuninni, sem búið er að lofa, yrði framkvæmdur; þeir vissu ekki hvernig kjarnavopnabúr- ið, sem eftir yrði, myndi líta út; og þeir voru ekki vissir um hversu miklu yrði eytt og hvað yrði geymt,“ hafði blaðið eftir demókratanum. Heimildamaður úr röðum repúbl- íkana sagði að enn ætti eftir að „ganga frá smáatriðum, en ríkis- stjórnin hefur skilyrðislaust tekið fyrsta skrefið“. Daryl Kimball, framkvæmdastjóri samtakanna Arms Control, sagði að í ljósi þess sem hann hefði heyrt um fundinn á þriðjudaginn teldi hann að ef vopnin, sem fækkað væri um, yrðu geymd í heilu lagi þannig að hægt væri að grípa til þeirra aftur væri „fækkunin höfð að háði og spotti“. Kjarnavopn verði geymd fremur en eytt Washington. AFP. STJÓRNVÖLD í Sádí-Arabíu höfnuðu í gær mótmælum Tyrkja vegna niðurrifs á virki frá tímum Ottómana sem gnæfði yfir stóru moskunni í Mekka, heilögustu borg múslima. Bentu þau á að byggingin hefði ekki talist meðal heilagra bygginga í íslamstrú og að hún hefði ekki heldur verið á lista Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, yfir söguleg menningarverðmæti. Al-Ajyad-virkið, sem stendur á hæð í Mekka, var rifið í síðustu viku en ákveðið hefur verið að byggja íbúðarhúsnæði á svæðinu í staðinn. Tyrkir fordæmdu hins vegar ákvörðunina og sögðust hafa vakið athygli yfirmanna UNESCO á málinu. Feda al-Adel, fulltrúi Sádí- Araba hjá UNESCO, sagði Tyrki engan rétt hafa til að hafa sig í frammi í málinu þar sem virkið, sem var reist fyrir 230 árum, væri ekki á lista UNESCO yfir söguleg menningarverðmæti. Lýstu fulltrúar stjórnvalda í Sádí-Arabíu undrun sinni yfir afstöðu Tyrkja, sem ekki hefðu tekið sömu ein- örðu afstöðuna þó að svipaðar byggingar hefðu verið rifnar í öðrum löndum. Líkja verkinu við eyðileggingu búddhalíkneskja í Afganistan Var dagblaðið Okaz harðort í garð Tyrkja og sagði þá varla geta haft mörg orð um mikilvægi menningarverðmæta enda hefðu þeir fleygt sinni menningu fyrir róða er þeir ákváðu að veraldleg lög skyldu ríkja í Tyrklandi, en ekki lög kóransins. Gerði blaðið lítið úr þeim full- yrðingum Tyrkja að eyðilegging Ajyad-virkisins jafnaðist á við það þegar talibanastjórnin í Afganist- an ákvað í fyrra að eyðileggja ævaforn búddhalíkneski, en sú ákvörðun var á sínum tíma kölluð „menningarlegt hryðjuverk“. Al-Ajyad-virkið var byggt u.þ.b. 1780 af Ottómönum en þeir stjórn- uðu þá í Sádí-Arabíu. Virkið var byggt til að verja mætti moskuna heilögu í Mekka fyrir árásum óvina og gátu um 800 hermenn búið þar á hverjum tíma, auk 300 annarra. Voru veggir virkisins þriggja metra háir. Í seinni tíð höfðu Sádí-Arabar rekið þar safn. AP Al-Ajyad-kastalinn í Mekka eins og hann leit út áður en Sádí-Arabar rifu hann í síðustu viku til að rýma fyrir nýjum íbúðarbyggingum. Virki frá tímum Ottómana rifið í Mekka Riyadh. AFP. Tyrkir fordæma aðgerðir Sádí-Araba

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.