Morgunblaðið - 10.01.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 10.01.2002, Qupperneq 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 27 siminn.is á Símaskrá Skráningarfresturvegna breytinga rennur út 31. janúar 2002 Haf›u samband vi› skrifstofu Síma- skrár e›a skrá›u flig á einfaldan og flægilegan hátt á fiínum sí›um á siminn.is flínarsí›ur Skrifstofa Símaskrár, Sí›umúla 15, sími 550 7050 Vertu áberandi í ár! – Skráning á net- og vefföngum – Skráning í lit – Skráning feitletru› N O N N I O G M A N N I • 5 0 5 9 / si a. is flínarsí›ur skrá›u flig á fiínum sí›u m einfalt og flægilegt STJÓRN Roberts Mugabes í Zimb- abwe ætlar ekki að sætta sig við þann ósigur, sem hún varð fyrir á þingi í fyrradag, en þá voru breyt- ingar á lögum um framkvæmd kosninga felldar í atkvæðagreiðslu. Hefur stjórnin í bígerð að leggja frumvarpið aftur fyrir þingið, auk frumvarpa um fjölmiðla- og örygg- ismál sem stjórnarandstaðan telur ætlað að þagga niður allar and- mælaraddir í raddinu. Stjórnarandstaðan mótmælti kosningafrumvarpi Mugabe-stjórn- arinnar á þeim forsendum að því væri ætlað að fella úr gildi kosn- ingarétt milljóna Zimbabwe-manna sem búa erlendis, en talið er að mikill meirihluti þeirra sé andsnú- inn Mugabe. Forsetakosningar fara fram í mars og hafa menn því talið að breytingar á kosningalöggjöfinni ættu sér það markmið eitt að styrkja stöðu hins umdeilda Mug- abes, sem verið hefur forseti Zimb- abwe frá 1980. Segja fréttaskýrendur að Mug- abe muni verða í vandræðum með að bera sigurorð af Morgan Tsvangirai, leiðtoga Lýðræðis- flokksins, í kosningunum. Bretar vilja vísa Zimbabwe úr Samveldinu Deilur um kosningalöggjöfina koma á versta tíma fyrir Mugabe en framundan eru viðræður milli fulltrúa Zimbabwe-stjórnarinnar og Evrópusambandsins í Brussel. Zimbabwe á yfir höfði sér viðskipta- bann vegna stöðu mannréttinda- mála í landinu og yfirtöku land- eigna en síðarnefndu málin hafa mjög verið í brennidepli undanfarna mánuði. Lét Jack Straw, utanríkisráð- herra Bretlands, hafa eftir sér á þriðjudag að Bretar hyggist krefj- ast brottreksturs Zimbabwe úr Samveldinu verði ekki ráðin bót á ástandinu í landinu. Straw sagði að ofsóknir Mugabes á hendur stjórnarandstæðingum í Zimbabwe teldust „alvarleg og ítrekuð brot“ gegn þeim grundvall- arreglum sem félagsskapur Sam- veldanna byggði á. Umdeildu stjórnarfrumvarpi hafnað af þingi Zimbabwe Mugabe gefur sig ekki Robert Mugabe Harare. AFP. RÍKISSTJÓRN Georges W. Bush Bandaríkjaforseta hefur tjáð banda- ríska þinginu að mikið af kjarnaodd- unum, sprengjunum og eldflaugun- um er falla undir fækkun þá, er forsetinn hefur lofað að gera í kjarnavopnabúri Bandaríkjanna, verði sett í geymslu fremur en eyði- lagt, að því er The Washington Post greindi frá í gær. J.D. Crouch, aðstoðarvarnarmála- ráðherra, sagði þingmönnum á há- leynilegum fundi sl. þriðjudag, að ríkisstjórnin hefði ekki enn ákveðið hversu mikið af þeim rúmlega fjögur þúsund kjarnaoddum og sprengjum, sem fækka á um í vopnabúrinu skv. áætlun forsetans, verði eyðilagt og hversu mikið verði sett í geymslu en hægt verði að grípa til á ný. Hafði blaðið þetta eftir heimildamönnum á bandaríska þinginu. Bush tilkynnti í síðasta mánuði, að Bandaríkin myndu fækka í kjarna- vopnabúri sínu úr um að bil sex þús- und kjarnaoddum í á bilinu 1.700 til 2.200 á næstu tíu árum. Einn demó- krataþingmaður, sem er sérfróður um kjarnavopn, sagði eftir fundinn á þriðjudaginn að hann teldi að það eina sem ríkisstjórnin hefði þegar ákveðið væri eyðing 50 langdrægra Peacekeeper-skotflauga, í samræmi við START-II sáttmálann, að sögn The Post. „Þeir sögðu okkur ekki hvernig af- gangurinn af fækkuninni, sem búið er að lofa, yrði framkvæmdur; þeir vissu ekki hvernig kjarnavopnabúr- ið, sem eftir yrði, myndi líta út; og þeir voru ekki vissir um hversu miklu yrði eytt og hvað yrði geymt,“ hafði blaðið eftir demókratanum. Heimildamaður úr röðum repúbl- íkana sagði að enn ætti eftir að „ganga frá smáatriðum, en ríkis- stjórnin hefur skilyrðislaust tekið fyrsta skrefið“. Daryl Kimball, framkvæmdastjóri samtakanna Arms Control, sagði að í ljósi þess sem hann hefði heyrt um fundinn á þriðjudaginn teldi hann að ef vopnin, sem fækkað væri um, yrðu geymd í heilu lagi þannig að hægt væri að grípa til þeirra aftur væri „fækkunin höfð að háði og spotti“. Kjarnavopn verði geymd fremur en eytt Washington. AFP. STJÓRNVÖLD í Sádí-Arabíu höfnuðu í gær mótmælum Tyrkja vegna niðurrifs á virki frá tímum Ottómana sem gnæfði yfir stóru moskunni í Mekka, heilögustu borg múslima. Bentu þau á að byggingin hefði ekki talist meðal heilagra bygginga í íslamstrú og að hún hefði ekki heldur verið á lista Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, yfir söguleg menningarverðmæti. Al-Ajyad-virkið, sem stendur á hæð í Mekka, var rifið í síðustu viku en ákveðið hefur verið að byggja íbúðarhúsnæði á svæðinu í staðinn. Tyrkir fordæmdu hins vegar ákvörðunina og sögðust hafa vakið athygli yfirmanna UNESCO á málinu. Feda al-Adel, fulltrúi Sádí- Araba hjá UNESCO, sagði Tyrki engan rétt hafa til að hafa sig í frammi í málinu þar sem virkið, sem var reist fyrir 230 árum, væri ekki á lista UNESCO yfir söguleg menningarverðmæti. Lýstu fulltrúar stjórnvalda í Sádí-Arabíu undrun sinni yfir afstöðu Tyrkja, sem ekki hefðu tekið sömu ein- örðu afstöðuna þó að svipaðar byggingar hefðu verið rifnar í öðrum löndum. Líkja verkinu við eyðileggingu búddhalíkneskja í Afganistan Var dagblaðið Okaz harðort í garð Tyrkja og sagði þá varla geta haft mörg orð um mikilvægi menningarverðmæta enda hefðu þeir fleygt sinni menningu fyrir róða er þeir ákváðu að veraldleg lög skyldu ríkja í Tyrklandi, en ekki lög kóransins. Gerði blaðið lítið úr þeim full- yrðingum Tyrkja að eyðilegging Ajyad-virkisins jafnaðist á við það þegar talibanastjórnin í Afganist- an ákvað í fyrra að eyðileggja ævaforn búddhalíkneski, en sú ákvörðun var á sínum tíma kölluð „menningarlegt hryðjuverk“. Al-Ajyad-virkið var byggt u.þ.b. 1780 af Ottómönum en þeir stjórn- uðu þá í Sádí-Arabíu. Virkið var byggt til að verja mætti moskuna heilögu í Mekka fyrir árásum óvina og gátu um 800 hermenn búið þar á hverjum tíma, auk 300 annarra. Voru veggir virkisins þriggja metra háir. Í seinni tíð höfðu Sádí-Arabar rekið þar safn. AP Al-Ajyad-kastalinn í Mekka eins og hann leit út áður en Sádí-Arabar rifu hann í síðustu viku til að rýma fyrir nýjum íbúðarbyggingum. Virki frá tímum Ottómana rifið í Mekka Riyadh. AFP. Tyrkir fordæma aðgerðir Sádí-Araba
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.