Morgunblaðið - 15.06.2002, Page 2

Morgunblaðið - 15.06.2002, Page 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isHeiðar Helguson fær nýjan þjálfara/B1 Birgir Leifur enn á meðal efstu manna/B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r15. j ú n í ˜ 2 0 0 2 ÞÓRÐUR Pétursson veiðimaður á Húsavík veiddi fyrsta stórlax sumarsins í Laxá í Aðaldal í gær- morgun. Þar var á ferðinni 20 punda hrygna sem hann veiddi á maðk í Efri-Háfholu í Kistukvísl. „Þetta var mjög falleg hrygna, ekki lúsug, en samt björt og ný- komin úr sjó. Þetta voru mikil átök, það er mikið vatn þarna og menn maðkveiða með mörgum sökkum. Stórir laxar vilja kafa djúpt þarna og þá er mikil hætta á því að línan festist og margir hafa einmitt misst stórlaxa í þess- um stað vegna þess. Af þeim sök- um tek ég á stórlöxum þarna, tek þá uppúr holunni og það eru ægi- leg átök. Veiðifélagi minn spurði hvort ég ætlaði að brjóta stöng- ina. En þetta tókst, ég náði lax- inum niður úr hylnum, elti hann að næsta stað og þar var eftirleik- urinn auðveldur,“ sagði Þórður. Morgunblaðið/Magnús Jónasson Þórður Pétursson með 20 punda hrygnuna úr Efri-Háfholu. Fyrsti stórlax sumarsins á land NÝ farþegaþota hefur bæst í flota Íslandsflugs og verður hún í verk- efnum frá Krít. Er þetta fimmta Boeing 737 þotan sem Íslandsflug rekur og sú fyrsta af gerðinni 737- 400 og hefur einkennisstafina TF- ELV. Ómar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsflugs, segir samninginn vera til 18 mánaða en fyrsta ferðin var í gær. Þotan á að sinna farþegaflugi milli Krítar og Evrópu, einkanlega Bretlands. Í vetur á þotan að sinna flugi út frá Aþenu. Tvær íslenskar áhafnir starfa á vélinni. Þá hóf Íslandsflug um síðustu mánaðamót að sinna farþegaflugi út frá Mílanó á Ítalíu með B737-300 þotu og verður þar ein íslensk áhöfn að jafnaði. Íslandsflug er alls með fimm 737 þotur í rekstri í sumar, auk þessara tveggja með tvær þotur í Bretlandi og eina hérlendis. Þá rekur félagið eina Airbus A310 fraktþotu sem sinnir flugi milli Beirút og Evrópu og Persaflóa. Henni fljúga eingöngu erlendar áhafnir. Þessu til viðbótar rekur Íslandsflug ATR-42 og Dorn- ier flugvélar í innanlandsflugi. Ný þota Íslands- flugs í verk- efnum á Krít MÖRG eru mannanna nöfnin, en þrátt fyrir það eru Íslendingar greinilega enn hrifnir af Jóni og Guðrúnu, samkvæmt frétt frá Hagstofu Íslands. Þegar teknar voru saman upplýsingar um al- gengustu eiginnöfn í þjóðskrá um síðustu áramót kom í ljós að 3,9% karla bera nafnið Jón og 3,7% kvenna heita Guðrún. Þar með eru nöfnin þau algengustu á Íslandi. Nöfnin hafa bæði notið mikilla vinsælda, og sem dæmi má nefna að á miðri 19. öld hétu 15,6% karla Jón og 13% kvenna Guðrún. Síðan þá hafa fjöldamörg ný nöfn verið tekin upp og má segja að sam- keppni milli nafna hafi aukist með hverju ári. Þrátt fyrir það halda Jón og Guðrún enn sínu sæti. Á tuttugustu öld varð mjög vin- sælt að skíra börn tveimur nöfn- um, og bera þeir einstaklingar svo- nefnt tvínefni. Þar má einnig sjá tískusveiflur, og eru nöfnin Þór og Björk algengustu seinni nöfnin sem sjá má í þjóðskránni. Sam- setningin Jón Þór er efst á blaði meðal karla, en Anna María meðal kvenna. Gömul og góð nöfn falla Gömul og góð nöfn, til dæmis Guðmundur og Sigurður, hafa fall- ið niður um nokkur sæti á vin- sældalistanum undanfarin ár og vekur Hagstofan sérstaka athygli á því hvað nöfn framarlega í staf- rófinu, til dæmis Aron, Axel, Alex- ander og Andri, eru vinsæl um þessar mundir. Mannanafnatalning Hagstofunnar Jón og Guðrún halda sínu sæti TVÖ umferðarslys urðu í Skagafirði í nágrenni Sauðár- króks í gær. Hið fyrra átti sér stað í Hegranesi en þar var um aftanákeyrslu að ræða. Öku- menn voru báðir einir í bílunum og varð annar fyrir háls- og bakmeiðslum en hinn meiddist á brjósti. Seinna slysið átti sér stað á Sauðárkróksbraut við bæinn Birkihlíð rétt eftir hádegið. Þá lenti fólksbíll á leið til Varma- hlíðar út af veginum með þeim afleiðingum að tvítug stúlka sem í honum var lærleggs- brotnaði að öllum líkindum. Hún var flutt til aðgerðar á sjúkrahúsið á Akureyri. Tvö um- ferðarslys í Skagafirði SAMKVÆMT upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi og á Blönduósi var mikill um- ferðarstraumur norður seinni- hluta gærdagsins og í gær- kvöldi. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var umferð í austurátt einnig töluverð í gærkvöldi. Lögreglan í Reykjavík sagði að búast mætti við því að tölu- vert margir stefndu nú úr bænum vegna hinnar löngu helgar en þjóðhátíðardagurinn er á mánudaginn. Margir bílar á ferð með hjól- og fellihýsi Að sögn lögreglunnar hefur bílum með hjól- og fellihýsi í eftirsdragi fjölgað stórlega á undanförnum árum. Vildi hún beina því sérstaklega til þeirra sem ferðast um á slíkum bíl- um, að gæta þess að auka- speglabúnaður sem fylgja þarf bílunum sé í lagi. Að öðrum kosti sjái ökumenn ekki út á veginn til hliðanna, sem sé af- ar varasamt. Ætíð sé hætta á ferðum þegar aðrir bílar reyni framúrakstur. Margir á faralds- fæti um helgina Ökumenn tald- ir undir áhrif- um fíkniefna BÍLL ók aftan á annan á Eyr- arbakkavegi um hádegisbilið gær. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru ökumenn, karl og kona, ein í bílunum og sluppu þau bæði ómeidd. Bílarnir eru hins vegar mikið skemmdir. Lögreglan segir að grunur leiki á að báðir ökumenn bílanna hafi verið undir áhrifum fíkni- efna. BANDARÍSK stjórnvöld hafa óskað eftir op- inberri skýringu íslenskra stjórnvalda á því hvers vegna þau héldu fimm bandarískum með- limum Falun Gong í haldi um stundarsakir fyrr í vikunni. Þetta kom fram hjá talsmanni banda- ríska utanríkisráðuneytisins við fjölmiðla í gær, að sögn AFP-fréttastofunnar. Í lok vinnudags í íslenska sendiráðinu í gær hafði bréf þessa efnis ekki borist sendiráðinu, að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar, sendiherra í Washington. Hann segir að starfsmenn 13 bandarískra þingmanna hafi haft samband við sendiráðið fyrir hönd kjósenda, sem hafi ekki fengið að fljúga með Flugleiðum til Íslands, og leitað skýringa á því. Í þremur tilfellum hafi ver- ið um skriflega gagnrýni að ræða en annars fyrst og fremst fyrirspurnir og hafi þeim verið svarað. Síminn hafi vart þagnað í sendiráðinu, einstak- lingar, sem hafi verið stöðvaðir, hafi kvartað í rafpósti og fjölmiðlar eins og t.d. New York Tim- es, Boston Globe og Washington Post, hafi í vax- andi mæli haft samband vegna málsins. Að sögn sendiherrans er Falun Gong-hreyf- ingin mjög öflug í Bandaríkjunum og meðlimir Falun Gong t.d. stöðugt fyrir framan kínverska sendiráðið sem hann gangi framhjá á hverjum degi, en lögregla sé þar ekki sjáanleg. Hann seg- ir að hreyfingin sé mjög öflug á Taívan og á bandaríska þinginu sé mjög sterkur hópur, sér- staklega á meðal rebúblikana, sem styðji Taívan eindregið en sé mjög andsnúinn meginlandi Kína. Því eigi hreyfingin sér öfluga talsmenn á þinginu. Jón Baldvin Hannibalsson segir að Flugleiðir hafi bent fólki á að snúa sér til sendiráðsins til að leita réttar síns og það hafi því ekki aðeins sam- band til að leita skýringa heldur líka til að spyrja hvar eigi að framvísa reikningum. Hann fékk þær upplýsingar hjá félaginu að rúmlega 100 manns hefði verið meinað að fara um borð í vélar þess en samkvæmt öðrum heimildum væri um 200 manns að ræða. Frelsissvipting bandarískra meðlima Falun Gong á Íslandi í vikunni Bandarísk stjórnvöld óska eftir opinberri skýringu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.