Morgunblaðið - 15.06.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
blaðið að þegar lögreglan tók við
borðanum af Chipkar hefði hann
verið beðinn um að vera ekki með
uppákomur þegar forsetinn kæmi
að húsinu. Í samtali við Morgun-
blaðið neitaði Chipkar því að hafa
verið beðinn um slíkt.
Ekki í ósamræmi við
samkomulag við lögreglu
Joel Chipkar er einn af helstu
talsmönnum Falun Gong hér á
landi. Hann er einn fjögurra sem
skrifaði undir yfirlýsingu þess efn-
is að allir Falun Gongi-ðkendur
muni fara eftir tilmælum og fyr-
irmælum lögreglu varðandi opin-
bera heimsókn forseta Kína til
landsins. Hópurinn muni fara eftir
íslenskum lögum og reglugerðum
og ekki á nokkurn hátt trufla dag-
skrá heimsóknarinnar. Í því felist
að öryggissvæði lögreglu verði virt
og æfingar verði gerðar á sérstök-
um svæðum sem lögregla leggur til
og útnefna sérstakan talsmann fyr-
ir hvern stað. Þá verði þessi yf-
irlýsing kynnt fyrir öllum Falun
Gong-iðkendum sem staddir eru
hér á landi.
Aðspurður sagðist Chipkar ekki
telja framkomu sína á nokkurn
hátt hafa verið í ósamræmi við
þetta samkomulag. Aldrei hefði
verið rætt um að ekki mætti mót-
mæla kínverska forsetanum með
hrópum. Hann ítrekaði að Falun
Gong-iðkendur myndu fara eftir
tilmælum lögreglu en sömu lög
giltu um þá og íslenska ríkisborg-
ara. Benti hann á að enginn hefði
farið inn fyrir öryggissvæði þrátt
fyrir að þeir vissu af kínverska for-
setanum í nágrenninu. Sagði hann
það í raun vera ósanngjarnt að
krefjast þess fólkið væri á svæðum
þar sem kínverski forsetinn gæti
ekki séð það. Falun Gong-iðkendur
væru hingað komnir til að vekja at-
hygli á mannréttindabrotum í Kína
og sjálfur ætti hann vini sem hefðu
verið pyntaðir, eingöngu fyrir að
leggja stund á Falun Gong. Sæi
hann forsetann aftur myndi hann
örugglega hrópa að honum aftur.
Í Morgunblaðinu í gær er haft
eftir John Nania, aðaltalsmanni
Falun Gong hér á landi, að Falun
Gong-iðkendur myndu ekki gera
hróp að forsetanum. Aðspurður
sagðist Chipkar ekki kannast við að
Nania hefði látið þessi orð falla.
Í þann mund sem forseti Kína
kom út úr Þjóðmenningarhúsinu
hrópaði annar liðsmaður að honum
slagorð. Að sögn Stefáns Eiríks-
sonar hafði hann verið inni á veit-
ingahúsinu Gráa kettinum áður en
forsetinn kom að Þjóðmenningar-
húsinu. Hann var leiddur burt af
lögreglu.
TVEIR Falun Gong-iðkendur
hrópuðu slagorð að kínverska for-
setanum við Þjóðmenningarhúsið í
gær en forsetinn átti þar fund með
Davíð Oddssyni forsætisráðherra
og Halldóri Ásgrímssyni utanrík-
isráðherra.
Skv. auglýstri dagskrá átti fund-
urinn að vera síðdegis en ekki var
farið eftir þeirri áætlun heldur
hófst fundurinn um klukkan 12 á
hádegi. Klukkan 15.30 hafði verið
boðað til mótmælafundar á Aust-
urvelli og þaðan átti að ganga að
Þjóðmenningarhúsinu.
Bílalest Jiangs Zemins ók niður
Hverfisgötuna að Þjóðmenningar-
húsinu og varð Kínaforseti því ekki
var við hóp liðsmanna Falun Gong
við hugleiðslu og æfingar vestan í
Arnarhóli, enda í hvarfi frá Þjóð-
menningarhúsinu.
„Falun Dafa ho“ hrópaði Joel
Chipkar frá horni Ingólfsstrætis
og Hverfisgötu þegar forseti Kína
gekk frá bíl sínum en það mun
þýða „Falun Dafa er gott“.
Skömmu áður hafði hann gert sig
líklegan til að draga upp gulan
borða með merki Falun Gong en
afhenti hann lögreglu eftir að hún
hafði rætt við hann. Þegar Chipkar
hrópaði að forsetanum færðu
nokkrir lögreglumenn sig að hon-
um en héldu sig þó innan við af-
markað öryggissvæði. Nokkrir kín-
verskir öryggisverðir hlupu til og
stilltu sumir sér upp við hlið
Chipkars. Í framhaldi af atvikinu
stækkaði lögreglan öryggissvæðið
við húsið nokkuð. Fólki sem átti
erindi vegna vinnu sinnar eða hafði
lagt bílum sínum innan öryggis-
svæðisins var flestu hleypt í gegn.
Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri
í dómsmálaráðuneytinu, var á vett-
vangi og sagði hann við Morgun-
Jiang Zemin fór fyrr í Þjóðmenningarhúsið en áætlun gerði ráð fyrir
Slagorð hrópuð
að kínverska
forsetanum
Morgunblaðið/Þorkell
Diane Daily og Maureen Gamrecki við hugleiðslu á Austurvelli í gær en
lögreglumaður vísaði þeim út af Hótel Loftleiðum í gær eftir að þær
birtust í móttökunni íklæddar bolum með merki Falun Gong.
Morgunblaðið/Þorkell
Forseti Kína var nýfarinn frá Þjóðmenningarhúsinu þegar þessi maður
hrópaði slagorð andspænis húsinu. Hafði hann klæðst stuttermabol með
merki Falun Gong yfir stuttermaskyrtuna.
ÞRIGGA rétta máltíð var á borðum í há-
tíðarkvöldverði forseta Íslands í Perl-
unni í gærkvöld til heiðurs forseta Kína.
Í forrétt var silungatartar með sil-
ungahrognum á blómkálsbeði. Aðal-
réttur var lambahryggur með rót-
argrænmeti og kantarellusveppum og
eftirrétturinn heit súkkulaðikaka með
vanilluís. Borðvín voru Chablis Premier
Cru Vailon 1999 og Conde de Valdimar
Crianza, Rioja 1999.
Þá var boðið uppá tónlist. Sigrún
Hjálmtýsdóttir söng einsöng og lék
Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleik-
ari með henni og á trompeta léku Eirík-
ur Örn Pálsson og Sveinn Birgisson.
Þriggja rétta máltíð í veislunni
KVÖLDVERÐUR var í Perlunni í gærkvöldi
til heiðurs forseta Kínverska Alþýðulýðveld-
isins hr. Jiang Zemin og frú Wang Yeping.
Gestgjafar voru forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson og heitkona hans Dorrit Moussaieff.
Fjölmargir gestir úr fylgdarliði kínverska for-
setans sátu veisluna.
Innlendir gestir voru:
Forseti Alþingis Halldór Blöndal
Frú Kristrún Eymundsdóttir
Varaforseti Hæstaréttar Markús
Sigurbjörnsson
Frú Björg Thorarensen
Davíð Oddsson forsætisráðherra
Frú Ástríður Thorarensen
Utanríkisráðherra Halldór Ásgrímsson
Frú Sigurjóna Sigurðardóttir
Fjármálaráðherra Geir H. Haarde
Frú Inga Jóna Þórðardóttir
Samgönguráðherra Sturla Böðvarsson
Frú Hallgerður Gunnarsdóttir
Umhverfisráðherra Siv Friðleifsdóttir
Hr. Þorsteinn Húnbogason
Sjávarútvegsráðherra Árni Mathiesen
Heilbrigðisráðherra Jón Kristjánsson
Frú Margrét Hulda Einarsdóttir
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra Valgerður
Sverrisdóttir
Hr. Arvid Kro
Fv. forseti Íslands Frú Vigdís
Finnbogadóttir
Steingrímur Hermannsson fv.
forsætisráðherra
Frú Edda Guðmundsdóttir
Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri
forsætisráðuneytis
Frú Helga Einarsdóttir
Sverrir Haukur Gunnlaugsson ráðuneyt-
isstjóri utanríkisráðuneytis
Frú Guðný Aðalsteinsdóttir
Ólafur Egilsson sendiherra Íslands í Kína
Þorgeir Örlygsson ráðuneytisstjóri
viðskiptaráðuneytis
Frú Iðunn Reykdal
Guðríður Sigurðardóttir ráðuneytisstjóri
menntamálaráðuneytis
Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri
umhverfisráðuneytis
Frú Ragnheiður Hermannsdóttir
Bogi Nilsson ríkissaksóknari
Frú Elsa Ingeborg Petersen
Skarphéðinn Steinarsson skrifstofustjóri
forsætisráðuneytis
Frú Sigríður Jóhannesdóttir
Kristján Andri Stefánsson deildarstjóri
forsætisráðuneytis
Stefán Skjaldarson skrifstofustjóri
utanríkisráðuneytis
Frú Birgit Nyborg
Sveinn Björnsson prótokollstjóri
utanríkisráðuneytis
Dóra Ásgeirsdóttir fulltrúi
Hr. Björn Ingi Jósefsson
Petrína Backman deildarstjóri
Tómas Orri Ragnarsson blaðafulltrúi
Jörundur Valtýsson blaðafulltrúi
Ólöf Hrefna Kristjánsdóttir aðstoðarm.
Anna Hinnriksdóttir aðstoðarm.
Ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen
Frú Brynhildur Ingimundardóttir
Jóhann Benediktsson sýslumaður
Keflavíkurflugvelli
Frú Sigríður Guðrún Guðmundsdóttir
Óskar Þórmundsson yfirlögregluþjónn
Keflavíkurflugvelli
Frú Helga Ragnarsdóttir
Ólöf Pálsdóttir fv. sendiherrafrú
Oddný Thorsteinsson fv. sendiherrafrú
Formaður Íslenska-kínverska viðskipta-
ráðsins Baldur Hjaltason
Sigtryggur R. Eyþórsson fv. form.
Kínversk-ísl. viðskiptaráðsins
Frú Þorbjörg Guðmundsdóttir
Arnþór Helgason, form. Kínversk-íslenska
menningarfélagsins
Frú Elín Árnadóttir
Jia Changwen form. Félags Kínverja
á Íslandi
Frú Rannveig Hallvarðsdóttir
Thor Vilhjálmsson rithöfundur
Frú Margrét Indriðadóttir
Matthías Johannessen skáld og fv. ritstjóri
Frú Hanna Johannessen
Vésteinn Ólason forstöðumaður Stofnunar
Árna Magnússonar á Ísl.
Frú Unnur A. Jónsdóttir
Eiríkur Þorláksson forstöðumaður
Listasafns Reykjavíkur
Frú Margrét Þorkelsdóttir
Hjálmar H. Ragnarsson rektor Listaháskóla
Íslands
Frú Ása Richardsdóttir
Gunnar Eyjólfsson leikari
Auður Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur
Hrafnhildur G. Thoroddsen
Unnur Guðjónsdóttir fararstjóri
Atli Heimir Sveinsson tónskáld
Guðmundur Emilsson tónlistarmaður
Formaður Útflutningsráðs Páll
Sigurjónsson
Frú Sigríður Gísladóttir
Framkvæmdastjóri útflutningsráðs Jón
Ásbergsson
Frú María Dagsdóttir
Vilhjálmur Guðmundsson deildarstjóri
Útflutningsráðs
Frú Erla Konný Óskarsdóttir
Ingvar Birgir Friðleifsson skólastjóri
Háskóla SÞ
Frú Þórdís Árnadóttir
Vilhjálmur Egilsson frkvstj. Verslunarráðs
Frú Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir
Stefán Friðfinnsson forstjóri
Frú Ragnheiður Ebenesardóttir
Jón Sigurðsson forstjóri
Frú Eydís Hilmarsdóttir
Arngrímur Jóhannsson forstjóri
Frú Þóra Guðmundsdóttir
Guðmundur Þóroddsson orkuveitustjóri
Frú Halldóra Björnsdóttir
Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi
Frú Guðný Kristjánsdóttir
Eyþór Ólafsson frkvstj.
Jónas Hallgrímsson forstjóri
Frú Kristín Ísleifsdóttir
Einar Guðbjörnsson frkvstj.
Frú Hugrún Þorgeirsdóttir
Jóhann Xiang frkvstj.
Frú María Xiang
Hannes R. Richardsson forstjóri
Stefán Lárus Stefánsson forsetaritari
Frú Guðrún Harðardóttir
Örnólfur Thorsson sérfræðingur á skrifstofu
forseta Ísl.
Frú Margrét Þóra Gunnarsdóttir
Vigdís Bjarnadóttir deildarstjóri á skrifstofu
forseta Ísl.
Ragna Þórhallsdóttir deildarstjóri
á skrifstofu forseta Ísl.
Hr. Flosi Kristjánsson.
Gestir í kvöldverðar-
boði forseta Íslands
BORGARRÁÐ býður Jiang
Zemin, forseta Kína, og sendi-
nefnd hans velkomin til
Reykjavíkur auk þess sem fé-
lagar í samtökunum Falun
Gong eru boðnir velkomnir.
Þetta kemur fram í sam-
þykkt borgarráðs í gær. Þar
er þess getið að aukin sam-
skipti og viðskipti séu mik-
ilvæg leið til að stuðla að
framgangi mannréttinda og
bættum hag almennings um
heim allan. Því hafi Reykja-
víkurborg meðal annars átt
vinsamleg samskipti við full-
trúa frá Alþýðuveldinu Kína
og tekið á móti fjölda kín-
verskra stjórnarerindreka á
undanförnum árum. „Að
gefnu tilefni vill borgarráð
árétta að það samræmist ekki
stefnu Reykjavíkurborgar að
takmarka fjölda friðsamra
mótmælenda í borginni. Ljóst
er að tryggja verður öryggi
erlendra gesta sem koma í op-
inberum erindagjörðum hing-
að til lands. Ríkar ástæður
þurfa hins vegar að vera fyrir
því að takmarka lýðræðisleg-
an rétt fólks til að lýsa skoðun
sinni eða afstöðu í tengslum
við opinberar heimsóknir.“
Í samþykktinni kemur enn-
fremur fram að ekki stafi
hætta af friðsamlegum mót-
mælum. Þvert á móti séu þau
eitt megineinkenni lýðræðis-
legs stjórnarfars sem byggist
á virðingu fyrir mannréttind-
um. Í Reykjavík sé baráttu-
fólki fyrir mannréttindum því
alltaf velkomið að koma mál-
stað sínum á framfæri með
friði.
Samþykkt
borgarráðs
Félagar í
Falun
Gong vel-
komnir