Morgunblaðið - 15.06.2002, Page 22

Morgunblaðið - 15.06.2002, Page 22
ERLENT 22 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BISKUPAR rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum báðu á fimmtudag fórnarlömb kynferðisaf- brota presta fyrirgefningar við upp- haf þriggja daga ráðstefnu er kirkj- an heldur til þess að bregðast við kynlífshneykslismálum sem hafa grafið undan kirkjunni. „Kaþólska kirkjan í Bandaríkjunum er í alvar- legri kreppu, ef til vill þeirri verstu sem við höfum staðið frammi fyrir,“ sagði forseti ráðstefnunnar, Wilton Gregory biskup. Hann ávarpaði síðan fórnarlömbin beint og sagði: „Í mínu eigin nafni og í nafni allra biskupanna bið ég hvert og eitt ykkar, sem hafið mátt þola kynferðislega misþyrmingu af hálfu prests eða annars embættismanns kirkjunna, innilega fyrirgefningar.“ Gregory er fyrsti Bandaríkjamað- urinn af afrískum uppruna sem situr í forsæti kaþólsku kirkjunnar í land- inu. Hann viðurkenndi að það væru yfirmenn kirkjunnar sem hefðu „hvort held- ur er vegna skilnings- skorts eða aðgæsluleys- is, eða – Guð forði því – vitandi vits, leyft prest- um, sem hafa misþyrmt fólki, að gegna embætti áfram, og skipað þá til prestakalla þar sem þeir hafa haldið áfram misþyrmingum.“ Ráðstefnan er haldin í Dallas, og sagði Gregory að á henni gæfist tækifæri til að móta stefnu sem „tryggi fullkomna vernd barna okk- ar og ungs fólks, og bindi enda á kyn- ferðislegar misþyrmingar innan kirkjunnar“. Í gær átti að sam- þykkja á ráðstefnunni nýjar reglur um hvernig framvegis tekið skuli á kynferðisafbrotum sem prestar kaþ- ólsku kirkjunnar fremji. Samkvæmt reglunum munu mál af þessu tagi leiða til þess að prestur sem ásakaður er verði rekinn úr embætti og lögregluyfirvöldum fengin málin til rannsóknar. En í reglunum er einnig umdeilt ákvæði sem segir, að prestur sem hefur vit- andi vits framið eitt kynferðisafbrot megi sitja áfram ef hann gengst und- ir viðeigandi meðferð eða ef hann greinist ekki sem barnaníðingur. Nokkrir biskupanna krefjast þess að tekin verði upp sú stefna, að eng- ar misþyrmingar skuli liðnar og að sú regla skuli vera afturvirk og ná til allra presta sem hafi á árum áður framið slík afbrot. „Við verðum að vera samkvæmir sjálfum okkur,“ sagði Joseph Galante, biskup í Dallas. „Ef biskuparnir ákveða að prestar sem framvegis misþyrma börnum skuli reknir, hvers vegna skyldu þeir þá ekki ákveða einnig að það skuli eiga við þá presta sem hafa á árum áður misþyrmt börnum?“ Um 30 til 40 manns efndu til mót- mælastöðu við hótelið þar sem ráð- stefnan fer fram, en hana sækja alls um 300 biskupar. „Andrúmsloftið er fremur þungt,“ sagði Theodore McCarrick, kardínáli frá Wash- ington. „Við vitum allir að þetta eru mikilvægir dagar og enginn okkar vill klúðra málum.“ Ráðstefnuna sóttu einnig margir sem hafa orðið fórnarlömb kynferð- islegra misþyrminga presta, og héldu fórnarlömb og prestar sameig- inlega blaðamannafundi. Sögðust sum fórnarlambanna ánægð með að hafa fengið tækifæri til að ræða við presta og biskupa. „Ég held þeir hafi orðið fyrir áfalli,“ sagði Lee White, framkvæmdastjóri Samtaka fórnar- lamba í Virginíuríki. „Ég sá það í andlitum þeirra. Ég sá þjáningu.“ Reuters John Kinney biskup (t.v.) og Craig Martin, sem sætti kynferðislegri misþyrmingu af hendi prests þegar hann var barn að aldri, hlýða á frásögn annars fórnarlambs á ráðstefnu biskupanna í Dallas. Biskupar biðjast fyrirgefningar Dallas. AFP. ’ Ég held að þeir hafi orðið fyrir áfalli ‘ Höfðabakki - til leigu - mjög hagstæð leiga Atvinnuhúsnæði u.þ.b. 6000 fm Góð lofthæð, mjög góð staðsetning, góð aðkoma og næg bílastæði. Mögulegt er að skipta eigninni upp í smærri einingar. Húsnæðið hefur verið í notkun fyrir höfðustöðvar Marels. Hentar fyrir ýmiss konar starfsemi, s.s iðnað, heildsölur, skrifstofustarfsemi o.s.frv. Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignafélag. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í s. 588 4477 eða 899 9271 Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fast.sali. Gsm 898 8545 Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 SUMARHÚSALÓÐIR TIL SÖLU Nokkrar fallegar sumarhúsalóðir til sölu á nýlega skipulögðu svæði í landi Búrfells I, Grímsnesi. Fallegt útsýni, kyrrlátur staður, stutt í golfið og veiðina. Landeigendur verða á svæð- inu eftir hádegi bæði í dag, 15. júní og á morgun 16. júní og gefa nánari upplýsingar. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 1. flokki 1989 – 47. útdráttur 1. flokki 1990 – 44. útdráttur 2. flokki 1990 – 43. útdráttur 2. flokki 1991 – 41 útdráttur 3. flokki 1992 – 36. útdráttur 2. flokki 1993 – 32. útdráttur 2. flokki 1994 – 29. útdráttur 3. flokki 1994 – 28. útdráttur Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. ágúst 2002. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum birt hér í blaðinu í dag. Upplýsingar um útdregin húsbréf má einnig finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is. Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa C vítamín 400 mg með sólberjabragði Bragðgóðar tuggutöflur. Eflir varnir. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.