Morgunblaðið - 15.06.2002, Síða 28

Morgunblaðið - 15.06.2002, Síða 28
HEILSA 28 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ég á 9 ára son sem sem alla tíð hefur verið rólegt og gott barn. Íþróttakenn- aranum hans finnst hann verða of fljótt þreyttur og hann stendur sig ekki nógu vel í íþróttum í skólanum. Hann sagði að hann gæti verið með einhver einkenni astma og ráðlagði mér að tala við lækni. Hann fékk reyndar astmalyf þegar hann var með kvef sem ungbarn en aldrei síðan þar sem hann hefur ekki verið með neinn astma. Hann hefur alltaf verið róleg- ur og mikið fyrir að vera inni og dunda sér og ekki mikið fyrir læti. Ég hef samt reynt að hvetja hann til að hreyfa sig meira og skráði hann í fót- bolta í haust. Hann vildi hætta fljót- lega og sagði að það væri ekkert gam- an. Vinir hans eru samt flestir í fótbolta daginn út og inn. Getur verið að þetta sé astmi eða er þetta ekki bara æfingaleysi og á ég að vera harð- ari við hann? Takk fyrir. Áhyggjufull móðir. SVAR Ágæta móðir. Það er vel skilj- anlegt að þú hafir áhyggjur af því að drengurinn þinn virðist úthaldslaus og vill síður taka þátt í íþróttum. Það þarf þó á engan hátt að vera óeðlilegt. Astmi er algengur sjúk- dómur, um 5% fullorðinna og 9% 11 ára barna hafa astma á Íslandi. Það er algengt að ungbörn fái astmaein- kenni samfara kvefi sem síðan eldist af þeim. Ef móðir barnsins er með astma eða barnið sjálft með exem, frjó-, dýra- eða fæðuofnæmi er lík- legra að einkennin verði þrálátari. Einnig ef barnið er útsett fyrir tób- aksreyk. Úthaldsleysi er oftast ekki bara eina einkennið um astma, held- ur fylgir honum gjarnan hósti, surg eða píp í brjósti og sérlega þegar barnið reynir á sig. Þegar börn með astma fá kvef fer kvefið oftast í lungun og þau hósta lengi á eftir, jafnvel í fleiri vikur. Því ættir þú að huga að því hvort drengurinn hósti til dæmis á nóttunni sem er algengt einkenni hjá þeim sem hafa astma eða þegar hann hefur hlegið mikið eða verið úti í kulda. Einnig er mjög gott að fara með í leikfimitíma og fylgjast með því hvort eitthvert þessara einkenna komi fram eða út- haldsleysi hans er öllu meira en annarra. Ef þannig er háttað er réttast að fara til læknis med dreng- inn. Hins vegar erum við öll misjöfn af Guði gerð og sum okkar hafa bara ekki áhuga á íþróttum. Mér finnst þú lýsa honum þannig. Við því er ekkert að gera. Taktu hann með þér í sund, gönguferðir og hjólreiða- túra. Það eflir líkama og sál og styrkir samband ykkar um ókomna framtíð. Michael Clausen, sérfræðingur í barna- lækningum og ofnæm- issjúkdómum barna og unglinga. .............................................. persona@persona.is Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurn- ingum varð- andi sálfræði-, félagsleg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona- @persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. Úthaldsleysi eða skort- ur á íþróttaáhuga? Hins vegar erum við öll misjöfn af Guði gerð og sum okkar hafa bara ekki áhuga á íþróttum. Við því er ekkert að gera. Þ AÐ eru fordómar þegar við dæmum fólk fyrirfram á grundvelli alhæf- inga og staðalmynda. Að því leyti verða aldraðir fyrir fordómum. Þeim er við starfslok ýtt til hliðar og markaður bás, þeim er ætlaður ákveðinn lífsmáti, þeirra er ekki lengur þörf í athafna- lífinu og þeir eiga að hafa hægt um sig. Það er tilhneiging til að setja þá alla undir einn hatt eins og þeir væru ekki lengur einstaklingar hver með sinn persónuleika, lífsreynslu, áhugamál og óskir. Við eigum margt sameiginlegt, en hvert og eitt okkar er alveg einstakt. Það er það stórkostlega og við eigum að hlúa að því og virða það. Fjöl- breytnin auðgar mannlífið en fordómar skaða samskipti fólks. Þessu staðlaða viðhorfi eru aldraðir núna sjálfir að breyta með því að vera virkir þátttakendur á mörgum sviðum mannlífsins. Og það er vel. Ánægjulegt sýnishorn af margþættu starfi og viðfangsefnum aldraðra mátti nýlega lesa um í blaðinu Í fullu fjöri sem gefið var út í samvinnu við Landsamband eldri borgara og dreift með Morgunblaðinu. Það var þörf ábending um hvaða kraftur býr í þeim hópi sem núna er kominn á eft- irlaun. Það er mikil sóun á lífsreynslu, menntun og hæfileikum þessa fólks að gefa því ekki kost á sveigjanlegum starfslokum og nýta krafta þeirra í ýmis verkefni, hlutavinnu eða sjálfboðastörf. Það gefur ellinni innihald og lífsfyllingu þegar eldri borgarar er metnir hæfir til að leysa af hendi margvísleg verkefni og þegar þeir finna að þeir geta orðið einhverjum að liði. Það er einfaldlega heilsuefling og sparar samfélaginu útgjöld. „Besta vernd gegn sjúkdómum aldraðra er sennilega að vinna bug á kreddum um þá og stuðla að meiri virkni þeirra og þátttöku í samfélaginu meðan heilsa og kraftar endast,“ heyrði ég haft eftir lækni. Feykjum fordómunum burt og sýnum hvað í okkur býr. Njótum efri ár- anna meðan heilsan leyfir, þau eru yndisleg. Fyllum þau lífi og virkni í lik, starfi og þjónustu við þá sem hafa þörf fyrir umhyggju og gleði. Það er heilsubrunnur fyrir líkama og sál. Pálína Jónsdóttir, fulltrúi Félags eldri borgara.  Vitundarvakning Landlæknisembættisins og Geðræktar um fordóma í samstarfi við: Alþjóðahúsið, Félag eldri borgara, Félagsþjónustuna í Reykjavík, Heilsuefl- ingu í skólum, Hitt húsið, jafnréttisnefnd og stúdentaráð Háskóla Íslands, Mið- borgarstarf KFUM og K og Þjóðkirkjunnar, Rauða kross Íslands, Samtökin ’78 og Öryrkjabandalag Íslands. Heilsan í brennidepli Fjölbreytnin auðgar mannlífið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.