Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 30
ÚR VESTURHEIMI
30 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Kíktu inn á bílaland.is
Á MÁNUDAG eru væntanleg til
landsins 16 ungmenni úr Vestur-
heimi til að taka þátt í Snorra-
verkefninu á Íslandi næstu sex
vikurnar. Þetta er fjórði hópurinn
sem kemur síðan sumarið 1999 en
áður hafa samtals 44 ungmenni
tekið þátt í verkefninu hér á landi.
Snorraverkefnið er tvíþætt,
annars vegar í Nýja Íslandi í
Manitoba fyrir Íslendinga og hins
vegar á Íslandi fyrir ungmenni af
íslenskum ættum vestra og er um
aðskilin verkefni að ræða. Mark-
miðið með verkefninu hérlendis er
að styrkja tengsl 18 til 23 ára af-
komenda Íslendinga í Vestur-
heimi við Ísland og er boðið upp á
fjölbreytta dagskrá.
16 ungmenni frá Kanada
og Bandaríkjunum
Í hópnum eru fimm ungmenni
frá Bandaríkjunum og ellefu frá
Kanada. Þau eru Kristina Mac-
Naughton frá Edmonton, Arlene
Brandson frá Lundar, Erin Thor-
darson frá Gimli, Robert Bradley
Hirst frá Selkirk, Laurie
Schwartz frá Edmonton, Kristinn
Adalsteinn Johnson frá Árborg,
Andrew R. Jonsson frá Belling-
ham í Washingtonríki, Courtenay
Michelle Johnson frá Selkirk,
Kara Schuster frá Mississauga,
Stephanie Johnson frá Spruce
Grove í Alberta, Calvin Kren-
brenk frá St. Albert í Alberta,
Paul Visscher frá San Francisco,
Karen Tomasson frá Regina,
Jennifer Denbow frá Ann Arbor í
Michigan, Erica Lynn Evans frá
San Francisco og Melissa Ey-
lands frá Grand Forsk í Norður-
Dakóta.
Fyrstu tvær vikurnar eru
krakkarnir í Reykjavík og fara á
námskeið í íslensku, Íslandssögu
o.fl. auk þess sem þeir heimsækja
fyrirtæki og stofnanir, en á þess-
um tíma er jafnframt gert ráð fyr-
ir að þeir heimsæki forseta Ís-
lands, forsætisráðherra og
utanríkisráðherra. Eftir dvölina í
Reykjavík fara ungmennin á staði
sem næst slóðum forfeðra sinna
og verða þar við vinnu í þrjár vik-
ur en í lok dvalarinnar verður far-
ið í vikulanga ævintýraferð um Ís-
land. Verkefnisstjóri er Ásta Sól
Kristjánsdóttir en um er að ræða
samstarfsverkefni Norræna fé-
lagsins á Íslandi og Þjóðræknis-
félags Íslendinga.
Snorraverkefnið var kynnt á
ársþingi þjóðræknisfélaga í Vest-
urheimi í Minneapolis í vor. Góður
rómur var gerður að verkefninu
og var rætt um að kanna mögu-
leika á að koma á sjálfstæðu verk-
efni fyrir 35 ára og eldri. Það mál
er í athugun og er jafnvel stefnt að
því að fyrsti hópurinn komi hingað
til lands í haust.
Snorraverkefn-
ið í fjórða sinn
Stefnt að verkefni á Íslandi og í
Kanada fyrir 35 ára og eldri
LJÓSMYNDA- og sögusýningin Ís-
lenskar kirkjur í Vesturheimi verð-
ur sett upp í Safni íslenskrar menn-
ingararfleifðrar í Vesturheimi, The
Icelandic Heritage Museum, í Gimli
í Kanada í sumar og hugsanlega fer
hún þaðan til Edmonton, en um
helmingur sýningarinnar var á árs-
þingi Þjóðræknisfélags Íslendinga í
Vesturheimi í Minneapolis í Banda-
ríkjunum ekki alls fyrir löngu.
Sýningin samanstendur af 55
myndum af kirkjum í Vesturheimi
og upplýsingum um þær, en hún var
í Gerðasafni fyrir rúmlega tveimur
árum. Hún vakti töluverða athygli í
Minneapolis og segir Guðmundur
Viðarsson, ljósmyndari hjá Loft-
myndum ehf. í Reykjavík og annar
höfundur verksins, að vonir standi
til að hún verði sett upp á ársþingi
Þjóðræknisfélags Íslendinga í Ed-
monton að ári eftir að hafa verið í
Gimli. Tammy Axelsson, fram-
kvæmdastjóri safnsins í Gimli, von-
ar að hún geti opnað sýninguna um
næstu mánaðarmót og að hún standi
yfir að minnsta kosti í tvo mánuði.
Guðmundur og John Ruthford,
sem er af íslenskum ættum og býr í
Minnesota, eru höfundar sýningar-
innar. Guðmundur var við nám í
Minneapolis 1994 og var dvöl hjá
fjölskyldu hluti námsins. Hann seg-
ist hafa verið svo heppinn að lenda
hjá hjónunum John og Donnu Ruth-
ford og hugmyndin af því að mynda
kirkjurnar hafi orðið til á ferðalagi
með þeim um Norður-Dakóta. „Þar
sá ég margar íslenskar kirkjur og
vildi gera meira úr málinu,“ segir
hann og bætir við að í kjölfarið hafi
þeir aflað sér upplýsinga um allar
þessar kirkjur í Bandaríkjunum og
Kanada. „Það kom mér á óvart hvað
þær voru margar, en við erum með
myndir af 45 kirkjum, sem íslenskir
innflytjendur byggðu, en í mörgum
tilvikum komu íslenskir smiðir beint
að heiman til verksins.“
Bók væntanleg
Auglýsing frá Kristnihátíðar-
nefnd varð til þess að hugmyndin
um sýningu varð að veruleika, að
sögn Guðmundar. Hún styrkti verk-
efnið og sýningin var sett upp í
Gerðarsafni í kjölfarið. Sýningin
stóð í mánuð en eftir að hún var tek-
in niður var hún í geymslu þar til
hluti hennar var fluttur til Minnea-
polis. Höfundarnir hafa samt ekki
verið aðgerðarlausir á meðan því
þeir hafa notað tímann og skrifað
handrit með útgáfu bókar í huga.
„Handritið er á lokastigi og nú er
næsta skref að kanna hug útgef-
enda,“ segir Guðmundur.
Skilgreining höfunda á íslenskum
kirkjum eru kirkjur sem byggðar
voru af íslensku söfnuðunum og
tengdust íslenska kirkjufélaginu og
íslenska kirkjusambandi Únítara.
„Kirkjurnar eru ekki allar í notkun,
sumar jafnvel að grotna niður, og
það er gaman að geta haldið minn-
ingu þeirra á lofti með þessum
hætti,“ segir Guðmundur.
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Guðmundur Viðarsson, ljósmyndari hjá Loftmyndum ehf. í Reykjavík,
við sýningarspjöldin á Þjóðræknisþinginu í Minneapolis.
Ljósmyndasýningin Íslenskar kirkjur í Vesturheimi
Sýningin
fer næst
til Gimli
FJÓRIR nemendur í íslensku við
Manitobaháskóla í Winnipeg í Kan-
ada hafa verið á ferðalagi um land-
ið að undanförnu en íslenskudeild
háskólans styrkti þá til fararinnar
og er fyrirhugað að styrkja fimm
bestu nemendur á öðru ári árlega í
náinni framtíð með þessum hætti.
„Þetta hefur verið frábær tími,“
segir Elva Jónasson, sem var að
ljúka íslenskunámi á þriðja ári eins
og Margret Tomasson og Jonas Ein-
arsson en Ainsley Thorarinson var
á öðru ári. Margret kom til Íslands
fyrir tveimur árum en hin þrjú eru í
fyrsta sinn á Íslandi. „Það hefur
verið mjög gaman að hitta ættingja
og vini og ég er í raun orðlaus yfir
móttökunum,“ bætir Elva við.
Kristín M. Jóhannsdóttir, kennari
við íslenskudeild Manitobaháskóla,
segir að ákveðið hafi verið að
styrkja árlega vegna Íslandsferðar
allt að fimm nemendur, sem lokið
hafi tveggja ára námi í íslensku við
skólann, og fái hver 1.000 kan-
adíska dollara eða um 60.000 krón-
ur, sem fari langt með að borga far-
gjaldið. Styrkurinn sé liður í átaki
varðandi fjölgun nemenda við
deildina og um sé að ræða áhuga-
verða tilraun, en með þessum hætti
gefist bestu nemendum gott tæki-
færi til að æfa sig í málinu við inn-
fædda.
Fjórmenningarnir komu til
landsins í lok maí og fara héðan 18.
júní, en þeir hafa farið vítt og breitt
um Ísland. Elva segist hafa komist
að því hvað heimurinn sé lítill. Í
Neskaupstað hafi hún m.a. spurt
frænda Ainsley hvort hann þekkti
til skyldfólks síns í Reyðarfirði og
þá hefði komið í ljós að kona hans
og langalangamma sín væru af
sömu ætt. „Heimurinn er ekki stór
þegar að er gætt,“ segir Elva.
Þau eiga eftir að skrifa um ferða-
lagið í vikublaðið Lögberg-
Heimskringlu en Elva segir að í
haust fari þau í menntaskóla í Mani-
toba, kynni íslenskudeildina og segi
frá ferðinni til Íslands.
Fjórmenningarnir eru ekki beint
á hefðbundnum aldri háskólanema
og Elva segir að margir hafi horft á
þau spurnaraugum, þegar fram
hafi komið að um háskólastúdenta
væri að ræða. „Við erum ekki nein
unglömb í árum, frá rúmlega fimm-
tugu upp í rúmlega sjötugt, en það
má alltaf bæta við sig í lærdómnum
og vonandi verðum við þeim yngri
til eftirbreytni.“
Í heimsókn á Grund
Elva heimsótti dvalar- og hjúkr-
unarheimilið Grund í Reykjavík í
gær og sagði viðstöddum frá því
hvernig væri að vera af íslenskum
ættum og heimsækja landið í fyrsta
sinn nær sjötug að aldri. Þar hitti
hún fyrir Christopher John Mor-
den, starfsmann, sem var með henni
í íslenskunámi við Manitobaháskóla
fyrir þremur árum, en hann fékk
styrk til að læra íslensku við Há-
skóla Íslands og bað Elvu um að
koma í heimsókn í viðverustundina,
sem er á hverjum degi á Grund.
Manitoba-háskóli
styrkir Íslands-
ferð nemenda
Morgunblaðið/Arnaldur
Elva Jonasson hitti m.a. skólabróður sinn í heimsókn á Grund. Frá
vinstri: Christopher John Morden starfsmaður, Elva Jonasson og Jón G.
Jóhannesson, fyrrverandi leigubílstjóri í Winnipeg.
Morgunblaðið/Kristján
Kanadískir nemendur af íslenskum ættum fengu styrk til að fara til Ís-
lands og eru hér á ferð í miðbæ Akureyrar. Frá vinstri: Margret Tom-
asson, Ainsley Thorarinson, Jonas Einarsson og Elva Jónasson.
SUNNA Gunnlaugsdóttir, djass-
píanóleikari kemur fram ásamt
kvartett sínum á fjórum djasshátíð-
um í Kanada á
næstunni og Guit-
ar Islancio kemur
fram sjö sinnum
vestra.
Sunna hefur
búið í New York
síðan hún fór
þangað í nám fyr-
ir um níu árum.
Hún hefur komið
víða fram og feng-
ið góða dóma, en í mars fór hópurinn
í tónleikaferð til Evrópu og kom fram
í sex löndum á þremur vikum.
Sunna segir að erfitt sé að komast
að á djasshátíðunum í Kanada en
styrkur frá Seðlabanka Íslands og
menntamálaráðuneytinu hafi gert
henni mögulegt að fara á fjórar
stærstu hátíðirnar.
Kvartett Sunnu verður á djasshá-
tíðinni í Toronto 24. júní, í Montreal
28. júní, í Victoria 29. júní og á
djasshátíðinni í Vancouver 30. júní og
1. júlí.
Að sögn Sunnu hefur skífa hennar
Mindful verið spiluð nokkuð í útvarpi
vestra en hún stefnir að því að taka
upp nýjan disk með kvintett á Íslandi
í haust og er þá með í huga efni sem
hún hefur samið við íslensk ljóð.Guit-
ar Islancio hefur vakið mikla athygli í
Kanada og var lagt hart að lista-
mönnunum að mæta á nokkrar
djasshátíðir í mánuðinum. Bandið
verður í Saskatoon 25., 26. og 27.
júní, Battleford 26. júní, Regina 27.
júní og kemur tvisvar fram í Toronto
29. júní.
Í tónleika-
ferðir til
Kanada
Sunna
Gunnlaugsdóttir