Morgunblaðið - 15.06.2002, Síða 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 51
✝ Helga KristínKristjánsdóttir
fæddist á Þingeyri
við Dýrafjörð 4. jan-
úar 1924 og ólst þar
upp. Hún lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 3. júní síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Kristján
Jóhannsson og Petr-
ína Steinþórsdóttir.
Systkini hennar voru
Jóhann, látinn, og
Ólafía, búsett á Ísa-
firði.
Hinn 23. júní 1949
giftist Helga Ásmundi Magnús-
syni verksmiðjustjóra, f. 4. ágúst
1918, d. 2. febrúar 1996. Börn
þeirra eru: 1) Halldóra Þórdís, f.
27. apríl 1949, maki Steindór
Björnsson, búsett í Neskaupstað
og eiga þau þrjá syni. 2) Jóhanna
Hrefna, f. 4. september 1950,
maki Jón Kr. Ólafs-
son, búsett í Nes-
kaupstað og eiga
þau fjögur börn. 3)
Ásmundur, f. 17. maí
1954, maki Sigur-
björg Hjaltadóttir,
búsett á Reyðarfirði
og eiga þau þrjá
syni. 4) Kristján Pét-
ur, maki Kristjana
Þorbjörnsdóttir, bú-
sett í Reykjavík, og á
hún einn son. 5)
Magnús, f. 16. apríl
1966, búsettur á Ak-
ureyri. Barnabarna-
börnin eru fjögur.
Þau Ásmundur og Helga hófu
búskap sinn á Skagaströnd og
bjuggu þar til ársins 1965 er þau
fluttu austur á Reyðarfjörð.
Útför Helgu fór fram frá Reyð-
arfjarðarkirkju miðvikudaginn
12. júní.
Mig langar til að minnast móður
minnar í fáeinum orðum.
Hún hét fullu nafni Helga Krist-
ín Kristjánsdóttir, fædd á Þingeyri
við Dýrafjörð. Foreldrar hennar
voru Petrína Gísladóttir og Krist-
ján Helgi Jóhannsson. Mamma var
elst þriggja systkina en þau voru
Jóhann, látinn, og Ólafía, búsett á
Ísafirði.
Mamma sleit barnsskónum í
þorpinu sínu fyrir vestan sem var
henni alla tíð svo kært, gekk þar í
skóla og vann síðan við ýmis störf.
Sem ung stúlka fór hún á hús-
stjórnarskólann að Laugalandi í
Eyjafirði og var þar í einn vetur,
fór svo suður til Reykjavíkur og
tók að sér ráðskonustörf og barna-
pössun. 1946 fluttist hún til Skaga-
strandar í vist hjá hjónum sem hún
þekkti og þar kynntist hún pabba
en hann var nýkominn þangað til
starfa hjá SR. Þau hófu svo búskap
á Skagaströnd 1949 og bjuggu þar
í 17 ár. Það var oft mikið að gera
hjá mömmu því það má segja að
heimilið hafi verið eins og hótel á
sumrin, slíkur var gestagangurinn,
en henni fannst alltaf sjálfsagt að
taka á móti öllum. Hún var afskap-
lega greiðvikin kona og gott að
leita til hennar. Ef einhver þurfti
einhvers með eða átti um sárt að
binda, gerði hún eins vel og hún
gat og hlúði að eftir bestu getu.
Félagsmál voru henni hugleikin og
starfaði hún lengi bæði í kvenfélagi
og slysavarnafélagi og svo að mál-
efnum fatlaðra.
Árið 1965 fluttu mamma og
pabbi til Reyðarfjarðar þar sem
pabbi tók við SR þar. Við krakk-
arnir vorum ekki par hrifin að
þurfa að flytja frá Skagaströnd og
þurfti mamma að fara aftur norður
með okkur um haustið til að fara í
skóla, því á Reyðarfirði ætluðum
við ekki að vera í skóla. Allt jafnaði
þetta sig og er búsetan á Reyð-
arfirði nú orðin um 35 ár.
Þrátt fyrir að mamma hafi verið
strangur uppalandi, var hún öll af
vilja gerð að hjálpa ef hún gat og
barnabörnunum var hún góð amma
og lét sér annt um að þeim vegnaði
vel á lífsleiðinni.
Ég kveð þig nú, mamma mín, og
bið Guð að geyma þig. Hafðu þökk
fyrir allt.
Dóra og fjölskylda.
Að missa bestu vinkonu sína er
erfitt og skilur eftir stórt skarð í
tilverunni. Hún Helga mín kvaddi
þennan heim 3. júní sl eftir stutta
sjúkdómslegu. Við höfðum þekkst í
35 ár eða allt frá því að þau Ás-
mundur fluttu hingað austur. Það
var alltaf mikill samgangur á milli
heimila okkar enda stutt á milli
húsa. Helga og Ásmundur áttu
fimm börn. Þó munaði þau ekkert
um að bæta mínum við ef á þurfti
að halda, hjá þeim var alltaf nóg
pláss bæði í húsi og hjarta, enda
þótti börnunum mínum óskaplega
vænt um þau og rifja oft upp þenn-
an tíma. Helga tók sérstöku ást-
fóstri við yngsta barnið mitt, Óla
Nikulás, sem hún kallaði alltaf
,,Nikkurinn minn“.
Já, minningarnar eru margar,
svo margar að þær myndu fylla
heila bók. Sigmar minn talaði oft
um konurnar sínar þrjár, en svo
kvaddi Jórunn, þá Helga og nú hef-
ur hann bara mig eina til að snúast
í kringum. Við þökkum fyrir
trygga vináttu gegnum árin og
biðjum Guð að blessa og styrkja
börnin hennar Helgu og fjölskyld-
ur þeirra.
Allar stundir okkar hér
er mér ljúft að muna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér
Fyrir samveruna.
Elsku Helga mín, ég sakna þín,
en við hittumst seinna hinum meg-
in. Góða ferð, vinkona.
Þín
Gréta.
HELGA KRISTÍN
KRISTJÁNSDÓTTIR
/ $
#
/3<.=/
"0>
#7$
'0
(
"
2' ! 2
$
#
' $ **!
%' !
$
$*+
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
uppi með þrjú börn sem öll voru
innan fermingar. Þetta gerðist þeg-
ar kreppan þrengdi hvað harðast að
þjóðinni og má nærri geta að fráfall
eiginmannsins hefur lagt þungar
byrðar á herðar Marenu. En kjark-
ur hennar og seigla dugði samt til
þess að koma börnunum til mennta
og manndóms.
Kynni okkar Kristins hófust í
menntaskóla og urðu samskipti
okkar tíðari er við áttum samleið í
lagadeild Háskólans. Víst er um það
að bæði skólasystkini og kennarar
báru traust til hans. Hann var vel
gefinn og góður námsmaður. En
hitt var ekki síður að hann sótti
fróðleik og þroska í margar aðrar
bækur en kennslubækurnar. Ís-
lendingasögur og aðrar fornar og
nýjar bókmenntir urðu honum
drjúg uppspretta kjarngóðs máls,
sem hann unni, auk þeirrar yfirsýn-
ar um líf, starf og sögu þjóðarinnar,
sem fór vaxandi út ævina.
Það var því gaman og fróðlegt að
eiga stundir með honum. Og ekki
dró það úr ánægjunni að vera í fé-
lagsskap hans að hann hafði sérlega
góðan frásagnarhæfileika. Dró efn-
ið saman í stutt og skýrt mál, oft
blandað kímni og góðlátlegri gam-
ansemi. En þótt hann væri fé-
lagslyndur var hann samt að vissu
leyti dulur og alvörugefinn. Þrátt
fyrir það var hann oftast glaðbeitt-
ur og stutt í húmorinn, sem var
ávallt nálægur. En hann agaði sí-
vakandi skopskyn, sem gat orðið
svolítið háðskt, ef því var að skipta.
Átti það t.d. ekki síst við ef hann
fann skriffinna, sem fóru rangt með
staðreyndir eða voru fullir yfirlætis
og hroka að hans mati.
Kristinn var ekki aðeins góður
sagnaþulur, hann kunni líka þá list
að hlusta á aðra og kynnast áhuga-
málum þeirra. Og þá studdi hann
gjarnan og styrkti sjónarmið við-
mælanda, ef honum fannst orð hans
og röksemdir sanngjarnar og heið-
arlegar.
En hann var líka skapmikill og
gat snöggreiðst ef honum þótti sér
eða öðrum misboðið, enda tilfinn-
ingaríkur. En honum rann reiðin
fljótt. Það finnst mér sýna að hann
var mjög agaður – bæði að upplagi
og ræktun.
Skopskyn hans virtist stundum
vera flókið en þó úthugsað. Hann
gerði þá skýran mun á kímni og
fíflalátum. Slíkt fór mjög í taugarn-
ar á honum. Ef Kristinn var fólki
ekki sammála sagði hann það skýrt
og skorinort. Og það gerði hann for-
dómalaust. Hann hallmælti mönn-
um ekki, en lét þó stundum í ljós
beittar athugasemdir og lét málið
þar með útrætt. Eins var það að
hann vildi ekki líða öðrum að við-
hafa ókvæðisorð um náungann í sín
eyru. Trúlega arfur frá foreldri og
frændfólki – og innræti frá móður.
Kristinn var mjög áhugasamur
um framfaramál. En hann var hins
vegar algerlega laus við framapot
og brölt, hvort heldur í félagslífi eða
starfi. Hann var þó ófeiminn og ein-
beittur í betra lagi. Þeir sem þekktu
hann vissu að honum voru margar
leiðir opnar til frama. Grundvöllur
þeirra var skapfesta hans og reglu-
semi. Það þarf ekkert að hlaða á
Kristin lofi. En það má koma fram
að bókstaflega allir, sem kynntust
honum voru sammála um það að í
honum sameinaðist heiðarleiki, heil-
indi og samkvæmni í orðum og
gerðum. Reikningsskil hans voru
við samviskuna. Hið smæsta skipti
jafnmiklu máli og hið stærsta. Sam-
viskan varð að hans dómi að stýrast
af réttlæti, sem fæst með vand-
virkni og heilindum.
Það var því jafnan tekið eftir því
sem Kristinn sagði. Frændi hans,
Pétur Benediktsson, sagði eitt sinn
er Kristin bar á góma: „Hann þarf
ekkert titlatog til þess að á hann sé
hlustað, það er bara hlustað á
hann.“ Þeir voru reyndar að ýmsu
leyti líkir frændurnir, enda góðir
vinir.
Ættrækni var Kristni eðlislæg
eins og reyndar mörgu frændfólki
hans.
Hún á sér rætur í sögu okkar og
þjóðerni og er sannarlega af hinu
góða.
Hún byggist á fleiri þáttum en
vinsemd milli ættingja. Hún er líka
ræktarsemi, sem byggist á því að
fólk beri saman byrðar sem lífið
kann að leggja á það. Einskonar
solidarisk bræðrabönd, svo gripið
sé í lagamál.
Hann var líka ættfróður, þekkti
fjölda fólks og þar sem hann var
mjög minnugur gat hann oft rakið
ættir þess og uppruna.
Kristinn hafði ríka réttlætis-
kennd og mátti í rauninni ekkert
aumt sjá. Hann var þá hjálpsamur
hvort sem í hlut áttu vinir eða
ókunnugir. Og aðstoð veitti hann
mörgum án umtals eða endurgjalds.
Sjálfur tók ég vináttu eldra frænd-
fólks Kristins að nokkru leyti í arf
eftir föður minn – en svo hafa tengsl
okkar eflst við mægðir okkar. Fjöl-
mörg fjölskylduboð og mót af ýmsu
öðru tagi. Fyrir öll þau góðu kynni
er nú þakkað.
Kristinn valdi sér störf sem
tengd voru sjávarútvegi. Hann hóf
þau með frænda sínum Sveini Bene-
diktssyni, sem var í fararbroddi
þeirra, sem m.a. sinntu málefnum
síldveiða og úrvinnslu sjávarfangs.
Sveinn var umsvifamikill í atvinnu-
rekstri sínum og þurfti sannarlega
að hafa trausta starfsmenn. Slíkan
mannn fann hann í Kristni og lá
ekkert á því að það hefði verið sér
happ. Einnig starfaði Kristinn á
skrifstofu Síldarverksmiðja ríkisins
og var aðstoðarframkvæmdastjóri
þeirrar stofnunnar um margra ára
skeið. Þar birtust eiginleikar hans
vel í því að kynna sér sem best nýj-
ungar, sem til heilla horfðu. Með
látlausri framkomu sinni laðaði
hann aðra starfsmenn til átaka. Þar
var líka sama sagan um vinsældir
hans. Starfsmönnum þótti vænt um
hann og virtu.
Sjálfur hélt hann tryggð við þá,
löngu eftir starfslok þeirra.
Kristinn bjó yfir mörgum hæfi-
leikum. Hann var handlaginn og
smiður góður, ágætur teiknari og
málaði með vatnslitum. Þau hjónin
áttu sumarbústað austur í Hruna-
mannahreppi og þar var hann sífellt
að dunda við einhver slík viðfangs-
efni. Hann var uppfinningasamur
með hóflegri sérvisku, þegar hann
var með verkfærakassann. Vegna
stöðugra húsbrota í bústaði kom
hann t.d. fyrir dularfullu leynihólfi
undir vínflösku, sem enginn gat
fundið nema hann.
En helstu áhugamál hans voru
auðvitað sjávarútvegurinn, sem var
starfsvettvangurinn. En saga lands
og lýðs, náttúru- og landafræði og
ættfræði voru hugleikin efni, sem
bæði voru lesinn og rædd. Hann var
nákvæmur í athugun sinni í þessum
efnum og minnugur með afbrigðum.
Kristinn kvæntist á árinu 1952,
Sigríði Þorvaldsdóttur, hjúkrunar-
forstjóra. Það var 31. maí og áttu
þau því gullbrúðkaup degi fyrir lát
hans. Þau hjónin voru alla tíð mjög
samhent og kærir vinir, þótt þau
væru um ýmislegt ólík. Þau báru
gagnkvæma virðingu hvort fyrir
öðru og voru í reynd hvort um sig
mjög sjálfstæðar persónur. Ég hef
á tilfinningunni að þeim hafi aldrei
orðið sundurorða. Slík var samstaða
þeirra og gæfa. Þau eignuðust fjög-
ur börn, Þórð, kennslustjóra og
framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs
Háskóla Íslands, Elínu, forstöðu-
mann safnadeildar Ríkisútvarpsins,
Kristjönu, skjalavörð á Þjóðskjala-
safninu, og Pétur, héraðsdómslög-
mann.
Og nú er að kveðja og þakka sam-
fylgdina. Þá koma mér í huga hin
fögru orð, sem skáldið Stephan G.
Stephansson mælir í ljóðum til vin-
ar síns Baldurs Sveinssonar, föður
Kristins, er Baldur fór frá Kanada
árið 1911. Þar hafði hann verið rit-
stjóri Lögbergs. Kveðjuna kallar
Stephan ferðabæn og er hún á
þessa leið:
Í horfi eygðu lönd og leið
eins langt og vonir dreyma.
Þín bíði gleði og gæfuskeið
á götu þinni heima.
Við hjónin og fjölskylda okkar
sendum Sigríði og börnum hennar
hjartanlegar samúðarkveðjur.
Ásgeir Pétursson.
Kristinn Baldursson, samhýsing-
ur minn og fornvinur, er fallinn frá.
Kristin sá ég fyrst ungur maður,
er hann fluttist inn í húsið Eskihlíð
8, sem frændur hans af Engeyj-
arætt og fleiri höfðu þá reist. Örlög-
in höguðu því síðar svo, að við deild-
um saman húsi, húsi sem þeir reistu
saman, hann og faðir minn, og
bjuggu í báðir meðan lifðu.
Kristinn var löglærður, en ekki
hygg ég hann hafi lagt mikla stund
á þau fræði, nema til að aðstoða vini
og kunningja í neyð. Miklu tengdari
var hann útvegsmálum enda hægri
hönd föður- og móðurbróður síns,
Sveins Benediktssonar, um langa
hríð sem fulltrúi hjá Síldarverk-
smiðjum ríkisins og síðar aðstoð-
arframkvæmdastjóri. Eftir að hann
var kominn á eftirlaun starfaði
hann hjá útgerðarfélaginu Ingi-
mundi. Held ég að þar hafi hann
lagt hönd á plóg þar til yfir lauk.
Ekki efa ég, að störf Kristins hafi
verið öll unnin af þeirri trúmennsku
og nákvæmni, sem einkenndi allt
hans æði. Hann var snyrti- og prúð-
menni fram í fingurgóma og tel ég
vafalaust, að engum hafi hann troð-
ið um tær um dagana meðvitað. Öll
gögn og pappírar, sem Kristinn lét
frá sér, voru óaðfinnanleg og rituð
með fagurri, smágerðri rithönd,
auðlæsilegri öllum, sem yfir þeirri
kunnáttu búa.
Ég veit, að sá kímni- og skemmti-
maður sem Kristinn var, mun ekki
kæra sig um mærðarrollu að leið-
arlokum. Eins og ég gat um fyrr
deildum við saman húsi, hann og ég
og mín fjölskylda, um langa hríð.
Fyrst mátti hann þola foreldra
mína í rúman áratug, síðan ekkju-
frúna móður mína í hálfan og loks
mig og mitt hyski, að vísu mig einan
lengstum síðast, næstu tuttugu.
Mér er til efs og raunar stappar það
nærri fjallgrimmri vissu, að betri
sambýlinga en Kristin og hans fólk
hefur enginn haft í gjörvallri Ís-
landssögunni, og þótt víðar væri
leitað. Efast ég um, að sagnaritarar
hefðu fundið tilefni til frásagna af
þeim samskiptum. En þá hefði líka
tilvera Kristins míns orðið fátækari
hefðu engar sögur orðið til, því það
hef ég fyrir satt frá honum sjálfum,
að Njálu las hann árlega og Sturl-
unga hefur áreiðanlega verið hon-
um vel kunn. Mér fannst hann að
vísu fullfáskiptinn um útleggingar
Einars Pálssonar á Njálu, en það
fyrirgefst. Annað er öllu verra að
fyrirgefa og það er það, að öll þessi
ár hafði hann ekki fyrir því að
kenna mér að meta uppáhaldsdrykk
sinn, sem var sjénever í hitaveitu-
vatni. Hef ég engan hitt utan Stiga-
hlíðar 42, sem trúir því, að nokkur
maður leggi sér slíkan drykk til
munns, en það er mér eiður sær, að
þetta var uppáhaldsdrykkur Krist-
ins. Ekki svo að skilja, að hann hafi
alltaf verið að sulla í þessu. Hann
kunni manna best að gleðjast með
glöðum og átti alltaf eitthvað skárra
en uppáhaldsdrykkinn að bjóða
gestum sínum, ef í það fór.
Því var það, að mér lærðist ekki
gott að meta.
Ég gat þess, að Kristinn hefði
verið snyrtimenni. Það er síst of-
sagt.
Allir, sem hafa séð handbragð
hans, geta borið þess vott. Skriftin
var fíngerð, áferðarfalleg og afar
læsileg, nánast eins og prent. Og
allt hans æði var eftir því. Kurteis,
launfyndinn og skemmtilegur. Ekki
var hann síður ljúfmenni. Þó var
eitt, sem hann reis öndverður gegn
og háði sífellda styrjöld við, þessi
friðsemdarmaður, en það voru fífl-
arnir í lóðinni.
Því miður var sú styrjöld óvinn-
andi, eins og svo margar, sem nú
eru á dögum. Ég held að Kristinn
hafi annars getað séð spaugilegar
hliðar á nánast öllu.
Nema Davíð Oddssyni. Honum
fyrirgafst ekki að hafa byggt ráð-
húsið ofan í tjörnina.
Kristinn kvaddi á þann einn hátt,
sem honum sæmdi. Fullfrískur í
dag að spila við jafnaldra sína uppi í
Borgarfirði, sem honum þótti fal-
legust sveita, og hniginn til jarðar
að kveldi. Að vísu vonuðum við, að
við fengjum að njóta nærveru hans
ögn lengur, og svo sýndist mundu
verða um sinn, en síðan brá til þess
er varð.
Vigfús Magnússon.