Morgunblaðið - 03.08.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.08.2002, Qupperneq 1
180. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 3. ÁGÚST 2002 BANDARÍKJAMENN og Bretar efast um heil- indin á bak við tilboð stjórnar Saddams Husseins Íraksforseta um viðræður er miði að því að af- vopnunareftirlit Sameinuðu þjóðanna hefjist á ný eftir nokkur ár. Talsmaður Kofi Annans, fram- kvæmdastjóra SÞ, sagði í gær að Annan fagnaði tilboðinu en bætti við að hugmyndirnar sem reif- aðar væru í bréfi frá Naji Sabri, utanríkisráðherra Íraks, rækjust á skilyrði sem sett væru í ályktun öryggisráðs SÞ frá 1999. Þá var Írökum sagt að ef þeir leyfðu eftirlitsnefnd SÞ ótakmarkaðan að- gang að grunsamlegum stöðum myndi alþjóðleg- um refsiaðgerðum gegn ríkinu verða hætt. Rússar fögnuðu í gær stefnubreytingu Sadd- ams og töldu hana geta leitt til þess að deilurnar um meinta framleiðslu Íraka á gereyðingarvopn- um yrðu ef til vill leystar með friðsamlegum hætti. Frakkar virtust einnig vera jákvæðir gagnvart til- lögu Íraka en talsmaður breskra stjórnvalda sagði að Saddam hefði á ferli sínum oft reynt að beita brögðum og reynslan sýndi að hann sviki loforð. Segir stefnu Bandaríkjanna óbreytta Stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta íhugar að gera innrás í Írak með það að markmiði að steypa Saddam af stóli en talsmenn hennar neita því að búið sé að gera nákvæmar áætlanir í þá veru. Bush forseti tjáði sig ekki sjálfur um bréf- ið frá Sabri en Sean McCormack, talsmaður for- setans, sagði í gær að Saddam yrði að samþykkja undanbragðalaust eftirlit „hvenær sem er, hvar sem er“ en ekki leggja til samningaviðræður. McCormack benti á að vopnaeftirlitið væri ekki markmið í sjálfu sér. „Stefna okkar er óbreytt. Hún hefur verið óbreytt frá 1995 – stjórnarskipti [í Írak],“ sagði talsmaðurinn. Í bréfi Sabris á fimmtudag til Annans er lagt til að Daninn Hans Blix, yfirmaður eftirlitsnefndar- innar, komi til Bagdad til að ræða við írösk stjórn- völd um tæknileg atriði í sambandi við eftirlit. Forveri nefndarinnar yfirgaf Írak árið 1998 vegna samvinnutregðu Íraka. Er samið var um vopnahlé í stríði bandamanna við Íraka 1991 var kveðið á um vopnaeftirlit en að sögn breska embættismanna hafa Írakar þver- skallast við að uppfylla 23 af alls 27 sérstökum skilyrðum sem öryggisráð SÞ hefur samþykkt að þeir skuli fullnægja. Annan segir viðræðutilboð Íraka rekast á skilyrði SÞ SÞ, Washington, London. AP, AFP. DÓMARI fyrir alríkisrétti í Banda- ríkjunum úrskurðaði í gær að Banda- ríkjastjórn væri skylt að gefa upp innan 15 daga nöfn allra þeirra sem sætu í varðhaldi í tengslum við rann- sókn á hryðjuverkaárásunum 11. september sl. Sagði dómarinn, Glad- ys Kessler, að rök stjórnvalda fyrir því, að gefa nöfnin ekki upp, væru ófullnægjandi. „Enginn vafi leikur á því að réttur borgaranna til að vita hverjir það eru, sem sitja í varðhaldi, skiptir sköpum ef mögulegt á að vera að sannreyna hvort stjórnvöld hegða sér í samræmi við lög eður ei,“ sagði í úrskurðinum. Alls hafa um 1.200 manns verið handtekin vegna rannsóknar á árás- unum en Bandaríkjastjórn upplýsti í júní að 147 sætu enn í varðhaldi. Þar er ekki um að ræða þá sem haldið er í Guantamo-herstöðinni á Kúbu. Hafa stjórnvöld sagt að með því að gera þessi nöfn opinber sé verið að hjálpa hryðjuverkamönnum annars staðar í heiminum að kortleggja hvernig rannsókninni gangi fram. Kessler sagði þessa skýringu hins vegar rökleysu. Stjórnvöld reyndu sjaldnast í þeim gögnum, sem þau hefðu lagt fram, að sýna fram á tengsl þessara einstaklinga við hryðjuverk- in. Hún úrskurðaði þó að heimilt verði að leyna áfram nöfnum þeirra, sem sjálfir fara fram á það. Þá komi til greina að halda nafni einstaklings leyndu ef sýnt þyki fram á að viðkom- andi sé mikilvægt vitni í rannsókn yf- irvalda á hryðjuverkunum. Rannsókn vegna árásar á Bandaríkin 11. september sl. Gefi upp nöfn þeirra sem sitja í varðhaldi Washington. AP. TYRKNESKA þingið samþykkti í gær að afnema dauðarefsingar í landinu en breytingin er liður í um- bótum sem ætlað er að auka líkur á að Tyrkland fái aðild að Evrópu- sambandinu. Vonast Tyrkir til þess að formlegar aðildarviðræður geti farið af stað á næsta ári. Þingmenn Framtakssinnaða þjóðernisflokksins, sem aðild á að samsteypustjórn Bulents Ecevits forsætisráðherra, börðust hat- rammlega fyrir því í gær að laga- breytingunni, sem hefur í för með sér afnám dauðarefsinga, yrði sleppt úr umbótaáætlun stjórnar- innar. 256 þingmenn reyndust engu að síður fylgjandi breyting- unni en 162 á móti. Er gert ráð fyrir að umbótaáætl- unin verði tekinn til atkvæða- greiðslu í heild sinni í dag. Breytingin hefur í för með sér að í stað dauðadóms verði menn dæmdir í lífstíðarfangelsi. Lög munu þó áfram gera ráð fyrir að hægt verði að beita dauðarefsingu á stríðstímum. Öcalan sleppur við líflát Þjóðernissinnar beittu einkum þeim rökum við umræður á tyrk- neska þinginu í gær að ef menn samþykktu þessa breytingu þýddi það að Kúrdaleiðtoginn Abdullah Öcalan, sem dæmdur var til dauða af dómstóli í Tyrklandi árið 1999, slyppi lifandi. Sökuðu þeir umbóta- sinna um að svíkja ættmenni þess fólks sem látist hefði í hryðjuverk- um frelsissamtaka, sem Öcalan veitti forystu á sínum tíma. Umbótasinnar lögðu aftur á móti áherslu á að breytingin væri nauðsynleg ef Tyrkland ætti nokk- urn tíma að fá aðild að ESB. Átján ár eru liðin síðan dauða- dómi var síðast framfylgt í Tyrk- landi en dómstólar dæma menn þó engu að síður enn til dauða og bíða um 50 menn þess að verða teknir af lífi. Dauðarefsing verður afnum- in í Tyrklandi Ankara. AP. FIMM Palestínumenn biðu bana í hernaðaraðgerðum Ísraela í gær, þ.á m. einn liðsmanna Hamas- samtakanna, en þau höfðu lýst á hendur sér ábyrgð á sprengju- tilræði í Jerúsalem fyrr í vikunni, þar sem sjö manns biðu bana. Ísr- aelsher lagði undir sig borgina Nablus á Vesturbakkanum og mætti þar lítilli mótspyrnu en meira en eitt hundrað skriðdrekum var beitt í aðgerðunum. Gengu her- menn hús úr húsi og yfirheyrðu fólk og um 20 Palestínumenn voru handteknir. „Nablus er hryðju- verkahöfuðborgin, hinsti viðkomu- staður manna sem hyggja á sjálfs- morðsárás,“ sagði Binyamin Ben Eliezer, varnarmálaráðherra Ísr- aels í gær, er hann varði þá hörku, sem ísraelski herinn hafði sýnt. AP Gengu hús úr húsi í Nablus RÚSSNESKUR slökkviliðsmaður hallar sér yfir vatnsslöngu, sem gat hefur komið á, og kælir sig þannig eftir að hafa tekið þátt í að slökkva mikinn eld sem kviknað hafði á úti- markaði í Moskvu í gær. Engar fréttir bárust af alvarlegum bruna- sárum en útimarkaðurinn er undir hraðbraut í borginni. Kælir sig eftir átök við eldinn AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.