Morgunblaðið - 03.08.2002, Síða 20

Morgunblaðið - 03.08.2002, Síða 20
LANDIÐ 20 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ GRÁGÆSIRNAR á Blönduósi setja æ meiri svip á umhverfið þessa dagana því ungarnir frá í vor stækka ört og bíta grasið stíft. Grágæs, sem merkt er með einkennisstöfunum SLN og sagt var frá í Morgunblaðinu í vor, hefur komið upp myndarlegum ungahópi og ef að líkum lætur mun hún hverfa með fjölskyldu sína til Norðymbralands í októ- ber, það er að segja ef ekki verð- ur búið að skjóta fjölskyldu- meðlimi fyrir þann tíma, en veiðitímabilið hefst 20. ágúst. Rétt er að minna þá á sem um þjóðveg 1 fara í gegnum Blöndu- ós að hafa á sér vara, því gæs- irnar rápa svolítið yfir veginn milli lögreglustöðvar og Héraðs- hælisins í leit að safaríkara grasi og hirða lítt um umferðarrétt. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Grágæsin SLN blómstrar á Blönduósi Blönduós FJÖLDI gesta sótti Grundarfjörð heim til að taka þátt í hátíðarhöld- unum „Á góðri stund í Grund- arfirði“ um síðustu helgi. Veðrið varð betra en spáð var en lítillega rigndi þó á laugardeginum. Tjald- svæðið var fullt og fjölmargir gistu hjá ættingjum og vinum. Þeir at- burðir sem drógu að sér mestan fjölda á föstudeginum var hin ár- lega grillveisla verslunarinnar Tanga kl 16.00, þar sem léttsveit spilaði á meðan menn stungu sam- an nefjum og gæddu sér á góð- gerðum, og síðan endurflutningur Vorgleðinnar á föstudagskvöldið. Þar var saman kominn hópur heimamanna sem flutti tónlistar- dagskrá með suðrænni sveiflu fyr- ir troðfullu húsi við undirleik stór- hljómsveitar sem einnig var skipuð heimamönnum. Að lokinni dagskrá var stiginn dans við undirleik hljómsveitarinnar fram á rauða nótt. Sýningin „Kartöflur og kon- íak“ vakti einnig verðskuldaða at- hygli en sýningin fjallar í máli og myndum um veru Frakka í Grund- arfirði á árum áður. Ingi Hans Jónsson sögugrúskari hafði veg og vanda af uppsetningu sýning- arinnar. Á laugardaginum var fólk mikið á ferðinni í regnhlífaveðri með sól í hjarta. Sumarmót Bylgj- unnar var með dagskrá á Hafn- arsvæðinu. Eyrbyggjar, hollvina- samtök Grundarfjarðar, héldu sinn aðalfund og kynntu útgáfu 3. bók- ar í ritröðinni Fólkið, fjörðurinn, fjöllin. Líkt og í fyrri bókum er mikinn fróðleik að finna í bókinni um menn og málefni í Grundarfirði og Eyrarsveit. Bókinni fylgdi að þessu sinni glæsileg örnefnamynd tekin af Guðjóni Elíssyni. Troðfullt var út úr dyrum á Krákunni um miðjan dag á laugardag þegar söngsveitin Sex í sveit hélt tón- leika í tilefni útgáfu 12 laga geisla- disks. Diskurinn var hljóðritaður í Grundarfjarðarkirkju og var Ein- ar Melax upptökustjóri. Um kvöld- ið var söngvarakeppi krakka á Hafnarsvæðinu og sýndu margir krakkanna góða söngvaratakta. Mikinn fjölda dreif síðan að er bryggjuballið hófst en það var Stuðbandalagið úr Borgarfirði sem sá þar um fjörið fram yfir mið- nætti. Á sunnudeginum var glamp- andi sól og blíða ýmsit atburðir á dagskrá, fjölmargir krakkar tóku þátt í dorgveiðikeppni. Í Grund- arfjarðarkirku söng séra Karl V. Matthíasson léttmessu þar sem al- þingismennirnir Magnús Stef- ánsson og Gísli Einarsson léku á gítar og harmonikku meðan aðrir komust í snertingu við guð sinn með göngu á Kirkjufell. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Gleði á „Góðri stund“ Grundarfjörður HNÚFUBAKUR hefur sést í ferðum hvalaskoðunarbáta á Skjálfanda að undanförnu, hefur hann vakið mikla hrifningu þeirra sem séð hafa til hans. Það er þó ekki á vísan að róa í þessum efnum eins og Ómar Ann- isius, leiðsögumaður á hvalaskoðun- arbátnum Faldi, sagði í upphafi ferð- ar sem fréttaritari fór í á dögunum. „Þetta er villt náttúra en ekki dýra- garður, við vitum því aldrei hvað við komum til með að sjá í þessum ferð- um og engar tvær þeirra eru eins,“ sagði Ómar og það voru orð að sönnu því það var mikið líf á flóanum í þess- ari ferð. Hnúfubakurinn sveik ekki farþega Faldurs og annarra hvalaskoðunar- báta sem voru á þessum slóðum, eftir að hafa siglt í tæpa klukkustund sást til hans og spennan magnaðist um borð. Menn kepptust við að mynda og/eða skoða hann þegar hann kom upp til að blása og tignarleg sporða- köst hvalsins vöktu mikla hrifningu þeirra sem á horfðu. Einar Magnús- son skipstjóri var býsna lunkinn að koma bátnum í færi við hvalinn, þannig að gott væri að mynda hann, og í eitt skiptið kom hann upp til að blása alveg við hlið bátsins og vakti það mikla lukku um borð. Hvalaferð- ir ehf., sem gerir Faldinn út í þessar ferðir á hvalaslóðir, er nýtt fyrirtæki í þessum geira ferðaþjónustunnar, hóf starfsemi nú í vor. Jónas Emils- son, einn þeirra sem að fyrirtækinu standa, sagði þá vera ágætlega sátta við þann fjölda sem farið hefur í ferð- ir hjá þeim í sumar. Þeir væru að byrja þennan rekstur og það tæki alltaf tíma að byggja svona dæmi upp og þeir væru á ágætisróli með það. Faldinn keyptu þeir frá Þórshöfn þar sem hann var gerður m.a. út til hrefnuveiða meðan það var leyfilegt. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Hnúfubakurinn sem sést hefur á Skjálfanda að undanförnu með sporðaköst. Hnúfubakur vekur hrifningu Húsavík GUÐSÞJÓNUSTA var haldin í Klettshelli í Vestmannaeyj- um fyrir skömmu. Það var séra Bára Friðriksdóttir sem messaði. Farið var á fimm bátum í Klettshelli, ferða- mannabátnum Viking, þrem- ur trillum og gúmmítuðru. Talið er að um 80 manns hafi verið við athöfnina. Kirkjukór Landakirkju söng undir stjórn Mischelle Gaskell. Guðs- þjónusta í Kletts- helli Vestmannaeyjar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.