Morgunblaðið - 03.08.2002, Page 48

Morgunblaðið - 03.08.2002, Page 48
48 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Frá Grunnskóla Djúpavogs Við Grunnskóla Djúpavogs bráðvantar tungu- málakennara. Grunnskóli Djúpavogs er einsetinn, heildstæð- ur grunnskóli með um 80 nemendur. Við skól- ann starfa nú 11 kennarar. Mjög gott íþrótta- hús er á staðnum og ný sundlaug verður tekin í notkun bráðlega. Umsóknarfrestur er til 12. ágúst 2002. Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Gauti Jóhannesson, í símum 478 8836/ 478 1505/899 9659 netfang: grunndj@eldhorn.is . Frekari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu hans: http:// www.eldhorn.is/grunndj/ Í Þjóðmenningarhúsi er laus staða starfsmanns sem sinni kynningarmálum, leiðsögn gesta, fræðslu skólabarna og ýmsum öðrum tilfallandi verkum. Í starfinu felst leiðsögn á a.m.k. þremur tungu- málum, á íslensku, ensku og einu Norðurlanda- máli, um sýningar hússins. Reynsla í kennslu eða leiðsögn nauðsynleg. Auk þess er ætlast til að viðkomandi annist ýmiss kynningarstörf, m.a. samskipti við fjölmiðla og störf því skyld í samvinnu við forstöðumann og skrifstofu- stjóra. Launakjör skv. launakjörum opinberra starfs- manna. Umsóknir um starfið ásamt meðmælum skulu berast Þjóðmenningarhúsinu, Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík, fyrir 15. ágúst nk. Heilsugæslulæknir Borgarnes Staða heilsugæslulæknis við heilsugæslustöð- ina í Borgarnesi er laus nú þegar. Einnig vantar lækni til afleysinga frá 1. nóvember 2002 til 31. janúar 2003. Heilsugæslustöðin er þriggja lækna stöð en heimild er fyrir fjórða lækni á sumrin. Allar nánari upplýsingar um stöðuna veitir Guðmundur Eiríksson, formaður stjórnar, í síma 899 7380 og Örn E. Ingason, yfirlæknir, í síma 892 9299. Umsóknir sendist til formanns stjórnar Heilsu- gæslustöðvar Borgarness, Guðmundar Eiríks- sonar, Borgarbraut 65, 310 Borgarnes. Sölumaður fasteigna Öflug og virt fasteignasala á höfuðborgarsvæð- inu óskar eftir sölumönnum til starfa. Góð aðstaða og góður eignabanki. Miklir sölu- möguleikar á vaxandi fasteignamarkaði. Frábært starf fyrir þann sem vill vinna sjálf- stætt í líflegu umhverfi. Skilyrði að viðkomandi hafi bíl til umráða og farsíma. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „Mikil sókn — 3737.“ Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi Forstöðumaður og yfirþroskaþjálfi óskast til starfa á skammtímavistheimilum Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi óskar eftir að ráða til starfa forstöðumann á skammtímavistheimili fyrir fatlaða í Sand- gerði. Þá óskar Svæðisskrifstofa eftir að ráða til starfa yfirþroskaþjálfa á skammtímavistheimili fyrir fatlaða í Hnotubergi í Hafnarfirði. Forstöðumaður og yfirþroskaþjálfi munu taka þátt í framsæknu þróunarstarfi við mótun þjón- ustunnar og mæta spennandi áskorunum í starfi. Óskað er eftir áhugasömum þroskaþjálfum. Einnig kemur til greina að ráða aðila með reynslu af stjórnun skammtímavistheimila. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi starfs- reynslu í málefnum fatlaðra og góða sam- starfshæfileika. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningum Þ.Í. og S.F.R. Um er að ræða fjölbreytt og gef- andi störf á reyklausum vinnustöðum. Umsóknarfrestur er til og með 19. ágúst n.k. Æskilegt er að forstöðumaður og yfirþroskaþjálfi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 525 0900 á skrifstofutíma. Umsóknareyðublöð á skrif- stofunni á Digranesvegi 5 í Kópavogi og á heimasíðu Svæðisskrifstofu; http://www.smfr.is Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Leikskólar Hafnarfjarðar — lausar stöður Álfaberg - lítill vinalegur leikskóli þar sem megináhersla er á vináttu, sam- skipti, hollustu og hreyfingu. Leikskólakennarar óskast. Upplýsing- ar gefur leikskólastjóri í síma 555 3021. Hvammur - megináhersla er einfaldleiki og reglusemi. Leikskólakennarar óskast. Upplýsing- ar gefur leikskólastjóri í síma 565 0499. Kató - leikskólakennari, þroskaþjálfi eða annar uppeldismenntaður starfsmaður óskast vegna sérkennslu. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 555 0198. Aðstoðarmaður óskast í eldhús Álfasteinn - um er að ræða 50% starf eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 555 6155. Hlíðarberg - um er að ræða 50% starf eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 565 0556. Ennfremur veitir leikskólafulltrúi upplýs- ingar um störfin í síma 585 5800. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði. Stöður aðstoðarleikskólastjóra eru lausar við eftirtalda leikskóla: Ásborg, Dyngjuvegi 18 Upplýsingar veitir Elfa Dís Austmann aðstoðarleikskólastjóri í síma 553 1135. Um er að ræða 100% starf vegna afleysinga í eitt ár. Grandaborg, Boðagranda 9 Upplýsingar veitir Guðrún María Harðardóttir leikskólastjóri í síma 562 1855. Um er að ræða 100% starf vegna afleysinga frá 1. sept.–1. júní 2003. Nóaborg, Stangarholti 11 Upplýsingar veitir Anna Margrét Ólafsdóttir leikskólastjóri í síma 562 9595. Um er að ræða 100% starf frá 1. september nk. Leikskólakennaramenntun er áskilin og framhaldsmenntun í stjórnun æskileg. Laun eru skv. kjarasamningi Félags leikskólakennara og launanefndar sveitarfélaga. AÐSTOÐARLEIKSKÓLASTJÓRAR Umsóknareyðublöð má nálgast á ofangreindum leikskólum, á skrifstofu Leikskóla Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, sími 563 5800 og á vefsvæðinu leikskolar.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.