Morgunblaðið - 03.08.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.08.2002, Blaðsíða 56
DAGBÓK 56 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: As- sedo kemur og fer í dag. Oceanus kemur í dag. Knorr og Gerda María fara í dag. c. Columbus kemur og fer á morgun, Þerney fer á morgun. Hafnarfjarðarhöfn: West Sailor kemur í dag. Sissimiut fór í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Fé- lagsvist fellur niður mánudaginn 5. ágúst. Verslunarferð í Hag- kaup Skeifunni fimmtu- daginn 8. ágúst, lagt af stað frá Aflagranda kl. 10 með viðkomu á Grandavegi 47. Skrán- ing í afgreiðslu sími 562 2577. Bólstaðarhlíð 43. Þriðjudaginn 20. ágúst kl. 8 verður farin skoð- unarferð um Vík og ná- grenni. Ekið upp í Heið- ardal og um Reynishverfið. Súpa og brauð í Vík. Kvöldverð- ur í Drangshlíð austur undir Eyjafjöllum. Leiðsögumaður Hólm- fríður Gísladóttir. Skráning og greiðsla í síðasta lagið þriðjudag- inn 13. ágúst. Allir vel- komnir. Uppl. og skrán- ing í síma 568 5052. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Í dag morgungangan kl. 10 frá Hraunseli. Rúta frá Firðinum kl 9.50. Fé- lagsheimilið Hraunsel verður lokað vegna sumarleyfa starfsfólks til 11. ágúst. Orlofsferð að Hrafnagili við Eyja- fjörð 19.–23. ágúst, munið að greiða gíró- seðlana sem fyrst. Or- lofsferð að Höfðabrekku 10.–13. sept. Skráning og upplýsingar eru kl. 9 til 21, sími 555 1703, 555 2484 og 555 3220. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Brids fellur niður á mánudag vegna frídags verslunar- manna. Brids verður spilað fimmtudaginn 8. ágúst kl. 13. Dans- kennsla fellur niður vegna sumarleyfa. Dansleikur fellur niður á sunnudag vegna sum- arleyfa. Farið verður í Landmannalaugar þriðjudaginn 6. ágúst. Ekið inn Dómadal niður hjá Sigöldu. Leið- sögumaður Tómas Ein- arsson. Brottför frá Glæsibæ kl. 8. Munið hádegisnestispakka. Göngu-Hrólfar ganga frá Hlemmi kl. 9.45. á miðvikudag. Fræðslu- og menningarferð í Skálholt 9. ágúst. Leið- sögumaður Pálína Jóns- dóttir. Brottför frá Glæsibæ kl. 10. Skrán- ing hafin á skrifstofu FEB. Fyrirhugaðar eru ferðir til Portúgals 10. sept- ember í 3 vikur og til Tyrklands 1. október í 10 daga fyrir fé- lagsmenn FEB, skrán- ing er hafin takmark- aður fjöldi. Skráning hafin. Silfurlínan er op- in á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10–12 í s. 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxa- fen 12, sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sumar- leyfa, opnað aftur þriðjudaginn 13. ágúst. Á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs eru sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.30 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Umsjón Brynjólfur Björnsson íþróttakennari. Félag eldri borgara Kópavogi. Púttað verð- ur á Listatúni í dag, laugardag, kl. 10.30 Mætum öll og reynum með okkur. Ferð á veg- um FEBK verður farin fimmtudaginn 8. ágúst um uppsveitir Árnes- sýslu og Landsveit und- ir leiðsögn þjóðsagna- safnarans Bjarna Harðarsonar. Skoðaður verður hellirinn að Hellum og fleiri staðir í Landssveit. Síðan verð- ur farið á Sprengisands- veg að Sultartanga- virkjun þar sem lón og stíflumannvirki verða skoðuð ofan af Sandfelli. Næsti áfangastaður verður Hólaskógur, þar er ætlunin að borða nestið. Ef rútufært er verður ekið að Háafossi, síðan niður í Þjórsárdal þar sem Búrfellsvirkjun verður heimsótt – einn- ig þjóðveldisbærinn, Stöng og Hjálparfoss. Kaffihlaðborð verður í Félagsheimilinu Árnesi. Heim verður haldið nið- ur Skeiðaveg. Áætluð heimkoma kl. 19 Lagt verður af stað frá Gjábakka kl. 10 og frá Gullsmára kl. 10.15 Þátttökulistar liggja frammi í Gjábakka - einnig í Gullsmára 7 , 9 og 11. Ferðanefndin, Bogi Þór s: 554 0233 og Þráinn s: 554 0999 Hraunbær Miðvikudag- inn 7. ágúst verður farið í Þórsmörk. Lagt af stað frá Hraunbæ kl. 10:30. Súpa og brauð á Hlíðarenda á Hvolsvelli. Í Þórsmörk verður farið í stuttar eða langar gönguferðir. Hafa þarf með með gönguskó og nesti. Leiðsögumaður : Hólmfríður Gísladóttir. Skráning á skrifstofu eða í síma: 587 2888. Gullsmári. Gullsmára 13. Opnum eftir sum- arleyfi þriðjudaginn 6. ágúst opið frá 9–17. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 frá Gjábakka í Kópavogi laugardagsmorgna. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁA Síðumúla 3-5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14-17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Minningarkort Samúðar- og heilla- óskakort Gídeonfélags- ins er að finna í anddyr- um eða safnaðarheimilum flestra kirkna á landinu, í Kirkjuhúsinu, á skrif- stofu KFUM&K og víð- ar. Þau eru einnig afgreidd á skrifstofu Gídeon- félagsins, Vesturgötu 40, alla virka daga frá kl. 14–16 eða í síma 562 1870. Allur ágóði fer til kaupa á Nýja testamentum sem gefin verða 10 ára skólabörnum eða komið fyrir á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, hótelum, fangelsum og víðar. Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins fást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gengt Langholtsskóla) sími 588-8899. Minningarkort Graf- arvogskirkju. Minningarkort Grafar- vogskirkju eru til sölu í kirkjunni í síma 587 9070 eða 587 9080. Einnig er hægt að nálgast kortin í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, Reykja- vík. Líknasjóður Dómkirkj- unnar, minningaspjöld seld hjá kirkjuverði. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í síma 456-2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafn- arfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Minningakort Áskirkju eru seld á eftirtöldum stöðum: Kirkjushúsinu Laugavegi 31, þjón- ustuíbúðum aldraðra við Dalbraut, Norðurbrún 1, Apótekinu Glæsibæ og Áskirkju Vesturbrún 30 sími 588-8870. Í dag er laugardagur 3. ágúst, 215. dagur ársins 2002. Ólafsmessa. Orð dagsins: Þolgæðis hafið þér þörf, til þess að þér gjörið Guðs vilja og öðlist fyrirheitið. (Hebr. 10, 36.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 alveg ber, 8 lund, 9 blóðsugum, 10 elska, 11 fantarnir, 13 híma, 15 stöðvun, 18 grískur bók- stafur, 21 ílát, 22 sjúga, 23 smámynt, 24 málsvari. LÓÐRÉTT: 2 kút, 3 jurtin, 4 eldstæði, 5 slæmur, 6 bílífi, 7 litla, 12 greinir, 14 snák, 15 pest, 16 koma í veg fyrir, 17 geðs, 18 djarfa, 19 hlífðu, 20 siga. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 andóf, 4 sænsk, 7 akkur, 8 orður, 9 nár, 11 læða, 13 biti, 14 stóra, 15 fork, 17 klám, 20 sag, 22 ráð- um, 23 eldur, 24 innan, 25 afurð. Lóðrétt: 1 apall, 2 díkið, 3 forn, 4 slor, 5 niðji, 6 kargi, 10 ámóta, 12 ask, 13 bak, 15 ferli, 16 ræðan, 18 lyddu, 19 múruð, 20 smán, 21 geta. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... MÁL og menning hefur nú ruttsér til rúms í útgáfu korta og á ferðalögum Víkverja um landið eru Íslandskort útgáfunnar höfð við höndina. Víkverji dagsins var nýver- ið á Reykjanesi í Barðastrandar- sýslu og komst þá að því að nokk- urrar ónákvæmni gætti á kortinu af Norðvesturlandi og sömuleiðis í kortabókinni. Bæði voru bæir í vit- lausri röð og einnig fannst dæmi um rangnefni. Samkvæmt korti Máls og menningar er bærinn Staður vestar en Árbær, en þegar komið er á Stað verður ekki um villst að því er öfugt farið. Þá er bærinn Barmur merktur inn á kortið í kortabókinni, en á skilt- inu við veginn stendur að hann heiti Barmar og hið sama segir á korti Landmælinga. Það rýrir óneitanlega gildi kortanna frá Máli og menningu ef ekki er hægt að treysta því að rétt sé með farið. Því má þó bæta við að á kortunum var rétt farið með heitið á Bjarkalundi, sem iðulega er stafsett Bjarkarlundur. x x x OFT er sagt að veðrið sé helstaumræðuefni Íslendinga, en verðlag hlýtur að vera þar skammt undan. Umræður um það hvað allt sé dýrt á Íslandi færast venjulega í aukana á sumrin þegar Íslendingar ferðast til útlanda og stinga nefinu inn í verslanir þar sem virðist vera hægt að fylla heilu körfurnar af mat- vælum fyrir aðeins brot af því verði, sem sett er upp hér á landi. Áhrif- unum af þeirri upplifun að kaupa matvæli utan landsteinanna má líkja við lost eða til vara snert af veru- leikafirringu þar sem viðkomandi líður eins og hann hljóti að hafa stig- ið inn í eitthvert Undraland eða þá hafa orðið fyrir barðinu á óprúttnum sjónhverfingamönnum, sem með hjálp pótemkíntjalda vilja brengla veruleikaskyn hans. Við heimkom- una þarf síðan nokkurn aðlögunar- tíma áður en komið er niður á jörðina aftur og búið er að venjast því að hlutirnir séu seldir á eðlilegu verði. x x x REYNDAR getur verið kostulegtað lesa rökstuðninginn fyrir því að matur sé dýr. Í Daglegu lífi í Morgunblaðinu í gær, föstudag, er grein um aukið framboð á framandi ávöxtum í íslenskum verslunum. Nú er hægt að fá ígulber, eldaldin, gran- atepli og blæjuber ásamt hversdags- legum bjúgaldinum og glóaldinum. Í greininni kemur fram að kílóið af ferskum fíkjum kosti 1.899 krónur. Ástæðan fyrir háu verði er að hluta til sú að ávextirnir eru fluttir hingað í flugi til að tryggja ferskleika og svo lítið sé keypt af þeim að aðeins sé hægt að flytja lítið inn í einu. Í grein- inni gefa kaupmenn hins vegar einn- ig þá ástæðu að eftirspurnin sé svo lítil að verðið þurfi að vera hátt. Hættan sé nefnilega sú að varan skemmist ef lítið selst. Víkverji er ekki hagfræðingur, en það hvarflar að honum að þessari röksemdafærslu mætti hæglega snúa við og hugsa sér að eftirspurnin sé lítil vegna þess hvað verðið sé hátt og væri verðið lægra myndi hættan á því að kaupmenn sætu uppi með skemmda vöru snarminnka. Þessari tilgátu er hins vegar slegið fram af fullkomnu ábyrgðarleysi þess, sem ekki hefur lesið markaðs- fræði og hvorki kannað áunnið né erft neyslumynstur nútímamanns- ins. Bún. og Spron EGILL Skallagrímsson vitjaði mín í draumi nýlega og hafði þá ekki birst mér lengi. Honum var allmikið niðri fyrir eins og vísan sem hann fór með vitnar um: Ég tjái mína þungu þanka. Þjóð mín, hvar er traust og von þegar gleypa bankar banka: Bún. og Ís. og Land. og Spron? Baldur Hafstað. Er milljónin í ísskápnum? SÍÐASTLIÐINN sunnu- dag birtist fyrirspurn í Vel- vakanda sem bar yfirskrift- ina „Hvar er milljónin?“ þar sem spurt var um að- alvinning í Silfurflöskuleik Diet Coke. Mér þykir leitt að tilkynna að því miður hefur vinningshafinn ekki enn gefið sig fram. Hins vegar hefur hann frest til 31. ágúst til að koma með tappann til okkar og sækja milljónina sína. Ef vinning- urinn verður ekki sóttur fyrir þann tíma verður milljónin gefin til góðgerð- armála. F.h. Vífilfells hf. Þuríður Hrund Hjartardóttir. Engan sykur, ekkert ger. EINAR hringdi til að leita upplýsinga um hvar finna má sykur- og gerlaust brauð. Einar er sjálfur af- leitur bakari, og því háður bakaríum, en hefur hvergi getað fundið brauð án syk- urs og gers. Þeir sem vita hvar brauðið má finna vinsam- lega hringi í síma 869 1230. Tapað/fundið María mey horfin ÞESSI stytta af Maríu mey hvarf nýlega úr garði við Grundarstíg 7. Styttan er 50 cm há, hvít að lit og á að giska 30 kg að þyngd. Eig- andanum þykir mjög vænt um styttuna og vill biðja þá sem vita hvar hún er niður komin að hringja í síma 551 5992. Hefurðu fundið hring? GULLHRINGUR með lillabláum steini með smá- steinum til hliðanna tapað- ist nýlega, annað hvort í miðbæ Reykjavíkur á móts við Pylsuvagninn við Póst- hússtræti eða þar um kring, eða á Seltjarnarnesi við Austurströnd. Hringur- inn var í dökkblárri öskju, sem var í dökkbláum kassa. Hringurinn hafði mikið persónulegt gildi fyrir eig- andann og er sárt saknað. Finnandi er beðinn að hafa samband í síma 569 1201, en fundarlaun eru 20.000 kr. Myndavélataska og minniskort týndust SVÖRT myndavélataska úr gerviefni, u.þ.b. 10 x 20 cm týndist 24. júlí sl., að öll- um líkindum í Stykkis- hólmi, og þá líklega í kirkj- unni þar, eða þar um kring, eða á ferjunni Baldri. Í töskunni er þrífótur og þrjú minniskort sem inni- halda ljósmyndir úr ferða- lagi eigandans um landið. Kortin eru merkt „Smart media“ og eru í plasthylkj- um. Sá sem veit hvar task- an er niðurkominn er beð- inn að hafa samband í tölvupóstfangið jabaa- de@azstarnet.com. Skammadals-úr KARLMANNS-armbands- úr fannst í Skammadal í Mosfellssveit síðastliðinn sunnudag. Eigandi getur gefið sig fram í síma 692 5450. Blárrar flauelskápu saknað LÍTIL, glæný dökkblá kápa úr riffluðu flaueli var tekin í misgripum á Hverf- isbarnum laugardaginn 20. júlí. Í kápuvasanum er öku- skírteini svo engum ætti að dyljast hver á kápuna. Eig- andinn saknar hennar sárt og þótti mjög vænt um þessa flík. Þeir sem vita um kápuna eru beðnir að hringja í Höllu í síma 898 9605. Kvenmannsúr tapaðist SILFURLITAÐ kven- mannsúr af Guess-gerð með silfurlitri skífu tapað- ist í Mjódd á mánudag. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 865 2665. Dýrahald Hefurðu séð Emblu? KISAN Embla týndist frá Skólavörðustíg 24. júlí. Hún er norskur skógar- köttur, brúnleit og síðhærð. Hún er með rauða ól og eyrnamerkt. Hennar er mjög sárt saknað, hún var í pössun og ratar hugsanlega ekki heim. Þeir sem hafa séð til hennar vinsamlega hringi í Þórunni í síma 554 2766 eða 821 1619 VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.