Morgunblaðið - 06.04.2003, Page 15

Morgunblaðið - 06.04.2003, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 15 það góða. Það er mikilvægt að gefa raunsæja mynd þegar það er verið að ráða, velja og meta fólk. Þá eru starfsveitendur líklegri til að ráða fólk sem mun hafa áhuga á starfinu og vera ánægt,“ segir Liefooghe. Laun skipta ekki höfuðmáli Aðspurður hvað skipti mestu um starfs- ánægju segir hann mikilvægt að fólki finnist fyrirtækið sanngjarnt í þeirra garð og að það hafi náð hagstæðum samningum við fyrirtækið. Gildi skipta einnig máli. Starfsmenn sem deila þeim gildum sem fyrirtækið stendur fyrir eru líklegri til að verða hamingjusamir og afkasta- miklir í starfi en þeir sem ekki gera það. Solveig segir mikilvægt að fyrirtækið komi hreint fram við starfsmenn sína. „Jafnvel ef það er verið að segja fólki upp geta starfsmenn sýnt fyrirtækinu skilning og hluttekningu ef þeir skilja hvers vegna þarf að grípa til slíkra að- gerða og það er gert á sanngjarnan hátt. Fólk er ansi hart af sér, það getur kljást við mörg vandamál í vinnunni og erfiðar ákvarðanir ef því finnst sanngirni ráða ríkjum,“ segir hún. Inntur eftir því hvaða áhrif laun hafi á starfs- ánægju segir Liefooghe laun ekki allt. „Þessi umræða um hvort há laun virki hvetjandi á starfsmenn hefur alltaf verið í gangi. Sumir segja að launin skipti máli, en aðrir segja að launin geri það ekki, en þau verði engu að síður að vera sanngjörn. Launin sjálf virki ekki hvetj- andi en þau verði að vera sanngjörn. „Flestir starfsmenn ef ekki allir mundu taka launa- hækkun fegins hendi en spurningin er hvort fyrirtæki muni í kjölfarið fá hamingjusamari starfsmenn sem áorki meiru. Rétt eftir launa- hækkunina verða starfsmennirnir kannski af- kastameiri, en síðan er hætt við að starfsorkan fari aftur í sama horfið. Laun eru eins og súr- efni, þau verða að ná ákveðnu þrepi en skipta ekki höfuðmáli hvað hvatningu varðar,“ segir Liefooghe. Hann segir viðhorf fólks til atvinnu hafa breyst mikið á síðustu árum. „Fyrir 10–20 árum fannst fólki að fengi það vinnu hjá ákveðnu fyrirtæki þýddi það að það myndi starfa hjá fyrirtækinu ævilangt. Það hefur færst í aukana að fólk hugi frekar að eigin starfsframa og sé sér meðvitandi um hvert það stefni. Fólk sem nær að stjórna eigin starfsframa er yfirleitt einnig afkastameira, ánægðara og örvaðra í vinnunni,“ segir Liefooghe. Liefooghe segir að þeir starfsmenn sem hugsi fyrst og fremst um að sníða sér eigin frama, fórni starfsöryggi, sem aftur á móti bjóðist í eldra kerfinu. „Hættan er að það er auðvelt fyrir stjórnend- ur fyrirtækja að nota þetta sem afsökun fyrir því að hætta að bjóða starfsmönnum end- urmenntun og annað í þeim dúr til að draga úr útgjöldum,“ segir hann. Liefooghe segir að síðustu ár hafi þróunin í Bretlandi og á meginlandi Evrópu verið sú að tengja launagreiðslur frammistöðu í starfi. „Það er erfitt að koma slíku umbunarkerfi á. Yf- irmaðurinn verður að ákveða hverja af starfs- mönnunum hann ætlar að verðlauna. Hæfileik- ar starfsmanna liggja á mismunandi sviði, í ákveðnu starfsmannateymi gæti t.d. einn verið mjög duglegur að halda kynningar, verið opinn og skemmtilegur og er líklegt að honum yrði umbunað með launahækkun. Í teyminu gæti verið annar starfsmaður sem er duglegur að hjálpa öðrum, man afmælisdaga hinna í teym- inu og er t.d. sá sem hendir mjólkinni sem er farin að úldna úr ísskápnum. Allt þetta skiptir máli og er hægt að færa rök fyrir því að framlag þessa starfsmanns sé eins mikilvægt og þess sem er duglegur að halda kynningar, þar sem hann hefur góð áhrif á starfsandann í liðinu. Hegðun hans er þó sjaldnast verðlaunuð í þessu umbunarkerfi sem virðist ósanngjarnt.“ Liefooghe hefur starfað talsvert með Ís- lendingum og komið margsinnis til Íslands til að gera rannsóknir á starfsskilyrðum hér á landi. Hann er tregur til að tjá sig um hvar Ísland stendur hvað starfsánægju varðar því enn er verið að safna gögnum héðan og vill hann ekki hafa áhrif á hvernig fólk svarar. „Ísland sker sig þó úr að einu leyti. Íslendingar eru tilbúnir til að segja frá erfiðleikum sem þeir upplifa í vinnunni, t.d. í garð yfirmannsins og fleira, eins og í öðrum löndum. Þessar kvartanir, sem Ís- lendingar tjá, hafa þó engin áhrif á starfs- ánægju þeirra. Um 90% íslenskra starfsmanna segjast ánægð með vinnuna, sem er mjög sér- stakt því víðast hvar mælist starfsánægja um 50%,“ segir Liefooghe. Spurður um hvernig megi skýra hvers vegna Íslendingar virðist almennt ánægðir í starfi þrátt fyrir að ýmis vandamál verði á vegi þeirra í vinnunni, segir Liefooghe telja að skýringuna sé að finna í íslensku þjóðarsálinni. „Kannski hafið þið hærri þröskuld og þolið meiri pirring og ergelsi en aðrar þjóðir. Það gæti skýrt þetta. Íslendingar virðast geta látið ýmislegt yfir sig ganga og geta tekið á ýmsum erfiðum vandamálum sem upp koma.“ Liefooghe segir rangt sem margir ímyndi sér að ef þeir þyrftu ekki að vinna nytu þeir lífsins mun betur. „Það er ekki rétt. Það skiptir ekki máli hvað fólk kvartar mikið yfir vinnunni, óvéfengjanleg rök sýna fram á að það er mikið hollara að vinna en að gera það ekki.“ Rannsóknin sem hefst á næstunni í þremur deildum á Landspítala-háskólasjúkrahúsi er gerð á vegum Birkbeck College og Háskóla Ís- lands og er meistaraverkefni Solveigar. Auk prófessors Liefooghe, sem er leiðbeinandi hennar, mun Ragnar Ólafsson, stundakennari við Háskóla Íslands, Hannes Ingvar Jónsson, mastersnemi við Birkbeck College, og dr. Neil Conway vinnusálfræðingur standa að könnun- inni. nina@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.