Morgunblaðið - 06.04.2003, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.04.2003, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐAST er ég skildist við les-endur Mbl. var ég nýbúinnað taka af mér seglasvunt-una í Völundarportinu ogvar að hefja nám í III. A í Menntaskólanum í Reykjavík (M.R.). Þann vetur vorum við bræður allir í M.R. Sveinn Kjartan í VI. B og Har- aldur í V. C. Þótti föður okkar tilvalið að við tækjum að okkur innheimtu fyrir V.Í., það væri tilbreyting frá náminu. Skipti hann fyrirtækjunum milli okkar, þannig að hver bar ábyrgð á þriðjungi þeirra. Eigi man ég nöfn þeirra allra sem féllu í minn hlut eftir 60 ár, en nokkrir forstöðu- menn þeirra og starfsmenn urðu mér ákaflega minnisstæðir og skal ég nú reyna að gera þeim nokkur skil. II. Venjulega lagði ég inn reikningana hjá gjaldkeranum, sem svo fékk uppáskrift forstjórans og síðan kom ég viku eða hálfum mánuði síðar og fékk greiðsluna. Um tvær upphæðir var að ræða eftir stærð og umfangi fyrirtækjanna, kr. 500,00 og kr. 300,00. Aðeins einu sinni greiddi gjaldkeri mér reikninginn þegar í stað án samráðs við nokkurn yfir- mann. Var það hærri upphæðin og fyrirtækið J. Þorláksson & Norð- mann hf. Algengt var að eigendur spyrðu hvað þessi og þessi í sömu verslunargrein greiddu há iðgjöld, einkum kolakaupmennirnir. Hita- veitan var þá ókomin, kolaverslanirn- ar margar og sumar þeirra stórveldi, eins og t.d. Kol & salt hf. Aðrar kola- verslanir sem ég man eftir voru Kola- verslun Guðna Einarssonar & Ein- ars, Kolaverslun Sigurðar Ólafssonar og Ólafur Ólafsson kolakaupmaður í Varðarhúsinu við Kalkofnsveg. Minnisstæðust urðu þó viðskipti mín við Ólaf Ólafsson kolakaupmann (1883–1965). Þegar hann sá reikn- ingsupphæðina næstum trylltist hann og mælti: „Þetta er hærra en útsvarið mitt, hver sendi þig, góði?“ „Það var faðir minn, Sveinn í Völ- undi,“ svaraði ég. „Er hann formaður V.Í.?“ „Nei, hann er varaformaður, Hallgrímur Benediktsson er formað- ur.“ „Síðasti aðalfundur samþykkti ekki þessa hækkun, ég er ekkert hræddur við þessa karla, ég hringi bara í hann pabba þinn og spyr hann hvað þetta eigi að þýða?“ „Það er víst verðbólgan, sem vex svo ört að nauð- synlegt þótti að hækka án samþykkis aðalfundar, en hringt var í flesta meðlimi V.Í., sem tóku þessu vel,“ muldraði ég. „Ekki hringdu þeir í mig,“ sagði Ólafur og var enn í æstu skapi. Hann bað mig samt að koma við í næstu viku. Faðir minn talaði nú við Ólaf og fór vel á með þeim að lok- um, eftir að málið hafði verið skýrt fyrir Ólafi. Kem ég nú til Ólafs og leggur hann þá bunka af tíu króna seðlum á borðið og segir: „Teldu strákur.“ „Jú, þetta eru þrjú hundruð krónur og þakka þér fyrir Ólafur.“ Þegar ég er á leiðinni út úr Varðar- húsinu kallar Ólafur á eftir mér: „Hvað borgar hann Sigurður Ólafs- son annars mikið?“ „Það er trúnaðar- mál hvað hver meðlimur borgar,“ svaraði ég. Ólafur hafði gegnt ýmsum störfum áður en hann hóf að versla með kol, m.a. verið í þjónustu Sturlu- bræðra, sem lánuðu mönnum fé gegn ríflegum vöxtum, var þar í hlutverki „Stråmand“, sem Danir kalla, en mætti þýða á íslensku „Strámaður“. Ólafur Ólafsson lauk síðan starfsferli sínum hjá fulltrúaráði Sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík, hafði þar um- sjón með spjaldskránni og við hana kenndur, kallaður „Spjalda-Láfi“. III. Mig minnir, að eitt af þeim fyrir- tækjum, sem mér var úthlutað hafi heitið Terra Trading. Þar legg ég inn reikning, svo sem mér hafði verið fyr- ir lagt. Þar var aðeins einn starfs- maður sjáanlegur, Guðmundur Jóns- son að nafni, f. 10. maí 1920. Guðmundur tjáði mér að húsbóndi sinn væri vant við látinn alla þessa viku, en reyna mætti að ná fundi hans í þeirri næstu. Ekki stóðst það og varð nú Guðmundur æ vandræða- legri eftir því sem ég kom oftar: „Venjulega er þetta bara vika, en stundum stendur þetta þó í tvær. Það virðist ætla að verða lengri gerðin núna.“ En allt fór þetta vel að lokum, þrjúhundruð kallinum náði ég að lok- um eftir mikið skóslit. Samskipti okk- ar Guðmundar í þessu máli urðu til þess að til ævarandi vináttu stofnað- ist milli okkar. Það var um þetta leyti sem hann hélt hljómleika í Gamla bíói til þess að fjármagna söngnám sitt í Bandaríkjunum. Fórum við feðgar á eina slíka og hrifumst mjög. IV. Samanburðarsálfræði er fræði- grein sem lítt hefur verið sinnt hér á landi. Í kafla II. lýsti ég áhuga Ólafs kolakaupmanns á iðgjaldi keppinaut- ar síns, Sigurðar Ólafssonar. En þetta kom fram víðar. Sverrir Bern- höft heildsali (1909–1991) spurði mig t.d.: „Hvað borgar H. Ólafsson & Bernhöft?“ en þeir Guido og Sverrir voru bræður. Ekki voru allar skrif- stofur heildsalanna skrautbúnar og man ég t.d. að Einar Guðmundsson (1895–1957) heildsali var til húsa á efri hæð Hressingarskálans í litlu herbergi þar. Þegar mig bar að garði var hann að skúra gólfin í skrifstofu sinni, allt varð heildsalinn að gera sjálfur, álagningin leyfði ekki að- keypt vinnuafl. Tengdasynir Einars voru hinir merkustu menn, Guð- mundur ARON Guðbrandsson (1905–1981) í Kauphöllinni og Alfreð Jónsson (f. 1919) oddviti í Grímsey og fyrrum skíðakappi frá Siglufirði. Þeim kynntist ég báðum og vildi ekki hafa misst af þeim kynnum. Alfreð og kona hans búa nú á Akureyri. V. Í Austurstræti 17 var íþróttavöru- verslun L.H. Müller (f. 1879–1952). Þar reyndist heldur þungt fyrir fæti að fá greiðslu. Bar kaupmaður fyrir sig, að fyrir þessari hækkun væri engin aðalfundarsamþykkt, en bót var í máli, að afgreiðslustúlka hjá honum var Jóhanna Guðjónsdóttir (1900–1982), sem ávallt tók mér al- úðlega, varð síðar kona Guðmundar Guðmundssonar (1898–1968) læknis, sem lengst var kenndur við Reyk- hóla, þar sem hann þjónaði frá 1925– 1942. Varð ég heimagangur hjá þeim hjónum veturinn 1947–8, er þau „Þegar ég gerðist rukkari hjá Verslunarráði Íslands“ Eftir Leif Sveinsson Morgunblaðið/Golli Kirkjustræti 8b, til hægri, þar sem fyrsta skrifstofa Verslunarráðsins var til húsa á 1. hæð. Húsið er nú í eigu Alþingis. Varðarhúsið við Kalkofnsveg. Mynd úr „Reykjavík – sögustaður við Sund“ eftir Pál Líndal Kynning á sumarlitunum Rimaapótek mánudag 7. apríl Árbæjarapótek þriðjudag 8. apríl Laugarnesapótek miðvikudag 9. apríl Hringbrautarapótek fimmtudag 10. apríl Grafarvogsapótek föstudaginn 11. apríl Ólafsfjarðarapótek miðvikudag 9. apríl Siglufjarðarapótek fimmtudag 10. apríl Dalvíkurapótek föstudaginn 11. apríl www.gosh.dk www.plusapotek.is Ilmefnalausar og ofnæmisprófaðar — og verðið það gerist ekki betra.... Kynning í Lyfju
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.