Morgunblaðið - 06.04.2003, Síða 31

Morgunblaðið - 06.04.2003, Síða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 31 LISTASAFN Árnesinga tekur til starfa í nýju húsnæði að Aust- urmörk 21 í Hveragerði í maí, þar sem áður var Listaskálinn í Hvera- gerði, þegar opnuð verður sýning á verkum Kristjáns Davíðssonar og Þórs Vigfússonar. Birna Kristjáns- dóttir, forstöðumaður safnsins, seg- ir þetta mikil tímamót í starfsemi þess og rík ástæða sé til að horfa björtum augum til framtíðar. „Þetta er mjög stórt skref fyrir safnið. Skálinn er um helmingi stærri en húsnæðið sem við vorum í áður og svo munum við örugglega njóta góðs af nálægðinni við borg- ina. Ég fagna því að Héraðsnefnd Árnesinga hafi tekið þessa ákvörð- un. Þetta mun efla safnið til muna.“ Birna segir að flutningar hafi tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert í upphafi. „Til þess liggja fyrst og fremst tvær ástæður. Í fyrsta lagi þurftum við að ráðast í talsverðar breytingar á húsinu. Það var upphaflega hugsað sem gallerí og því þurfti að sníða það að þörfum safnsins. Safn og gallerí er nefnilega tvennt ólíkt. Í öðru lagi fóru fram sveitarstjórnarkosn- ingar á síðasta ári og það segir sig sjálft að nýtt fólk þarf tíma til að setja sig inn í málin. En þegar upp er staðið hafa allir sem að þessu máli koma verið því til sóma.“ Byggt undir list Einar Hákonarson listmálari byggði Listaskálann árið 1996 og rak hann um tíma með sérstakri áherslu á málverkasýningar. Und- anfarin ár hefur húsið staðið autt. Að áliti Birnu er það fagnaðar- efni að hús sem byggt var undir list verði áfram notað í því skyni. „Auðvitað vonuðust menn alltaf til þess að það gæti orðið. Það er því tvöföld ástæða til að gleðjast.“ Birna segir skálann hafa verið í ágætu ásigkomulagi. „Húsið var reyndar aldrei fullklárað á sínum tíma. Það var líka gerð fagleg út- tekt á ástandi hússins með tilliti til jarðskjálftanna í júní 2000 og það sem kom verst út þar voru sprung- ur í gólfi. Af þessum þáttum hefur hins vegar hlotist óverulegur kostnaður.“ Birna segir kostnað vegna breyt- inganna ekki liggja fyrir enda sé þeim ekki að fullu lokið. „Við mun- um upplýsa um kostnaðinn þegar hann liggur fyrir síðar á þessu ári. Það er ekki óeðlilegt að verkefni af þessu tagi kosti peninga en ég leyfi mér að fullyrða að við erum ekki að tala um óeðlilegar upphæðir.“ Birna segir framkvæmdir hafa gengið vel og samstarf allra aðila verið einstaklega gott. Nefnir hún þar sérstaklega Héraðsnefnd Ár- nesinga, bæjaryfirvöld í Hvera- gerði, verkfræðiskrifstofu Suður- lands og arkitektastofuna Glámu- Kím. „Þetta fólk á allt heiður skil- ið.“ Listasafn Árnesinga opnað í Hveragerði Mun efla safnið til muna NÝSTOFNAÐUR blásaraoktett, Hnúkaþeyr, heldur tónleika í Dóm- kirkjunni kl. 17 í dag, sunnudag. Fyrr á öldum voru blásarar eins- konar popptónlistarmenn með sín ómsterku hljóðfæri, léku á mark- aðstorgum, í hallargarðinum, blésu til veiða eða hátíðar. Og enn gefst færi á að hlýða á þýða tóna því átta blásarar halda tónleika með yfirskriftinni Blásið til sumars. Blásaraoktettinn skipa Ármann Helgason og Rúnar Ósk- arsson á klarinett, Eydís Franzdótt- ir og Peter Tompkins á óbó, Anna Sigurbjörnsdóttir og Ella Vala Ár- mannsdóttir á horn, Darri Mikaels- son og Kristín Mjöll Jakobsdóttir á fagott. Á efnisskrá eru oktettar fyrir tvö óbó, tvö klarinett, tvö horn og tvö fagott eftir klassísku tónskáldin Johan Nepomuk Hummel og Lud- vig van Beethoven, einnig oktett frá síðustu öld eftir breska tón- skáldið Gordon Jacob. Tónleikarnir eru styrktir af Reykjavíkurborg og mennta- málaráðuneytinu. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr: Ár- mann Helgason, Eydís Franzdóttir, Kristín Mjöll Jakobsdóttir, Ella Vala Ármannsdóttir, Rúnar Ósk- arsson og Anna Sigurbjörnsdóttir. Fjarverandi voru þeir Peter Tompkins og Darri Mikaelsson er ljósmyndari tók mynd af hópnum fyrir framan Dómkirkjuna. Hnúkaþeyr blæs til sumars Alltaf á þriðjudögum Laugavegi 87 Sími 511 2004 www.dunogfidur.is Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Budapest þann 5. maí í beinu flugi til þessarar heillandi borgar sem er að verða einn vinsælasti borgaráfangastaður Íslendinga. Fararstjórar Heimsferða bjóða þér spennandi kynnisferðir og þú velur um úrval góðra hótel í hjarta borg- arinnar. Vorið er komið í Budapest og þetta er fegursti tími ársins til að kynnast þessarri fögru borg. Vikuferð til Budapest 5. maí frá kr. 36.550 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 59.950 Flug og gisting í viku, Tulip Inn, 7 nætur með morgunmat, m.v. 2 í herbergi. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Verð kr. 36.550 Flugsæti til Budapest, út 5. maí, heim 12. maí. Flug og skattar per mann. Síðustu sætin Munið Mastercard ferðaávísunina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.