Morgunblaðið - 06.04.2003, Side 37

Morgunblaðið - 06.04.2003, Side 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 37 Á SÍÐUSTU 12 árum hafa nokkrir tugir einstaklinga og/eða fyrirtæki þeirra orðið svo svellandi rík að dæmi eru vart til um slíkt í sögu þjóðarinnar þótt allur sam- anburður sé afstæður í þeim efn- um. Manni verður orðs vant þegar einstaklingur flytur hingað suður frá Akureyri með þrjá milljarða og forviða þegar sú skýring er gefin að hann hafi verið svo duglegur síðustu 15 árin. Annar einstakling- ur rífur heilt einbýlishús til grunna þar sem hann nær ekki samkomulagi við erfingja arkitekts hússins um breytingar á því. Gerð- ir eru samningar um starfslok og bónusa upp á tugi milljóna við karlmenn sem höfðu vel yfir tíu milljónir í árstekjur. Svona mætti lengi telja. Orðið milljarðamæring- ur dugir ekki, nær er að tala um margmilljarðamæringa. Þetta er afsprengi kvótakerfisins en fleira kemur til eins og fjármálabrall á þröngum mörkuðum fárra inn- vígðra. Þegar allt kemur til alls verður ört vaxandi misskipting lífsgæða og viðvarandi fátækt rak- in til stefnu síðustu ríkisstjórna. Alþýða manna hefur setið eftir og er lítill gaumur gefinn af stjórn- völdum. Velferð fyrir alla Nýverið birti Alþýðusamband Íslands vandaða úttekt á áherslum og framtíðarsýn sinni í velferð- armálum. Sambandið á heiður skil- inn fyrir framlag sitt. Ég get út frá áratuga reynslu minni sem lög- maður ýmissa stéttarfélaga tekið heils hugar undir áherslur ASÍ og þær falla mæta vel að stefnu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í velferðarmálum. Vert er að vekja athygli á fleiri brýnum málefnum. Af nógu er að taka. Til að mynda þarf að leggja verulega aukið fé til umönnunar og uppeldis barna, tryggja ókeypis leikskóla sem órofa hluta skóla- kerfisins og íþrótta- og tómstunda- starfs. Leggja verður grunn að starfsöryggi launamanna, binda enda á núverandi kerfi geðþótta- uppsagna, auka rétt í veikinda- og slysaforföllum og hækka verulega skyldutryggingar launamanna samkvæmt kjarasamningum. Koma þarf í veg fyrir mismunun vegna aldurs og endurhæfa erf- iðisvinnufólk á miðjum aldri, gerist þess þörf, til nýrra starfa þannig að tryggt sé að starfsorka þeirra nýtist þar til lífeyrisaldri er náð. Þá er afar brýnt að koma á raun- verulegu launajafnrétti og atvinnu- lýðræði. Til viðbótar þörfum tillögum ASÍ í húsnæðismálum er vert að huga að því að lífeyrissjóðir komi myndarlega að fjárfestingu í fé- lagslegu húsnæði og byggi og eigi að fullu eða að hluta til leigu-, hlutdeildar- og búseturéttaríbúðir. Lífeyrissjóðir eru gerðir upp með 3,5% ávöxtun sem á að nægja til að þeir standi við skuldbindingar sínar. Trygg ávöxtun í félagslegu íbúðarhúsnæði fellur betur að upp- runa og tilgangi lífeyrissjóða en erlend áhættufjárfesting eða þátt- taka í valdabaráttu um banka og önnur stórfyrirtæki. Fjölmörg önnur velferðarmál bíða úrlausnar. Jöfnuður eða frekari misskipting Nú hafa stjórnarflokkarnir boð- að stórfelldar skattalækkanir, 15 til 20 milljarða. Fyrir mér er það eins og að pissa í skóinn sinn tíu mínútur fyrir kosningar eftir 8 til 12 ára stjórnarsetu. Er það trú- verðugt, er þeim treystandi? Og það sem verra er, þessi loforð eru fyrst og síðast stíluð upp á hina efnameiri og eru ávísun á að vel- ferðarmál muni áfram sitja á hak- anum og misskiptingin vaxi enn. Það gagnast ekki börnum og ung- mennum að lækka erfðafjárskatt. Láglaunafólk, lífeyrisþegar, ör- yrkjar og atvinnulausir njóta ekki góðs af niðurfellingu hátekju- skatts. Er ekki nær að jafna lífs- kjörin með réttlátu tekjujafnandi skattakerfi, taka upp þrepaskiptan tekjuskatt og hækka skattleysis- mörk í tekju- og eignarskatti? Það veitir ekki af þessum milljörðum í fátæktarmálin, í húsnæðismálin, í tryggingamálin og önnur velferð- armál þannig að framtíðarsýn ASÍ geti orðið að veruleika. Má ég þá fremur biðja um verkalýðssinnaða velferðarstjórn í anda stefnu vinstri-grænna í stað sífelldrar umhyggju fyrir hinum ríku. Verkalýðshreyfingin og velferðarstjórn Eftir Atla Gíslason „Þegar allt kemur til alls verður ört vaxandi misskipting og viðvarandi fátækt rakin til stefnu síðustu ríkisstjórna. Alþýða manna hefur setið eftir og er lítill gaumur gef- inn …“ Höfundur er hæstaréttarlögmaður og skipar 2. sætið á lista VG í Reykjavík norður. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Stararimi 33 - einbýli OPIÐ Í DAG Glæsilegt og vel byggt 161 fm bjálkahús á einni hæð með sér- standandi 28 fm bílskúr. 4 svefnherbergi. Stór afgirt verönd, stór fallegur gróinn garður. Mjög auðvelt að bæta við 12 fm sólstofu. Hlýlegt hús á góðum stað. Sigurður og Aðalheiður taka á móti gestum í dag frá kl. 14-17. V. 23,9 m. Áhv. 10,5 m. 6037 nybyggingar.is valholl.is Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Logafold 151 - nýlegt parhús Í einkasölu fallegt ca 160 fm par- hús, hæð + ris, og vandaður bíl- skúr á frábærum stað innarlega í lokaðri götu skammt frá Folda- skóla og verslmiðst. í Hverafold. Falleg ræktuð lóð með suðurver- önd. Hiti í stéttum og bílaplani. 3- 4 svefnherb. Gott skipulag. Guðrún og Hreinn taka á móti gestum í dag frá kl. 17-19. V. 19,9 m. Áhv. 7,65 m. Frostafold 28 - íbúð 0301 Falleg 3ja herbergja ca 100 fm íbúð á 3. hæð (efstu) í fallegu litlu fjölb. á fráb. stað. Parket. Flísa- lagt baðherb. Suðaustursvalir. Mjög gott skipulag. Olga og Gunnar taka á móti gestum í dag frá kl. 14-16. V. 12,5 m. Áhv. 5,9 m. byggsj. Fannborg 9 - íbúð 0401 Falleg arkitektahönnuð ca 90 fm 3ja herbergja endaíbúð í suður á 3. hæð (efstu) í góðu nýl. stand- settu fjölb. á frábærum útsýnis- stað í miðbæ Kópav. Öll þjón- usta, verslanir, sundlaug o.fl. í göngufæri. Vandaðar innr., park- et, flísar, halogen. Frábærar ca 20 fm suðvestursvalir. Útsýni glæsilegt til austurs, suðurs og vesturs. Fanney sýnir áhugasömum í dag frá kl. 14-16. V. 12,3 m. 6152 Heiðarhjalli 29 - Kópavogi Í einkasölu stórglæsileg 120 fm miðhæð í vönduðu þríbýlishúsi á fráb. stað í suðurhluta Kópav., ásamt 24 fm bílskúr. Sérsmíðað- ar glæsil. innr. Parket og náttúru- steinn. Stórar suðvestursvalir, stórbrotið útsýni. Þvottaherb. í íbúð. Sérinngangur og allt sér. Eign í algjörum sérflokki. Karl og Sigríður taka á móti gestum í dag frá kl. 17-19. Áhv. húsbr. 8,4 m. Verð 19,7 m. 1506 Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Fallegt og mjög vandað einbýli, ca 298 fm, ásamt sérstandandi 28 fm bílskúr með gryfju. Ca 100 fm rými á jarðhæð hússins má auðveldlega breyta í séríbúð með sérinngangi. Á miðhæð og í risi er mjög góð íbúð með 5 svefnherb. og stofum á hvorri hæð. Fallegur garður. Eingöngu skoðuð skipti á minni eignum. Verð 27,9 m. Nánari uppl. á Borgum eða hjá Ægi í síma 896 8030. JÓRUSEL 18 - EIGNASKIPTI Fjölnisvegur - Þingholtin Vandað um 400 fm einbýlishús auk 24 fm bílskúrs. Á 1. hæð eru m.a. fjórar samliggjandi stofur með útgangi í garð til suðurs. Arinn í stofum. Á 2. hæð eru m.a. fimm rúmgóð herbergi og nýlega standsett baðherbergi með hita í gólfi. Nuddbaðkar og flísalagður sturtuklefi. Ca 40 fm svalir eru út af hjónaherbergi. Mikið útsýni. Sérinngangur er í kjallara en þar eru tvö herbergi og baðherbergi (einnig innangengt). Manngengt risloft er yfir húsinu sem býður upp á mikla möguleika. Stór afgirtur garður til suðurs og hellulögð verönd. Um er að ræða eign í algjörum sérflokki. Nánari upplýsingar um húsið veitir Magnea Sverrisdóttir fasteignasali í síma 861 8511. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteignasali. Stórglæsileg 5 herb.138 fm endaíbúð með sérinngangi á 3. hæð, íb. 0301, í nýlegu lyftuhúsi. Íbúðin er afar vönduð í alla staði og skiptist í forstofu, stórar saml. stofur, rúmgott eldhús m. vönd. tækjum, 3 herb., stórt flísalagt baðherb. auk þvottaherb. og geymslu. Sérsmíðaðar inn- rétt. og massívt parket á gólfum. Gluggar í þrjár áttir. Glæsilegt útsýni af suðursvölum að jökli og út á sjóinn. Tvö sér bílastæði í bílageymslu og geymsla í kj. Stutt í alla þjónustu. EIGN SEM VERT ER AÐ SKOÐA. Verð 26,0 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16 Verið velkomin. Garðatorg 7 -Garðabæ. Opið hús frá kl. 14-16 ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.