Morgunblaðið - 06.04.2003, Page 57

Morgunblaðið - 06.04.2003, Page 57
séu systkini; hann yngstur tíu systk- ina, sjöundi sonurinn nema hvað, og Meg níu mánuðum eldri. Annað hef- ur reyndar komið á daginn, en skipt- ir ekki máli í sjálfu sér – það gera engir sér mat úr öðru eins nema blaðamenn. Nafnið á skífunni nýju, Elephant eða „Fíll“, hefur vakið ýmsar spurn- ingar en Jack White segir að það sé tilvísun til þeirra „systkinanna“, þ.e. þau séu yfirþyrmandi saklausir klaufar. Tileinkun plötunnar hefur ekki síður vakið spurningar en í bæklingi hennar segir að hún sé til- einkuð andláti unnustunnar / unnustans. Jack White segir að það sé vegna þess að hugtökin unnust- unnar / unnustans og séntilmaður séu horfin úr bandarísku sam- félagi; „allir remb- ast eins og rjúpan við staurinn við að vera svalir og harðir – strák- arnir sækja sér fyrirmyndir í fá- tækrahverfin og tólf ára stelpur koma fram í sjón- varpi til að segja frá líflegu kynlífi sínu. Ég skil ekki hvers vegna ekki má vera heið- arlegur og kurteis lengur og spyr einmitt að því á Elephant.“ Í nokkrum við- tölum hefur komið fram að þeim Jack og Meg White þykir frægðin óþægileg um margt, en þau segjast þó kunna því vel að ná til sem flestra hlustenda. „Við byrjuðum á þessu öllu saman til að reyna að komast sem næst blúsnum, einlægninni og ástinni. Okkur fannst því öll auglýs- inga- og sölumennskan í kringum tónlistina viðurstyggileg til að byrja með, en síðan höfum við sæst við hana; þetta er bara fylgifiskur þess að gefa út plötur og gerir okkur kleift að ná til fleiri hlustenda um heim allan.“ FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 57 LINKIN Park eru undir svipuðum hatti og Nirvana sálugu voru. Gríð- arlega vinsælir en ekkert merkilegir tónlistarlega. En ólíkt Nirvana - sem hrundu af stað nýrri senu - þá hafa Linkin gætt sér á dreggjum þeirrar sem Korn og Deftones skópu á sínum tíma. Park-drengir suðu saman úr þeim neytendavænt nýþungarokk og hafa uppskorið heimsfrægð og mikla plötusölu fyrir. Meteora er beint framhald af Hybrid Theory (’00) og er afar áþekk. Hljómsveitin rokkar ekkert, reiðin er plat og lagasmíð- arnar nær allar þunnar og klisju- kenndar. Alveg eins og síðast. Vandamál nr. 1 hjá Linkin Park er að þeir eru „gervi“. Útpælt og markaðssniðið samkrull af því sem er talið „virka“ á rokkþyrst ungmenni. Spice Girls ný- þungarokksins? Algerlega! Það var skynsamlegast að afrita síðustu plötu því að aðdáendahópur- inn verður sáttur. En mér finnst mjög ólíklegt að við hann bætist. Í eyrum er þetta þó lítt pirrandi, þetta rennur allt saman framhjá á fremur fyrirsjáan- legan hátt. Umslagið er mjög svalt líkt og var með Hybrid Theory. Mikið væri það nú gaman ef hliðstæður metnaður væri í innihaldinu.  Tónlist Sviplaus ládeyða Linkin Park Meteora Warner Bros Önnur hljóðversskífa Linkin Park. Innan- tómt og ómerkilegt að mestu. Arnar Eggert Thoroddsen alltaf á föstudögum NÝJA MELLOW YELLOW SUMARLÍNAN 2003 KYNNINGAR á vor- og sumarlínunni milli kl. 13 og 17 Mánudaginn 7.4. ....................................... LYFJA Setbergi. Þriðjudaginn 8.4. ....................................... LYFJA Garðatorgi. Miðviku-daginn 9.4. ................................... LYFJA Lágmúla. Fimmtudaginn 10.4. ................................... LYFJA Smáralind. Fimmtudaginn 10.4. ................................... LYFJA Kringlunni. Föstudaginn 10.4. ...................................... LYFJA Laugavegi. Laugardaginn 10.4. ..................................... LYFJA Smáratorgi. Förðunarfræðingur veitir faglega ráðgjöf á kynningum. Kaupauki ef keypt er fyrir 2.500 kr. eða meira. Kvikmyndir sem Max Factor hefur séð um förðun í eru m.a.: Crush, Chicago, Die Another Day, James Bond - About a Boy, Bridget Jones’s Diary, Charlies Angels, Anna and the King, Notting Hill, Titanic, The English Patient, Evita, Ever After, Bugsy Malone, Alien, Interview with a Vampire, Midnight Express. mellow yellow

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.