Morgunblaðið - 06.12.2003, Side 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI samþykkti í gær fjárlög
fyrir árið 2004. Er þar gert ráð fyrir
ríflega 6,7 milljarða króna tekjuaf-
gangi ríkissjóðs. Fjárlagafrumvarp-
ið var samþykkt samhljóða með 32
atkvæðum þingmanna stjórnar-
flokkanna. Þingmenn stjórnarand-
stöðunnar sátu hjá. Áður en at-
kvæðagreiðsla fór fram um
frumvarpið voru allar breytingartil-
lögur stjórnarandstöðunnar felldar,
nema ein tillaga þingmanna Sam-
fylkingarinnar um að 10,8 milljónum
verði varið til uppbyggingar sí-
menntunarstöðva.
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
sagði við lokaatkvæðagreiðsluna að í
meðförum þingsins hefði tekjuaf-
gangur ríkissjóðs, skv. frumvarpinu,
aukist um þrjú til fjögur hundruð
milljónir. Hann sagði að sú niður-
staða væri mikilvæg með tilliti til
þeirra gríðarlegu verkefna sem
framundan væru í hagstjórninni.
„Ríkisstjórnin og þingmeirihlutinn
eru staðráðin í því að sýna fyllstu
ábyrgð við það mikla verkefni.“
Einar Már Sigurðarson, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, var ekki eins
sáttur við frumvarpið. Hann sagði
að fjárlög næsta árs yrðu í framtíð-
inni kölluð fjárlög svikanna. Hann
sagði að með frumvarpinu væri
samkomulagið við Öryrkjabandalag
Íslands svikið, þar væru skattar
hækkaðir og vaxtabætur lækkaðar.
Með frumvarpinu væru m.ö.o. ekki
verið að efna kosningaloforðin.
Jón Bjarnason, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, tók í sama streng. Hann
sagði að fjárlögin bæru vitni um
svikin kosningaloforð. „Aðhaldsað-
gerðir bitna fyrst og fremst á þeim
sem síst skyldi; á barnafólki, sjúk-
lingum, öryrkjum, atvinnulausum
og öðrum þeim sem hafa lægstar
tekjur.“ Hann sagði að eina skatt-
breytingin sem gerð væri í frum-
varpinu væri lækkun hátekjuskatts-
ins.
Skattajólapakki
Þá sagði Guðjón A. Kristjánsson,
formaður Frjálslynda flokksins, að
með fjárlögunum væri mótuð sú
stefna ríkisstjórnarflokkanna að
færa þjóðinni sérstakan skattajóla-
pakka. „Hann inniheldur nýjar álög-
ur á fólkið í landinu en ekki skatta-
lækkanir eins og ríkisstjórnar-
flokkarnir boðuðu þjóðinni þegar
kosið var til þings á síðastliðnu vori.
Ríkisstjórnin telur sig hafa fundið
breiðu bökin og verkin sýna raun-
stefnuna í skattamálum. Loforðin
eru gleymd.“
Guðni Ágústsson, landbúnaðar-
ráðherra og varaformaður Fram-
sóknarflokksins, sagði á hinn bóginn
að stjórnarandstaðan hefði orðið sér
til skammar upp á hvern dag í fjár-
lagaumræðunni í haust. „Samfylk-
ingin hefur klæðst nýjum flokks-
búningi saumuðum af Gróu á Leiti
og gert málflutning Gróu á Leiti að
sínum. Allt eru svik og heiðarlegir
menn eru bornir þungum sökum.
Þjóðin veit að Jón Kristjánsson seg-
ir satt. Hann er maður orðsins. Ég
segi við forsvarsmenn Öryrkja-
bandalagsins: Guð fyrirgefi ykkur.
Þið vitið ekki hvað þið eruð að
gjöra.“
Guðni sagðist auk þess fordæma
málflutning stjórnarandstöðunnar
sem ekki fagnaði og viðurkenndi að
verið væri að landa stærstu kjara-
bót öryrkja í áratugi hækkun ör-
orkubóta úr 2,8 milljörðum í 3,8
milljarða eða um 37%.
Stjórnarandstaðan segir fjárlögin bera vitni um svikin kosningaloforð
Gert ráð fyrir 6,7 millj-
arða króna tekjuafgangi
Landbúnaðarráðherra segir Gróu á Leiti hafa saumað búning Samfylkingar
Þingfundur hefst kl. 10 í dag. Eft-
irfarandi mál eru á dagskrá:
1. Umferðarlög.
2. Greiðslur Atvinnuleysistrygginga-
sjóðs vegna fiskvinnslufólks.
3. Almannatryggingar.
TRYGGVI Gunnarsson var end-
urkjörinn umboðsmaður Alþing-
is til næstu fjögurra ára í skrif-
legri atkvæðagreiðslu á Alþingi
í gær. Hlaut hann 59 atkvæði.
Jón Steinar Gunnlaugsson
forseti Alþingis, eftir að atkvæði
höfðu verið talin.
Tryggvi var fyrst kjörinn um-
boðsmaður Alþingis til fjögurra
ára á fundi Alþingis hinn 4. nóv-
ember 1999.
hæstaréttarlögmaður hlaut eitt
atkvæði. „Ég lýsi því Tryggva
Gunnarsson réttkjörinn umboðs-
mann Alþingis til næstu fjögurra
ár og óska honum velfarnarðar í
starfi,“ sagði Halldór Blöndal,
Morgunblaðið/Jim Smart
Atkvæðum safnað: Þingmenn greiddu atkvæði skriflega um umboðsmann Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson endurkjörinn
Í MÁLI Sturlu Böðvarssonar sam-
gönguráðherra á Alþingi í gær
kom fram að til álita gæti komið
að lækka virðisaukaskatt á
veggjaldi í Hvalfjarðargöngunum
úr 14% í 7% þegar virðisaukaskatt-
kerfið yrði endurskoðað á kjör-
tímabilinu. Lét ráðherra þessi um-
mæli falla í umræðu utan dagskrár
um veggjald í Hvalfjarðargöngum.
Jóhann Ársælsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, var málshefj-
andi umræðunnar. Sturla Böðv-
arsson var til andsvara.
Jóhann sagði að veggjald gang-
anna þætti hátt. Kæmi það ekki
síst niður á íbúum Vesturlands sem
þyrftu að sækja skóla og vinnu á
höfuðborgarsvæðinu. Spurði hann
m.a. að því hvort rétt væri að ríkið
tæki yfir rekstur ganganna og eins
hvort eðlilegt væri að ríkið hefði
tekjur af göngunum með virð-
isaukaskatti. Þeir þingmenn úr
stjórnarandstöðu sem einnig tóku
þátt í umræðunum sögðu m.a. að
veggjaldið væri í raun enn einn
landsbyggðarskatturinn.
Viðræður við stjórn Spalar
Samgönguráðherra greindi m.a.
frá því að í byrjun þessa árs hefði
verið farið yfir það í ráðuneytinu
hvort áframhaldandi vöxtur um-
ferðar um göngin gæfi tilefni til
þess að Spölur hf. lækkaði veggja-
ldið ennfrekar. Kvaðst hann með
hliðsjón af því hafa óskað eftir við-
ræðum við stjórn Spalar og í kjöl-
farið skipað sérstakan viðræðuhóp
til að ræða við Spöl um lækkun
gjalda. Niðurstaða þeirra viðræðna
hefði á hinn bóginn verið sú að
Spölur hefði ekki talið næg skil-
yrði til að lækka veggjald í göng-
unum. Ráðherra kvaðst þó myndu
halda áfram viðræðum við Spöl um
það hvaða leiðir væru færar til að
lækka veggjaldið. Á hinn bóginn
kæmi ekki til greina að taka til
þess fjármuni úr ríkissjóði.
Í máli ráðherra kom einnig fram
að upp úr áramótum væri að
vænta tillagna frá starfshópi sem
hann hefði skipað og fjallaði um
framtíðarstefnu í gjaldtöku vegna
fjármögnunar samgöngu-
mannvirkja. „Ef við ætlum að
halda áfram uppbyggingu sam-
göngukerfisins hér á landi með
sama hraða og hingað til á næstu
árum verðum við að halda opnum
möguleikum á sérstakri fjár-
mögnun verkefna sem rúmast ekki
í samgönguáætlun. Sundabraut og
áform um brýr og jarðgöng eru
dæmi um stór verkefni sem rúmast
ekki með viðunandi hætti innan
núverandi tekjumöguleika sam-
gönguáætlunar. Því verður fleira
að koma til ef okkur á að takast
þessi uppbygging. Í því ljósi er
mjög varhugavert að henda einka-
fjármögnunarforminu fyrir róða
með því að ríkið yfirtaki og greiði
niður [veg]gjaldið.“
Áfram rætt
við Spöl
um lækkun
veggjalds
HLYNUR Hallsson, varaþing-
maður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, hefur lagt fram á
Alþingi þingsályktunartillögu um
að Íslendingum beri að leggja sitt
af mörkum í baráttu gegn vígvæð-
ingu himingeimsins. Í tillögunni er
m.a. lagt til að ríkisstjórninni verði
falið að beita sér fyrir og styðja á
alþjóðavettvangi bann við geim-
vopnum þar sem miðað verði við að
allar rannsóknir og tilraunir, sem
tengjast hernaði í himingeimnum,
verði tafarlaust stöðvaðar. Enn-
fremur að hvers konar hernaðar-
umsvif og vopnakerfi til nota í him-
ingeimnum verð bönnuð.
Í greinargerð segir að ríkis-
stjórn Bandaríkjanna hafi á síðasta
ári sagt formlega upp ABM-samn-
ingnum um takmörkun eldflauga-
varna. Ástæðan hafi verið sú að
Bandaríkjastjórn sætti sig ekki við
takmarkanir samningsins þar sem
hún hafði í hyggju að hefja tilraun-
ir á geimgagneldflaugakerfi sem
unnið hefur verið að um áratuga-
skeið. Af þessum sökum sé nauð-
synlegt að Alþingi álykti um þessi
mál.
Tillaga um bann
við geimvopnum
ALÞINGI samþykkti í gær samtals
tæplega 30 milljóna króna auka-
fjárveitingu til stjórnmálaflokkanna
á Alþingi.
Tillaga þess efnis var flutt af
þeim Davíð Oddssyni, formanni
Sjálfstæðisflokks, Össuri Skarphéð-
inssyni, formanni Samfylkingarinn-
ar, Guðna Ágústssyni, varafor-
manni Framsóknarflokksins,
Ögmundi Jónassyni, þingflokksfor-
manni Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs og Guðjóni A.
Kristjánssyni, formanni Frjálslynda
flokksins.
Með samþykktinni hækkar fram-
lag til sérfræðilegrar aðstoðar fyrir
þingflokka um 4,6 milljónir frá því
sem gert var ráð fyrir í fjárlaga-
frumvarpinu í haust, þ.e. úr 50,4
milljónum í 55 milljónir. Framlag til
stjórnmálaflokka með hliðsjón af
nýrri kjördæmaskipan og breyttum
aðstæðum þingmanna af þeim sök-
um hækkar um fimm milljónir eða
úr 35 milljónum í 40 milljónir og
styrkur til stjórnmálaflokka hækk-
ar um 20 milljónir eða úr 180 millj-
ónum í 200 milljónir. Þeim styrk er
úthlutað til flokkanna í hlutfalli við
atkvæðamagn þeirra í síðustu þing-
kosningum.
Aukafjárveiting til
stjórnmálaflokkanna AUK fjárlaga næsta árs voru sex lög
samþykkt á Alþingi í gær. Má þar
m.a. nefna lög um að einkaleyfi
Happdrættis Háskóla Íslands og lög
um tryggingagjald. Skv. síðarnefndu
lögunum mun ríkissjóður hverfa frá
endurgreiðslu hluta af trygginga-
gjaldi til atvinnurekenda vegna við-
bótarlífeyrissparnaðar launþega
Sjö ný lög
frá Alþingi
ÁRNI Magnússon félagsmála-
ráðherra segir að engin ákvörð-
un hafi verið tekin um annað en
að leggja fram frumvarp til
breytingar á lögum á þann veg
að atvinnuleysisbætur verði
ekki greiddar fyrstu þrjá dag-
ana í atvinnuleysi. Hann segir
að fyrr í vetur hafi ríkisstjórnin
ákveðið að leggja fram þessar
breytingar; málið hafi verið
kynnt í þingflokkum stjórnar-
flokkanna og það sé nú í sínum
höndum. „Það hefur engin
ákvörðun verið tekin um annað
en að leggja málið fram,“ ítrek-
ar hann.
Málið var upphaflega kynnt í
frumvarpi til fjárlaga árið 2004,
en þar segir að gert sé ráð fyrir
að útgjöld Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs lækki um 170 milljón-
ir kr. vegna umræddra breyt-
inga. Aðspurður segir ráðherra
allar líkur á því að frumvarpið
verði lagt fram í næstu viku.
Áður verður það lagt fyrir þing-
flokka stjórnarflokkanna.
Ákvörð-
unin
stendur
óhögguð
Skerðing
atvinnuleysisbóta