Morgunblaðið - 06.12.2003, Síða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 11
Vetrartilboð
Herrar
Vetrarjakkar 22.990. Nú 18.390
Ullarjakkar 24.990. Nú 19.990
Kringlunni - Sími 581 2300
Dömur
Vaxjakkar 24.990. Nú 19.990
Ullarkápur 22.290. Nú 17.890
20% afsláttur
NÝTT KORTATÍMABIL
Smáralind og Laugavegi
Töskur • Samkvæmisveski
Dömu- og herrahanskar
Dömu- og herraseðlaveski
Nýja fallega heimilisvaran
Ávaxtakrukkurnar
eru komnar
Jólagjafir í Drangey
Magnús Ólafsson
ljósmyndari
„Magnús var ljósmyndari Reykjavíkur
og hann veitti okkur fjölþættari sýn
á Reykjavík heldur en aðrir
ljósmyndarar.“
Inga Lára Baldvinsdóttir, Magnús Ólafsson og
framlag hans til íslenskrar ljósmyndunar, 2000.
„...grein Eiríks um ljósmyndarann
og heim hans heyrir til tíðinda
í íslenskri menningarrýni.
... Hann dregur saman ólíka
þræði tilvísana og kenninga,
undirbyggir hugmyndir sínar
jafnt á vísunum í Gröndal,
Barthes og Sontag, og
spinnur úr listavel skrifaðan
vef.“
Einar Falur Ingólfsson, Mbl.
„...tvímælalaust
einn merkasti þátttakandinn
í íslenskri ljósmyndasögu“
Einar Falur Ingólfsson, Mbl.
Yfir 100 myndir af gömlu Reykjavík
er að finna í bókinni ásamt vönduðum
greinum á íslensku og ensku eftir
Eirík Guðmundsson útvarpsmann
og Guðmund Ingólfsson ljósmyndara.
Kringlunni 8-12, sími 553 3600,
www.olympia.is
Herranáttföt
með stuttum og
síðum skálmum.
BREYTINGARTILLÖGUR þing-
manna úr stjórnarandstöðunni, sem
fólu í sér að um 500 milljónum yrði
bætt við útgjaldahlið fjárlagafrum-
varpsins til að hækka lífeyri öryrkja,
voru felldar í atkvæðagreiðslu á Al-
þingi í gær. Voru þær felldar með 32
atkvæðum stjórnarliða gegn 28 at-
kvæðum stjórnarandstæðinga að
viðhöfðu nafnakalli. Fjölmargir ör-
yrkjar voru á þingpöllunum og
fylgdust með atkvæðagreiðslunum.
Tillögurnar voru tvær; annars
vegar tillaga Jóns Bjarnasonar,
þingmanns Vinstrihreyfingarinnar
–græns framboðs, um 500 milljóna
króna framlag vegna lífeyris öryrkja
til viðbótar þeim eina milljarði sem
ráð var gert fyrir í frumvarpinu. Og
hins vegar tillaga þriggja þingmanna
Samfylkingarinnar, með Helga
Hjörvar í broddi fylkingar og
tveggja þingmanna Frjálslynda
flokksins um 528,8 milljóna króna
framlag vegna lífeyris öryrkja.
Sögðu flutningsmenn tillagnanna
að með þeim ætti að uppfylla sam-
komulag ríkisstjórnarinnar frá því í
mars sl. við Öryrkjabandalag Ís-
lands, en í samkomulaginu er kveðið
á um hækkun grunnlífeyris öryrkja.
Fyrst voru greidd atkvæði um síð-
arnefndu tillöguna, þar sem hún fól í
sér hærri upphæð. Var hún felld með
32 atkvæðum stjórnarliða gegn 28
atkvæðum stjórnarandstæðinga. Til-
laga Jóns hlaut sömu örlög; hún var
felld með 32 atkvæðum gegn 28. Síð-
ar um daginn var fjárlagafrumvarpið
sjálft afgreitt sem lög frá Alþingi.
Þar er fjárheimild fyrir einum millj-
arði vegna fyrrgreinds samkomu-
lags við öryrkja. Alþingi á hins vegar
eftir að afgreiða sjálft frumvarpið
um breytingu á lögum um almanna-
tryggingar, þar sem lögð er til
hækkun á grunnlífeyri öryrkja.
Ekki kynnt sem
kosningaloforð
Margir þingmenn gerðu grein fyr-
ir atkvæðum sínum um breytingar-
tillögurnar. Jón Bjarnason, Vinstri
grænum, sagði að þjóðin hefði glaðst
í mars sl. þegar tilkynnt hefði verið
um samkomulag milli ríkisstjórnar-
innar og Öryrkjabandalags Íslands.
Í samkomulaginu hefði komið fram
að bæta skyldi kjör öryrkja, sérstak-
lega þeirra sem yngri væru. „Sam-
komulagið var kynnt með stolti,“
sagði hann, „en það var ekki kynnt
eins og það væri liður í kosningabar-
áttu Framsóknarflokksins“. Og
áfram hélt hann: „Nú við þriðju um-
ræðu fjárlaga á að svíkja öryrkja um
500 milljónir króna. Það á að standa
við orð sín. Það á að standa við gerða
samninga. Orð skulu standa.“
Helgi Hjörvar, Samfylkingu, sagði
að samkomulagið við Öryrkjabanda-
lagið hefði verið gert í mars sl. þegar
ríkisstjórnin hefði róið lífróður rétt
fyrir kosningar. Hann sagði að
Tryggingastofnun ríkisins hefði þeg-
ar reiknað út kostnað samkomulags-
ins og í ljós hefði komið að það kost-
aði 528,8 milljónum meira en fram
kæmi í fjárlagafrumvarpinu. „Við
þennan samning á að standa eins og
samninga um kjör fólks yfirleitt,“
sagði hann og benti jafnframt á að
hér væri um ævikjör þeirra öryrkja
að tefla sem ekki væru vinnufærir.
Að lokum sagði Helgi: „Þess vegna
segi ég já, virðulegi forseti, [við
breytingartillögunni] um leið og ég
bið hæstvirta ríkisstjórn að gera það
nú á aðventunni Guði til dýrðar að
vitna ekki til varnar sér í heilaga
ritningu.“ Vísaði hann þar til um-
mæla Guðna Ágústssonar landbún-
aðarráðherra, í annarri atkvæða-
greiðslu, nokkru fyrr, er tengdist
fjárlagafrumvarpinu, en þar sagði
ráðherra m.a. : „Ég segi við forsvars-
menn Öryrkjabandalagsins: Guð
fyrirgefi ykkur. Þið vitið ekki hvað
þið eruð að gjöra.“
Almenningur greiðir
milljarðinn
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
sem þátt tóku í umræðunni ítrekuðu
að orð ættu að standa og Guðjón A.
Kristjánsson, formaður Frjálslynda
flokksins, sagði að hann hefði lært
það við gerð kjarasamninga í 25 ár
að menn stæðu við orð sín eða leituðu
samkomulags um breytingar ef út af
myndi bregða. „Sú aðferð sem hér er
notuð til að gera einhliða breytingar
af hálfu ríkisvaldsins er fordæma-
laus að mínu mati.“
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, lagði á hinn
bóginn áherslu á að í fjárlagafrum-
varpinu væri gert ráð fyrir einum
milljarði til að aldurstengja örorku-
bætur í samræmi við það samkomu-
lag sem gert var við öryrkja í mars.
„Réttindabarátta öryrkja mun halda
áfram og það er ákvæði um það í
greinargerð frumvarpsins sem lagt
hefur verið fram að þetta mál verði
yfirfarið á miðju næsta ári,“ útskýrði
hann.
Hjálmar Árnason, þingflokksfor-
maður Framsóknarflokksins, tók
upp hanskann fyrir heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, og sagði að
það væri hálfdapurlegt að hlýða á
hvern stjórnarandstæðinginn á fæt-
ur öðrum, koma upp í ræðustól og
sakfella heilbrigðisráðherra um
ómerkilegheit, brigsli, lygar og svik.
„Þeir sem hafa kynnst stjórnmála-
manninum Jóni Kristjánssyni og
manneskjunni Jóni Kristjánssyni
vita að þeir sem svo tala dæma sig
sjálfir.“
Pétur H. Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, benti á að einn
milljarður þýddi um eitt hundrað
þúsund kr. á hvern einasta öryrkja í
landinu á næsta ári eða um 8.000 kr.
á hvern einasta öryrkja í hverjum
mánuði. „Þetta kostar skattgreið-
endur 4.000 kr. á mann – hvern ein-
asta Íslending – eða sextán þúsund
krónur á fjögurra manna fjöl-
skyldu.“ Hann sagði að það væri
nefnilega ekki ríkisstjórnin sem
greiddi milljarðinn heldur almenn-
ingur í landinu.
Breytingartillögur um 500 milljónir til öryrkja felldar
Stjórnarandstæðingar
segja að orð skuli standa
Morgunblaðið/Jim Smart
Fylgst með: Þingmenn hlýða á atkvæðaskýringar í gær.
ALÞINGI samþykkti í gær beiðni
þess efnis að dómsmálaráðherra
leggi fram á Alþingi skýrslu um af-
drif útlendinga sem sótt hafa um
hæli á Íslandi síðastliðin átta ár. Jó-
hann Ársælsson, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, var fyrsti flutnings-
maður skýrslubeiðnarinnar.
Óskað er eftir því að í skýrslunni
verði m.a. gerð grein fyrir fjölda
hælisleitenda hvert ár, þjóðerni,
aldri, kyni, hjúskaparstöðu og
menntun.
Ráðherra skili
skýrslu um
hælisleitendur
♦ ♦ ♦
ATVINNA mbl.is