Morgunblaðið - 06.12.2003, Page 14

Morgunblaðið - 06.12.2003, Page 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIKILL sjávarhiti hefur breytt miklu í lífríki hafsins á undanförnum misserum. Skelstofninn í Breiðafirði er að hruni kominn vegna hlýinda. Göngur loðnu, síldar og kolmunna eru að breytast og útbreiðslusvæði ýsu og skötusels færast norðar. Þetta kom fram á opnum fundi, sem Hafrannsóknastofnun hélt í Stykkishólmi síðastliðinn fimmtu- dag. Þetta var síðasti fundur stofn- unarinnar á hringferð sinni um land- ið í þetta skipti. Fyrir tveimur árum var í fyrst farið í svona leiðangur á landi sem gaf góða raun og áhugi fyrir að halda áfram á þeirri braut. Tilgangur með fundunum er að kynna landsmönnum starf Hafrann- sóknastofnunar og ekki síður að hlusta á raddir þeirra og auka á þann hátt samskiptin á milli sem er mjög nauðsynlegt. Fundarsókn var mjög góð og miklar umræður spunnust á milli fundargesta og starfsmanna Hafrannsóknastofnunar. Vaxandi hlýindi Jóhann Sigurjónsson, forstjóri, flutti erindi um breytingar á ástandi sjávar og hvaða áhrif það hefur á fiskistofna. Það kom fram hjá honum að vaxandi hlýindi eru í sjónum síð- ustu 4-5 ár. Sjávarhiti á þessu ári er sá mesti við Ísland í áratugi og sýndi hann dæmi um það frá Siglunesi. Hækkun á meðalhita sjávar um 1-2 gráður getur haft veruleg áhrif á líf- ríki sjávarins. Hitinn hefur áhrif á nýliðun, vaxtarskilyrði og kyn- þroska. Útbreiðslusvæði fiskteg- unda færast og kjörsvæði þeirra við landið breytast. Slík dæmi eru þegar farin að sjást í sjónum. Mikil ýsugengd fyrir Norð- urlandi er dæmi um þessa breytingu og einnig veiðast skötuselur og keila mun norðar og á þeim svæðum þar sem þær hafa ekki veiðst áður. Út- breiðslusvæði kolmuna hefur einnig stækkað mikið innan íslensku lög- sögunnar. Hitastigið hefur áhrif á kaldsjávartegundir eins og loðnu og rækju. Loðnustofnar gætu horfið eða veikst og jafnvel gæti kolmuni komið sem bjargvættur í stað loðn- unnar. Síldarstofnar gætu orðið sterkari og auknar líkur eru á göngu norsk-íslensku síldarinnar á norður- og austurmið. Vistkerfið í sjónum getur orðið lík- ara og það er nú í Norðursjó með sama áframhaldi. Með auknu hita- stigi í sjó skapast mikil óvissa sem ekki er auðvelt að spá í. Að lokum sagði Jóhann að ekki mætti gleyma því að innan 1-2 ára gætu skilyrði í sjó breyst snöggt í hina áttina eins og gerðist árið 1965. Höskuldur Björnsson gerði grein fyrir verkefni sem hann stjórnar um fæðu þorsks. Safnað hefur verið magasýnum úr þorski síðustu 20 ár einkum í mars-apríl og svo á haustin. Nú er í gangi samstarfsverkefni við sjómenn á bátum sem stunda veiðar í hin ýmsu veiðarfæri. Verkefnið byrj- aði í fyrra. Sjómennirnir taka sýni allt árið og er reynt að fá sýni frá öllum svæðum í kringum landið. Miklar upplýsingar liggja nú fyrir um það á hverju þorskurinn lifir, sem hafa staðfest fyrri vitneskju manna. Meginfæða þorsks er síli og loðna. Sílið er uppi- staðan yfir sumartímann og fram til desember og loðnan yfir veturinn einkum í mars og apríl. Nú er mun meira af ýsu en þorski í fæðusýnum og hefur það snúist við, líklegast vegna þess að ýsan er að verða al- geng svo víða. Stofnstærðin hefur fallið Hrafnkell Eiríksson ræddi um ástand hörpudisks í Breiðafirði. Þar er útlitið ekki bjart. Rannsóknir fóru fram í apríl í ár og svo aftur í sept- ember. Þar mátti greina marktæka breytingu. Stofnstærðin hefur fallið um 10-15% á þessum tíma sem er sá tími sem vöxtur er mestur hjá skel- inni og eins nýliðunin. Náttúrleg dánartíðni hefur margfaldast. Nú er stofninn innan við 30% af meðal- stofnstærð áranna 1993-2000. Búið er að greina á Keldum tvær tegundir sníkjudýra í skelinni sem hafa mörg stig á sínum lífsferli. Ann- að sníkjudýrið skiptir mun meira máli í dauða skeljarinnar. Hingað til hafa snýkjudýrin herjað á stærri hörpudiskinn, en því miður hefur sýkillinn greinst í smærri skel og ekki er vitað hvaða afleiðingar það hefur. Sníkjudýrin eru að einhverju leyti tengd auknum sjávarhita. Botn- hiti í Breiðafirði var um 12 gráður í septembermánuði og er það einni gráðu hlýrra en áður hefur mælst. Hrafnkell var því hræddur um að hitinn muni áfram hafa neikvæð áhrif á veiðistofninn. Starfsmenn Hafrannsóknastofn- unar sitja fyrir svörum: Hrafnkell Eiríksson, Jóhann Sigurjónsson, Höskuldur Björnsson og Hlynur Pétursson frá útibúi Hafró í Ólafs- vík. Mjög góð mæting var á fundi Hafrannsóknastofnunar sem hald- inn var í Stykkishólmi. Það sýnir glöggt að almenningur hefur áhuga á störfum starfsmanna stofnunarinnar og vill fá að fylgjast með. Pétur Pét- ursson, sjómaður á Arnarstapa, kom fram með margar spurningar sem hann vildi fá svör við. Sníkjudýr valda hruni í skelstofni í Breiðafirði Hafrannsóknastofnun heldur opinn fund um rannsóknir í Stykkishólmi Stykkishólmi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Pétur Pétursson, sjómaður á Arnarstapa, kom fram á fundinum með marg- ar spurningar til fiskifræðinganna frá Hafró sem hann vildi fá svör við. ÚR VERINU FERÐASKRIFSTOFA Akureyrar hefur keypt 85% í ferðaskrifstof- unni Destination Iceland í Reykja- vík af Bifreiðastöð Íslands hf. Sjöfn hf. á Akureyri á 70% í Ferðaskrifstofu Akureyrar og 30% eru í eigu Ferðaskrifstofu Íslands hf. Sjöfn er einnig stór hluthafi í Sérleyfisbifreiðum Akureyrar, sem eru stærsti einstaki hluthafinn í Bifreiðastöð Íslands. Spurður um ástæður kaupanna segist Baldur Guðnason, fram- kvæmdastjóri Sjafnar, hafa mikla trú á vaxandi ferðaþjónustu hér á landi og að stærstu sóknarfærin séu á því sviði sem Destination Iceland starfi, þ.e. að búa til ferða- pakka fyrir erlenda ferðamenn. Baldur segir ætlunina að auka markaðssókn fyrirtækisins og ná fram samlegðaráhrifum við Ferða- skrifstofu Akureyrar. Hann segir að velta Destination Iceland sé um 700 milljónir króna og velta Ferða- skrifstofu Akureyrar um 400 millj- ónir króna. Mikill vöxtur Í fréttatilkynningu sem Ferða- skrifstofa Akureyrar og Destin- ation Iceland sendu út vegna kaupanna segir að árið 2001 hafi þrjú fyrirtæki verið sameinuð und- ir nafni Destination Iceland, þ.e. BSÍ Travel, Iceland Safari Travel og Come-2 Iceland. Í janúar á þessu ári hafi rekstur Ævintýra- ferða – Icelandic Adventure – ver- ið sameinaður rekstri Destination Iceland. Destination Iceland hafi sérhæft sig í sölu og skipulagningu ferða erlendra ferðamanna á Ís- landi, jafnt einstaklinga sem hópa. Fyrirtækið sérhæfi sig meðal ann- ars í svokallaðri vetrarafþreyingu fyrir erlenda ferðamenn, þ.e. jeppa- og snjósleðaferðum. Þá sé lögð rík áhersla á sölu hvataferða og skipulagningu ráðstefna á Ís- landi. Í tilkynningunni segir að á síð- ustu mánuðum hafi verið mikill vöxtur í starfsemi Destination Ice- land. Velta skrifstofunnar hafi nær tvöfaldast í ár miðað við síðasta ár og hjá fyrirtækinu séu fimmtán starfsmenn. Ferðaskrifstofa Akur- eyrar kaupir 85% í Destination Iceland Morgunblaðið/Guðrún Bergman Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri Sjafnar, sem er aðaleigandi Ferða- skrifstofu Akureyrar, segist hafa trú á vaxandi ferðaþjónustu hér á landi. ÁVÖXTUNARKRAFA hús- bréfa lækkaði í gær eftir stöð- uga hækkun að undanförnu, en gengi skuldabréfanna hækkar þegar ávöxtunarkrafan lækkar. Í Hálffimm fréttum grein- ingardeildar Kaupþings Bún- aðarbanka í gær sagði að mikill hamagangur hefði verið á skuldabréfamarkaði yfir dag- inn. Ávöxtunarkrafa 40 ára húsbréfa, IBH 37, hefði lækkað mikið, um 0,12 prósentustig sem sé um 1,5% gengishækkun. Ávöxtunarkrafa þessara bréfa er nú 4,72%. Aðrir húsbréfa- flokkar hafi líka lækkað í við- skiptum dagsins, ávöxtunar- krafa lengsta flokksins, IBH 41, hafi lækkað um 6 punkta eða 0,06 prósentustig, en aðrir flokkar hafi lækkað minna. Ávöxtun- arkrafan lækkar FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur úrskurðað þá Rafn Jónsson og Siggeir Stefánsson vanhæfa til ákvarðanatöku varðandi úrlausnar- efni sveitarstjórnar Þórshafnar sem varða Hraðfrystistöð Þórs- hafnar, HÞ, með beinum hætti, eins og það er orðað í úrskurði sem birtur er á vef ráðuneytisins. Þeir Rafn og Siggeir sitja báðir í hreppsnefnd Þórshafnarhrepps auk þess sem þeir eru báðir stjórn- endur hjá HÞ. Rafn er verksmiðju- og útgerðarstjóri og Siggeir er rekstrarstjóri landvinnsludeildar. Að auki á Rafn 3–4% eignarhlut í félaginu sem er að markaðsvirði á bilinu 40–60 milljónir króna, að því er kemur fram í úrskurðinum. Var Rafn einnig úrskurðarður vanhæfur í ljósi hlutafjáreignar sinnar í félaginu. Rafn og Siggeir óskuðu sjálfir eftir úrskurði ráðuneytisins, en þeir viku báðir sæti þegar hrepps- nefndin fjallaði um kaup HÞ á fjöl- veiðiskipinu Þorsteini EA af Sam- herja í september sl. eftir að hafa leitað álits hjá lögfræðingi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá hafa 34 hluthafar sem eiga samanlagt tæplega 15% hluta- fjár í Hraðfrystistöð Þórshafnar höfðað mál gegn HÞ og Samherja hf. þar sem þeir telja að Samherji hafi nýtt yfirburðastöðu sína í fé- laginu til að selja því Þorstein EA á yfirverði. Samherji hafi því hagn- ast á ólögmætan hátt á kostnað annarra hluthafa í Hraðfrystistöð- inni. Rafn Jónsson er einn þeirra 34 hluthafa sem standa að kærunni. Hreppsnefndar- menn úrskurðaðir vanhæfir VIÐSKIPTI voru með hlutabréf fyrir 3.739 milljónir króna í Kaup- höll Íslands í gær. Hækkaði Úrvals- vísitalan um 2% og var lokagildi hennar 2.098,23 stig og hefur hún aldrei verið hærri. Mest viðskipti voru með hluta- bréf Íslandsbanka fyrir um 1.342 milljónir króna og var lokaverð þeirra 6,60 sem er óbreytt frá deg- inum á undan. Markaðsvirði bank- ans er nú 69,3 milljarðar króna. Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 seldu 20 milljónir að nafnverði í Ís- landsbanka í gær. Sé miðað við lokaverð bankans í gær var sölu- verðið 132 milljónir króna. Eign- arhlutur Lífeyrissjóða Bankastræti 7 fór við söluna úr 5,06% í 4,87%. Einnig voru mikil viðskipti með bréf Pharmaco eða fyrir 1.176 millj- ónir króna. Bréfin hækkuðu um 5,3% í gær og var lokaverð félags- ins 40. Markaðsvirði félagsins er því tæpir 120 milljarðar króna. Pharmaco er samkvæmt því verð- mætasta félagið sem skráð er í Kauphöll Íslands. Bréf Kaupþings Búnaðarbanka hækkuðu einnig í verði í gær eða um 1,4% og var lokaverð bankans 220. Markaðsvirði Kaupþings Bún- aðarbanka er því tæpur 91 millj- arður króna. Bréf Landsbankans hækkuðu um 0,8% og var lokaverðið 5,95. Mark- aðsvirði Landsbankans er 44,6 milljarðar króna. Úrvalsvísitalan aldrei hærriKÖNNUN samtaka verslunar-ráða í Evrópu bendir til meiribjartsýni í viðskiptalífinu nú en fyrir ári. Þau fyrirtæki sem horfa jákvæðum augum til við- skiptalífsins á næsta ári eru nú 21,7% fleiri en þau sem horfa neikvæðum augum fram á veg- inn, en fyrir ári var sambæri- legt hlutfall 13,2%. Fyrirtæki eru nú bjartsýnni um heildar- veltu, sölu innanlands, útflutn- ing og fjárfestingu, en vænting- ar um atvinnustig fara versnandi. Í fréttatilkynningu sem sam- tökin sendu út vegna könnun- arinnar hvetur forseti þeirra til kerfisumbóta á öllum sviðum, sem meðal annars muni örva vinnumarkaðinn til lengi tíma litið. Aukin bjartsýni í Evrópu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.