Morgunblaðið - 06.12.2003, Side 22

Morgunblaðið - 06.12.2003, Side 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Jólaskeið Ernu kr. 6.500 Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is Landsins mesta úrval Fallega íslenska silfrið RAUÐARÁRSTÍG 14-16, SÍMI 551 0400 • KRINGLUNNI, SÍMI 568 0400 www.myndlist.is w w w .d es ig n .is ' 2 0 0 3Fæst um land allt Dreifingara›ili: Tákn heilagrar flrenningar Til styrktar blindum Tilvalinjólagjöf skrauti sem þau hafa gert sjálf í leikskólanum. Á jólahátíðinni lögðu þau svo lokahönd á verkið og fönguðu með því að dansa í kringum jólatréð og spjalla við nokkra jólasveina sem villtust alltof snemma úr fjöllunum. Breiðholt | Yfir 100 leikskólakrakkar komu saman í göngugötunni í Mjóddinni í gær og héldu jólahátíð. Þessir krakkar komu frá leikskólunum Arnarborg, Bakkaborg og Fálkaborg. Undanfarna daga hafa börnin komið og skreytt jólatré í Mjóddinni með Morgunblaðið/Eggert Krakkarnir fylgdust vel með jólasveinunum. Jólahátíð í Mjóddinni Ljósmynd/Guðni Harðarson Skyrgámur stalst snemma til byggða og bauð krökkunum skyr að borða. Höfuðborgarsvæðið | Hefð er fyrir því að stærstu bæjarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu tendri ljós á stórum jólatrjám á áberandi stöð- um í byrjun desember. Jólatrén eru oftast gjöf frá vinabæjum er- lendis. Ljósin verða tendruð á Óslóar- trénu á Austurvelli á morgun, sunnudag. Lúðrasveit Reykjavíkur hefur dagskrána kl. 15.30 með því að leika jólalög og síðan tekur Dómkórinn við áður en Kari Pahle borgarfulltrúi og formaður menn- ingar- og menntamálanefndar færir borgarstjóra, Þórólfi Árnasyni, og öðrum Reykvíkingum tréð að gjöf. Alexander Örn Númason, 10 ára, sem er jólatrésbarnið í ár, fær þann heiður að kveikja ljósin á trénu, en fyrir nákvæmlega 20 ár- um var það móðir Alexanders Arn- ar, Carolin Guðbjartsdóttir, sem kveikti á trénu. Í dag kl. 14 verða tendruð jóla- ljós við Flensborgarhöfn í Hafn- arfirði, jólatréð sem þar stendur er gjöf frá vinabænum Cuxhaven. Lúðrasveit Hafnarfjarðar spilar, Wolf Rudiger Dick, heiðurskonsúll Íslands í Cuxhaven, flytur kveðju og tendrar jólaljósin og sendiherra Þýskalands, Johann Wenzl flytur kveðju. Kvennakór Hafnarfjarðar og leikskólabörn af Hjalla taka lag- ið og formaður Hafnarstjórnar, Eyjólfur Sæmundsson, flytur ávarp. Kópavogsbúar geta séð þegar kveikt verður á ljósunum á jóla- trénu frá vinabænum Nörrköping kl. 16.45 í dag á flötinni fyrir fram- an Gerðarsafn og Safnahúsið. Þar mun Skólahljómsveit Kópavogs flytja jólalög, ávarp flytja sendi- herra Svíþjóðar Bertel Jobeus og Sigurður Geirdal bæjarstjóri. Skólakór Kársness syngur og jóla- sveinar koma í heimsókn og skemmta fólki. Í dag kl 16.00 verða ljósin á jólatré Mosfellsbæjar tendruð. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leik- ur og Barnakór Varmárskóla syng- ur nokkur lög og jólasveinar skjót- ast til byggða til að skemmta börnunum. Mikið verður um að vera á Garðatorgi í dag þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu fyrir utan ráð- hús Garðabæjar kl. 15.45. Jólatréð er gjöf frá vinabænum Asker í Noregi. Gera má ráð fyrir að jóla- sveinar komi til byggða og skemmti sér og öðrum. Jólaljós víða tendruð um helgina Kveikt á ljósunum á jólatrénu í Hafnarfirði í fyrra. Morgunblaðið/Jim Smart Jólamarkaður á Lækjartorgi | Í dag verður opnaður jólamarkaður á Lækjartorgi en þetta er í annað sinn sem hann er settur þar upp. Mark- aðurinn verður nú með öðru sniði en í fyrra, þar sem söluaðilar leigja lítil tréhús fyrir varning sinn. Jólamarkaðurinn verður opinn á föstudögum, laugardögum og sunnu- dögum til jóla og verður afgreiðslu- tími frá kl. 13 til kl. 18 eða 22, eftir því hve lengi er opið í verslunum í miðborginni. Markaðurinn verður einnig opinn 22. desember og á Þor- láksmessu verður opið til kl. 23. Á boðstólum verða fjölbreyttar gjafa- og jólavörur sem og íslensk jólatré og greinar, bæði fura og rauðgreni. Í einu jólahúsinu verða léttar veitingar. Á meðan á jólamarkaðinum stend- ur verða ýmsar uppákomur og í dag verður markaðurinn opnaður með brassbandi Svansins kl. 13 og jóla- sveinar koma og Kammerkór Reykjavíkur syngur. Þróunarfélag miðborgarinnar hef- ur veg og vanda af jólamarkaðinum. Loftmyndir á Netinu | Á vef Garðabæjar er núna hægt að leita að heimilisföngum og sjá á loftmynd hvar viðkomandi hús er. Til að finna hús er heimilisfangið skrifað, í nefnifalli, í gluggann hægra megin á forsíðunni og smellt á örina fyrir neðan hann. Þá kemur upp gluggi með loftmynd og rauðum punkti ofan á húsinu sem beðið var um. Skíðadeild til fyrirmyndar | Skíðadeild Breiðabliks fékk nýver- ið gæðaviðurkenningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands fyrir vel skipulagða starfsemi, vel menntaða þjálfara og öflugt stjórn- arstarf. Verðlaunin kallast Fyrir- myndarfélag ÍSÍ. Ný stjórn, sem tók við síðastliðið vor undir formennsku Hildar Ást- þórsdóttur, vann í sumar veglega handbók sem foreldrar fengu af- henta í Bláfjöllum í haust. Síðan hefur efni bæst við bókina sem verður á vefnum www.breida- blik.is/skidi. Í handbókinni koma fram þær upplýsingar sem eru grundvöllur gæðaviðurkenningar ÍSÍ. Á heimasíðu Breiðabliks kemur fram að til að hljóta gæðaviður- kenningu þarf deildin að uppfylla skilyrði sem eru sett fram í níu lið- um. Þar á meðal er mikil áhersla lögð á skýr íþróttaleg og félagsleg markmið, starf með þjálfurum, jafnréttismál og foreldrastarf. Eitt af því sem farið er fram á af fyr- irmyndarfélagi er að fulltrúi iðk- enda sé í stjórn þess og hefur Katrín Ósk Þorsteinsdóttir tekið að sér það hlutverk. Morgunblaðið/Eggert Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, af- henti Hildi Ástþórsdóttur, stjórn- arformanni skíðadeilar Breiða- bliks, viðurkenninguna. Börn undir grænum boga | Nýtt merki fræðsluskrifstofu Kópavogs var kynnt um daginn en fræðsluskrifstofan hefur ekki haft sérstakt merki áður. Merkið hann- aði Sigrún Magnúsdóttir. Í merkinu eru þrjú börn á þremur aldursstigum sem veifa undir grænum boga sem minnir á boga Kópavogskirkju. Boginn end- ar í blýanti sem táknar skólastarf á öllum stigum. Áletrunin „Fræðsluskrifstofa Kópavogs“ er svo grunnurinn sem merkið stend- ur á. Stefnumótun kynnt | Skóla- nefnd Kópavogs kynnti almenningi drög að stefnumótun sinni á dög- unum. Áður höfðu drögin verið send samtökum kennara, skóla- stjóra og foreldra til kynningar auk þess sem þau voru birt á heimasíðu bæjarins. Ármann Kr. Ólafsson fór yfir drögin og kynnti áherslur þeirra. Allmargar athugasemdir komu fram auk fyrirspurna sem skóla- nefndarmenn svöruðu, segir á heimasíðu bæjarins.          V ín m e ð jó la m a tn u m V ín m e ð jó la m a tn u m Í tilefni af útkomu bæklingsins munu birgjar áfengis, í samvinnu við ÁTVR, halda kynningu á vínum með jólamatnum. V í n m e ð j ó l a m a t n u m Á kynningunni gefst fólki kostur á að kynna sér bæklinginn og smakka á vínunum ásamt þeim mat sem þau eiga best við. Rúmlega 80 vín- tegundir verða kynntar, ásamt smakkprufum af lambakjöti, nauta- kjöti, hangikjöti, hamborgarhrygg, kalkúna, villibráð, fiski og ábætis- réttum. Aðgangseyrir er 1000 krónur. Miðafjöldi takmarkaður. 20 ára aldurstakmark. Laugardaginn 6. desember í Hvammi á Grand Hótel frá kl. 16-19.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.