Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Jólaskeið Ernu kr. 6.500 Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is Landsins mesta úrval Fallega íslenska silfrið RAUÐARÁRSTÍG 14-16, SÍMI 551 0400 • KRINGLUNNI, SÍMI 568 0400 www.myndlist.is w w w .d es ig n .is ' 2 0 0 3Fæst um land allt Dreifingara›ili: Tákn heilagrar flrenningar Til styrktar blindum Tilvalinjólagjöf skrauti sem þau hafa gert sjálf í leikskólanum. Á jólahátíðinni lögðu þau svo lokahönd á verkið og fönguðu með því að dansa í kringum jólatréð og spjalla við nokkra jólasveina sem villtust alltof snemma úr fjöllunum. Breiðholt | Yfir 100 leikskólakrakkar komu saman í göngugötunni í Mjóddinni í gær og héldu jólahátíð. Þessir krakkar komu frá leikskólunum Arnarborg, Bakkaborg og Fálkaborg. Undanfarna daga hafa börnin komið og skreytt jólatré í Mjóddinni með Morgunblaðið/Eggert Krakkarnir fylgdust vel með jólasveinunum. Jólahátíð í Mjóddinni Ljósmynd/Guðni Harðarson Skyrgámur stalst snemma til byggða og bauð krökkunum skyr að borða. Höfuðborgarsvæðið | Hefð er fyrir því að stærstu bæjarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu tendri ljós á stórum jólatrjám á áberandi stöð- um í byrjun desember. Jólatrén eru oftast gjöf frá vinabæjum er- lendis. Ljósin verða tendruð á Óslóar- trénu á Austurvelli á morgun, sunnudag. Lúðrasveit Reykjavíkur hefur dagskrána kl. 15.30 með því að leika jólalög og síðan tekur Dómkórinn við áður en Kari Pahle borgarfulltrúi og formaður menn- ingar- og menntamálanefndar færir borgarstjóra, Þórólfi Árnasyni, og öðrum Reykvíkingum tréð að gjöf. Alexander Örn Númason, 10 ára, sem er jólatrésbarnið í ár, fær þann heiður að kveikja ljósin á trénu, en fyrir nákvæmlega 20 ár- um var það móðir Alexanders Arn- ar, Carolin Guðbjartsdóttir, sem kveikti á trénu. Í dag kl. 14 verða tendruð jóla- ljós við Flensborgarhöfn í Hafn- arfirði, jólatréð sem þar stendur er gjöf frá vinabænum Cuxhaven. Lúðrasveit Hafnarfjarðar spilar, Wolf Rudiger Dick, heiðurskonsúll Íslands í Cuxhaven, flytur kveðju og tendrar jólaljósin og sendiherra Þýskalands, Johann Wenzl flytur kveðju. Kvennakór Hafnarfjarðar og leikskólabörn af Hjalla taka lag- ið og formaður Hafnarstjórnar, Eyjólfur Sæmundsson, flytur ávarp. Kópavogsbúar geta séð þegar kveikt verður á ljósunum á jóla- trénu frá vinabænum Nörrköping kl. 16.45 í dag á flötinni fyrir fram- an Gerðarsafn og Safnahúsið. Þar mun Skólahljómsveit Kópavogs flytja jólalög, ávarp flytja sendi- herra Svíþjóðar Bertel Jobeus og Sigurður Geirdal bæjarstjóri. Skólakór Kársness syngur og jóla- sveinar koma í heimsókn og skemmta fólki. Í dag kl 16.00 verða ljósin á jólatré Mosfellsbæjar tendruð. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leik- ur og Barnakór Varmárskóla syng- ur nokkur lög og jólasveinar skjót- ast til byggða til að skemmta börnunum. Mikið verður um að vera á Garðatorgi í dag þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu fyrir utan ráð- hús Garðabæjar kl. 15.45. Jólatréð er gjöf frá vinabænum Asker í Noregi. Gera má ráð fyrir að jóla- sveinar komi til byggða og skemmti sér og öðrum. Jólaljós víða tendruð um helgina Kveikt á ljósunum á jólatrénu í Hafnarfirði í fyrra. Morgunblaðið/Jim Smart Jólamarkaður á Lækjartorgi | Í dag verður opnaður jólamarkaður á Lækjartorgi en þetta er í annað sinn sem hann er settur þar upp. Mark- aðurinn verður nú með öðru sniði en í fyrra, þar sem söluaðilar leigja lítil tréhús fyrir varning sinn. Jólamarkaðurinn verður opinn á föstudögum, laugardögum og sunnu- dögum til jóla og verður afgreiðslu- tími frá kl. 13 til kl. 18 eða 22, eftir því hve lengi er opið í verslunum í miðborginni. Markaðurinn verður einnig opinn 22. desember og á Þor- láksmessu verður opið til kl. 23. Á boðstólum verða fjölbreyttar gjafa- og jólavörur sem og íslensk jólatré og greinar, bæði fura og rauðgreni. Í einu jólahúsinu verða léttar veitingar. Á meðan á jólamarkaðinum stend- ur verða ýmsar uppákomur og í dag verður markaðurinn opnaður með brassbandi Svansins kl. 13 og jóla- sveinar koma og Kammerkór Reykjavíkur syngur. Þróunarfélag miðborgarinnar hef- ur veg og vanda af jólamarkaðinum. Loftmyndir á Netinu | Á vef Garðabæjar er núna hægt að leita að heimilisföngum og sjá á loftmynd hvar viðkomandi hús er. Til að finna hús er heimilisfangið skrifað, í nefnifalli, í gluggann hægra megin á forsíðunni og smellt á örina fyrir neðan hann. Þá kemur upp gluggi með loftmynd og rauðum punkti ofan á húsinu sem beðið var um. Skíðadeild til fyrirmyndar | Skíðadeild Breiðabliks fékk nýver- ið gæðaviðurkenningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands fyrir vel skipulagða starfsemi, vel menntaða þjálfara og öflugt stjórn- arstarf. Verðlaunin kallast Fyrir- myndarfélag ÍSÍ. Ný stjórn, sem tók við síðastliðið vor undir formennsku Hildar Ást- þórsdóttur, vann í sumar veglega handbók sem foreldrar fengu af- henta í Bláfjöllum í haust. Síðan hefur efni bæst við bókina sem verður á vefnum www.breida- blik.is/skidi. Í handbókinni koma fram þær upplýsingar sem eru grundvöllur gæðaviðurkenningar ÍSÍ. Á heimasíðu Breiðabliks kemur fram að til að hljóta gæðaviður- kenningu þarf deildin að uppfylla skilyrði sem eru sett fram í níu lið- um. Þar á meðal er mikil áhersla lögð á skýr íþróttaleg og félagsleg markmið, starf með þjálfurum, jafnréttismál og foreldrastarf. Eitt af því sem farið er fram á af fyr- irmyndarfélagi er að fulltrúi iðk- enda sé í stjórn þess og hefur Katrín Ósk Þorsteinsdóttir tekið að sér það hlutverk. Morgunblaðið/Eggert Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, af- henti Hildi Ástþórsdóttur, stjórn- arformanni skíðadeilar Breiða- bliks, viðurkenninguna. Börn undir grænum boga | Nýtt merki fræðsluskrifstofu Kópavogs var kynnt um daginn en fræðsluskrifstofan hefur ekki haft sérstakt merki áður. Merkið hann- aði Sigrún Magnúsdóttir. Í merkinu eru þrjú börn á þremur aldursstigum sem veifa undir grænum boga sem minnir á boga Kópavogskirkju. Boginn end- ar í blýanti sem táknar skólastarf á öllum stigum. Áletrunin „Fræðsluskrifstofa Kópavogs“ er svo grunnurinn sem merkið stend- ur á. Stefnumótun kynnt | Skóla- nefnd Kópavogs kynnti almenningi drög að stefnumótun sinni á dög- unum. Áður höfðu drögin verið send samtökum kennara, skóla- stjóra og foreldra til kynningar auk þess sem þau voru birt á heimasíðu bæjarins. Ármann Kr. Ólafsson fór yfir drögin og kynnti áherslur þeirra. Allmargar athugasemdir komu fram auk fyrirspurna sem skóla- nefndarmenn svöruðu, segir á heimasíðu bæjarins.          V ín m e ð jó la m a tn u m V ín m e ð jó la m a tn u m Í tilefni af útkomu bæklingsins munu birgjar áfengis, í samvinnu við ÁTVR, halda kynningu á vínum með jólamatnum. V í n m e ð j ó l a m a t n u m Á kynningunni gefst fólki kostur á að kynna sér bæklinginn og smakka á vínunum ásamt þeim mat sem þau eiga best við. Rúmlega 80 vín- tegundir verða kynntar, ásamt smakkprufum af lambakjöti, nauta- kjöti, hangikjöti, hamborgarhrygg, kalkúna, villibráð, fiski og ábætis- réttum. Aðgangseyrir er 1000 krónur. Miðafjöldi takmarkaður. 20 ára aldurstakmark. Laugardaginn 6. desember í Hvammi á Grand Hótel frá kl. 16-19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.