Morgunblaðið - 06.12.2003, Síða 38

Morgunblaðið - 06.12.2003, Síða 38
LISTIR 38 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ GALLERÍ Hlemmur stendur um þessar mundir fyrir sýningu á verk- um Egils Sæbjörnssonar. Þrjú verk eru megin uppistaða sýningarinnar, verkin Við erum blóm, Aldan og 1.3.blár&ellefu. Stærsta verkið er Við erum blóm, vídeóverk með tónlist eftir Egil. Þegar hann er spurður hvert sé þema verksins segir hann: „Þema dagsins hjá mér er dálítið hinn tví- skipti persónuleiki mannsins og ég held að það hljóti að vera einhver tenging frá því inn í verkið vegna þess að þetta hefur verið rauði þráð- urinn í mínum verkum um skeið.“ Hvað viltu segja með þessu verki? „Þegar ég geri verk er ég ekki að segja neitt. Ég er ekki að reyna að sannfæra fólk um neitt. Ég er ekki með áróður. Ég er ekkert að reyna að bjarga heiminum. Hann er full- fær um það sjálfur. Ég er bara það sem ég er, staddur á þeim punkti sem ég er staddur í lífinu og er ekki að gera neitt annað. Hins vegar dreg ég fram atriði sem hafa haft áhrif á mig og mér finnst áhugaverð. Ég reyni ekki að stýra því hvað öðr- um finnst. Öll túlkun er frjáls.“ Annað verk á sýningunni sam- anstendur af teikningum, tuttugu og einni mynd, og ber verkið heitið Aldan. „Myndirnar voru upp- runalega hugsaðar sem tónlistar- myndband,“ segir Egill, „en svo ákvað ég að sýna þær eins og þær eru.“ Um hvað er þetta verk? „Það er um bát sem ferðast um hafið, á þessari öldu sem er hálfgerð náttúruhamfaraalda. En hún gerir engan skaða. Svo birtist allt í einu ljón, eins og þegar mann dreymir og þá birtast element sem maður verð- ur að glíma við. Mér finnst lífið alltaf vera þannig. Það er alltaf eitthvað að gerast sem maður kærir sig ekkert um – en verður að glíma við.“ Hvað geturðu sagt mér um þriðja verkið, 1.3.blár&ellefu? „Þetta eru ljósmyndir sem eru ýmist sýndar sem hreyfimyndir eða ljósmyndir. Á þessari sýningu sýni ég eingöngu ljósmyndirnar. Þetta eru myndir af fljúgandi fötum og manni sem situr á gólfinu. Hann veit ekki hvort hann er að ímynda sér að fötin séu að fljúga.“ Egill sem er búsettur í Berlín stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík, auk þess sem hann var skiptinemi í eitt ár við Paris 8 St. Denis í París. Hann býr sem stendur í Berlín en segist hafa búið mjög víða síðustu fjögur til fimm árin – en verið mikið á Íslandi síðastliðið ár. „Eftir að ég lauk skólanum hér heima bjó ég á Íslandi í eitt og hálft ár,“ segir hann, „en ég hafði lofað sjálfum mér að fara af landi brott fyrir áramótin 1998-1999. Ég fór 28. desember 1998. Ég var kominn til Berlínar í byrjun janúar 1999 og hef búið í ferðatöskum síðan – en er nú loksins kominn með fastan sama- stað.“ Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18 og lýkur 20. desember. Fljúgandi föt og ljón í hafi Egill Sæbjörnsson sýnir vídeóverk, ljós- myndaverk og teikningar í Galleríi Hlemmi. Hann segir verkin ekki fela í sér neinn áróð- ur eða tilraun til þess að bjarga heiminum. Súsanna Svavarsdóttir ræðir við lista- manninn um sýninguna. Morgunblaðið/Sverrir Egill Sæbjörnsson: Ég reyni ekki að stýra því hvað öðrum finnst. David Beckham – Mín hlið er skráð af honum sjálfum og Tom Watt. Ís- lenska þýðingu gerði Guðjón Guð- mundsson. Beck- ham segir frá margs konar sam- skiptum sínum við Sir Alex Ferguson hjá Manchester United, landsliðsþjálfara Englands, Glenn Hoddle og dregur heldur ekkert undan í persónulegum lýsingum á sambandinu við Kryddstúlkuna Viktor- íu og fjölskylduna alla. „Þótt hann sé einn umtalaðasti maður heims er hann einlægur – í frásögninni skín í gegn heilsteyptur persónuleiki Davids og fagmennska allt frá barnsaldri í knattspyrnunni,“ segir í frétt frá útgef- anda. Í bókinni er fjöldi litmynda allt frá barnæsku Beckhams til daganna í höfuðborg Spánar þegar hann klæð- ist búningi Real Madrid innan um hin- ar stórstjörnurnar – Zidane, Ronaldo, Figo, Carlos og Raúl. Útgefandi er Stöng. Bókin er 370 bls. Verð: 4.980 kr. Ævisaga Bobbi, Kalla og risinn er eftir Sophie Smiley, myndskreytt af Michael For- eman. Sigrún Á. Eiríksdóttir þýddi. Bókin fjallar um systkinin Bobba og Köllu sem standa saman í blíðu og stríðu. Fjöl- skyldan er með fótboltadellu. Ef krakk- arnir eru óþekkir blæs mamma þeirra í flautu og sýnir rauða spjaldið. Faðir þeirra dáir Manchester United. Þegar hann var strákur var Bobby Charlton með þeim bestu. Þess vegna voru þau skírð Bobbi og Charlton! Bobba langar í markmannspeysu áður en drottningin kemur í heimsókn til skólans hans. Systkinin eru ekki í sama skóla af því að Bobbi er með Downs-heilkenni – en þau hjálpast allt- af að. Nú ákveður Bobbi að safna sjálf- ur peningum fyrir peysunni og tekur upp á ýmsu óvæntu. Boltinn fer að rúlla og fjör færist í leikinn … Útgefandi er Æskan. Bókin er 58 blaðsíður. Umbrot annaðist Bústna bý- flugan/Þorsteinn Úlfar Björnsson. Oddi ehf. prentaði. Verð. 1.880 kr. Börn Tsatsiki og Pápi er sjálfstætt fram- hald af bókinni Tsatsiki og Mútta sem kom út hjá Ið- unni 2001. Höf- undurinn, Moni Nilsson- Brännström, hefur fengið ótal verð- laun fyrir bækur sínar um Tsatsiki og þær hafa verið þýddar úti um allan heim. Friðrik Erlingsson rithöfundur ís- lenskaði. Tsatsiki og Pápi er önnur bókin af fimm um ástarbarnið Tsatsiki sem býr hjá Múttu sinni í Svíþjóð. Hún er í rokk- hljómsveit og mesti fjörkálfur – einna líkust fullorðinni Línu langsokk. Í þess- ari bók fer Tsatsiki meðal annars með Múttu til Grikklands og hittir í fyrsta skipti pabba sinn, sem er kolkrabba- veiðimaður. Friðrik hlaut barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur árið 2002 fyr- ir þýðingu á fyrstu bókinni: Tsatsiki og Mútta. Útgefandi er Salka. Bókin er gefin út með styrk frá Norræna þýðing- arsjóðnum. Hún er 143 bls., prentuð í Odda hf. og er 143 bls. Verð: 2.290 kr. Unglingar UNDANFARIN ár hefur átt sér stað mikil umræða um ábyrgð fjöl- miðla gagnvart einkalífi fólks og þátt þeirra í því að svipta saklaust fólk ærunni með ábyrgðarlausu og óstaðfestu slúðri. Fjölmiðlarnir veifa prentfrelsinu sér til varnar og ganga sífellt lengra í mannorðs- morðunum. Og fátt virðist til bjarg- ar. Það er því full ástæða til að fagna því að bók Heinrichs Böll, Mannorðsmissir Katrínar Blum, skuli loks komin út á íslensku. Böll nýtti sér frægð sína sem ný- bakaður Nóbelsverðlaunahafi í bók- menntum til að ráðast til atlögu við fjölmiðla (einkum þýska blaðið BILD-Zeitung) og ábyrgðarleysi þeirra í fréttaflutningi og vakti bók- in feikileg viðbrögð og deilur þegar hún kom út árið 1974. Ekki er hægt að segja með góðri samvisku að fjölmiðlar hafi tekið sig á síðan þá og því er bókin alveg jafn sláandi í dag og fyrir tæpum þrjátíu árum. Böll rekur sögu Katrínar Blum, venjulegrar ungrar konu sem aldrei hefur átt sökótt við neinn en flækist óvart inn í rannsókn á glæpamáli þegar hún verður ástfangin af vafa- sömum manni. Og ekki að sökum að spyrja, BLAÐIÐ byrjar umsvifa- laust að birta dylgjur og getgátur um siðferði og sekt Katrínar og styður þær með tilvitnunum í ætt- ingja hennar og vini. Við nánari skoðun kemur í ljós að meirihluti þess sem eftir því fólki er haft reyn- ist vera tilbúningur blaðamanns eða umsnúningur á orðum viðmælenda en þá er skaðinn skeður, Katrín orðin ærulaus og hefur ekki miklu að tapa við það að myrða blaða- manninn sem „fréttirnar“ hefur skrifað. Sagan byggist á lögreglu- skýrslum, frásögn ríkissaksóknara og frásögn lögmanns Katrínar sem er um leið bæði vinnuveitandi henn- ar og vinur. Lesandinn fær ekkert að skyggnast inn í sálarlíf Katrínar sjálfrar og er raunar á köflum alls ekki viss um að hún sé eins saklaus og lögmaður hennar vill vera láta. En það skiptir ekki höfuðmáli. Sek eða saklaus á hún rétt á friðhelgi síns einkalífs og maður skilur full- komlega ákvörðun hennar um að skjóta blaðamanninn sem eyðilagt hefur líf hennar. Hann hefur reynd- ar auðvitað bara verið að vinna sína vinnu samkvæmt lögmálum mark- aðarins, það verður að skrifa krass- andi sögur til að selja blöð, og að því leytinu jafnmikið fórnarlamb og hún, en samt ... Það eru náttúrulega eigendur BLAÐSINS og forráðamenn sam- félagsins sem ábyrgðina bera, en þeir eru ósnertanlegir og hrærast hvorki né haggast við óskundann sem þeir valda. Sagan er byggð upp á óvenju- legan hátt. Byrjað á morðinu á blaðamanninum og játningu Katr- ínar á þeim verknaði og síðan raktir atburðirnir sem til þess leiddu. Það skapast því aldrei nein spenna, text- inn er þurr og skýrslulegur, persón- ur eingöngu séðar utan frá, ekkert gert til að vekja samúð, en engu að síður leggur maður bókina ekki frá sér fyrr en síðasta síðan er lesin og hún vakir í hugsuninni lengi á eftir. Ekki margar af ádeiluskáldsögum sjöunda og áttunda áratugarins sem enn hafa slíkan slagkraft. Ég hef ekki lesið bókina á þýsku en þýðing Baldurs Ingólfssonar virðist vel unnin og ekkert sem stingur í augu, nema hvað prófarka- lestur hefði mátt vera betri. Það eina sem vekur spurningar er þýð- ingin á nafni bókarinnar. Bein þýð- ing á þýska titlinum er Glötuð æra Katrínar Blum, sem mér finnst bæði hljóma betur og vera sterkara en mannorðsmissir. Æra er mun dýpra og víðtækara hugtak en mannorð og felur auk þess í sér vís- anir í forn gildi og viðmiðanir sem Böll er einmitt að gagnrýna að skuli ekki lengur vera virt. „Ég las það í Samúel …“ BÆKUR Skáldsaga Heinrich Böll, þýðandi Baldur Ingólfsson, Fjölvaútgáfan 2003, 165 bls. MANNORÐSMISSIR KATRÍNAR BLUM Friðrika Benónýs KÓRAMÓT barna og unglinga verður haldið í Perlunni á sunnudag, en þetta er í ellefta sinn sem slíkt mót er hald- ið. Mótið hefst kl. 13 og stendur til kl. 15 og taka um 400 börn og unglingar þátt í því. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Kristinn Barnakóramót í Perlunni Alþjóðlegir mann- réttindasamn- ingar sem Ísland er aðili að. Í ritinu eru birtir allir helstu alþjóðlegu mannréttinda- samningar sem gerðir hafa verið á vettvangi Samein- uðu þjóðanna og Evrópuráðsins frá árinu 1950, alls 20 talsins auk Mann- réttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóð- anna frá 1948. Umsjón með útgáfu hafði Björg Thorarensen prófessor við Háskóla Íslands. Í fréttatilkyningu segir m.a.: „Ísland er aðili að fjölmörgum alþjóða- samþykktum um mannréttindi sem gerðar hafa verið á vettvangi Evr- ópuráðsins, Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana eftir miðja síðustu öld. Hafa áhrif alþjóðlegra mannréttindasamninga á íslenskan rétt vaxið hröðum skrefum undanfar- inn áratug og gætir þeirra bæði í laga- setningu og dómaframkvæmd. Elstur þessara samninga og tvímælalaust sá mikilvægasti fyrir íslenskan rétt er mannréttindasáttmáli Evrópu sem var samþykktur á vettvangi Evrópuráðs- ins þann 4. nóvember 1950. Hann var lögfestur hér á land árið 1994 og við breytingar á mannréttinda- ákvæðum stjórnarskrárinnar var m.a. tekið mið af ákvæðum hans. Auk hans er fjöldi annarra samninga á vegum Evrópuráðsins og Sameinuðu þjóðanna birtur í ritinu.“ Útgefandi er Háskólaútgáfan og Mannréttindastofnun Háskóla Ís- lands. Bókin er 200 bls. – kilja. Verð: 1.980 kr. Mannréttindi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.