Morgunblaðið - 06.12.2003, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 06.12.2003, Qupperneq 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 53 …augnablik til eilíf›ar gjöfin hennar kringlan/leifsstö› sími 588 7230 w w w . l e o n a r d . i s 14K - 100.700 kr. 18K - 44.800 kr. 14K - 40.700 kr. 18K - 36.100 kr. 14K - 104.300 kr. 18K - 28.900 kr. 18K - 54.700 kr. OFT er látið að því liggja að danskir nemendur ljúki stúdents- prófi 19 ára, eða ári fyrr en ís- lenskir nemendur. Staðreyndin er hins vegar sú að meiri- hluti danskra stúd- enta útskrifast tutt- ugu ára en ekki nítján ára. Aðeins lítill hluti þeirra er 19 ára eða yngri þegar þeir ljúka stúdentsprófi. Þetta kemur fram í skýrslu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Rannsókn- arstofnun Kennaraháskóla Íslands unnu fyrir menntamálaráðuneytið í september 2002, en hún hefur að geyma ítarlega samanburð- arkönnun á skólakerfum á Íslandi, Danmörku og Svíþjóð. Í Danmörku er talsvert rætt um breytingar á skólakerfinu og hafa verið settar fram ýmsar hug- myndir um endurbætur. En þær fela ekki í sér að dregið verði úr námskröfum og fjölbreytni í námi eins og tillögur íslenskra stjórn- valda um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Ekki er heldur horft til eins skólastigs heldur alls skólakerfisins. Þetta er mjög athyglisvert í ljósi tillagna í skýrslu íslenska mennta- málaráðuneytisins um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Þar er einfaldasta og ódýrasta leiðin valin og lagt til að námstími til stúdents- prófs verði styttur um eitt ár með því að minnka kennslu um 537 klukkustundir á ári, eða um fimmt- ung. Bent er á að að þetta kalli á endurskoðun námskrár til stúd- entsprófs og tekið fram að þá skuli haft að leiðarljósi að draga úr sér- hæfingu. Hér er með öðrum orðum lagt til að dregið verði úr sveigj- anleika í námi og mögulegu vali nemenda. Þetta gengur þvert á áð- urnefndar umbótahugmyndir Dana. Íslenska og danska skólakerfið eru að því leyti ólík að hérlendis gildir skólaskylda allra barna á aldrinum 6 til 15 ára (1.-10. bekk- ur) en í Danmörku er hins vegar 9 ára fræðsluskylda (ekki skóla- skylda) fyrir 7 til 15 ára börn (1.-9. bekkur). Hér á landi eru börn því sex ára þegar þau byrja í grunn- skóla en sjö ára í Danmörku. Hins vegar er sérstaklega á það bent í skýrslunni að 90% sex ára barna í Danmörku eru skráð í leikskóla. Í samanburðarskýrslunni um skólakerfin á Íslandi, Danmörku og Svíþjóð kemur fram að innan við 40% danskra nemenda hefja nám í framhaldsskóla strax að loknum 9. bekk. Rúmlega 60% velja hins vegar að fara í 10. bekk og bæta við sig eins árs viðbót- arnámi í grunnskóla áður en farið er í framhaldsskóla. Flestir eru því orðnir 17 ára þegar þeir yfirgefa grunnskólann. Því má segja að 10. bekkur í Danmörku samsvari í raun fyrsta ári í framhaldsskóla á Íslandi. Þetta er ein helsta ástæð- an fyrir því að algengast er að danskir nemendur ljúka stúdents- prófi 20 ára eins og íslenskir nem- endur. Aðeins 11% pilta og 20% stúlkna í Danmörku útskrifast af hefðbundnum menntaskólabraut- um 19 ára eða yngri. Fjölmargar hugmyndir hafa komið fram um breytingar á danska skólakerfinu með það fyrir augum að styrkja bæði grunn- og framhaldsskólastigið. Tillögurnar miða að því að bæta kunnnáttu nemenda í lykilgreinunum, endur- skoða skilin milli grunnskóla og framhaldsskóla og bæta starfs- hætti menntaskólabrautanna, m.a. til að tryggja hraðari náms- framvindu. Ekki er gert ráð fyrir það að það verði gert með einhliða niðurskurði náms heldur er lagt til að kennsla í einstökum fögum, einkum í stærðfræði, dönsku og ensku, verði efld og lögð er áhersla á að val nemenda sé sem mest. Hér er ferðinni allt önnur hugs- un en hjá íslenska mennta- málaráðuneytinu sem leggur til einhliða niðurskurð á námi og gjaldfellingu stúdentsprófsins sem slíks. Kennarasamband Íslands, Félag framhaldsskólakennara, kennarafélög flestallra framhalds- skóla landsins og ýmis fagfélög kennara hafa ályktað um tillögur ráðuneytisins og varað við sam- þykkt þeirra. Kennarar leggjast ekki gegn því að nemendum sé gefinn kostur á því að geta lokið stúdentsprófi á skemmri tíma en almennt gerist nú. Þeir leggjast hins vegar gegn því að flanað verði að breytingum með þeim hætti sem tillögur menntamálaráðuneytisins gera ráð fyrir. Á það skal bent að tillögur ráðuneytisins eru óþarfar því þeg- ar eru fyrir hendi í áfangakerfinu leiðir til þess að ljúka námsefni til stúdentsprófs á skemmri tíma en almennt er gert ráð fyrir og væri mun æskilegra að styrkja og opna þær leiðir frekar en nú er. Vilji menn ganga lengra og breyta skipulagi náms til stúdentsprófs verður að gera það að vel ígrund- uðu ráði, á faglegum grunni, á heildrænan hátt og í sátt við nem- endur, foreldra og kennara. Meirihluti danskra stúdenta útskrifast 20 ára Eftir Helga E. Helgason Höfundur er útgáfu- og upplýsingafulltrúi Kennarasambands Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.