Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 59
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 59
og hafði verið þar lengi. Maja var á
sínum stað og hellti uppá kaffið og
kom alltaf með eitthvað með því.
„Hvað segir þú svo, elskan mín?“
sagði hún alltaf þegar við vorum
komnar með kaffibollann. Við gátum
spjallað um heima og geima og alltaf
stutt í hláturinn. Eldhúsið hennar
Maju var fullt af hlýju og húsið henn-
ar allt. Þetta rauða yndislega hús
sem henni þótti svo vænt um. Lítið
hús en með fullt af herbergjum til að
rúma alla gestina sem þar voru öll
sumur. Stofan var full af blómstrandi
blómum sem hún hugsaði svo und-
urvel um. Hún var myndarleg hús-
móðir svo aldrei sást blettur eða
hrukka neins staðar.
Maja hugsaði vel um allt hvort
sem það voru dýr, blóm, fólk eða hús.
Hún var kirkjuvörður og meðhjálp-
ari í mörg ár og hugsaði jafnvel um
kirkjuna og allt annað sem hún kom
nærri.
Hún Maja var sannkölluð hefðar-
kona, vel klædd, grönn, dökkhærð,
vel tilhöfð, fjörleg með einstaklega
fallegt viðmót Hafði áhuga fyrir
mönnum og málefnum.
Það sumraði hjá mér þegar við
Maja tókum okkur ferð á hendur og
fórum niður á Hveravelli til að kaupa
sumarblómin rétt fyrir 17. júní ár
hvert. Hún valdi af kostgæfni hvert
blóm. Hvað ætti að vera undir suð-
urveggnum og hvað undir austur-
veggnum. Hvað ætti að fara í kirkju-
garðinn á leiði skyldfólksins sem hún
hugsaði svo fallega um. Hún fylgdist
með mér gróðursetja og ég henni.
Þessar ferðir voru skemmtiferðir.
Hlökkuðum til sumarsins sem í
vændum var, allra gestanna sem við
áttum von á og vorum léttar í skapi.
Höfðum báðar gaman af því að setja
niður blóm.
María Þorsteinsdóttir ræktaði svo
sannarlega garðinn sinn í þess orðs
fyllstu merkingu. Hún átti fjöldann
allan af vinum og ættingjum sem
unnu henni fyrir þá yndislegu hlýju
og óeigingjarna umhyggju sem hún
sýndi samferðarmönnum sínum alla
tíð.
Það var fegurð sem birtist í sam-
bandi hennar og bróður hennar hon-
um Jóni Pétri sem lést fyrir nokkr-
um árum. Þessi sysktkini iðuðu af
lífsfjöri og manngæsku. Bjuggu
saman, eignuðust hvorugt börn sjálf
en áttu þó fullt af börnum sem höfðu
þáð hjá þeim skjól, sumardvöl eða
annan viðurgerning.
Ég var svo lánsöm að fá um tíma
að rækta garðinn hennar. Garðinn
við æskuheimilið hennar, gamla bæ-
inn í Reykjahlíð. Það gladdi mig
óumræðanlega hvað henni þótti
vænt um það að ég skyldi hugsa um
þennan garð og hún þreyttist ekki á
því að segja mér hvernig hann hafði
verið. Yndislegasti blómagarður á
Íslandi. Hún hafði yndi af því að sitja
í þessum garði og drekka kaffi. Við
stofnsettum kaffihús í því húsi sem
hún ólst uppí, þar sem drukkið er í
gömlu stofum þeirra öldnu Reyk-
hlíðinga. Blómagarðurinn tilheyrði
kaffihúsinu. Henni þótti líka alltaf
jafngaman að koma inn í kaffihúsið. Í
húsið sem hún ólst upp í og átti svo
margar minningar frá. Í þessu húsi
sem hún hafði dansað mikið og Jón
Pétur bróðir hennar margoft stjórn-
að marsinum. Hún var mikil fé-
lagsvera enda alin upp í glaðværum
hópi frændsystkina. Minningar um
ungdómsárin leiddu alltaf fram bros
á vör.
Maja unni sveitinni sinni heitt.
Minningar um það þegar við Maja
stóðum á túninu hennar og dásöm-
uðum fegurð sveitarinnar í brakandi
frosti lýsta upp af tunglsljósinu, ylja
um hjartarætur. Að kynnast fólki
eins og henni Maju sem ann um-
hverfi sínu svo mjög eins og hún
gerði er góður og nytsamur skóli.
Ástríðan og ástin sem í slíkri elsku
felst er eitthvað sem vandfundið er á
tímum græðgishyggjunar. Verð-
mætin fólgin í kærleika.
Dóttir mín spurði mig þegar við
heyrðum lát Maju: „Ætli hún hafi lif-
að skemmtilegu lífi?“ Þetta varð mér
umhugsunarefni. Hvað er skemmti-
legt líf? Ég veit allavega að Maja fór
ekki varhluta af erfiðleikum og mót-
læti lífsins, missti meðal annars
systkini sín ung. Hún giftist ekki og
eignaðist ekki börn eins og hana hef-
ur eflaust langað til. Hún ferðaðist
ekki um heimshöfin. Aldrei heyrði ég
hana kvarta eða syrgja horfna tíð
eða drauma sem ekki rættust. Hún
kunni að njóta alls þess smáa og
stóra sem lífið hefur uppá að bjóða.
Hún kunni að elska náungann eins
og sjálfan sig. Hún unni hænunum
sínum, heimalningunum, blómunum,
kirkjunni, kvenfélaginu, sveitinni
sinni og samferðamönnunum. Hún
var fögur fyrirmynd fyrir okkur öll.
Fyrirmynd sem okkur vantar oft til
að vísa veginn.
Hugur minn reikar til laufa-
brauðsgerðarinnar þegar hún kom
til okkar og breiddi út kökur eins og
forkur með hvíta fallega svuntu og
glettið brosið. Alltaf boðin og búin. Á
þessari aðventu sem nú fer í hönd
„breiðir hún út“ í nýjum heimkynn-
um og verður eflaust í hópi margra
frændsystkina sinna úr gamla
Reykjahlíðarbænum, kannski það
verði marserað.
Ég er þakklát fyrir öll kvöldin sem
ég sat og drakk með henni kaffi í
þessu hlýja eldhúsi þar sem hver
hlutur átti sína sögu. Þar sem við
gátum skrafað og hlegið þótt 38 ár
væru á milli okkar og tíminn flaug
þar til enn einn dagur var að kveldi
kominn. Þakklát fyrir hvað hún var
alltaf góð við stelpurnar mínar, Þur-
íði og Ástríði. Þakklát fyrir allt sem
ég lærði af henni. Fari hún í friði.
María Rúriksdóttir.
„Viltu ekki bita með mér, Matti
minn?“ Ég þáði það, minnugur veit-
inganna hjá Dísu í Meiri-Tungu. Mig
grunaði ekki, að ég var um það bil að
fara að borða einhverja sérstæðustu
og bestu máltíð, sem ég hef fengið.
Ragnar seildist undir kojuna og tók
fram vandaðan trékassa, svokallaða
skrínu, en í henni var maturinn.
Hann tók upp hangikjöt, saltkjöt,
harðfisk, svið, smjör, kæfu, brauð og
ótal margt annað. Svo tók hann upp
vasahnífinn og skar sneiðar og rétti
mér. Þetta var heimaverkaður ís-
lenskur sveitamatur, eins og hús-
freyjur hafa nestað bændur sína
með í fjallferðir á liðnum öldum. Og
við sátum þarna í hinni „nóttlausu
voraldar veröld“ og horfðum út á
vatnið glitrandi í kvöldsólinni borð-
andi skrínukostinn. Ég átti þarna
ógleymanlega stund með Ragnari
frænda. Ég geymi hana í minning-
unni. Þar fyrir utan hafði þessi mál-
tíð varanleg áhrif á það, hvernig ég
hef nestað mig í fjallaferðir síðan.
Lífið heldur áfram, hluti af því er
dauðinn. Dísa lést fyrir 9 árum og
varð öllum harmdauði, sem þekktu
hana, en þeim þó mest sem þótti
vænst um hana. Ragnar lét útbúa af
henni málverk, sem hann hafði hjá
sér í litla húsinu, sem hann byggði
norðan við gamla bæjarstæðið í
Meiri-Tungu. Ég kom þangað
nokkrum sinnum að heimsækja
hann og alltaf var gestrisni og vin-
áttan sú sama. Kaffibrauðið var að
vísu annað. Í stað brauðsins góða
voru nú bakaríiskökur, en Ragnar
bætti það upp með glaðværð sinni og
hjartahlýju. Hann sagði mér einu
sinni, að úr húsinu væri fallegasta
fjallasýn í heimi. Alveg frá Selja-
landsmúla og upp í Borgarfjörð. Og
eftir að hafa athugað málið betur
held ég að þetta sé rétt hjá honum.
Eitt sinn fyrir 5 til 6 árum komum
við hjónin til hans í litla húsið, eins
og ég kallaði það. Ragnar bauð okk-
ur strax kaffi. Hann sagði okkur, að
hann væri að bíða eftir Sæmundi
tengdasyni sínum og ætluðu þeir
saman inn í Veiðivötn. Þá var Ragn-
ar líklega 82-83 ára gamall. Meðan
Ragnar var frammi í eldhúsi hnippti
konan mín í mig og segir: „Sjáðu
hvað er þarna í sófanum.“ Jú, þarna í
sófanum lá göngustafur hins aldna
höfðingja og hjá honum einn ullar-
sokkur og ekki leyndi það sér, hvað í
honum var! Við brostum og mér
hlýnaði í hjartaræturnar. Ekki er
langt síðan Raggi frændi fór síðast á
fjöll. Það var líklega í fyrrahaust, að
ég hringdi í hann og hann sagði mér,
að hann væri nýkominn innan úr
Jökulgili. Hafði hann farið þangað
með Sæmundi tengdasyni sínum.
Það var hrein unun að heyra hann
tala um þetta ferðalag. Hann var svo
glaður yfir því að geta látið gamlan
draum rætast, en hann hafði ekki
komið þangað inneftir fyrr. Síðast sá
ég Ragnar 19. nóvember síðastlið-
inn, mánuði áður en hann hefði orðið
níræður. Ég heimsótti hann á elli-
heimilið á Hellu. Þá var honum farið
að hraka, en þó var jákvæðnin og
bjartsýnin söm og áður. Þegar ég
spurði hann, hvernig hann hefði það,
sagðist hann hafa það ágætt og
brosti. Ég var ekki alveg viss um
hvort hann þekkti mig. Ég sat hjá
honum svolitla stund. Við sögðum
ekkert. Þetta minnti á vorkvöldið
forðum í Veiðivötnum. Fyrir utan
gluggann var það nú köld vetrarsólin
sem skein á yfirborð Ytri Rangár,
þar sem hún streymdi hjá á leið sinni
til hafs. Ég kvaddi og gekk svo út í
heiðríkjuna og við mér blasti þessi
óviðjafnanlegi fjallahringur í allri
sinni dýrð, núna hvítur. Ég settist
upp í bílinn og keyrði fram hjá vega-
mótum að Litlu-Tungu og síðan að
vegamótum Meiri-Tungu. Ég gerði
mér grein fyrir því, að líklega mundi
ég ekki sjá Ragga frænda aftur á lífi
og sú varð raunin.
Blessuð sé minning Ragnars Mar-
teinssonar.
Ég og fjölskylda mín sendum
frændfólki okkar, afkomendum Dísu
og Ragnars, innilegar samúðar-
kveðjur.
Guð veri ávallt með ykkur öllum.
Marteinn Guðjónsson.
✝ Vilhelm Mars-elíus Ágústsson
fæddist í Siglufirði
17. mars 1921. Hann
lést í Sjúkrahúsi
Siglufjarðar 1. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Steinþóra Barðadótt-
ir og Ágúst Einar
Sæby. Vilhelm var
fjórða barnið í röð
fimm systkina sem
voru: Aldís Björg, lát-
in, Guðrún Hafdís,
látin, Andrés, látinn,
og Barði Guðmund-
ur.
Hinn 25. september 1943 kvænt-
ist Vilhelm Kristveigu Skúladótt-
ur frá Hólsgerði í Köldu-Kinn í
Suður-Þingeyjarsýslu, f. 29. mars
1923. Börn þeirra eru: 1) Stein-
þóra, f. 1943, gift Atla Benedikts-
syni. Dætur þeirra eru Álfheiður,
Kristveig og Þóra. 2)
Ágúst Einar, f. 1946,
kvæntur Hildi Egils-
dóttur. Dóttir þeirra
er Hafdís Hrönn. 3)
Sigurveig Jakobína,
f. 1955, gift Ólafi
Ólafssyni. Dætur
þeirra eru Rannveig
Rós og Halla Ósk. 4)
Auður, f. 1959, gift
Steingrími Sigfús-
syni, þau skildu.
Börn þeirra eru Vil-
helm Björn og Birna.
Vilhelm bjó alla
ævi á Siglufirði.
Hann vann almenn verkamanna-
störf bæði til sjós og lands. Vilhelm
vann lengi sem netagerðarmaður
en síðustu ár starfsævi sinnar
vann hann hjá SR á Siglufirði.
Útför Vilhelms fer fram frá
Siglufjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Vegir skiptast. – Allt fer ýmsar leiðir
inn á fyrirheitsins lönd.
Einum lífið arma breiðir,
öðrum dauðinn réttir hönd.
Einum flutt er árdagskveðja,
öðrum sungið dánarlag,
allt þó saman knýtt sem keðja,
krossför ein með sama brag.
Veikt og sterkt í streng er undið,
stórt og smátt er saman bundið.
(Einar Ben.)
Með þessum orðum skáldsins
kveðjum við föður okkar.
Blessuð sé minnig hans.
Steinþóra, Ágúst, Jakobína
og Auður.
Baráttu Villa afa fyrir lífinu er
lokið. Síðan í apríl árið 2000 hefur
hann dvalið á Heilbrigðisstofnun
Siglufjarðar og notið þar einstakr-
ar umönnunar.
Minningar okkar um afa eru
margar og góðar. Í huga okkar er
hann trausti maðurinn sem alltaf
var hægt að reiða sig á og jafn-
framt sá ljúfi og góði þar sem
hann mátti vart heyra það er for-
eldrarnir siðuðu okkur. Annað-
hvort sagði hann afi okkar hug
sinn allan eða þagði, hjá honum
var ekkert hálfkák.
Afi sá alla tíð til þess að okkur
systkinin vanhagaði ekki um neitt,
hvorki veraldlegt né andlegt.
Hann lagði áherslu á það við okk-
ur að vera heiðarleg og sjálfum
okkur samkvæm. Ekki síður lagði
hann áherslu á dugnað og að
leggja þyrfti hart að sér til að ná
settum markmiðum hvort heldur
var í námi eða áhugamálum. Hann
vissi af eigin reynslu að það yrði
að hafa fyrir hlutunum en samt
finnst okkur það ofurlítil mótsögn
þar sem hann mátti aldrei af því
vita að okkur vanhagaði um nokk-
urn skapaðan hlut.
Ferðir okkar systkinanna á
Sigló eru margar þar sem afi fór
með okkur á bryggjuna til að
bleyta öngul eða í skógræktina
með nesti. Manna best skildi hann
að þegar á skógræktarsvæðið kom
vildum við komast sem næst
Leyningsánni þar sem við gátum
sullað, vaðið og skvett.
Við erum þakklát og stolt af afa
okkar. Blessuð sé minning hans.
Vilhelm og Birna.
Okkur systurnar langar til að
minnast afa í nokkrum orðum.
Minningarnar eru margar og góð-
ar og það er gott fyrir sálina að
rifja þær upp.
Það var alltaf svo gaman að
koma til afa og ömmu í Háveginn,
vel tekið á móti okkur, mikilvægt
fólk komið í heimsókn. Að fá að
vera nokkra daga einn hjá þeim,
það voru forréttindi. Bíða úti eftir
afa og sjá þegar hann kom gang-
andi með brúsann sinn og boxið í
netinu, hlaupa á móti honum og fá
að stinga litlu hendinni sinni í
stóra hlýja lófann hans. Oft var
tekið í spil og afi passaði vel upp á
að sigurinn lenti réttum megin.
Þegar amma spurði hvernig stæði
á sigurgöngu okkar, svöruðum við
því til að afi fengi bara svona léleg
spil.
Afi mat fjölskylduböndin mikils,
það fundum við barnabörnin og
sáum t.d. í samskiptum hans og
systkina hans. Þau voru svo náin
og góðir vinir og gættu hvert ann-
ars vel. Amma var stóra ástin
hans, hann talaði um „hana“ með
áherslu og bliki í augum og sagði
að það elskuðu hana allir.
Siglufjörður var besti staður-
inn, það fannst afa. Hann fæddist
þar, ólst upp, stofnaði fjölskyldu
með þingeyskri dís og átti þar
sína ævidaga. Afi vann ýmis störf
til sjós og lands, hann var hörku-
duglegur og taldi ekki eftir sér
erfiðið.
Eftir að afi og amma hættu að
vinna komu þau stundum í heim-
sókn til barna sinna og það voru
góðir tímar. Sérstaklega vorum
við systur spenntar ef þau ætluðu
að koma um jólin því það gerði
þau ennþá skemmtilegri.
Afi var traustur og heiðarlegur
maður sem við kveðjum nú með
söknuði og þökkum fyrir að hafa
fengið að njóta umhyggju hans og
góðmennsku.
Álfheiður, Kristveig og Þóra.
Elsku afi, nú hefur þú loks feng-
ið þann frið sem þú þráðir og líður
vonandi vel á þeim stað sem þú ert
nú á. Þótt þú hafir verið veikur
síðustu árin munum við skotturn-
ar þínar vel eftir þér áður en þú
varðst veikur.
Villi afi á Sigló var alltaf svo
skemmtilegur og vildi allt fyrir
okkur gera; bera okkur á háhesti,
draga okkur í snjónum í þvotta-
bala eða fara með okkur í búðina.
Það þurfti ekki nema eitt orð og
ætíð var svarið já já góan mín og
haldið af stað með bros á vör. Við
systurnar munum vel eftir því
þegar þið amma voruð um tíma
hjá Auði og fjölskyldu í Drápuhlíð
2. Þennan tíma komum við syst-
urnar nokkrum sinnum í borgar-
ferð með mömmu og pabba. Þá
var mesta sportið að fá að fara
einn hring með strætó. Þá stóð nú
ekki á afa að drífa sig með skott-
urnar sínar og yfirleitt var amma
tekin með, sama hvernig viðraði.
Ekki má gleyma spilamennsk-
unni! Ósjaldan voruð þið amma
fengin til að spila við okkur syst-
urnar þegar við komum í heim-
sókn. Á meðan allir hinir spiluðu
af hörku og gáfu ekkert eftir sást
þú nú alltaf til þess að yngsta
skottið fengi að vinna nokkrum
sinnum. Svona varstu alltaf jafn
mikill barnakarl, vildir alltaf fá að
heyra af okkur, hvað við værum að
gera og hvort allt gengi nú ekki
vel. Það var aldrei neitt of mikið
eða gott fyrir öll skottin þín, þú
hafðir alltaf tíma til þess að sinna
þeim.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Elsku afi, takk fyrir allt.
Þínar skottur úr Eyjum,
Rannveig Rós og
Halla Ósk.
VILHELM
ÁGÚSTSSON
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endur-
gjaldslaust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (net-
fangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein
hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsyn-
legt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma
og heimasíma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1.
hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu
Morgunblaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við
handskrifuðum greinum.
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um
hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn,
um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verð-
ur gerð og klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi
verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef út-
för er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að ber-
ast fyrir hádegi á föstudegi. Berist greinar hins vegar ekki innan hins
tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist á réttum tíma.
Birting afmælis- og
minningargreina