Morgunblaðið - 06.12.2003, Page 79

Morgunblaðið - 06.12.2003, Page 79
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 79 Rangt nafn Rangt var farið með nafn Bjarna Freys Bjarnasonar í myndatexta með frétt um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Engilbert Olgeirsson Föðurnafn og starfsheiti Engil- berts Olgeirssonar, formanns hnefa- leikanefndar ÍSÍ, féll brott í frétt blaðsins í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Kristilega útvarpsstöðin Lindin fm 102,9 heldur jólamarkað í Smáralind kl. 11–18 í dag, laugar- daginn 6. desember. Kökur, hand- verk, kristileg tónlist, bækur o.fl. er til sölu, til styrktar útvarpsstöðinni. Nikulásarhátíð í Ráðhús Reykja- víkur Goethe-Zentrum býður til Nikulásarhátíðar í dag, laugardag kl. 17–18.30. Sagt verður frá heilögum Nikulási, sungin aðventulög og boðið upp á smákökur og glögg. Gunnar Guðbjörnsson syngur og búast má við þýska jólasveininum Nikulási. Svölurnar selja jólakort í Kringl- unni í dag. Svölurnar, félag fyrrver- andi og núverandi flugfreyja, verða í Kringlunni í dag laugardag kl. 10–17 með sölu á jólakortum sínum. Aðal fjáröflun félagsins er sala jólakorta. Svölurnar hafa á 30 ára starfsafmæli sínu ákveðið að styrkja Rjóðrið, hjúkrunarheimili í Kópavogi, fyrir langveik börn, sem áætlað er að opni snemma á næsta ári. Jólafundur LAUFS verður haldinn í dag, laugardaginn 6. desember, kl. 14–16 í húsakynnum Öryrkjabanda- lagsins, Hátúni 10, jarðhæð. Pétur Þorsteinsson mun flytja hugvekju. Fræðslufundur Geðhjálpar verður haldinn í dag, laugardaginn 6. des- ember, kl. 14 að Túngötu 7. Einar Guðmundsson geðlæknir mun fjalla um: Geðhvörf II – nýr sjúkdómur? Boðið er upp á kaffiveitingar. Í DAG Aðventuhátíð Bergmáls Aðven- tuhátíð líknar- og vinafélagsins Bergmáls verður haldin í Háteigs- kirkju á morgun, sunnudaginn 7. desember, kl. 16. Sigrún Hjálmtýs- dóttir syngur einsöng og Skagfirska söngsveitin syngur undir stjórn Björgvins Valdimarssonar. Jóla- hugvekju flytur Jón Helgi Þórarins- son. Að lokinni dagskrá verða veit- ingar fram reiddar í safnaðarheimili kirkjunnar. Jólaskemmtun MS-félags Íslands Árlegt jólaball MS-félags Íslands verður haldið á morgun, sunnudag- inn 7. desember, kl. 14–16 í húsi MS- félagsins á Sléttuvegi 5. Þar verður m.a. jólahappdrætti, jólasveinn og veitingar. Miðaverð er 500 kr., frítt fyrir börn yngri en 12 ára. Gönguferðir Göngugarpa ÍT ferða í desember Sunnudaginn 7. desem- ber er hellaferð í nágrenni Helga- fells. Bent er á að taka með sér vasa- ljós. Hinn 14. desember, Rauðhólar og nágrenni. 21. desember, Ástjörn og Ásfjall, stutt ganga, og 28. des- ember, Vogar og Vogastapi. Mæting kl. 11 við Hafnarfjarðar- kirkjugarð nema 14. desember þá er mæting við Vetnisstöðina (Skalli/ Skeljungur) við Vesturlandsveg. Mætið með nesti. Frekari upplýs- ingar á heimasíðu ÍT-ferða www.it- ferdir.is Hönnuðir úr LÍH selja í Kolaport- inu á morgun Nokkrir ungir hönn- uðir úr Listaháskóla Íslands, LÍH, munu vera í Kolaportinu á morgun, sunnudaginn 7. desember, að selja hönnun sína (áprentaða boli) kl. 10– 16. Salan er til styrktar námsferð á alþjóðlegu hönnunarsýninguna í Mílanó í vor. Á MORGUN SJÚKRALIÐAFÉLAG Íslands af- henti skólastjóra Heilbrigðisskóla Fjölbrautaskólans við Ármúla skjá- varpa og fartölvu fyrir verknáms- stofu sjúkraliðabrautar skólans. Af- hendingin fór fram við hátíðlega athöfn í skólanum föstudaginn 21. nóvember síðastliðinn. Fjölmenn sveit úr forystu Sjúkra- liðafélagsins og úr sérnámi sjúkra- liða í hjúkrun aldraðra var mætt í stofu 25A þennan dag, en þar fer verknám sjúkraliða í Ármúlaskól- anum fram. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins, afhenti gjöfina og sagði við það tækifæri að Ármúlaskólinn hafi mörg und- anfarin ár verið ein aðaldriffjöðrin í því verkefni að mennta sjúkraliða- stéttina. Skólinn fékk sérstaka við- urkenningu frá sjúkraliðum árið 1996, á 30 ára afmæli stéttarinnar, og enn líti sjúkraliðar mjög til Ár- múlaskóla að því er varðar aukna menntun stéttarinnar. Á gjafabréfinu stendur: „Gjöf til Heilbrigðisskólans, Fjölbrautaskól- ans við Ármúla, frá Sjúkraliða- félagi Íslands. Gjöf félagsins, skjá- varpi og tölva, sem komið er fyrir í verknámsstofu sjúkraliðabrautar, stofu 25A, er gefin í trú á að lið- veisla félagsins verði til að auka og bæta menntun sjúkraliða.“ Sölvi Sveinsson skólameistari tók við gjafabréfinu sem þau Kristín festu í sameiningu uppi á vegg í skólastofunni. Hann þakkaði þessa höfðinglegu gjöf og sagði Ármúla- skólann telja Sjúkraliðafélagið meðal fremstu hollvina skólans, enda hefði það sýnt skólanum áhuga frá fyrstu tíð. Unnið væri að því að bæta úr brýnni þörf Heil- brigðisskólans fyrir aukið rými með nýrri byggingu sem til stæði að reisa á næstu árum. Sölvi Sveinsson skólameistari og Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, festa gjafabréfið upp á vegg. Ármúlaskóli fær skjá- varpa og tölvu að gjöf Ilmandi gjafakassi fyrir ungar konur Ver› 2.999 kr. Gjafir sem gæla við líkamann Í verslunum Lyfju færðu úrval af dekurgjöfum Gosh snyrtivörusett Ver› frá 1.848 kr. – með í pakkann Glæsilegar sokkabuxur Dekurpakkinn hennar Ver› 2.490 kr. www.thjodmenning.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.