Morgunblaðið - 06.12.2003, Qupperneq 79

Morgunblaðið - 06.12.2003, Qupperneq 79
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 79 Rangt nafn Rangt var farið með nafn Bjarna Freys Bjarnasonar í myndatexta með frétt um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Engilbert Olgeirsson Föðurnafn og starfsheiti Engil- berts Olgeirssonar, formanns hnefa- leikanefndar ÍSÍ, féll brott í frétt blaðsins í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Kristilega útvarpsstöðin Lindin fm 102,9 heldur jólamarkað í Smáralind kl. 11–18 í dag, laugar- daginn 6. desember. Kökur, hand- verk, kristileg tónlist, bækur o.fl. er til sölu, til styrktar útvarpsstöðinni. Nikulásarhátíð í Ráðhús Reykja- víkur Goethe-Zentrum býður til Nikulásarhátíðar í dag, laugardag kl. 17–18.30. Sagt verður frá heilögum Nikulási, sungin aðventulög og boðið upp á smákökur og glögg. Gunnar Guðbjörnsson syngur og búast má við þýska jólasveininum Nikulási. Svölurnar selja jólakort í Kringl- unni í dag. Svölurnar, félag fyrrver- andi og núverandi flugfreyja, verða í Kringlunni í dag laugardag kl. 10–17 með sölu á jólakortum sínum. Aðal fjáröflun félagsins er sala jólakorta. Svölurnar hafa á 30 ára starfsafmæli sínu ákveðið að styrkja Rjóðrið, hjúkrunarheimili í Kópavogi, fyrir langveik börn, sem áætlað er að opni snemma á næsta ári. Jólafundur LAUFS verður haldinn í dag, laugardaginn 6. desember, kl. 14–16 í húsakynnum Öryrkjabanda- lagsins, Hátúni 10, jarðhæð. Pétur Þorsteinsson mun flytja hugvekju. Fræðslufundur Geðhjálpar verður haldinn í dag, laugardaginn 6. des- ember, kl. 14 að Túngötu 7. Einar Guðmundsson geðlæknir mun fjalla um: Geðhvörf II – nýr sjúkdómur? Boðið er upp á kaffiveitingar. Í DAG Aðventuhátíð Bergmáls Aðven- tuhátíð líknar- og vinafélagsins Bergmáls verður haldin í Háteigs- kirkju á morgun, sunnudaginn 7. desember, kl. 16. Sigrún Hjálmtýs- dóttir syngur einsöng og Skagfirska söngsveitin syngur undir stjórn Björgvins Valdimarssonar. Jóla- hugvekju flytur Jón Helgi Þórarins- son. Að lokinni dagskrá verða veit- ingar fram reiddar í safnaðarheimili kirkjunnar. Jólaskemmtun MS-félags Íslands Árlegt jólaball MS-félags Íslands verður haldið á morgun, sunnudag- inn 7. desember, kl. 14–16 í húsi MS- félagsins á Sléttuvegi 5. Þar verður m.a. jólahappdrætti, jólasveinn og veitingar. Miðaverð er 500 kr., frítt fyrir börn yngri en 12 ára. Gönguferðir Göngugarpa ÍT ferða í desember Sunnudaginn 7. desem- ber er hellaferð í nágrenni Helga- fells. Bent er á að taka með sér vasa- ljós. Hinn 14. desember, Rauðhólar og nágrenni. 21. desember, Ástjörn og Ásfjall, stutt ganga, og 28. des- ember, Vogar og Vogastapi. Mæting kl. 11 við Hafnarfjarðar- kirkjugarð nema 14. desember þá er mæting við Vetnisstöðina (Skalli/ Skeljungur) við Vesturlandsveg. Mætið með nesti. Frekari upplýs- ingar á heimasíðu ÍT-ferða www.it- ferdir.is Hönnuðir úr LÍH selja í Kolaport- inu á morgun Nokkrir ungir hönn- uðir úr Listaháskóla Íslands, LÍH, munu vera í Kolaportinu á morgun, sunnudaginn 7. desember, að selja hönnun sína (áprentaða boli) kl. 10– 16. Salan er til styrktar námsferð á alþjóðlegu hönnunarsýninguna í Mílanó í vor. Á MORGUN SJÚKRALIÐAFÉLAG Íslands af- henti skólastjóra Heilbrigðisskóla Fjölbrautaskólans við Ármúla skjá- varpa og fartölvu fyrir verknáms- stofu sjúkraliðabrautar skólans. Af- hendingin fór fram við hátíðlega athöfn í skólanum föstudaginn 21. nóvember síðastliðinn. Fjölmenn sveit úr forystu Sjúkra- liðafélagsins og úr sérnámi sjúkra- liða í hjúkrun aldraðra var mætt í stofu 25A þennan dag, en þar fer verknám sjúkraliða í Ármúlaskól- anum fram. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins, afhenti gjöfina og sagði við það tækifæri að Ármúlaskólinn hafi mörg und- anfarin ár verið ein aðaldriffjöðrin í því verkefni að mennta sjúkraliða- stéttina. Skólinn fékk sérstaka við- urkenningu frá sjúkraliðum árið 1996, á 30 ára afmæli stéttarinnar, og enn líti sjúkraliðar mjög til Ár- múlaskóla að því er varðar aukna menntun stéttarinnar. Á gjafabréfinu stendur: „Gjöf til Heilbrigðisskólans, Fjölbrautaskól- ans við Ármúla, frá Sjúkraliða- félagi Íslands. Gjöf félagsins, skjá- varpi og tölva, sem komið er fyrir í verknámsstofu sjúkraliðabrautar, stofu 25A, er gefin í trú á að lið- veisla félagsins verði til að auka og bæta menntun sjúkraliða.“ Sölvi Sveinsson skólameistari tók við gjafabréfinu sem þau Kristín festu í sameiningu uppi á vegg í skólastofunni. Hann þakkaði þessa höfðinglegu gjöf og sagði Ármúla- skólann telja Sjúkraliðafélagið meðal fremstu hollvina skólans, enda hefði það sýnt skólanum áhuga frá fyrstu tíð. Unnið væri að því að bæta úr brýnni þörf Heil- brigðisskólans fyrir aukið rými með nýrri byggingu sem til stæði að reisa á næstu árum. Sölvi Sveinsson skólameistari og Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, festa gjafabréfið upp á vegg. Ármúlaskóli fær skjá- varpa og tölvu að gjöf Ilmandi gjafakassi fyrir ungar konur Ver› 2.999 kr. Gjafir sem gæla við líkamann Í verslunum Lyfju færðu úrval af dekurgjöfum Gosh snyrtivörusett Ver› frá 1.848 kr. – með í pakkann Glæsilegar sokkabuxur Dekurpakkinn hennar Ver› 2.490 kr. www.thjodmenning.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.