Morgunblaðið - 06.12.2003, Page 82
DAGBÓK
82 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Fréttir
Bókatíðindi 2003.
Númer laugardagsins
6. desember er 097614.
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Fannborg 5.
Fatamóttaka og fataút-
hlutun þriðjudaga kl.
13–18 og fimmtudaga
kl. 15–18, sími 867 7551.
Mannamót
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Félags-
heimilið Hraunsel er
opið alla virka daga frá
kl. 9–16.
Gjábakki, Fannborg 8.
Laufabrauðsgerð eldra
fólks verður í dag, byrj-
að verður að skera út
kl. 14, um kl. 17 spilar
skólahljómsveit Kópa-
vogs, kaffistofan opin.
Fólk er hvatt til að hafa
með sér skurðbretti og
hnífa og ílát undir kök-
urnar, laufa-
brauðskökur verða
seldar á kostn-
aðarverði. Allir vel-
komnir.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl. 10
laugardagsmorgna frá
Gjábakka. Krumma-
kaffi kl. 9. Sjálfsbjörg,
félag fatlaðra á höf-
uðborgarsvæðinu, Há-
túni 12, jólahlutavelta
og kaffisala, opið frá kl.
14–17.
Kvenfélag Kópavogs
Hamraborg 10, 2. hæð
heldur sinn árlega jóla-
basar í dag, laugardag,
kl. 14. Heitt súkkulaði
og vöfflur til sölu.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar.
Létt leikfimi, bakleik-
fimi karla, vefjagigt-
arhópar, jóga, vatns-
þjálfun. Einn ókeypis
prufutími fyrir þá sem
vilja. Uppl. á skrifstofu
GÍ, s. 530 3600.
GA-Samtök spilafíkla,
Fundarskrá: Þriðjud.:
Kl. 18.15, Seltjarnar-
neskirkja, Seltjarn-
arnes. Miðvikud.: Kl.
18, Digranesvegur 12,
Kópavogur og Egils-
staðakirkja, Egils-
stöðum. Fimmtud.: Kl.
20.30, Síðumúla 3–5,
Reykjavík. Föstud.: Kl.
20, Víðistaðakirkja,
Hafnarfirði. Laugard.:
Kl. 10.30, Kirkja Óháða
safnaðarins, Reykjavík
og Glerárkirkja, Ak-
ureyri. Kl. 19.15 Selja-
vegur 2, Reykjavík.
Neyðarsími: 698 3888.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
að Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Oa samtökin. Átröskun
/ Matarfíkn / Ofát.
Fundir alla daga. Upp-
lýsingar á www.oa.is og
síma 878 1178.
Ásatrúarfélagið,
Grandagarði 8. Opið
hús alla laugardaga frá
kl. 14.
Kattholt. Flóamark-
aður í Kattholti, Stang-
arhyl 2, er opinn
þriðjud. og fimmtud.
frá kl. 14–17. Leið 10 og
110 ganga að Kattholti.
Fífan Dalsmára 5 í
Kópavogi, tart-
anbrautir eru opnar al-
mennu göngufólki og
gönguhópum frá kl.10–
11.30 alla virka daga.
Blóðbankabíllinn.
Ferðir blóðbankabíls-
ins: sjá www.blodbank-
inn.is.
Minningarkort
Minningarkort Hvíta-
bandsins fást í Kirkju-
húsinu, Laugavegi 31,
s. 562 1581 og hjá
Kristínu Gísladóttur, s.
551 7193 og Elínu
Snorradóttur, s.
561 5622.
Minningarkort Sjúkra-
liðafélags Íslands eru
send frá skrifstofunni,
Grensásvegi 16,
Reykjavík. Opið virka
daga kl. 9–17. S.
553 9494.
Minningarkort Vina-
félags Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru af-
greidd í s. 525 1000
gegn heimsendingu
gíróseðils.
Minningarkort Breið-
firðingafélagsins, eru
til sölu hjá Sveini Sig-
urjónssyni s. 555 0383
eða 899 1161.
Minningarkort Kven-
félagsins Hringsins í
Hafnarfirði. Minning-
arsjóður í vörslu kven-
félagsins Hringsins í
Hafnarfirði. Minning-
arkortin fást nú í Lyfj-
um og heilsu, versl-
unarmiðstöðinni Firði í
Hafnarfirði. Kortið
kostar kr. 500.
Minningarkort, Félags
eldri borgara Selfossi.
eru afgreidd á skrifstof-
unni Grænumörk 5,
miðvikudaga kl. 13–15.
Einnig hjá Guðmundi
Geir í Grænumörk 5, s.
482 1134, og versl-
uninni Írisi í Miðgarði.
Slysavarnafélagið
Landsbjörg, Stang-
arhyl 1, 110 Reykjavík.
S. 570 5900. Fax:
570 5901. Netfang:
slysavarnafelag-
id@landsbjorg.is
Minningarkort Rauða
kross Íslands eru seld í
sölubúðum Kvenna-
deildar RRKÍ á sjúkra-
húsum og á skrifstofu
Reykjavíkurdeildar,
Fákafeni 11, s.
568 8188.
Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna.
Minningarkort eru af-
greidd í s. 588 7555 og
588 7559 á skrifstofu-
tíma.
Í dag er laugardagur 6. desem-
ber, 340. dagur ársins 2003, Niku-
lásmessa. Orð dagsins: Ef ein-
hver þykist hafa öðlast þekkingu
á einhverju, þá þekkir hann enn
ekki eins og þekkja ber.
(I.Kor. 8, 2.)
Ari Edwald, fram-kvæmdastjóri Sam-
taka atvinnulífsins, fjallar
í leiðara fréttabréfsins Af
vettvangi um frumvarp
fjármálaráðherra um
breytingar á réttindum
og skyldum ríkisstarfs-
manna. „Rík ástæða er til
að hrósa fjármálaráð-
herra fyrir þetta frum-
varp,“ segir Ari. Hann
bendir á að opinberir
starfsmenn hafi ýmis
réttindi umfram fólk á al-
mennum vinnumarkaði,
t.d. á sviðum lífeyris-, or-
lofs- og veikindaréttar,
auk uppsagnarverndar.
Umframréttindi op-inberra starfsmanna
hafa óneitanlega áhrif á
hinn almenna vinnumark-
að. Kemur það meðal
annars fram í auknum
kröfum á hendur fyr-
irtækjum á almennum
markaði og í litlu flæði
fólks milli opinbera og al-
menna vinnumarkaðar-
ins.
Margir stjórnendur hjá
hinu opinbera hafa kvart-
að yfir því hamlandi
starfsumhverfi sem þeir
búa við, ekki síst hvað
varðar uppsagnir og
ráðningar. Þessi viðhorf
komu skýrt fram á ráð-
stefnu Félags forstöðu-
manna og Stofnunar
stjórnsýslufræða í mars
sl. Ríkisútvarpið hafði
eftir einum forstöðu-
manni ríkisstofnunar að
það væri nokkurn veginn
útilokað að segja upp
starfsfólki og eftir öðrum
að það væri meiriháttar
mál. Ríkið hefur enda
ítrekað beðið lægri hlut í
dómsmálum um gildi
áminninga og uppsagna,
og forstöðumenn rík-
isstofnana hafa í kjölfarið
ekki treyst sér til að segja
upp starfsfólki, jafnvel
þótt það standi sig ekki í
starfi.“
Ari segir að lengi velhafi verið vísað til
þess að laun opinberra
starfsmanna væru lægri
en gerðist á almenna
vinnumarkaðnum. „Í ljósi
þess að laun hjá hinu op-
inbera hafa hækkað mik-
ið á undanförnum árum,
jafnvel áratugum, og mun
meira en á almennum
vinnumarkaði, hafa sér-
kjör opinberra starfs-
manna varðandi uppsagn-
arvernd annars vegar og
lífeyrisréttindi hins vegar
stungið sífellt meira í
augun,“ skrifar hann.
„Staðreyndin er sú að
ekki er unnt að jafna kjör
annarra landsmanna við
þessi réttindi opinberra
starfsmanna, auk þess
sem það myndi hafa nei-
kvæð áhrif á hagvöxt og
þar með lífskjör þegar
upp er staðið, að reyra
efnahagslífið í fjötra
ósveigjanlegs vinnumark-
aðar ... Jöfnun getur því
ekki átt sér stað nema
með því að dregið verði
úr sérkjörunum, þannig
að allur vinnumarkaður-
inn búi við sambærilegar
reglur. Frumvarp fjár-
málaráðherra felur í sér
skref í þá átt, í átt að eins-
leitari vinnumarkaði á Ís-
landi, og á ráðherrann
sem fyrr segir skilið hrós
fyrir.“
STAKSTEINAR
Fjármálaráðherra
hrósað
Víkverji skrifar...
Inn um bréfalúguna hjá Vík-verja datt í vikunni auglýs-
ingabæklingur frá leik-
fangaverzlun, sem var í snatri
fjarlægður af dyramottunni og
stungið á vísan stað, þar sem
smáfólkið á heimilinu sér hann
ekki. Víkverji dró hann hins veg-
ar upp í fyrrakvöld og fór að
blaða í honum í leit að hugmynd
að jólagjöf handa yngri dóttur
sinni, tveggja ára orkubolta með
óseðjandi hreyfi- og fram-
kvæmdaþörf – Víkverji var t.d. á
höttunum eftir hoppdýnu, verk-
færakassa eða einhvers konar klif-
urbúnaði fyrir þá stuttu.
x x x
Skrifara þótti hins vegar athygl-isvert að sjá hvernig börnum og
leikföngum var stillt saman á síðum
bæklingsins; óhætt er að segja að sú
uppstilling endurspegli mjög hin
svokölluðu hefðbundnu kynhlutverk
í heimi hinna fullorðnu. Auðvitað er
það t.d. stelpa, sem ýtir á undan sér
glæsilegum ræstivagni með ellefu
aukahlutum. Hefur einhver séð
karlmann eiga við svoleiðis græju?
Stelpur eru jafnframt allsráðandi í
ríki smábarnabrúða, dúkkukerra,
pela, snuða, skiptiborða og bleyju-
taskna – enda kemur umönnun smá-
barna karlmönnum ekki við. Þegar
flett er upp á eldhústækjunum er
það sömuleiðis stelpa, sem stýrir
leikfangahrærivél styrkri hendi eins
og eðlilegt verður að teljast, en
strákur föndrar við drykkjarvél,
enda karlmannsverk að blanda
drykk handa gestum.
x x x
Ekkert leikfanga-framkvæmda-stjóraskrifborð er í bækl-
ingnum, en ef svo hefði verið
verður að gera ráð fyrir að þar
hefði setið lítill vatnsgreiddur
drengur. Lítilli stúlku er hins
vegar trúað fyrir hlutverki í við-
skiptalífinu með því að stilla
henni upp við leikfangabúð-
arkassa. Strákur fær hins vegar
útrás fyrir framkvæmdagleðina
við teikni- og byggingaborðið og
að sjálfsögðu eru strákar líka
allsráðandi á síðunni með sleð-
unum, snjóbrettunum og hinu
dótinu, sem krefst kjarks, úti-
veru og hreyfingar.
Sums staðar eru kynin auðvitað
jöfn; þau fá t.d. bæði að keyra leik-
fangabíl, enda er löngu viðurkennt
að konur geta náð bílprófi rétt eins
og karlar. Strákar annast hins vegar
trommu- og gítarleik, ef marka má
bæklinginn, en stúlkurnar syngja í
míkrófón, alveg eins og hjá Írafári
og hinum alvörupoppsveitunum.
x x x
Þess má loks geta að Víkverji fannhina fullkomnu jólagjöf handa
dóttur sinni; háværa leikfanga-
vélsög, sem sú stutta verður án efa
hæstánægð með.
Ekki seinna vænna að byrja að helga sig
börnum og heimili.
Svar frá
Strætó bs.
„FARÞEGI“ skrifaði um
„Strætó sem ekki stoppar“
í Velvakanda föstudaginn
28. nóvember sl.
Í bréfinu kemur fram að
viðkomandi hafi verið að
koma frá Glæsibæ á sunnu-
dagskvöldi, en hann og
annar farþegi hugðust taka
leið 6 á mótum Miklubraut-
ar og Grensásvegar. Vagn-
inn hafi komið að biðstöð-
inni, en haldið áfram án
þess að stöðva.
Við hjá Strætó bs. hörm-
um atvikið og biðjumst vel-
virðingar á því. Við viljum
fullvissa alla farþega okkar
og viðskiptavini okkar um,
að hafi slíkt gerst hafi það
verið óviljaverk.
Í þessu sambandi viljum
við árétta mikilvægi þess
að farþegar sem bíða á bið-
stöðvum okkar gefi vagn-
stjóra aðvífandi vagns
merki um að hann hyggist
taka sér far, svo það fari
ekki milli mála. Vera kann
að vagnstjórinn í þessu um-
rædda tilviki hafi talið að
farþegarnir hafi ekki ætlað
að taka sér far með vagn-
inum, án þess að mat sé
lagt á það.
Laufey E. Sólveigardótt-
ir skrifar bréf til Velvak-
anda sem birtist miðviku-
daginn 3. desember sl.
Þar kemur fram að syni
hennar hafi verið vísað úr
strætisvagni fyrir það að
hafa fæturna uppi á sætinu
fyrir framan.
Fram kemur í bréfinu að
sonur Laufeyjar er heyrn-
arskertur, og því hafi hann
ekki heyrt aðfinnslur og að-
varanir vagnstjórans. Jafn-
framt kemur fram að hann
hafi beðið á biðstöðinni eft-
ir næsta vagni, en þá hafi
2–3 vagnar ekið framhjá,
„hafa líklega verið beðnir
um það“ eins og segir í nið-
urlagi bréfsins.
Vegna þessa atviks vilj-
um við hjá Strætó bs. taka
skýrt fram, að ekkert slíkt
viðgengst hér, þ.e. að gefa
fyrirmæli um að hunsa til-
tekna farþega. Við leggjum
áherslu á það við vagn-
stjóra okkar að tryggja að
vel sé gengið um strætis-
vagnana. Því miður virða
ekki allir farþegar tilmæli
um góða umgengni, og þá
reynist stöku sinnum nauð-
synlegt að grípa til þess að
vísa viðkomandi úr vagnin-
um.
Í þessu tilviki býst ég við
að vagnstjórinn hafi ekki
vitað um heyrnarskerðingu
unga mannsins, og e.t.v.
hefur hann því verið rekinn
úr vagninum án þess að fá
sanngjarna viðvörun. Sé
það tilvikið biðjumst við
velvirðingar á því.
Með kveðju frá Strætó
bs.,
Ásgeir Eiríksson,
framkvæmdastjóri.
Engin
bókatíðindi
ÉG er mjög ósátt við póst-
dreifingu Íslandspósts.
Þeir áttu að sjá um að
dreifa Bókatíðindum en ég
hef ekki fengið Bókatíðind-
in enn 2. desember en ég bý
við Grensásveg.
Guðrún.
Dýrahald
Köttur fæst gefins
MISTÝ er grá og hvít smá-
vaxin læða, eins árs, ljúf og
góð innikisa sem þarfnast
nýs heimilis vegna flutn-
inga. Búið er að orma-
hreinsa hana, fylgihlutir,
kattakassi, matardallar,
rúm, matur og sandur
fylgja. Ef einhver er svo
góður að vilja taka hana að
sér þá eru allar upplýsingar
gefnar í síma 694 8225.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
LÁRÉTT
1 bráðdrepandi, 8 aflýsing,
9 vann ull, 10 reið, 11 venja,
13 hitt, 15 fáni, 18 ósoðið,
21 fákur, 22 metta, 23
bjórnum, 24 nokkuð langur.
LÓÐRÉTT
2 heyvinnutæki, 3 sóar, 4
nafnbætur, 5 að baki, 6 höf-
uð, 7 ró, 12 ótta, 14 þegar,
15 vatnsfall, 16 dáið, 17
sindur, 18 alda, 19 málm-
inum, 20 strengur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 fersk, 4 starf, 7 túlka, 8 erfir, 9 kóf, 11 keim, 13 frið,
14 ógæfa, 15 vott, 17 römm, 20 óða, 22 tómar, 23 undar, 24
risar, 25 nemur.
Lóðrétt: 1 fátæk, 2 rölti, 3 klak, 4 stef, 5 aðför, 6 fáráð, 10
óværð, 12 mót, 13 far, 15 vitur, 16 Tómas, 18 öndum, 19 mær-
ir, 20 órar, 21 auðn.
Krossgáta 6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16