Morgunblaðið - 23.12.2004, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 41
MINNINGAR
Guðmundur var
einn merkasti maður
sem við höfum haft
þann heiður að kynn-
ast og munum við æv-
inlega minnast hans með hlýju og
söknuði.
Það var í Nígaragúa árið 1972
sem leiðir okkar lágu saman, og
hefur góð vinátta okkar í milli var-
að síðan. Guðmundur tók okkur
með til Íslands og fyrir það verð-
um við ævinlega þakklát.
Guðmundur var mikill sögumað-
ur. Þegar að hann byrjaði að segja
sögur var oft safnast saman í stof-
unni til að hlýða á hann. Og sagði
hann margar skemmtilegar sögur.
Mér eru í minni jólin er hann
settist við píanóið og spilaði jólalög
og allir dönsuðu í kringum jólatréð
í stofunni.
Guðmundur kynnti okkur fyrir
landi og þjóð, og ferðuðumst við
með honum og fjölskyldu hans um
landið.
Við eigum margar minningar
sem við munum varðveita í hjört-
um okkar.
Elsku fjölskylda, við vottum
ykkur dýpstu samúð okkar. Megi
guð vera með ykkur.
Juanita og fjölskylda.
Ótal sterkar minningar frá sam-
starfi okkar Guðmundar E. Sig-
valdasonar frá árinu 1984 og fram
undir aldarlok blossa upp við
fregnina af andláti hans. Tíminn
einhvern veginn stöðvast og hann
sem persóna og allt það sem við
tókum þátt í saman á því við-
burðaríka tímabili verður ljóslif-
andi í huganum. Myndir frá eld-
virkum svæðum víða um Evrópu,
ráðstefnur, heimsóknir til Kína og
Afríku, barátta við skrifstofubákn-
ið í Brussel, samstarf við skemmti-
legt fólk, og síðast en síst vinna
við eldfjöll á Íslandi. Af miklu er
að taka.
Fyrstu kynni mín af Guðmundi
voru, eftir á að hyggja, mjög
dæmigerð fyrir hann. Ég hafði fal-
ast eftir starfi hjá Norrænu eld-
fjallastöðinni og þegar ég mætti í
atvinnuviðtal til Guðmundar hafði
ég reiknað með umræðu um ein-
staka efnisatriði úr umsókn minni.
En Guðmundur eyddi ekki miklum
tíma í slíkt spjall, heldur spurði
hvort ég vildi starfið og síðan var
farið að ræða af kappi um þau
verkefni sem þurfti að leysa. Ég
komst að því seinna að hversdags-
leg smáatriði voru ekki ofarlega á
blaði hjá honum í starfi. Hann var
stórhuga og kappsamur og sá hlut-
ina í víðara samhengi en flestir
aðrir. En Guðmundur var jafn-
framt afar næmur og tilfinninga-
ríkur maður og þegar vanda bar
að höndum var gott að leita til
hans.
Hann rak Norrænu eldfjalla-
stöðina af miklum metnaði og
krafti og kom þessari litlu stofnun
til vegs og virðingar, bæði hér á
landi og ekki síður utan landstein-
anna. Okkur sem störfuðum undir
hans stjórn var teflt fram af mikl-
um eldmóði, allt eftir starfsviði
hvers og eins, og í raun var það
helst meiri tími sem okkur skorti.
Guðmundur var afar ritfær maður
og með atorku sinni og dugnaði
vann hann mikið starf fyrir íslensk
jarðvísindi og nafn hans nýtur
mikillar virðingar á því sviði víða
um heim.
Guðmundur E. Sigvaldason var
sannarlega einn af fáum mönnum
sem ég hef kynnst á lífsleiðinni
GUÐMUNDUR
SIGVALDASON
✝ Guðmundur Ern-ir Sigvaldason
fæddist í Reykjavík
24. júlí 1932. Hann
lést á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi í
Fossvogi 15. desem-
ber síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Dómkirkjunni 21.
desember.
sem ég lít á sem minn
„mentor“ og það voru
mikil forréttindi að fá
að kynnast honum.
Við Þórgunnur
sendum Dóru og allri
fjölskyldunni okkar
innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hörður
Halldórsson.
Í annað sinn á
þessu ári kveðja ís-
lenskir jarðvísinda-
menn einn forystu-
manna sinna á liðinni öld. Snemma
ársins lést Guðmundur Pálmason,
sem í áratugi stýrði jarðhitadeild
Orkustofnunar og nú, Guðmundur
Sigvaldason, fyrrum forstöðumað-
ur Norrænu eldfjallastöðvarinnar.
Íslenskir jarðvísindamenn voru
fáir og aðstaða þeirra fábrotin uns
kom fram yfir 1970 er mikið upp-
byggingarskeið hófst. Jarðvísindi
við Háskóla Íslands voru stórefld,
Jarðhitadeild Orkustofnunar varð
að miðstöð hagnýtra jarðvísinda-
rannsókna og Norræna eldfjalla-
stöðin var sett á stofn. Henni var
ætlað að vera norræn miðstöð í
rannsóknum og þjálfun í eldfjalla-
fræðum enda kostuð að mestu af
Norrænu ráðherranefndinni og yf-
ir henni var samnorræn stjórn.
Guðmundur Sigvaldason var valinn
til að veita stofnuninni forstöðu.
Undir staðfastri stjórn hans varð
hún að alþjóðlega viðurkenndri
vísindastofnun sem veitti erlend-
um jarðfræðingum aðgang að
þeirri miklu tilraunastofu í jarð-
fræði sem Ísland er. Þar var
byggð upp góð aðstaða til rann-
sókna þar sem fjöldi ungra nor-
rænna jarðfræðinga hlaut þjálfun í
eldfjallafræði. Eftir að Guðmundur
lét af störfum forstöðumanns árið
1998 hélt hann áfram vísindastörf-
um við stofnunina.
Á þessu ári var Norræna eld-
fjallastöðin sameinuð jarðvísinda-
starfsemi Háskóla Íslands í nýja
stóra akademíska rannsóknastofn-
un, Jarðvísindastofnun háskólans.
Innan hennar lifir Norræna eld-
fjallastöðin áfram sem norrænt
eldfjallasetur með stuðningi Nor-
rænu ráðherranefndarinnar.
Stjórn eldfjallastöðvarinnar varð
að norrænni verkefnanefnd, sem
hefur umsjón með eldfjallasetrinu.
Jafnframt flutti stofnunin í Öskju,
nýja náttúrufræðihúsið í Vatns-
mýrinni. Þar starfaði Guðmundur
Sigvaldson að rannsóknum sínum
síðustu mánuði.
Fyrir hönd norrænu verkefna-
nefndarinnar flytjum við aðstand-
endum og samstarfsmönnum Guð-
mundar okkar dýpstu samúðar-
kveðjur jafnframt því sem við
þökkum hið mikla og árangursríka
framlag Guðmundar Sigvaldasonar
til norrænna jarðvísinda.
Ólafur G. Flóvenz,
Sten-Åke Elming.
Ég kynntist Guðmundi E. Sig-
valdasyni fyrst árið 1967 þegar ég
var í framhaldsnámi í jarðefnaefni.
Þá starfaði Guðmundur við Rann-
sóknastofnun iðnaðarins. Hann
bauð mér aðstöðu við þá stofnun
til að vinna að efnagreiningum
vegna náms míns sem ég þáði. Í
námi sínu við Háskólann í Gött-
ingen og síðar við Bandarísku
jarðfræðastofnunina og Rann-
sóknastofnun iðnaðarins hafði
Guðmundur sinnt jarðhitarann-
sóknum. Á Íslandi mætti hann tak-
mörkuðum skilningi á þessum
rannsóknum og var því í auknum
mæli að snúa sér að eldfjalla- og
bergfræði, einmitt þegar ég kynnt-
ist honum fyrst.
Meðan ég hafði aðstöðu á Rann-
sóknastofnun iðnaðarins eyddi
Guðmundur miklum tíma í að að-
stoða mig. Síðar, eða árið 1978,
eftir að Norræna eldfjallastöðin
hafði verið sett á fót, en Guð-
mundur veitti henni forstöðu frá
upphafi í 25 ár, lágu leiðir okkar
saman að nýju í Jarðfræðahúsi
þegar ég réðst til Háskóla Íslands.
Þá bauð Guðmundur mér að nýta
rannsóknaraðstöðu Norrænu eld-
fjallastöðvarinnar eftir því sem ég
þurfti. Þetta boð Guðmundar sem
og fyrri aðstoð hefur skipt sköpun
fyrir þær rannsóknir sem ég hef
alla tíð unnið að á sviði jarðefna-
fræði jarðhita. Ég á Guðmundi
þannig mikið að þakka fyrir þá að-
stoð og velvild sem hann hefur
jafnan sýnt mér.
Guðmundur E. Sigvaldason hef-
ur alla tíð verið trúr rannsóknum í
jarðvísindum á Íslandi og eftir
hann liggur mikið brautryðjenda-
starf. Hann barðist af elju fyrir
uppbyggingu aðstöðu til rann-
sókna á Norrænu eldfjallastöðinni
og hélt þannig um stjórnartaum-
ana að starfsfólk stöðvarinnar gat
og átti að helga sig rannsóknum.
Því miður eru viðhorf Guðmundar
til rannsókna enn undantekningin
en ekki reglan í íslensku þjóð-
félagi. Hann hlúði að rannsóknum
í samræmi við upphaflega merk-
ingu orðsins, þ.e. kerfisbundinni
leit að nýrri þekkingu með raun-
vísindalegum aðferðum og í hans
augum var það kristalklárt að
þeirri leit verður ekki sinnt nema
til komi tækjakostur til mælinga.
Nú þarf að halda merki Guðmund-
ar á lofti í þessum efnum.
Norræna eldfjallstöðin var lögð
niður hinn 1. júlí 2004. Um leið var
sett á fót ný Jarðvísindastofnun
við Háskóla Íslands, en í þessari
nýju stofnun var sameinuð starf-
semi Norrænu eldfjallastöðvarinn-
ar og jarðvísinda við Háskóla Ís-
lands. Þetta er stór stofnun með
yfir 50 starfsmenn. Þeirrar stofn-
unar bíða stór verkefni og framtíð
rannsókna í jarðvísindum á Íslandi
hvílir mikið á þeirri stofnun. Hina
nýja jarðvísindastofnun þarf á eld-
hugum að halda eins og Guðmundi
E. Sigvaldsyni ef hún á að vaxa og
dafna til farsældar fyrir þjóð, nýt-
ingu auðlinda okkar og verndun
umhverfisins.
Með Guðmundi E. Sigvaldasyni
er fallinn frá einn af brautryðj-
endum í rannsóknum í jarðfræði á
Íslandi en jafnframt góður vinur
og faðir stórrar fjölskyldu. Ég
votta fjölskyldu hans mína dýpstu
samúð.
Stefán Arnórsson.
Fallinn er frá Guðmundur Ernir
Sigvaldason, sem var í áraraðir
einn helsti og þekktasti eldfjalla-
og jarðefnafræðingur landsins.
Eftir nám í Þýskalandi í lok sjötta
áratugarins vann Guðmundur hjá
Rannsóknastofnun iðnaðarins og
um tíma einnig í Mið-Ameríku á
vegum Sameinuðu þjóðanna. Á
þeim tíma stundaði hann einkum
jarðhitarannsóknir hér heima, í
Nicaragua og víðar. Áhugi hans
færðist síðar yfir í jarðefnafræði
og eldfjallafræði. Hann var for-
stöðumaður Norrænu eldfjalla-
stöðvarinnar frá upphafi 1973 til
ársins 1998. Hann tók virkan þátt í
margvíslegu alþjóðlegu samstarfi,
sérstaklega í tengslum við vöktun
eldfjalla. Alla tíð frá því að hann
fór með Sigurði Þórarinssyni í
Öskju árið 1961, til að fylgjast með
gosinu það ár, voru Dyngjufjöll,
Askja og norðurgosbeltið honum
sérlega hugleikin.
Með harðfylgni og miklum
metnaði tókst honum að byggja
upp rannsóknastofnun með alþjóð-
lega viðurkenningu, stofnun sem
hefur gegnt lykilhlutverki í rann-
sóknum á eldvirkni á Íslandi, sem
og annars staðar. Ásamt því hefur
hann leiðbeint fjölda norrænna
jarðfræðinga og kynnt fyrir þeim
undraveröld eldfjallanna. Metnað-
ur hans kom meðal annars fram í
því að alltaf skyldi stefnt að birt-
ingu niðurstaðna rannsókna í al-
þjóðlegum ritrýndum tímaritum,
annað væri tímasóun. Hann var
duglegur við að greiða götu þeirra
sem stóðu sig vel og hvetja þá til
dáða.
Guðmundur var skemmtilegur í
samræðum og átti ætíð í handrað-
anum margar góðar sögur af svað-
ilförum, sem flestar tengdust eld-
gosum, bæði hér heima sem og
einnig á ólíklegustu stöðum er-
lendis. Hann var litríkur maður og
gæddur miklum persónutöfrum.
Hann átti auðvelt með að heilla
fólk og sannfæra þegar þurfti við,
var ákveðinn í skoðunum og lét
ógjarnan í minni pokann.
Jarðfræðingar Náttúrufræði-
stofnunar Íslands hafa flestir notið
samstarfs eða leiðsagnar Guð-
mundar á löngum ferli hans og
þökkum við honum ánægjulega
samfylgd og mikið og gott lífs-
starf. Við færum fjölskyldu Guð-
mundar innilegar samúðarkveðjur.
Jarðfræðingar Náttúru-
fræðistofnunar Íslands.
Genginn er góður vinur um ald-
ur fram. Elstur okkar að árum en
yngstur í anda. Elskaði hina stór-
brotnu íslensku náttúru. Elskaði
einnig umfjöllun skálda um nátt-
úru annarra landa. Söng ljóð
þeirra, spilaði lögin, hyllingu til
lífs og fegurðar. Einstakur vís-
indamaður, ávallt forvitinn um hið
innsta eðli hlutanna. Reiðubúinn
að berjast og verja sköpunarverk-
ið.
Hylling Kristjáns Albertssonar
ort til Jóh. Kjarval á hér vel við.
Eign sinni sló á auðnir lands og tinda,
uppsprettuhrjóstur dýpstu jarðarlinda,
landvættahallir söltum yfir sævi,
svölum í blævi.
Tónkviða Íslands lék í lofti háu,
lyfti sér fleyg mót himinveldi bláu.
Hraunmosans hvísl og engjateigsins ómar.
Úthafsins hljómar.
Landvættur sjálfur síðast mun hann líða
svart inn í bergið, þar sem vinir bíða,
Ísalands gömlu ginheilögu vættir,
goðheima ættir.
Þá mun í sölum rammislagur rymja,
reiðarslög dynja, hátt í trumbum glymja,
gulllúðrar þeyttir, gígjur allar hljóma,
glitbjörgin óma.
Bú með oss allt til heimsins hinstu tíða,
hervæddur jötunn. Gakk með oss til stríða
mest þegar geysa ættir illra fjanda
Íslandi að granda.
Kærir vinir, skólasysturnar í
saumaklúbbnum og makar þeirra
þakka gefandi samveru á liðnum
árum. Innilegustu samúðarkveðjur
til Dóru, Guðnýjar Þóru og ann-
arra ættingja.
Guðríður, Helga, Jóhanna,
Lilja, Sigríður M., Sigríður J.,
Sigrún og makar.
Það er staldrað við og horft um
öxl. Fyrirmynd sem mótað hefur
hug og starf er horfin á braut. Röð
minningabrota rennur fyrir hug-
skotum. Minningabrot um vísinda-
mann sem horft hefur verið til og
mótað hefur jarðvísindarannsóknir
um langa hríð. Jarðvísindamann í
forystu ekki einungis heima heldur
einnig erlendis, leiðtogi í alþjóð-
legu samfélagi eldfjallafræðinga.
Fyrsta minningarbrot eru svip-
myndir í sjónvarpi sem vöktu
áhuga á jarðvísindum og eldfjöll-
um og voru hvatning til náms á
þeim vettvangi. Þegar námi lauk
fyrir 12 árum voru forréttindi að
koma til starfa á Norrænu eld-
fjallastöðinni undir stjórn Guð-
mundar. Þar reyndist hann einstök
fyrirmynd og hvatning til dáða í
rannsóknum, ekki síst vegna hinn-
ar miklu alþjóðlegu tengsla sem
hann hafði. Örlög höguðu því til að
ég tók við starfi Guðmundar sem
forstöðumaður Norrænu eldfjalla-
stöðvarinnar árið 1999. Í rann-
sóknahópi þar sem hver maður er
mikilvægur var það sérlega
ánægjulegt að Guðmundur var þar
alla tíð með okkur, þrátt fyrir að
hann léti af störfum sem forstöðu-
maður. Fráfall Guðmundar bar að
þegar fjölmenn ráðstefna jarðvís-
indamanna fór fram í Bandaríkj-
unum. Virðing manna á starfi Guð-
mundar og vinátta margra kom
þar bersýnilega í ljós. Samstarfs-
aðilar víða um heim biðja fyrir
samúðarkveðjur til fjölskyldunnar.
Starfsemi Norrænu eldfjallastöðv-
arinnar hefur nú sameinast HÍ og
flutt í Öskju, náttúrufræðahús Há-
skólans. Glaðbeitt bros Guðmund-
ar í Öskju á haustmánuðum er síð-
asta minningarbrotið sem geymt
verður. Það fer vel að húsnæðið
beri heiti þess eldfjalls sem Guð-
mundur unni öðrum fremur. Askja
í Dyngjufjöllum og eldgosið mikla
árið 1875 voru óþrjótandi upp-
spretta rannsókna sem Guðmund-
ur hafði sérstakt dálæti á. Þar hef-
ur síðasti rannsóknaleiðangur
Guðmundar nú verið farinn.
Það er staldrað við og horft
fram á veginn. Fyrirmynd og
hvatning til framsækni í jarðvís-
indarannsóknum mun fylgja inn í
ókomna framtíð. Hugheilar sam-
úðarkveðjur til fjölskyldu og að-
standenda.
Freysteinn Sigmundsson.
Nú kveð ég vin minn og vel-
gjörðarmann, Guðmund. Leiðir
okkar lágu fyrst saman í Finnlandi
’86. Þá var verið að selflytja ráð-
stefnugesti á norrænni ráðstefnu
frá gistihúsum í veislu finnsku
jarðfræðastofnunarinnar, sem
fagnaði aldar afmæli. Ekki óraði
mig fyrir því þá að samferðamaður
minn í þessum rútubíl ætti eftir að
verða örlagavaldur í mínu lífi. Síð-
ar sama sumar kom Guðmundur
og bauð mér starfa hjá Norrænu
eldfjallastöðinni, sem aðstoðar-
manni og lærlingi. Rannsóknir
Guðmundar beindust að Öskju í
Ódáðahrauni. En Guðmundur
hafði um árabil stundað rannsókn-
ir þar sem þátt í eilífri baráttu eld-
fjallafræðingsins til að skilja duttl-
unga eldfjallanna. Guðmundur var
kátur og spenntur dagana fyrir
brottför vegna tilhlökkunar um
væntanlega Öskjuvist. Með hverj-
um kílómetra sem við komum nær
Öskju lyftist á honum brún og
glaðværð elnaði. Með okkur í för
var finnskur nemi og tveir kól-
umbískir jarðfræðingar, sem Guð-
mundur hafði tekið í læri eftir
miklar hörmungar þar í landi
tengdar eldgosi í Nevado del Ruiz.
Það var fallegt að koma í Öskju í
blíðskaparveðri og heiðríkju. Guð-
mundur dreif okkur strax á fjöll,
beint upp Öskjufjallgarð austan-
verðan. Hann fór stórum og naut
að miðla af þekkingu sinni um
jarðfræði á leiðinni. Augnablikið
var stórfenglegt, er Guðmundur
stóð stoltur með okkur lærisvein-
unum á Öskjubrún, í stafalogni
með Öskjuvatn og fjallahringinn
sem kórónu í kring. Hér átti Guð-
mundur heima.
Hvar yfir legi hvelfast fjöll
hvers tíma eygðir svörð.
Hörð en mjúk í eigin mjöll
hér ómar mest þín jörð.
Gapa gjárnar, jörð mér drjúp
gjalls, skal hnita dreif.
Rám þau voru, regin djúp
hvers raust, þann morgun kleyf.
Reyndur miðill, ræktir þel
og skyldur æðri mennta.
Alltaf skildir, alltaf vel.
Djúp er sú mín renta.
Á erfiðum stundum fjarri heima-
landinu mínu reyndist Guðmundur
mér ávallt vel, hvatti til dáða við
fræðileg viðfangsefni sem og í líf-
inu. Ég þakka þér Guðmundur
Ernir Sigvaldason samfylgdina og
votta eftirlifandi aðstandendum
innilega samúð mína.
Ármann Höskuldsson.