Morgunblaðið - 09.01.2005, Page 28
28 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Laugardaginn 29. mars 1947vaknaði Hekla eftir 102ára svefn og hóf að gjósakl. 6.22. Nokkru áður komjarðskjálftakippur, sem
fannst um mestallt Suðurland. Rétt
eftir kippinn sást gífurlegur gos-
mökkur 27 km hár stíga upp af
Heklu og var sem fjallstoppurinn
lyftist. Við nokkrir laganemar
ákváðum að halda þegar austur að
Heklu. Kjartan Jónsson (1925–1990)
hafði ráð á duglegum herjeppa af
Ford-gerð, hinum besta grip og
héldum við á honum austur. Lentum
við að vísu öfugu megin við Heklu,
þ.e. Þjórsárdalsmegin hjá Gauks-
höfða, en þá vissum við ekki að rétt
leið lá um Gunnarsholt að Næf-
urholti. Hjá Gaukshöfða nötraði
jörðin öll og skalf, og gosmökkurinn
svo tignarlegur, að við héldum fljót-
lega heim á leið, því það hvarflaði að
okkur, að jörðin kynni að gleypa
okkur, svo voru dunurnar ægilegar.
Á Hellisheiði var þá aðeins ein-
breiður vegur með útskotum hér og
hvar. Lenti allt í öngþveiti á heið-
inni, enginn vildi víkja fyrir öðrum
og gekk Þorsteinn Scheving Thor-
steinsson (1890–1971) lyfsali meðal
ökumanna og reyndi að miðla mál-
um, en ekki tókst að koma umferð-
inni í sæmilegt horf, fyrr en lögregla
var send austur. Kjartan her-
jeppastjóri hafði ekki áhyggjur af
þessu, ók utan vegarins í stórum
hring utan um umferðarteppuna og
við komumst í Mjólkurstöðina um
kvöldið, þar sem „tískuböllin“ voru
haldin á hverju laugardagskveldi.
II.
Laugardaginn 5. apríl 1947 hélt
faðir minn, Sveinn M. Sveinsson,
(1891–1951) með fjölskyldu sína
austur að Heklu á tveim bílum,
Willys-jeppanum R-4154, árgerð
1946, og Ford Mercury-bifreiðinni
R-2294, fólksbifreið árgerð 1942.
Voru sex manns í þessum bílum og
var ekki fært nema á jeppum frá
Selsundi að Næfurholti, svo við urð-
um að troðast öll sex í jeppann síð-
asta áfangann að Næfurholti. Hófst
nú gangan að hraunstraumnum,
sem valt fram heldur rólega, þannig
að hættulaust var að skoða hann og
á ég enn pappaspjald, sem ég
kveikti í með Heklueldum. Yfir
Næfurholtslæk þurfti að fara til
þess að komast að Heklueldum, en á
honum var mjó brú eða réttara sagt
planki, ca 3"x9". Á heimleiðinni var
mér falið að leiða hópinn, en fann
ekki plankann yfir lækinn. Hljóp ég
eftir lækjarbakkanum fram og til
baka, en allt kom fyrir ekki, plank-
ann fann ég ekki. Var mér hætt að
lítast á blikuna, en loks fann ég
plankann og leiðbeindi hópnum yfir.
Studdi ég síðan móður mína, Soffíu
Haraldsdóttur, (1902–1962) heim að
Næfurholti, en Haraldur bróðir
studdi móðursystur okkar, Guðrúnu
Haralz, (1910–1983). Faðir minn
Sveinn M. Sveinsson studdi aftur á
móti Bergljótu systur mína (f. 1935).
En svo var af móður minni dregið,
að hún sagði, er sást til Næfurholts:
„Ætli maður verði ekki úti við tún-
garðinn eins og svo margur.“ En í
jeppann komumst við og var nú ekið
í átt að Selsundi, þar sem græni
Mercury-bíllinn beið okkar.
III.
Nú hafði veður versnað til muna,
frostið hert, kominn sandbylur,
þannig að skyggni var afleitt. Sást
illa fram á veginn, svo svartur var
sandbylurinn. Þegar ég hafði ekið
góða stund í átt að Selsundi, segir
faðir minn við mig: „Leifur minn,
ertu nú alveg viss um að þú sért á
veginum?“ Ég svara því játandi, en
segist ætla að fara út úr bílnum, líta
í kringum mig, þannig að ég sé al-
veg viss. Stóð þá jeppinn á gilbrún,
ekki brattri, svo ég bakkaði og fór
yfir á rétta slóð. Sagði föður mínum
að um tvær slóðir væri að ræða, ég
hefði valið nýja. Þessu sagði ég eng-
um manni frá í aldarfjórðung, enda
farþegar mínir í bráðri lífshættu.
Þegar að Selsundi kom fóru þau öll
fimm yfir í Mercury-bílinn, Har-
aldur bróðir ók honum með hina
fjóra farþega áleiðis til Reykjavíkur,
en ég geystist áfram á jeppanum,
því nú bar ég ekki ábyrgð á neinum
nema sjálfum mér. Náði til Reykja-
víkur á síðasta bensíndropanum og
jeppinn nokkrum stuðdempurum
slappari en í upphafi ferðar því
Hellisheiði var eitt holusafn. Tekið
skal fram að ökuskírteini mitt var
aðeins tveggja mánaða gamalt þeg-
ar þetta var, útgefið 5. febrúar 1947.
IV.
Þriðjudaginn 8. apríl 1947 sigldi
ég til Kaupmannahafnar með dr.
Alexandrine, skipi D.F.D.S. Meðal
farþega sem ég man eftir voru: Fel-
ix Jónsson, yfirtollvörður (1895–
1978); Gunnar Gunnarsson, er rak
Nýju efnalaugina (1898–1963), Rán-
argötu 9, Rvík; Guðjón Guðjónsson,
skólastjóri frá Hafnarfirði (1892–
1971); Sigurður H. Sigurðsson
(1874–1948), fyrrv. kaupmaður á
Blönduósi; Jón Örn Ingvarsson, vél-
stjóri (1919–1995); Baldur, ungur
maður úr Fljótsdalshéraði, á leið í
skógræktarnám í Khöfn; tugir
ungra kvenna sem voru að fara til
náms í grautarskólum, mest til
Sorö.
Við hrepptum afar slæmt veður
frá Reykjavík til Færeyja, svo mat-
arlystin var ekki mikil, enda mat-
urinn á 1. farrými vondur og þjón-
arnir sóðalegir, m.a. lak svitinn af
skalla yfirþjónsins ofan í asparg-
ussúpuna, svo menn voru fljótir frá
matarborði við slíka þjónustu.
„Drottningin“ var afar slæmt sjó-
skip, enda hafði ég kynnst henni
vorið 1937 á leiðinni til Akureyrar,
svo mér kom ekki á óvart veltingur
hennar, þannig að maður vissi varla
hvað var upp eða niður í káetunni. Í
Torshavn var löng viðstaða, 2½ sól-
arhringur, því heildsalar í Reykjavík
sendu óseljanlegar vörur í stórum
stíl til Færeyja, vörur sem landinn
leit ekki við. Björn Ólafsson (1885–
1974) viðskiptaráðherra um langt
skeið, nefndi þessar vörur „hillu-
vanar“ og ættu kaupmenn að þakka
fyrir að koma þeim út til Færeyja.
Við Baldur notuðum tækifærið og
fengum okkur að borða á hafnarkrá
í Torshavn, kjötbollur, sem var góð
tilbreyting frá hinum vonda kosti
um borð í skipinu. Ég hafði komið til
Færeyja áður, í stúdentaferð árið
1946, er haldið var upp á 100 ára af-
mæli M.R. og við hundruðustu stúd-
entarnir frá þeim merka skóla. Þá
heimsóttum við heiðurshjónin Jó-
hannes Patursson, (1866–1946)
kóngsbónda í Kirkjubæ, og hina ís-
lensku konu hans, Guðnýju Eiríks-
dóttur (1872–1950) frá Karlsskála.
Dönsuðu þau fyrir okkur þjóðdansa
og buðu okkur upp á skerpikjöt og
pilsner. Heimsóknin að Kirkjubæ
var alveg ógleymanleg.
V.
Um borð í Drottningunni var fest
upp daglega tilkynning um líðan
Kristjáns konungs X. Lá hann fár-
sjúkur í höll sinni Amalienborg með
kolbrand (holdfúa) sem hann fékk
upp úr fótbroti, er hann féll af baki
hesti sínum. Stóðst það á endum að
hann dó fjórum dögum eftir að við
komum til Kaupmannahafnar, dán-
ardægur 20. apríl 1947. Skömmu
síðar var mikil athöfn við Christ-
iansborg, af svölum hússins var til-
kynnt í hátalara: „Kong Christian
den tiende er död, kong Frederik
den niende leve“. Þar með tók Frið-
rik IX (1899–1972) við völdum, en
hann hafði þó tekið við völdum tíma-
bundið í veikindum föður síns árin
1942–43. Ég missti af þessari at-
höfn, þar sem ég átti viðtalstíma hjá
Baron von Haxthausen, yfirlækni á
Minningar
frá árinu 1947
Eftir Leif Sveinsson
Greinarhöfundur við jeppann R-4154.
Öldin okkar 1931—1950
Gosmökkurinn fyrsta gosdaginn 1947.
The Eruption of Hekla, Reykjavík MXMLXXVI, H.F. Leiftur
Heklugosið á þriðja degi séð frá Leirubakkagrundum, með hesta á beit.
Mynd Halldórs E. Arnþórssonar í bók GE frá Miðdal
Heklugosið 1947.
Ljósmynd/Páll Jónsson
Sigurður Þórarinsson við Heklugíga veturinn 1948.