Morgunblaðið - 01.10.2005, Side 11

Morgunblaðið - 01.10.2005, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 11 FRÉTTIR www.toyota.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 29 67 8 09 /2 00 5 Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070 Við viljum bjóða þér meira en þú hefur látið þig dreyma um Heilsársdekk Krómgrind á afturljós Vindskeið Aurhlífar Dráttarbeisli Í samstarfi við RAV4 aukahlutapakki að andvirði 185.000 kr. fylgir með Nú færð þú glæsilegan RAV4 með veglegum aukahlutapakka að andvirði 185.000 kr., heilsársdekk, dráttarbeisli, vindskeið, aurhlífar og krómgrind á afturljós. Komdu, prófaðu RAV4 og upplifðu meira en þú hafðir látið þig dreyma um. Þú gerir ekki betri kaup fyrir veturinn! Verð frá 2.690.000 kr. Mánaðarleg greiðsla frá 35.990 kr.* * m.v. 10% útborgun og 84 mánaða bílasamning hjá Glitni. Hverfisgötu 6 101 Reykjavík sími 562 2862 „VIÐ erum ekki í nokkrum vafa um þessi viljayfirlýsing hafi mikla þýð- ingu fyrir okkur. Þetta er fyrsta skrefið í þá átt að tryggja íbúum og fyrirtækjum í Borgarfirði aðgengi að ljósleiðaranum þannig að sem flestir geti nýtt sér þessa öflugu tengingu,“ segir Páll Brynjólfsson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, en Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Viðskiptaháskól- inn á Bifröst, Landbúnaðarháskóli Íslands og Orkuveita Reykjavíkur undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um samstarf við mótun og þróun þekk- ingarsamfélags í Borgarfirði. Samkomulagið felur í sér að Orku- veitan mun leggja ljósleiðara í há- skóla og þéttbýliskjarna í héraðinu og er stefnt að tengingu Borgarness, Bifrastar og Hvanneyrar fyrir ára- móti við ljósleiðarakerfi Orkuveit- unnar. Gert er ráð fyrir að heildar- fjárfesting Orkuveitunnar í verkefnið nemi um 100 milljónum króna. Að sögn Páls kristallast í vilja- yfirlýsingunni samstarf háskólanna og sveitarfélaganna á svæðinu um það að byggja þar upp öflugt þekk- ingarsamfélag í Borgarfirði. Að- spurður segist Páll ekki í nokkrum vafa um að lagning ljósleiðara í Borg- arfirði muni efla héraðið, bæta lífs- kjör og samkeppnishæfi þess og vekja áhuga fyrirtækja, stofnana og einstaklinga á því að flytja starfsemi og búsetu til Borgarfjarðar. „Fyrir fyrirtæki sem vilja setjast að utan höfuðborgarinnar skiptir það auðvit- að miklu máli að nettengingar verði eins og best verður á kosið,“ segir Páll og segist sannfærður um að fyr- irtækin sem nú þegar eru fyrir á svæðinu muni í framhaldinu gera samninga við Orkuveituna um ljós- leiðaratengingu. „Sveitarfélagið hef- ur mikinn áhuga á að gera samning við Orkuveituna um að hún þjóni okkar stofnunum, þannig að þær njóti sem bestrar tengingar,“ segir Páll og segir stefnt að því að ljósleið- arar verði lagðar í götur í Borgarnesi sem og öðrum þéttbýliskjörnum á svæðinu. 100 milljónir kr. í ljós- leiðara í Borgarfirði Ljósmynd/Bárður Örn Gunnarsson Frá vinstri til hægri: Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Sveinbjörn Eyjólfsson, forseti sveitarstjórnar Borgarfjarðarsveitar, Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður OR, Páll Brynjólfsson, sveitarstjóri í Borg- arbyggð, og Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst. RÆKJUVINNSLU verður hætt hjá Sigurði Ágústssyni ehf. í Stykkishólmi frá og með ára- mótum. Búið er að segja upp 25 starfsmönnum. Sigurður Ágústsson fram- kvæmdastjóri sagði að ástæða þessarar ákvörðunar væri mjög óhagstæð ytri skilyrði fyrir rækjuvinnslu. „Þegar ytri að- stæður, hvort sem er markaður- inn eða íslenska krónan, verða okkur óhagstæðari með hverj- um degi endar það með því að menn gefast upp.“ Hann sagði að rækjuvinnslur hafi reynt að mæta erfiðari aðstæðum á mörkuðum með því að betrum- bæta vinnsluna og auka hag- kvæmni. Það hafi ekki dugað til. Hugsanlegt er að einhverjir starfsmenn sem sagt var upp í gær fái önnur störf hjá fyrirtæk- inu, en óhjákvæmilega munu flestir hætta. Flestir starfs- mannanna eru af erlendu bergi brotnir og sumir með langan starfsaldur. Sigurður sagði þessa niðurstöðu áfall. „Svona ákvarðanir eru ekki teknar nema með miklum trega, enda mikil fjárfesting sem ligg- ur í góðu starfsfólki og ekki síst mikilvægum viðskiptasambönd- um. Þau verða ekki sótt svo auð- veldlega þegar menn ákveða að fara af stað aftur.“ Sigurður Ágústsson ehf. í Stykkishólmi Rækju- vinnslu hætt og 25 missa vinnuna Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.