Morgunblaðið - 01.10.2005, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 01.10.2005, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 11 FRÉTTIR www.toyota.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 29 67 8 09 /2 00 5 Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070 Við viljum bjóða þér meira en þú hefur látið þig dreyma um Heilsársdekk Krómgrind á afturljós Vindskeið Aurhlífar Dráttarbeisli Í samstarfi við RAV4 aukahlutapakki að andvirði 185.000 kr. fylgir með Nú færð þú glæsilegan RAV4 með veglegum aukahlutapakka að andvirði 185.000 kr., heilsársdekk, dráttarbeisli, vindskeið, aurhlífar og krómgrind á afturljós. Komdu, prófaðu RAV4 og upplifðu meira en þú hafðir látið þig dreyma um. Þú gerir ekki betri kaup fyrir veturinn! Verð frá 2.690.000 kr. Mánaðarleg greiðsla frá 35.990 kr.* * m.v. 10% útborgun og 84 mánaða bílasamning hjá Glitni. Hverfisgötu 6 101 Reykjavík sími 562 2862 „VIÐ erum ekki í nokkrum vafa um þessi viljayfirlýsing hafi mikla þýð- ingu fyrir okkur. Þetta er fyrsta skrefið í þá átt að tryggja íbúum og fyrirtækjum í Borgarfirði aðgengi að ljósleiðaranum þannig að sem flestir geti nýtt sér þessa öflugu tengingu,“ segir Páll Brynjólfsson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, en Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Viðskiptaháskól- inn á Bifröst, Landbúnaðarháskóli Íslands og Orkuveita Reykjavíkur undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um samstarf við mótun og þróun þekk- ingarsamfélags í Borgarfirði. Samkomulagið felur í sér að Orku- veitan mun leggja ljósleiðara í há- skóla og þéttbýliskjarna í héraðinu og er stefnt að tengingu Borgarness, Bifrastar og Hvanneyrar fyrir ára- móti við ljósleiðarakerfi Orkuveit- unnar. Gert er ráð fyrir að heildar- fjárfesting Orkuveitunnar í verkefnið nemi um 100 milljónum króna. Að sögn Páls kristallast í vilja- yfirlýsingunni samstarf háskólanna og sveitarfélaganna á svæðinu um það að byggja þar upp öflugt þekk- ingarsamfélag í Borgarfirði. Að- spurður segist Páll ekki í nokkrum vafa um að lagning ljósleiðara í Borg- arfirði muni efla héraðið, bæta lífs- kjör og samkeppnishæfi þess og vekja áhuga fyrirtækja, stofnana og einstaklinga á því að flytja starfsemi og búsetu til Borgarfjarðar. „Fyrir fyrirtæki sem vilja setjast að utan höfuðborgarinnar skiptir það auðvit- að miklu máli að nettengingar verði eins og best verður á kosið,“ segir Páll og segist sannfærður um að fyr- irtækin sem nú þegar eru fyrir á svæðinu muni í framhaldinu gera samninga við Orkuveituna um ljós- leiðaratengingu. „Sveitarfélagið hef- ur mikinn áhuga á að gera samning við Orkuveituna um að hún þjóni okkar stofnunum, þannig að þær njóti sem bestrar tengingar,“ segir Páll og segir stefnt að því að ljósleið- arar verði lagðar í götur í Borgarnesi sem og öðrum þéttbýliskjörnum á svæðinu. 100 milljónir kr. í ljós- leiðara í Borgarfirði Ljósmynd/Bárður Örn Gunnarsson Frá vinstri til hægri: Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Sveinbjörn Eyjólfsson, forseti sveitarstjórnar Borgarfjarðarsveitar, Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður OR, Páll Brynjólfsson, sveitarstjóri í Borg- arbyggð, og Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst. RÆKJUVINNSLU verður hætt hjá Sigurði Ágústssyni ehf. í Stykkishólmi frá og með ára- mótum. Búið er að segja upp 25 starfsmönnum. Sigurður Ágústsson fram- kvæmdastjóri sagði að ástæða þessarar ákvörðunar væri mjög óhagstæð ytri skilyrði fyrir rækjuvinnslu. „Þegar ytri að- stæður, hvort sem er markaður- inn eða íslenska krónan, verða okkur óhagstæðari með hverj- um degi endar það með því að menn gefast upp.“ Hann sagði að rækjuvinnslur hafi reynt að mæta erfiðari aðstæðum á mörkuðum með því að betrum- bæta vinnsluna og auka hag- kvæmni. Það hafi ekki dugað til. Hugsanlegt er að einhverjir starfsmenn sem sagt var upp í gær fái önnur störf hjá fyrirtæk- inu, en óhjákvæmilega munu flestir hætta. Flestir starfs- mannanna eru af erlendu bergi brotnir og sumir með langan starfsaldur. Sigurður sagði þessa niðurstöðu áfall. „Svona ákvarðanir eru ekki teknar nema með miklum trega, enda mikil fjárfesting sem ligg- ur í góðu starfsfólki og ekki síst mikilvægum viðskiptasambönd- um. Þau verða ekki sótt svo auð- veldlega þegar menn ákveða að fara af stað aftur.“ Sigurður Ágústsson ehf. í Stykkishólmi Rækju- vinnslu hætt og 25 missa vinnuna Fréttir á SMS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.